Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Side 14
Synir
kommúnismans
Annar er 52 ára gamall tékkneskur verkfræð-
ingur, en hinn er 38 ára gamall ungverskur
húsameistari. Báðir eru andófsmenn og til-
heyra hinum hundeltu hópum andstæðinga
alræðisstjómanna í löndum sínum. Þeir hafa
Af Rudolf Slansky og
Laszlo Rajk. Nöfnin eru
kunnugleg, enda eru
báðir synir og nafnar
frægra kommúnista, sem
látnir voru játa á sig
upplognar sakir fyrir 35
árum og hengdir.
eftir MICHAEL KAUF-
MAN
aðeins hitzt einu sinni og þá rétt til að tak-
ast í hendur og staðfesta hliðstæð örlög
sín. Það sem tengir Rudolf Slansky og Las-
zlo Rajk er, að báðir eru synir og nafnar
frægra kommúnista, sem voru hengdir fyrir
35 árum eftir að hafa játað á sig upplognar
sakir í vel auglýstum sýndarréttarhöldum.
Ef líf og dauði feðra þeirra er söguefni
í „Myrkri um miðjan dag“, þá eru örlög
sonanna á sinn hátt framhald af verki Art-
hurs Koestlers. Undir oki flokksagans og
með pyntingum fengust feður þeirra til að
viðurkenna rangar sakargiftir og treysta
þannig kerfi, sem þeir trúðu á jafnvel allt
fram á gálgann. Nú véfengja synimir jafn-
vel þær goðsagnir, sem orðið hafa til um
feður þeirra og bera þannig brigður á þetta
kerfi. •
í Prag, þar sem hið pólitíska andrúmsloft
er kalt og kúgunin leynir sér ekki, og í
Búdapest, sem er mun ftjálslegri borg. þótt
frelsið sé naumt, tengja þessir tveir menn
sín frægu nöfti andófi og andstöðu við
ríkjandi stjómarfar. Rajk, sem aldrei þekkti
föður sinn, gerir það með ögrandi, ung-
versku yfirlæti, en Slansky með hlédrægni,
tómlæti og þögn. í nær fjóra örlagaríka
áratugi hafa þeir báðir orðið að þola ofsókn-
ir, útlegð, smán og hin flóknustu vandræði.
Þeir hafa ýmist leitað svara eða huggunar
þagnarinnar.
SaklausBörn
Þekktra Manna
Á hinum ýmsu tímum hafa þeir hitt fólk,
sem hefur litið á feður þeirra sem hetjur,
fómarlömb, píslarvotta, leikbrúður, fífl og
varmenni. Þeirra eigin viðhorf gagnvart
þeim mönnum, sem þeir heita í höfuðið á,
em skiljanlega margslungin. Þeim hefur
dottið í hug að skipta um nafti, en ætla
ekki að gera það.
Þeir voru saklaus böm þekktra manna,
sem vom næstvaldamestu kommúnistar
landa sinna og gegndu sem slíkir hlutverk-
um hetjulegra brautryðjenda nýrrar vitund-
ar. En þegar ofsóknaræði Stalíns magnaðist
við villu og uppsteyt Titos í Júgóslavíu,
vom feður þeirra handteknir, dæmdir og
teknir af lífi sem svikarar, en svo nokkmm
ámm síðar hreinsaðir af öllum þessum
áburði og sýndur heiður að minnsta kosti
að nokkra leyti.
Ráðamenn og þeir, sem hyggja á frama
í stjómkerfínu, forðast synina í dag, ekki
vegna þess að þeir líti á þá sem hugmynda-
fræðilega úrhrök, heldur af því að kunnings-
skapur við þá og samband gæti bakað þeim
óþægindi innan kerfísins. Synimir blanda
aðallega geði við aðra andófsmenn og lista-
menn, óbundinn hóp andlega skyldra sem
em nokkrir tugir að tölu.
Meðal þeirra em menn á borð við Adam
Michnik, hinn pólska ráðunaut Samstöðu,
ungverska neðanjarðar ritstjórann Miklos
Haraszti og marga þeirra, sem undirrituðu
Mannréttindaskrána 77 í Tékkóslóvakíu.
Fólk, sem hefur alizt upp við róttæka vinstri
stefnu sem synir og dætur foreldra, sem
stundum urðu að þola fangelsi og pyntingar
fyrir það, sem þeir vom sannfærðir um að
væri hinn fyrirheitni kommúnismi.
Áður en mánuður var liðinn, frá því að
Rajk eldri hafði játað, að hann væri frots-
kíisti, borgaralegur þjóðemissinni og endur-
skoðunarsinni í september 1949, en hann
hafði verið innanríkis- og síðan utanríkisráð-
herra Ungveijalands, var hann hengdur í
fangelsisgarði. Kona hans var nálæg, hún
heyrði, er aftakan fór fram, en sá hana
ekki úr fangaklefa sínum.
