Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Side 19
SÉRSTAÐA ÍSLENSKA Markaðsins Forsaga þessarar samvinnu er að nokkur íslensk hótel hafa verið í samstarfi við Scanclass-hótelk- eðjuna, en vildu segja sig úr henni í haust þar sem markmið sam- starfsins virtist ekki ná tilgangi sínum á íslenskum markaði. Innan Norðurlanda eru það aðallega fjöl- skyldur sem ferðast í einkabílum sem nota norræna hótelpassann. íslenski markaðurinn stendur þar fyrir utan. Aðaltakmark Scanc- lass-hótelkeðjunnar, með því að bjóða greiðslukort með afslætti, er að bæta nýtingu yfir sumartí- mann. Bæjarhótelin sem mynda kjarnann’í hótelkeðjunni eru miklu minna nýtt á sumrin, andstætt íslenskum hótelum. Frambærile- gustu hótelin í hverju bæjarfélagi mynduðu þess vegna Scanclass- hótelkeðjuna til að fá fleiri gesti til sín yfir sumarið. íslensku hótelin voru að hugsa um að kljúfa sig út úr samstarfinu vegna sérstöðu íslenska markaðs- ins. En fulltrúar frá Inter Nord og sænsku hótelsamtökunum SARA komu hingað til viðræðna. Þeir gerðu sér grein fyrir sérstöðu Islands, en vildu ekki missa íslensku hótelin út úr keðjunni. Sérstök skilyrði voru sett fyrir áframhaldandi samstarfi af hálfu Islendinga. 1. Að ísland yrði auglýst meira í Scanclass-bæklingnum og nyti hagstæðari kjara. 2. Að meiri áhersla væri lögð á að byggja upp og þróa íslensku hótelin með því að vera með sérstakt tilboð á heimamarkaði. HVAÐA VlLDARKJÖR BÝÐUR HÓTELPASS- INN? Yfirskrift hans er „go as you ple- ase“ sem þýðir að ferðast að eigin vild — eða elta sólina — eins og íslenskir ferðamenn kannast vel við á hringferðum sínum um landið. Miðað við íslenskar aðstæð- ur er gott að staðfesta fyrstu og síðustu gistinótt ferðalags um landið, en hafa að öðru leyti frjálst val um hvar og hvenær hótel- passinn er notaður. Reglan er yfir- leitt að gisting er ekki pöntuð fyrir- fram. Hótelpassinn er aðeins sýnd- ur við komu á staðinn og hand- hafar eiga rétt á afslætti. Ef að gistirými er ekki á lausu á fyrsta hóteli, þá er séð um að útvega gistingu á næsta hóteli í samtökun- um. Á Norðurlöndum hefur hótelp- assinn hentað mjög vel fyrir frjöl- skyldur sem vilja gista í tjaldi þeg- ar gott er veður, en geta líka átt kost á ódýrari, fyrsta flokks gist- ingu af og til á löngu ferðalagi. Eddu hótelin hafa gefið út svip- aða hótelpassa sem bera yfirskrift- ina „open Edda“. Handhafar hótel- passa fyrir Eddu-hótelin fá ákveð- inn afslátt með því að ferðast á milli hótelanna og panta gistingu kvöldið áður. En Eddu-hótelin hafa eingöngu verið með sína hótelp- assa í gegnum erlendar ferðaskrif- stofur og fyrir erlenda ferðamenn. Rætt var um að vera með hótel- passa fyrir íslendinga síðastliðið sumar, en kom ekki til fram- kvæmda. Landsbyggðarhótelin innan íslensku hótelsamtakanna eiga það sameiginlegt að vera frambærile- gustu gististaðirnir á sínu svæði. Það er mjög líklegt að samvinna þeirra eigi eftir að hrinda af stað meiri sundurliðun og gæðaflokkun á milli íslenskra gististaða og þá um leið ólíkari verðmyndun í fram- boði á gistingu. Ymislegt bendir til að samtök íslensku hótelanna séu jákvæð þar sem þau hljóta að stuðla að betri þjónustu fyrir íslenska ferðamenn og um leið fjöl- breyttara úrvali á gistingu. íslend- ingar ferðast mikið og markaðs- þróun innanlands hlýtur að stefna í að bjóða fjölbreyttara gistiverð sem er í réttu hlutfalli við þjónustu og gæði. MISSAN SUNNY SEDAN. NISSAN SUNNY WAG0N 4 WD' Á Akureyri: Nýja sýningarsalnum hjá Sigurði Valdimarssyni, Óseyri 5A. Verið velkomin - Alltafheitt á könnunni. 3JA ARA ÁBYRGÐ INGVAR HELGASOINI HF Sýningarsalurinn/Rauöageröi, sími 33560. NISSAN - SUBARU Bílasýning í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI LAUGARDAG OG SUNIMUDAG KL. 2-5 SUBARU SUBARU STATION 4 WD. NISSAN PATHFINDER4 WD. SUBARU JUSTY 4 WD. SUBARU XT 4 WD. Turbo NISSAN PATROL4 WD. NISSAN PRAIRIE4 WD. NISSAN MICRA. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. FEBRÚAR 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.