Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Síða 2
A U S T A N U M H E 1 Ð 1 ^ Arfleifð íslendinga Skírnin sjálf merkir m.a. inngöngu einstaklings í samfélag kristinna manna og er einn af hornsteinum íslenzkrar kristni. Hér er stiklað á stórum efnum í 'fyrirsögn. Rétt virðist að hefja mál með því að gjöra yfirskrift- inni léttvæg skil. Síðari hluti orðsins „arfleifð" er samstofna við sögn- ina „að lifa“. Arfleifð íslendinga er sá sjóður liðinna alda, er lifir meðal okkar, sem nú erum á dögum. Nærri má geta, að einungis verður gripið á geisla- broti þeirrar auðlegðar í stuttri blaðagrein. Þó skal þess freistað að hafa hönd á einni perlu. Sérstakt tilefni hefur að undanfömu gefizt til að hampa einmitt þeirri gersemi. Hliðarspor til áréttingan íslenzk tunga er mjög á dagskrá um þessar mundir. Móð- urmálið mitt góða er skýrasta dæmið um arfleifð íslendinga, lifandi arf heillar þjóð- ar. Tungan er í einhverjum skilningi óbreytt í ellefu aldir. Uppistaðan í málfari nútíma- manna er því næsta fom. ívafið er hins vegar brejrtingum undirorpið. Engum dettur þó í hug að vefengja uppistöðuna eða kasta henni á glæ. íslendingar tala og skrifa íslenzku — misjafiilega vel að sönnu — en eina og sömu tunguna. Án þeirrar tungu verður ekki séð, hvað við væmm. Trúararfleifð Senn eru tíu aldir liðnar frá því að kristni var formlega lögtekin á íslandi. Þann tíma allan hefur mikill auður innri verðmæta og ytra atferlis safnazt á hendur landsmönnum. Ljóðlist er þar talandi dæmi: Sólarljóð, Lilja, Passíusálmar, lofsöngvar séra Matthíasar. Samhengið er órofið, þótt blæbrigða gæti frá öld til aldar. Síðari kynslóðir hafa enn aukið við sjóðinn. Leyfist mér að nefna þýðingar Sigurbjöms biskups og fmmort ljóð hans? Styggist nokkur, þótt „Sálmar á atómöld" séu hér einnig hafðir til marks um lífsþrótt þessarar arfleifðar — og framtíð íslenzkra trúarljóða við áður óþekktar að- stæður? Dæmi um ytra atferli em mýmörg. Krist- inn siður — í blæbrigðaríkri merkingu þess orðs — hefur lengi lifað í landinu og lifir enn. Hann birtist ekki einungis í helgihaldi, heldur einnig í hvers konar viðmiðunum og verkum. Hugmyndir okkar um rétt og rangt, illt og gott em kristnar. Glíma íslendinga við hinztu rök em fangbrögð kristins manns. Eftir HEIMI STEINSSON Tilhögun þessarar arfleifðar í einstökum efnum er til umræðu frá stund til stundar, að sínu leyti eins og daglegt málfar almenn- ings. En veigamestu þættirnir verða ekki að álitum gjörðir — eigi fremur en sú foma tunga, er áður getur. íslendingar búa að lifandi kirkjulegri trúarhefð — misjafnlega vel að sönnu — en einni og sömu hefðinni. Án þeirrar hefðar verður ekki séð, hvað við væmm. Ungbarnaskírn Grágás, lagasafn hins foma íslenzka þjóð- veldis, hefst með Kristinna laga þætti. Onn- ur málsgrein þáttarins byijar á þessum orð- um, samkvæmt Staðarhólsbók: „Bam hvert skal færa til kirkju, er alið er, sem fyrst má.“ Þessu upphafi varðveittra íslenzkra laga fylgja ítarleg ákvæði um það, hversu skím skuli áleiðis snúið — ásamt viðurlögum vegna vanrækslu slíkrar skyldu. Því er þessara fomu fyrirmæla getið hér, að þau vitna skýrlega um sess ungbama- skímar innan kirkjulegrar arfleifðar íslenzkrar frá öndverðu. Hinu er við að bæta, að í grundvallaratriðum hafa lands- menn upp til hópa iðkað umrætt skímarat- ferli allt til þessa dags. Lögbækur koma og fara. Aldir renna og hverfa. Rómversk- kaþólsk kristni laut í lægra haldi um sinn, og evangelísk-lútherskur siður efldist. Við- horf breyttust; áherzlur og efnistök innan síðast greindra vébanda tóku hamskiptum. En á hverri tíð hélt þjóðin fast við ung- bamaskímina. Svo er enn. I þeirri umræðu um ungbamaskím, sem uppi hefur verið í fjölmiðlum