Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Qupperneq 11
myndum frá þessum tíma, t.d. eftir Jan van
Eyck „Jan Arnolfini og kona hans“ og „Frú
í Nuremberg á sunnudagsklæðum" eftir
Albrecht Durer. Til að ná þessu útliti var
settur lítill púði undir fðt konunnar, sem
voru með mitti rétt undir bijóstunum. Efri
hluti klæðanna var óþægilega þröngur til
að draga fram mjúka línu barmsins.
Um 1470 komu fram einna mestar ýkju-
breytingar á kvenlegum vexti. Juana Portú-
galsdrottning komst að því að hún var van-
fær að bami sem ekki var mögulegt að
Henrik V, hinn lamaði eiginmaður hennar,
hefði getað gert henni. Til að fela ástand
sitt fór hún að klæðast pilsum með gjörð
kvenna, heldur einnig á smástúlkur. Þær
vom vægðarlaust látnar ganga í þessum
þvingandi fötum, allt frá bamæsku, í þeirri
trú að ef vöxturinn væri þvingaður snemma
yrði árangurinn aðlaðandi líkami með tíman-
um. Þegar tveggja ára dóttir rithöfundarins
Johns Evelyn dó 1665 sá læknirinn, sem
skoðaði líkið, að bringubeinið hafði þrýst inn
á við og tvö rifbein brotnað, sem afleiðing
af þröngu lífstykki.
Gjörð úr málmi eða hvalbeini kom fram
nokkrum ámm fyrr. Hún var sett framan
á lífstykkið til að ná enn beinni línu. Tak-
markið var að ná langri, grannri línu með
mjóu mitti og reistum barmi, sveigja barms-
ins var aukin með spöngum, sem settar
vom hlið við hlið að framan. Og til að auka
enn á óþægindin vom einnig sett bein þvert
yfir herðablöðin til að gera bakið flatara.
Mikla nákvæmni þurfti til að útbúa þessi
klæði, við að mæla, klippa og sauma (þetta
var áður en saumavélin kom til sögunnar).
Tískan tók ekkert tillit til þess hvemig þeim
leið, sem klæðast áttu þessum flíkum. Ekk-
ert virtist koma í veg fyrir að konur neydd-
ust til að nota lífstykki. Margar teikningar
frá 1769 sýna lífstykki fyrir vanfærar kon-
ur, reiðkonur og unglingsstúlkur.
Um 1780 virtust konur ekki hafa neinar
mjaðmir en þeim mun fyrirferðarmeiri bijóst
og bakhluta. í Frakklandi um 1800 var í
tísku vaxtarlag, sem minnir á alifugla,
myndað með rasspúða og hálsklæði með
pífum og dúllum.
í lok aldarinnar gátu konur aftur andað
léttar um tíma, _ þar sem þröng lífstykki
hurfu að mestu. Áhugi á fomgrískri og róm-
verskri menningu kom fram í kjólum úr
örþunnum mjúkum efnum, sem þörfnuðust
lítilla undirklæða.
Þetta tímabil stóð því miður stutt og
lífstykkið var aftur tekið í notkun um 1830
af endumýjuðum krafti. Það pressaði barm-
inn þó ekki lengur í mjóa strýtu en varð
jafnvel enn þrengra um mittið en áður.
Sennilega var Napoleon að skírskota til
þessarar tísku þegar hann sagði: „Lífstykki
era morðingjar mannkyns." Og það er
kannski ekki fjarri lagi, þar sem þau þrýstu
á innri líffæri, sem gat valdið aftnyndun er
jafnvel leiddi til dauða kvenna við bamsburð.
Um þetta leyti fór rómantíska skeiðið í
hönd, með skrautlegum íistaverkum, sem
hafði þau áhrif á klæðnað kvenna að pilsin
víkkuðu meir og meir. Til að ná títu-
pijónsmjóu mitti klæddust konur hinu
ómissandi lífstykki. Tegundum þeirra fjölg-
aði á tuttugu áram úr 2 í 64. Á þessum
rómantíska tíma iðkuðu konur það að falla
í yfirlið af minnsta tilefni. Ekki máttu þær
láta ofan í sig nema ögn af mat, allavega
ekki á almannafæri, þar sem lystarleysi var
í samræmi við kvenlegan yndisþokka.
