Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Page 15
við embætti innanríkisráðherra af Rajk, hið guðlausa ígildi guðföður, en Rajk yngri var nafn gefið við kommúniska nafngiftarat- höfn. En hvað sem því líður, og þótt Kadar hafí aldrei haft samband við „guðson" sinn, er sagt, að hann hafi oftar en einu sinni sagt við nána vini sína: „Það voru ein réttar- höld yfir Laszlo Rajk í Ungveijalandi, en það verða aldrei önnur.“ SÍMINN HLERAÐUR Ólíkt Rajk vildi Rudolf Slansky ekki ræða um gamlar tilfínningar eða um fjölskyldu sína, þó að hann byðist til að svara spuming- um um stjómmálaskoðanir sínar nú og um störf sín í þágu mannréttindahreyfingarinn- ar í Tékkóslóvakíu, en hann var einn af þeim, sem undirrituðu yfirlýsinguna ’77. ‘Ojá, síminn er hleraður og stundum elta þeir mig. En það skiptir ekki máli. Það er bara eins það er, en reyndar er ástandið að skána.“ Hann líkist einnig föður sínum af ljós- myndum, er breiðleitur og greiðir þunnt hárið aftur. „Allt er að breytast og ekkert hefur breytzt," segir hann og er þeirrar skoðunar, að áhugi Gorbatsjofs á efnahags- legum framförum og breytingum til nútíma- horfs, sem hann fagnar og telur einlægan, hafí valdi óróa og kvíða meðal hinna íhalds- sömu leiðtoga Tékkóslóvakíu. En þegar spumingum er beint að hans eigin æsku, efasemdum hans sjálfs og sársauka, leiðir hann þær hjá sér og býður gesti sínum kurteislega meira vodka. En svo fór að lokum, að hann stóð upp og leitaði vandlega í bókahillunum í tveggja herbergja íbúð sinni. Og hann fann og rétti mér ljósrit af eina viðtalinu, sem hann hef- ur nokkru sinni veitt um endurminningar snar frá handtöku og dauða föður síns og reynslu sjálfs síns af kyrrsetningu og útlegð. í tékknesku æskulýðsblaði, Mlady Svet, um vorið í Prag, áður en Sovétmenn réðust inn í landið 1968, sagði Slansky frá nótt- inni 22. nóvember 1951, þegar hann, þá 16 ára gamall, var vakinn af tveimur mönn- um, sem sýndu honum skilríki sem leynilög- reglumenn og héldu á brott með hann, en foreldrar hans voru þá ekki heima. SÁFöðurSinn AldreiAftur Þetta var byrjunin á þeirri martröð, sem hann varð að þola með því að blandast inn í hina miklu atburðarás, sem í rauninni hafði hafízt þremur árum áður, þegar Júgó- slavíu var vikið úr Kominform fyrir að hafa sýnt pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði gagnvart Sovétríkjunum. Refsialda reis í Kreml og reið yfír „félagana" i Austur- Evrópu. Hún átti að vera tii-viðvörunar og koma í veg fyrir frekari liðhlaup eða „svik“. „Ég sá föður minn aldrei aftur," segir Slansky í viðtalinu. „Móður mina hitti ég daginn eftir í húsi skógarvarðar í Hvozdy, þar sem við vorum höfð í haldi." í sinni eigin bók, „Af manninum mínum“, sem kom út á þessu sama skamma skeiði frjálsræðis, áður en hinir sovézku skriðdrek- ar náðu til Prag, segir Josefa Slansky frá því, þegar maður hennar, þá aðstoðarfor- sætisráðherra Tékkóslóvakíu og fyrrum að- alritari Kommúnistaflokksins, var barinn, bundinn og fluttur burt, en henni ekið brott af óeinkennisklæddum hrottum. Hún kveðst hafa haldið, að vestrænir útsendarar hafí verið að ræna þeim. Um það, þegar hún hitti son sinn daginn eftir, skrifar hún: „Ég þekkti varla aftur augu hans. Þetta voru ekki lengur augu 