Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Síða 23
Rústir Santa Kollones-kastala
blasa við frá höfninni í Pap-
hos.
eins þrisvar sinnum stærri en
Majorka sem margir íslendingar
þekkja vel. Hægt er að fá bíla-
leigubíl fyrir Um 800 krónur á dag
með ótakmörkuðum kílómetra-
Qölda. Upplagt er að leigja sér
bíl og keyra um eyjuna. Fjallshlí-
ðamar eru umvafðar gróðri, en
skóglendi er meira á Kýpur en á
öðrum eyjum við Miðjarðarhaf.
Leiðin liggur frá litlum, myndræn-
um fiskimannaþorpum við strönd-
ina upp í fjallaþorp byggð á stöll-
um í fjallshlíðunum. Ekið er fram
með litlum ijallalækjum, sem
glitra á milli tijánna eða heillandi
útsýnisstöðum.
Umvefjandi náttúmfegurð og
mild veðrátta hafa mótað fallegar
þjóðsögur. Kýpur er musteri
Afródítu, ástar-og fegurðargyðj-
unnar sem reis hér upp úr öldun-
um og helgaði sér eyjuna. Róm-
veijinn Marc Antoníus helgaði
Kleópötm hinni fögm Kýpur og
jafnaði töfmm hennar við hin ljúf-
fengu Kýpurvín. Þjóðsagnahetjan
Ríkarður ljónshjarta kom hér við
sögu og landslag er ríkt af sögum
og sögnum, enda nær saga Kýpur
meira en 9000 ár aftur í tímann.
Kýpur er lifandi myndabók af
veraldarsögunni. Fomminjar sýna
rústir rómverskra mustera,
grískra hringleikhúsa og baðhýsa.
En ferðamaðurinn getur enn
gengið inn í býsanskar kirkjur og
virt fyrir sér litríkar mosaikmynd-
ir og íkona. Og kastalar frá dög-
um krossfara standa opnir fyrir
ferðamenn.
ÍBÚAR OG LÍFSHÆTTIR
Lífshættir Kýpurbúans snúast
mikið um fjölskyldu og trúar-
brögð. Fjölskylduættliðir halda
sterkt saman og fomir trúarsiðir
og venjur era mjög í heiðri hafð-
ar. Páskarnir em mikilvægasta
trúarhátíðin, en uppskemhátíðin
og fjölskylduveislur eins og af-
mæli, giftingar og skímir em til-
efni til almennra hátíðahalda í
þorpunum. A Kýpur þýðir orðið
„zenos" eða ferðamaður líka gest-
ur og þessi tvíþætta merking seg-
ir sína sögu. En Kýpurbúar em
mjög gestrisnir og taka vel á
móti ferðamönnum. Nálægð Aust-
urlanda hefur haft áhrif á matar-
gerðina og máltíðir em með ívafi
af evrópskum og austurlenskum
réttum. Góðar máltíðir era tölu-
vert ódýrari en á meginlandi Evr-
ópu.
Kýpur er lýðveldi síðan 1960,
en 1974 gerðu Tyrkir innrás á
eyjuna og lögðu undir sig norður-
hluta hennar eða um þriðja hiuta
landsvæðisins. Síðan hefur eyjan
verið tvískipt ög samgöngur ekki
leyfðar á milli tyrkneska yfirráða-
svæðisins og lýðveldisins Kýpur.
Eitthvað er að opnast á milli svæð-
anna og vonandi verður þróunin
í þá átt að eyjan verði ein heild
aftur.
Það má jafna höfuðborg Kýp-
ur, Nicosíu, við Berlín, en borgin
er sundurskorin í miðju með borg-
armúr, svonefndri „grænni línu“
á milli tyrkneska jrfirráðasvæðis-
ins og lýðveldisins Kýpur. Borgin
býr yfir gömlum aðlaðandi borg-
arhluta með þröngum götum og
nýjum, breiðum verslunarstræt-
um. Margt er að sjá og skoða í
Nicosíu, söfn og kirkjur og ferða-
mönnum er ráðlagt að hafa næg-
an tima þegar þeir heimsækja
borgina.
Limassol er önnur stærsta borg
á Kýpur, með um 100.000 íbúa.
Borgin er fyrst og fremst ferða-
mannaborg sem býr yfír ótal tæki-
fæmm til afþreyinga. Vínupp-
skemhátíð er seinni hluta sumars
og þá er ferðamönnum gefínn
kostur á að bragða nýju vínin sem
em að koma á markaðinn. Blóma-
hátíð er á vorin og þá gefur á að
líta litskrúðugar blómaskreyting-
ar. Yfír sumartímann era margv-
íslegar listahátíðir og hljómleika-
höld. Næturlíf er fjöragt í borg-
inni og úrval góðra veitinrastaða.
Ferðaskrifstofumar Urval, Út-
sýn og Saga ásamt fleirum em
með skipulagðar ferðir til Kýpur.
Úrtvals gistiaðstaða er í boði —
bæði á hótelum og í íbúðum. Verð-
ið virðist vera mjög sanngjamt
og hægt að velja á milli nokkurra
verðflokka í gistingu. Ferðablaðið
vísar á skrifstofumar með nánari
upplýsingar.
Spennandi vörar fyrir ferða-
manninn: Handavinna — útsaum-
ur, vefnaður og kniplingar — leir-
munir, koparvörur og fleira, allt
með þjóðlegu handbragði sem sótt
er langt aftur í tímann.
Ljúffeng, heit brauð er hægt að kaupa í hveiju Vínuppskeran.
þorpi.
W&KBÍmÆ
,
Leirmunir eru ennþá framieiddir með sama handbragði og fyrir
1000 árum.
Smx&l&S*k__________________________________________
Ein besta sandströndin liggur 20 mílur austur af Larnaca, við fiskimannaþorpið Ayia Napa.
Flugfrakt
innanlands
Vöruflutningarf lofti
sparatímaog
fvrirhöfn.
Hraðsendingar
samdægurstil
flestra staða.
b
Eftirkröfuþjónusta
til og frá 26 stöðum.
Fraktafgreiðs/a tiI
37 staða á landinu.
Fraktafgreiðsla Flugleiða
Reykjavikurflugvelli er opin
ALLAVIRKA DAGA
KL 8.00 TIL 18.00.
Á LAUGARDÖGUM
KL 8.00 TIL 12.00.
Simar vöruafgreiðslu
á Reykjavikurflugvelli:
Skiptiborð
690100.
Vörumóttaka:
690584.
Vöruafhending:
Allarupplýsingar
áskrifstofum
Flugleiða og hjá
umboðsmönnum.
FLUGLEIÐIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. FEBRÚAR 1988 23