Ástæðan fyrir hinum tíðu yfírliðum var ein-
faldlega skortur á súrefni, þar sem bijóst-
kassinn var svo samanpressaður að ómögu-
Vel klædd viktoríönak frú á síðustu öld
bar ótrúlegan þunga utan & séríöllu
sem hún klæddist. Þegar mikið var
haft við, gat frúin verið í 9 flíkum
h verri utiin yfir annarri.
innan í til að halda þeim úti. Þessi tíska
breiddist síðan út um alla Evrópu.
Um miðja 16. öld fóru ítalir að sýna
bústnum konum meiri áhuga, eins og
franska tískuskáldið Montaigne lýsti því:
„Þær eiga að vera stórar og holdugar."
Ánnað skáld jafnaði vexti þeirra við víntunn-
ur. Á fijálslegum nektarmyndum Titans og
Rubens má sjá þetta vinsæla vaxtarlag tíma-
bilsins.
Þetta varð hins vegar skammvinn sæla,
því nú varð umbylting frá mjúkum línum
til stífra, beinna forma. Á Spáni kom fyrst
fram klæðnaður, sem átti eftir að valda
aldalangri þvingun í klæðaburði kvenna.
Þetta var beinn millibolur, sem náði niður
að mitti, fóðraður með stífum dúk og brydd-
aður með vír. Það lengdi mittið, flatti bijóst-
in þannig að þau hurfu næstum og mynd-
aði strýtulega útlínu frá höfði niður að fæti.
Síðasta íjórðung 17. aldar komu svo
lífstykkin, líkust jámbúram, með löngum,
skörpum framhliðum, til að undirstrika títu-
pijónsmjótt mitti. Málverk frá 1655 eftir
óþekktan málara sýnir skarti hlaðna her-
togaynjuna af E1 Infantado í þéttreimuðum
spænskum klæðnaði. Það að framhlutinn
er svo flatur virðist staðfesta það sem talið
er, að bolur ungra stúlkna hafi verið reyrð-
ur frá bamæsku til að hindra þroska bijóst-
anna. Hin þungbúna ásýnd konunnar gæti
verið merki um þjáninguna, sem þetta hefur
valdið. Teikning af lífstykki eins og því sem
hún hefur máske klæðst sýnir útflúraðan
útbúnað úr jámi, með hjöram að framan
með útskotum fyrir bijóstin og að neðan
líkist það rýtingi, sem nær næstum niður á
lífbeinið. í enskum arkitektúr og húsgögnum
þessa tímabils era einnig augljós merki um
þessa stirðlegu tísku.
Vinsæl lífstykki frá tímabilinu voru gerð
úr mörgum lögum af líni eða dúk og styrkt
með hvalbeini. Þessi útbúnaður hafði ekki
aðeins slæm áhrif á heilsu fullorðinna
Konan sem sýningargripur auðmannsins: Enskyfirstéttarkona frá þeim tíma,
sem kenndur er við Victoriu drottningu, varklæddþannigað hún gat ekkert
gertþótt hún vildi. Hlutverk hennar var stundum það helzt, að bera og sýna utan
ásérauðinn.
%
legt var að anda djúpt. Að borða þannig
klæddur var ekki hægt, þar sem fötin vora
svo þröng og aðskorin að jafnvel minnsta
útvíkkun á maganum gat naumast átt sér
stað.
Árið 1863 svaraði ritstjóri tískublaðs í
Englandi lesendabréfi konu nokkurrar, sem
lýsti því að mittismál hennar væri 16 þuml-
ungar, með þessum orðum: „Ég hef tekið
eftir, að þróunin er sú að þær stúlkur sem
mjóst hafa mittið era drottningar dans-
gólfsins." Þannig hvatti ritstjórinn heila
kynslóð kvenna til að draga fram kvenleika
sinn á þennan hátt. í kvikmyndinni „Á hverf-
anda hveli", sem á að gerast í þrælastríð-
inu, er sena með Scarlet O’Hara þar sem
hún heldur sér í rúmstöpul meðan þjónustu-
stúlkan bisar við að reyra lífstykkið á henni
í 17 þumlunga mittismál. Hin tíðu yfirlið,
sem þetta hafði í för með sér, gerðu nauð-
synlegt að legubekkir væra úti um allt.
Á tuttugustu öldinni neyddust smástúlkur
aftur til að klæðast eins og fullorðnar væra.
Þær vora reyndar ekki huldar blúndum og
fellingum eins og á undangengnum öldum,
en við 12 og 13 ára aldur vora taldir dagar
djúps andardráttar.