16 ára gamals pilts, sem var fullur af ákafa Rudolf Slansky 1947 á hátindi valdaferils síns. Sonur hans og nafni var 16 ára gamall, þegar faðir hans var hengdur. „Ég þekkti varla augu hans aftur," skrifaði móðir hans síðar í bók sem kom út „vorið" í Prag 1968. „Þetta voru ekki augu 16 ára pilts, Ijómandi af æskufjöri, heldur augu þroskaðs manns, sem hefur orðið fyrir skelfi- legri reynslu." og æskufjöri, heldur voru þetta augu þrosk- aðs manns, sem hefur orðið fyrir skelfilegri reynslu. Augu, sem ég þorði varla að horfa á árum saman af ótta við að fara að skjálfa og fá sama áfallið aftur og aftur.“ Þessi kafli gefur vísbendingu um, af hveiju Slansky yngri er svo fámáll, sem raun ber vitni, og hið sama gildir um annan kafla, er -móðir hans segir frá atviki, er gerðist snemma í hinu þriggja ára langa varðhaldi þeirra, þegar þau lásu það í grein í blaði, sem notað var sem umbúðir um kjöt, að Klement Gottwald, leiðtogi tékkneskra kommúnista, hefði vitað um handtökumar. Josefa Slansky minnist þess, að sonur sinn hafi sagt: „Ég veit, að það er hart, en ef félagi Gottwald veit um þetta, þá hlýtur Stalín að vita það líka, og við getum vissu- lega treyst honum." „EG TRÚÐIÁ FLOKKINN“ Slansky yngri viðurkennir í viðtalinu frá 1968, að hann hafí verið mjög á báðum áttum, eftir að faðir hans var handtekinn: „Það var ljóst, að handtakan fór fram með vitund flokksjns og Gottwalds, og ég trúði á flokkinn. Ég vissi um réttarhöldin yfír Rajk og ég vissi gjörla um rússnesku sýndar- réttarhöldin gegn trotskíistum, en þegar ég leitað í huganum að hugsanlegum ástæðum til handtöku föður míns, þá gat ég ekki látið mér detta neitt í hug, sem gæti gefíð til kynna sök hjá honum. I húsi skógarvarð- arins, þar sem vorum í haldi, sá ég grein í blaði, þar sem minnzt var á zíonisma sem ákæruatriði. Ég minntist þess ekki, að faðir minn hefði nokkru sinni notað orðið gyðing- ur heima hjá okkur. Að tengja föður minn við zíonisma var algjört þvaður." Þó að Slansky væri höfuðákærður, var hann dreginn fyrir rétt ög dæmdur í hópi 14 sakbominga, og 11 þeirra voru gyðingar. En slíkur er máttur sögulegrar og geð- rænnar tregðu, að Slansky yngir gat skýrt hinum tékkneska viðmælanda sínum frá því, að hann hefði sótt um inngöngu í Kommúnistaflokkinn í verksmiðjunni, þar sem hann hefði unnið 1963, skömmu eftir að faðir hans hafði fengið uppreisn æru, og að umsóknin hefði veirð samþykkt innan árs. (En þar sem hann undirritaði Mannrétt- indayfirlýsinguna 1977, var honum vikið úr flokknum aftur.) Málin horfa allmjög öðruvísi við hjá Las- zlo Rajk yngri. Hann leitar opinskátt að tilganginum með lífí og dauða föður síns og sést oft ekki fyrir. Fyrir nokkrum mánuð- um leyfði hann brezkum sjónvarpsmönnum að koma með sér, þegar hann átti viðræður við fólk, sem faðir hans þekkti, og úr þessu varð klukkutíma dagskrá, sem send var út frá London í lok október í tilefni af 30 ára afmæli uppreisnarinnar í Ungveijalandi. „Þetta var nokkuð, sem mig hafði langað til að gera í mörg ár,“ sagði hann yfir nokkr- um flöskum af víni í risíbúðinni í Búdapest, þar sem hann býr með vinkonu sinni, leik- myndahönnuði. „Ég vildi kynnast föður mínum, en frem- ur í sögulegum og stjórnmálalegum skiln- ingi en sálfræðilegum. Ég