Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Qupperneq 10
Líkamsræktar-
kona níunda
tugsins sýnist
geta hreyft sig
frjálslega á
móti sumu því
sem kynsystur
hennarmáttu
þolafyrrá
tímum.
ímynd kvenlegrar fegurðar
hefur verið mjög breytileg frá
því ísaldarmenn gerðu sínar
smástyttur af akfeitum
konum. Hitt kom löngu seinna
að konan væri þeim mun
fegurri, sem hún væri mjórri,
einkum í mittið, og þá tók við
kvalaskeið lífstykkjanna.
Á sjöunda áratugnum
sáust minipilsin hvar
sem var; til dæmis íroki
og skafrenningi á ís-
landi.
Nútímakonur í bikini? Ónei, þær eru í mósaíkmynd úr Villa Romana í Róma-
borg, sem talin er vera frá þriðju eða fjórðu öld.
Aðflikka
uppá
sköpunar-
verkið
Eftir JUDY WADE
Ef trúa má lýsingum listamanna og ljósmynd-
ara sést að í aldanna rás hefur vöxtur og
útlit kvenna tekið stórkostlegum breytingum.
Bústnar fyrirmyndir Rubens á 17. og 18. öld
líkjast í litlu drengjalegu stúlkunum á hinum
Oft hefur tízkan orðið til þess að útlitið á kvenþjóð-
inni varð æði langt frá sjálfu sköpunarverkinu; þó
sjaldan eins ogá 16. öld í Englandi. Mittið erreirt
saman, en vírgrind varlátin halda pilsinu út.
Fyrirtæpun lOOárum
þótti stundaglasið bezta
viðmiðunin oglífstykkið
var nauðsynlegt til að
ná því markmiði.
Drengjalegt útlit
kom til sögunnar
uppúr 1920: Bijóst-
in voru falin, vöxt-
urinn átti að vera
eins og hefluð fjöl
og klippingin
drengjakollur.
áhyggjulausu millistríðsárum. Og útlit glað-
legu stundaglasvöxnu snótanna á síðasta
áratug 19. aldar minnir lítið á sólbrúnar
vaxtarræktarkonur dagsins í dag.
Þegar skoðað er hvemig vexti konunnar
hefur verið breytt, hann þvingaður og af-
bakaður í gegnum aldirnar, kemur í ljós
saga um áreynslu og öfgar, sem stundum
endaði með veikindum, eða jafnvel dauða,
allt í nafni tískunnar.
Vitað er að þvingandi, fastreyrðir búning-
ar hafa verið notaðir þegar á 8. öld f.Kr.
Stytta af snákagyðjunni frá tíma Krítarveld-
isins sýnir gyðjuna í lífstykki, sem gerði að
verkum að pilsið lá þétt á mjöðmunum og
undirstrikaði grannt mittið og beran barm-
inn. Á mósaikmynd frá Piazza Armerini á
Sikiley frá 3.-4. öld sjást konur með um-
búnað um bijóstin, sem minnir á nútímaleg
bijóstahöld. Ekki er vitað hvort þetta var
aðeins hversdagslegur klæðnaður eða hvort
þessum umbúnaði var ætlað að vekja at-
hygli á barminum. Á fyrstu 10—11 öldum
kristni voru klæði venjulega notuð í gagn-
semis skyni, til að vemda gegn hita og
kulda. Þó merki sjáist um tískufyrirbrigði
var lítið gert til að breyta lögun líkamans.
Á 14. öld tóku myndlistarmenn og rithöf-
undar að gefa kvenlegum yndisþokka og
fögrum vexti meiri gaum í listsköpun sinni.
Með því var lagður grundvöllur að aðskom-
um, þvingandi undirfötum, sem urðu síðar
allsráðandi.
Á 16. öld var í tísku að draga athyglina
að áberandi maga, eins og sjá má mörgum