Listmálarar hafa gert lífstykki, þennan
ómissandi hluta daglegs lífs, ódauðleg í
myndum sínum. Málverkið „Skammvinn
hylli" frá 1896 eftir Toulouse-Lautrec sýnir
herramann horfa á dömu þar sem hún reim-
ar að sér lífstykkið. Og á myndinni „Nana“ •
eftir Manet sést herramaður með pípuhatt •
dást að frakkri snót í lífstykki og undirpilsi.
Lífstykkin skipuðu sinn óumdeilanlega
sess og héldu konum í fjötram allan síðari
hluta aldarinnar. Á hinum glaðværa árum
í kringum aldamótin síðustu vora mjóu mitt-
in, reyrð af þéttreimuðum lífstykkjum, enn-
þá hið eina rétta. Pilsin vora aðsniðin yfír
mjaðmimar, víkkuðu út að neðan og sópuðu
gólfíð. Þama var kominn stundaglasvöxtur-
inn sem allar vildu hafa. Til að skapa þess-
ar athyglisverðu útlínur vora lífstykki þessa
tíma stíf að framan og mjó í mitti með inn-
byggðum púða til að lyfta bijóstunum.
Um 1907 náðist löng, spengileg lína með
því að vera í beinu lífstykki, sem náði frá
mitti og vel niður fyrir mjaðmir. Maður
gæti nú haldið að konur losuðu sig við þess-
ar þrengingar, a.m.k. á meðan þær hvfldust
eða stunduðu íþróttir, en milli 1900 og 1910
vora notuð stutt lífstykki úr teygju, þegar
konur tóku þátt í íþróttum.
Snemma á öidinni þegar lífstykkið síkk-
aði, var barmurinn studdur af aðskomum
millibol. Þetta var fyrirrennari bijóstahalda,
sem komu á markaðinn á 4. áratugnum.
Miklar breytingar urðu á klæðnaði
kvenna eftir fyrri heimsstyijöldina. Konur
höfðu lagt sitt af mörkum á stríðsáranum
ogJiófu nú þátttöku í atvinnulífinu, fengu
aukin réttindi og fóra að vinna utan heimil-
anna. Fyrir konur, sem nú lifðu ftjálsara
lífí, varð tískan að vera hentug. Ekki var
lengur lagt eins mikið upp úr mjóu mitti
og fögram barmi, pilsin voru stytt og sokka-
bandabeltið várð vinsælt. Þetta var fyrir-
boði drengjalegs útlits kvenna næsta ára-
tuginn. Um 1925 var mittislínan neðarlega
og frjáls. Chanel og á eftir henni Patou og
Lelong sköpuðu drengjalega tísku. Bijóstin
vora aftur flöt, nú vafin með breiðu bandi
í stað hins óþægilega lífstykkis áður.
Til að gera sem minnst úr öllum bogalín-
um var nú hannað lífstykki, sem gerði
mjaðmimar mjóar og bijóstin flöt, með því
að nota teygjanleg efni. Ungar konur not-
uðu aðeins sokkabandabelti til að halda
sokkunum uppi óg sala lífstykkja hrapaði
um tvo þriðju milli 1920 og 1928.
Mörgum þéttvöxnum til ánægju voru
mjúkar línur aftur taldar kvenlegar á 4.
áratugnum. Nú var bijóstunum lyft og þau
aðskilin með bijóstahöldum í fyrsta sinn.
Um 1947 komu á markaðinn magabelti með
löngum sokkaböndum frá Christian Dior.
Síðan komust hlíralausir kvöldkjólar í tísku
á 5. og 6. áratugnum og þá urðu samföst
bijóstahaldari og sokkabandsbelti vinsæl. í
auglýsingum stóð að þessi undirföt féllu
þétt að en þvinguðu ekki.
Síðastliðin 40 ár hafa framleiðendur
keppst við að þróa þunn, teygjanleg efni,
sem falla þétt að og móta líkamann, og
koma í stað hinna óþægilegu lífstykkja.
Tískusérfræðingar segja að hin fijálslega
nútímakona muni aldrei aftur láta bjóða sér
þvingandi og óþægileg lífstykki gærdags-
ins. En spám fatahönnuða erú takmörk sett
og þess vegna erómögulegt að segja fyrir
um hvaða steftiu hin síbreytilega tíska
kvenna tekur í framtíðinni.
Þýtt og endursagt úr ensku.
SIGRÚN E. HÁKONARDÓTTIR
+
LES8ÓK MORGUNBLAÐSIMS 20. FEBRÚAR 1988 11