vildi í raun og sannleika skilja, hvað átti sér stað í „Myrkri um miðjan dag“, sem gat fengið hugrakkan mann, sem hafði þolað pyntingar nazista til að játa á sig fáránlegar sakir, segja, að svart væri hvítt. Ég vildi leita skilnings á gjörðum hans út frá sjonarmiði persónulegr- ar ábyrgðar, og ég vissi, að til þess að skilja þetta yrði ég ekki aðeins að tala við fólk, sem dáði hann, heldur einnig fólk, sem hann hafði gefíð fyrirmæli um að pynta, þegar hann var innanríkisráðherra." Ódauðleg HETJA í augum margra í Ungveijalandi nútím- ans og þar á meðal margra háttsettra flokksmanna liggur við, að Laszlo Rajk eldri sé ódauðleg hetja. Hann fæddist í Transyl- vaníu, sem nú tilheyrir Rúmeníu, en missir hennar er alvarlegt tilfínningamál í Ung- verjalandi. Hann var eldheitur stúdentaleið- togi og kommúnisti, sem gerðist sjálfboða- liði til að beijast gegn Franco á Spáni, þar sem hann særðist. Síðan kom neðanjarðar- starfsemin og fangavist hjá nazistum í seinni heimsstyijöldinni. „Hvenær sem ég kem í hús núna og kynni mig, hitti ég alltaf fólk, sem segist hafa þekkt og dáð föður minn. í augum þess er hann alltaf hetjan. Hann er hetja, af því að hann var Ungveiji, af því að hann var hár eða laglegur eða af því að hann var drepinn. Og maður veit, að það er mjög, mjög lítið um hetjur nú á dögum. En það er sameiginlegt álit allra, að hann hafí ver- ið hetja, fómarlamb, píslarvottur, góður drengur eða bam byltingarinnar." Sonurinn viðurkennir, að hann hafí í mörg ár fyrir áhrif móður sinnar, sem dó í fyrra, einnig gert sér háleitar hugmyndir um föður sinn. En efasemdir hans um rétt- mæti alræðis kommúnista leiddu til þess, að hann tók að efast um sannleikann bak við goðsögnina um föður sinn og velti því sérstaklega fyrir sér, hvað hefði komið hon- um til að játa fjarstæðukenndum ásökunum, sem meðal annars vörðuðu samvinnu við nazista og svik við félaga sína í spænsku borgarastyijöldinni. „Það hafði alltaf verið mér ráðgáta," sagði Rajk yngri í samtali okkar, sem stóð langt fram á nótt. „Sumir sögðu, að hann hefði tekið að sér hlutverk illmennisins sam- kvæmt samkomulagi, af því að honum hefði verið sagt, að hann yrði ekki tekinn af lífi, heldur yrði honum leyft að lifa lífinu í ein- hveijum fjarlægum hluta Sovétríkjanna með konu sinni og bami. Aðrir segja, að líkam- legar og andlegar pyntingar hafí orðið hon- um um megn. Móðir mín var þeirrar skoðunar, að það sé til fólk, sem geti ekki sagt „nei“, og að faðir minn hafí verið einn af þeim, og þeg- ar hann hafi verið beðinn að játa í þágu flokksins, þá hafí hann fallizt á það. Það er meginástæðan hjá sögupersónunni í „Myrkri um miðjan dag“, að með því að taka að sér hlutverkið gaf dauði hennar lífi hennar tilgang, en það hafði hún lengi helg- að flokknum í undirgefni." AðFórnaLífinu FyrirFlokkinn Og það eru reyndar sannfærandi líkur á því, að það hafi verið farið fram á það við Rajk, að hann fórnaði lífi sínu fyrir flokk- inn, og að bezti vinur hans, Janos Kadar, hafí borið honum þau boð. Rajk yngri skilst, að Kadar hafí heimsótt föður hans í fang- elsið til að útskýra fyrir honum, að eftir að Júgóslavía hefði klofíð sig út úr bandalag- inu, væri flokkurinn i hættu og sundrung yfírvofandi. Rajk telur, að