undanfarin misseri, virðist mér sem síðast greindar staðreyndir hafí gleymzt að nokkm. Era þær þó næsta veigamiklar. Það er engin nýlunda, að íslendingar beri komaböm til skímar. Ungbámaskímin er hluti af arfleifð þjóðarinnar. Og þar sem „skímin" sjálf merkir meðal annars inn- göngu einstaklings í samfélag kristinna manna, verður að telja hana meira en „hluta af“ arfleifðinni. Ungbamaskírnin er einn af homsteinum íslenzkrar kristni í þúsund ár. RlTNING OG ARFLEIFÐ Fram eru komnir á íslandi menn, sem opinberlega veitast að ungbamaskíminni. Andóf sitt hafa þeir í frammi með vísun til „biblíulegra raka“. Hitt vill gleymast, að „biblíuleg rök“ ein og sér era ævinlega í bezta falli mikið álitamál. Biblían féll ekki af himnum ofan í gær. Hún var raunar meira en þúsund ár í smíðum. Kirkjan sjálf setti Nýja testamentið saman og hafði ekki lokið því að fullu fyrr en einum fjóram öld- um eftir hérvistardaga Krists. Þá þegar hafði arfleifð kirkjunnar þróazt á marga vegu. Sú þfóun hélt áfram og stendur enn. Þegar kristinn maður les ritninguna, hef- ur hann ævinlega gleraugu einhverrar kirkjulegrar arfleifðar á nefinu. Einu má gilda, hvort hann vill þiggja og viðurkenna þessi gleraugu eða ekki. Þau sitja samt á sínum stað. Ritning og arfleifð haldast í hendur. Þær era samstæður, en ekki and- stæður. Svo hefur til gengið í bráðum tvö þúsund ár. I aldanna rás hefur arfleifð kirkjunnar greinzt á ýmsa lund. Kirkja íslands hefur ætíð varðveitt þann hluta arfleifðarinnar, er viðurkennir ungbamaskím skilmálalaust. Þar með er skím hálfvaxinna eða fullorð- inna engan veginn útilokuð. En ungbarna- skímin er rílqandi. Hér er íslenzka kirkjan á sama báti og meginhluti heimskirkjunnar. Tii era kirkjudeildir, sem hafna ung- bamaskím og aðhyllast fullorðinnaskírn ein- vörðungu. Þeirra á. meðal hefur skapazt önnur arfleifð, er ræður því, hvemig ritning- in er lesin á þeim bæjum. í öllum tilvikum sker arfleifð hlutaðeig- andi kirkju úr um niðurstöður ritningarlest- ursins — hvort heldur rætt er um skímina eða önnur efni. Tilgangslítil Ðeila Eitt sinn átti ég því láni að fagna að búa vetrarlangt á stúdentagarði við erlendan háskóla í samfélagi við baptista, en baptist- ar iðka fullorðinnaskím sem kunnugt má vera. Báðir lögðum við herbergisfélagamir stund á trúfræði. Framan af vetri rökrædd- um við fast um skímina. Þar kom um síðir, að við höfðum teflt fram öllum þeim rökum ritningar og arfleifðar, er framast voru til- tæk. Við urðum ekki á eitt sáttir, og hvorag- um tókst að sannfæra hinn. Niðurstaða okkar varð því sú, að annað hvort yrðum við að leita lags um að fá viðmælandann brenndan fyrir villutrú — ellegar við tækjum þann kost að leggja rækt við gagnkvæma virðingu fyrir arfleifð tveggja kirkna. Að svo búnu felldum við þetta tal, en tókum að sækja kirkju saman og nutum andlegra veizlufanga baptista og lútherskra á víxl — svo og enn annarra. Sjaldan hef ég eignazt betri vin. Vonandi hef ég reynzt honum á svipaðan veg. Við lærðum margt hvor af öðram. En við létum hann óhreyfð- an hymingarsteininn, skímina, sem báðir mátu svo mikils og hvor um sig túlkaði í ljósi eigin arfleifðar. Allar götur síðan hefur mér verið ljóst, hve tilgangslítið er að deila um skímina með þeim hætti, sem við hefur borið í íslenzkum blöðum síðustu mánuðina. Að sönnu þakka ég heils hugar þeim guðfræð- ingum Þjóðkirkjunnar, er varið hafa ung- bamaskímina. Þeim hefur farizt vömin fim- lega úr hendi og drengilega. Andmælendum ber einnig að þakka — þótt orðfæri þeirra væri stöku sinnum á tæpasta vaði. Ég minni hina síðamefndu á, að virðingin fyrir trúar- arfleifð annarra er dyggð, sem vert er að leggja rækt við. Auk þess er sú virðing í samræmi við