Nokkmm ámm síðar var lík hans flutt
úr ómerktri gröf og jarðsett að nýju undir
tignarlegu minnismerki við hátíðlega athöfn
með þátttöku hundraða þúsunda syrgjenda
hið viðburðaríka ár 1956. Til er fréttamynd,
sem sýnir son hans, sem var aðeins 9 mán-
aða gamall, þegar faðir hans var líflátinn,
brosa hálfvandræðalega að því er virðist,
um leið og hann mokar í gröfina. Næst
honum stendur móðir hans, sem drengurinn
hafði kynnzt aðeins tveim ámm áður, eftir
að hún hafði verið látin laus úr fangelsi,
en hann farið úr munaðarleysingjahæli, þar
sem honum hafði ekki verið sagt sitt rétt
nafn.
„Með Félagslegum
KVEÐJUM“
Hvað varðar Slansky, sem hafði verið
aðstoðarforsætisráðherra í Tékkóslóvakíu,
var ekki um neina gröf að ræða. Þremur
ámm eftir að hann var hengdur 1952, fékk
ekkja hans, sem þá var enn í fangelsi, vott-
orð frá hinu opinbera þess efnis, að dauða
manns hennar hefði valdið „köfnun við
hengingu".
Eftir 9 ára fyrirspumir og eftirgrennslan
var svo Josefu Slansky kunngert, að líkams-
leifar manns hennar hefði verið brenndur
og að kmkkan með ösku hans hefði síðar
verið eyðilögð til að lýma fyrir öðmm. Bréf-
inu .frá innanríkisráðuneytinu lauk með
þessari háttvísi: „Með félagslegum kveðj-
um.“
Eins og svo mörgum öðmm, sem búa í
Austur-Evrópu, hafði mér þótt mjög athygl-
isvert, hvemig skuggar hins liðna, óljósir
kaflar sögunnar, að hluta ritskoðaðir, oft
endurskoðaðir og undanfarið í vaxandi
mæli véfengdir, hafa ásótt bæði leiðtoga
og borgara kommúnistaríkjanna. Mér
fannst, að líf þeirra Rajks og Slanskys yngri
hlyti að endurspegla þann vanda og þær
ógöngur, sem það samfélag rataði í, þar sem
opinberar frásagnir væm svo oft frábmgðn-
ar því, sem móðir manns eða amma segði
manni eða í sumum tilfellum því, sem hefði
hent föður manns. Ég leitaði uppi báða
mennina.
Laszlo Rajk gerir sér fulla grein fyrir
þeim vandræðum, sem nafn hans og návist
veldur leiðtogum Ungveijalands, og honum
þykir það síður en svo leitt. Hann er hár
og fríður og líkist föður sínum mjög. Um
tíma rak hann „samizdat“-verzlun í íbúð
sinni í Búdapest og seldi þar ólöglegar bók-
menntir, en það endaði með útburði af hálfu
borgaryfirvalda. Áður hafði hann farið til
Póllands til fundar við andófsmenn þar, sem
kenndu honum góðar aðferðir við leynilega
prentun. Og árið 1985, þegar ungverska
ríkisstjómin breytti kosningalögum í átt tij
fijálsræðis, reyndi hann að bjóða sig fram
til þings sem óháður og utanflokka.
„Ég bauð mig fram,“ segir hann, „bara
til að sýna, að það væm brögð í tafli, eins
og raunin var auðvitað." Tilraunin endaði
með því, að ribbaldar frá ríkinu, eins og
hann kallar þá, völdu kjömefnd og hindmðu
ungt fólk frá því að taka þátt í kosningunni.
Síðan þá hefur verið komið í veg fyrir,
að Rajk gæti unnið sem arkitekt. Eftir að
hafa verið einungis látinn vinna sem teikn-
ari, var hann ekki látinn í friði,' fyrr en
hann fór. Nú þýtur hann um Búdapest yfir-
leitt klæddur leðurvesti með svartan silki-
klút um hálsinn og hittir aðra andófsmenn.
Stundum vinnur hann sem hönnuður fyrir
kvikmyndaleikstjóra. Hann viðurkennir, að
„þangað til fyrir skömmu" hafi nafn hans
verið sem skjöldur, sem hlífði honum við
harkalegri meðferð. Þegar öllu er á botninn
hvolft, var Janos Kadar, sem hefur verið
æðsti valdamaður í Ungveijalandi sl. 30 ár,
nánasti vinur föður hans og að sumra sögn
átti hann meginþátt í því að fá hinn hand-
tekna til að játa á sig hinar tilbúnu sakir á
þágu Kommúnistaflokksins.
Og reyndar var Kadar, sem hafði tekið