þessum tilmælum hafí fylgt loforð um mildilega útlegð á Krím, sem kann að hafa verið gefið í góðri trú, en síðan afturkallað í Moskvu. Samkvæmt upplýsingum, sem komu á daginn, eftir að Rajk eldri eftir dauða sinn hafði fengið uppreisn æru, lét Matyas Ra- kosi, aðalritari flokksins, hljóðrita á laun samtal hinna tveggja gömlu vina í fangels- inu. Hann var sagður hafa notað hljóðritun- ina til að beita Kadar þrýstingi. Rajk yngri segir móður sína hafa haft uppi ráðagerðir um það skömmu fyrir dauða sinn að leita til ungverskra dómstóla til að komast að hinu sanna um hugsanlegar hljóðritanir af samtölum í fangelsum. Líf Rajks yngri hélt áfram að vera stormasamt, enda þótt faðir hans hefði hlot- ið uppreisn. Eftir fall Rakosis naut hann þess skamma hríð að vera einkabam hetju og píslarvottar, en svo, þegar hann var 7 ára gamall, hófst uppreisnin 1956. Hreingerning Eftir Uppreisnina Þegar sovézkar hersveitir höfðu endan- lega brotið á bak aftur víðtækustu upp- reisn, sem gerð hefur verið gegn kommun- istum og Rússum í Austur-Evrópu, leitaði Imre Nagy, kommúnistinn, sem tekið hafði að sér fomstu í uppreisninni, hælis í sendi- ráði Júgóslavíu í Búdapest. Hann safnaði saman fólki, sem hann taldi vera í hættu, og lét fylgja sér og meðal þess var ekkja Rajks og sonur. Sovétmenn hétu honum og fólki þessu griðum, en sviku og tóku alla höndum, er þeir héldu í hópferðabíl frá sendiráðinu. Nagy var hengdur. En Julia Rajk og son- ur hennar voru dæmd til útlegðar og voru í haldi á ýmsum stöðum í Rúmeníu í 3 ár, meðan Janos Kadar var að endurreisa ung- verska Kommúnistaflokkinn og treysta stjóm sína. Svo snögg og örlagarík umskipti hljóta að valda miklum vandræðum, og afleiðingar þeirra koma fram með ýmsum hætti enn í dag, ýfa gömul sár lítilsvirðingar og freista til gagnásakana. Til dæmis lýsti Emo Lakatos, miðstjóm- armaður í flokknum, nýlega vanþóknun sinni á framferði Laszlo Rajks yngra, er hann hefði tekið þátt í gerð brezkrar sjón- varpsdagsskrár um föður sinn. „Faðir hans var mikill maður,“ sagði flokksmaðurinn, „en sonurinn er ekki mikill, hann er lítill. Hann fordæmir föður sinn í þessar rnynd." En í rauninni fordæmir hann á engan hátt föður sinn, þótt hann hafði sínar efasemdir um afstöðu hans. Rajk er atorkusamur og mjög félagslynd- ur. Hann vinnur að mörgum verkefnum, þar sem blandast pólitískt andóf og félagsstarf- semi. Hann vann mikið að kvikmyndinni „Tíminn stendur kyrr“, sem fjallar um hina týndu kynslóð Ungverjalands, þá sem varð ftillveðja eftir uppreisnina 1956. Þótt ekki væri leyft, að nafn hans væri á listanum yfír þá, sem unnu að gerð kvikmyndarinn- ar, þegar hún hlaut 500.000 dollara verð- laun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tokíó 1985, var Rajk sendur til New York til að vinna að framhaldi myndarinnar. Hann ferð- aðist samkvæmt þeim reglum í Ungveijal- andi, sem heimila. borgurunum að heim- sækja Vesturlönd á 3 ára fresti. Hann sneri aftur til Ungveijalands, af því að honum fínnst, að þar eigi hann heima, og hann telur sig gegna gagnlegu hlutverki fyrir þjóð sína. Sv. Ásg. úr The New York Times Magazine. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. FEBRÚAR 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.