heilbrigða skynsemi og al- menna söguþekkingu: Enginn fær hrandið kirkjulegri arfleifð með einum saman rök- ræðum eða stórum orðum. Umburðarlyndi Islendingar hafa nú búið við trúfrelsi í meira en hundrað ár. í skjóli þess hafa bræð- ur og systur af ýmsum kirkjudeildum num- ið land. Mismunandi straumar hinnar miklu arfleifðar heimskirkjunnar renna hér fram í nokkram kvíslum. Þessi þróun hefur farið friðsamlega fram. Óskandi er, að svo megi enn verða. Trú- frelsi í framkvæmd byggist á umburðar- lyndi. Arfleifð íslendinga þarf ekki að reka framandi hefðir á dyr með hörðu — enda gjörir hún sig ekki líklega til þess. Að sama skapi er nú til þess mælzt — í nafni sann- gimi og allsheijarreglu — að aðrir láti þann sið óáreittan, er hér hefur átt heimaland í þúsund ár. Höfundur er prestur og þjóðgarösvöröur á Þingvöllum. Meintur og burtséður • Eftir HELGA HÁLFDANARSON IRabb-þætti Lesbókar 13. febrúar sl. er bráðskemmtileg grein eftir Þórð Helgason og neftiist Um meinta endurhönnun úreltrar tungu. í rabbi þessu gerir Þórður napurt gys að ýmsum „endurbót- um“ sumra blaðamanna á móður- málinu, svo sem þegar talið var, að merkur bandarískur stjómmálamaður héldi fram hjá konu sinni, og frá því var sagt á þessa leið: „Gaiy Hart er grunaður um að eiga í meintu ástarsambandi við leik- konuna Donnu Rice.“ Þegar ég laS pistil Þórðar, kom mér í hug löngu liðið atvik, sem að vísu er naumast í frásögur færandi, nema ef vera skyldi af þessu tilefni. Við Þorsteinn heitinn Valdimarsson hitt- umst eitt sinn h'eima hjá vini okkar, Bimi Franzsyni, sem átti heima suður á Hjarðar- haga. Var þar margt spjallað um gott mál og vont, og dómar felldir ótæpilega, enda vora þama saman komnir þrír mestu sérvitr- ingar á byggðu bóli og íhaldssömustu þver- hausar um málnotkun. Þar kom meðal ann- ars í Ijós, að Bjöm hafði sérstaka skömm á orðum eins og meintur, aðspurður, burt- séður, undirskilinn og jafnvel undirrítaður. Þó að fleira markvert bæri á góma, var engin ályktun út gefín að loknum þessum fundi. En nokkru síðar hringir Bjöm til mín að kvöldlagi og segir: „Hjá mér er staddur meintur hagyrðingur, Þorsteinn Valdimars- son. Komdu undir eins; við bíðum eftir þér með kaffið.“ Var nú brugðið við skjótt og ekið suður á Hjarðarhaga. Þegar þangað kom, gerði undirritaður það nppskátt, að hann hefði á leiðinni ort persónulegt, innhverft en þó opið og rismikið ljóð, sem þannig hljóðaði: Óaðspurður átti leið (undirskilið seint um kvöld) hér suðri bæ; þar beið burtséður hjá meintum. Skáldið hlaut maklegt lof fyrir frumlega ljóðlist, sem talið var að marka myndi upp- haf nýrrar bókmenntastefnu, burtsjónar- stefhunnar, sem tæki við af löngu gatslitn- um nútímaskáldskap; og svo var tekið til að úthúða ljótum orðum. Þrátt fyrir merki- leg nýmæli var ekki heldur í það sinn birt nein þingsályktun. Upp úr þessu var burtsjónarstefnan nokkram sinnum rædd í síma, og töldu sum- ir að tími væri til kominn, að fyrir henni léti viss tegund af præsnum kveðskap und- an síga. En lýsingarorðið „præsinn" er myndað með i-hljóðvarpi af tökuorðinu „prósi“ og var notað sem hófsamlegt hrós- yrði um tiltekinn ljóðstíl (óháð formi). En skömmu síðar kom út ný Ijóðabók eftir Þorstein. Hann sendi mér eintak að venju sinni, og var ljóð þetta ritað á titilblað: Hvemig er það, Óaðspurður, er ekki orðinn fyrirburður, að þú hittir annan mann öðruvísi en burtséðan? Svo sem ljóst má vera, er vísan heimboð, meður því að langt sé nú liðið síðan fundum hafi borið saman öðravísi en í síma. Raunar var þetta hið eina ljóð þeirrar bókar, sem ort var í anda burtsjónarstefnu. En skýringin á þeirri staðreynd bíður bók- menntafræðinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.