Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 7
Lítil saga úr lífinu SMASAGA eftir HELLEN KOLBRÚNU CONDIT Það er grímuball í litlum sal. Skyggðir lampar varpa daufri birtu og kertaljósin flökta. Hljóm- sveit spilar hástöfum: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Við kringlótt borð úti í homi situr ljóshærð kona í hvítum brúðar- kjól. Hún er ung. Beint á móti henni situr önnur kona sem líka er ung. Hún er í gleði- konugervi. Litað hárið er eldrautt og túber- að, varirnar appelsínugular og augnaum- búnaðurinn grænn og blár. Kjóllinn er glansandi fagurgrænn og hún talar stanslaust og talið blandast ærandi tónlistinni. Á milli kvennanna situr brúðguminn í svörtum klæðum. Skál segir hann hátt. Ég er hreint um- vafínn kvenfólki. Skál hneggjar sú rauð- hærða og þau hlæja hrossahlátri. Brúðurin tuldrar eitthvað óskiljanlegt oní sjálfa sig. Henni leiðist, henni líður ílla, illa . . . Reykj- armökkurinn liðast um loftin og fýlan fyllir vitin svo henni liggur við köfnun. Hvað er hún að gera hér? Hvað er hún eiginlega að gera hér? Bíður hún eftir brúðgumanum? Já, en henni líður fáránlega í brúðargervinu. Allt um kríng, manneskjur. Allir fullir spennu, æsingi ogtali, tali... Enginn hlustar, allir fullir, fullir af orðum en enginn hlustar. Komdu heim segir hún við manninn. Ég, ha já, svarar hann. Ég kem bráðum og hann heldur áfram að tala. Brúðurin reynir að fylgjast með og umræðuefnin eru margvísleg, full af háði og níði. Komdu heim endurtekur hún. Sú rauðhærða fyllist skyndilegum áhuga. Voðalegt er að sjá þig manneskja. Þú ert eins og draugur í brúðargervi og hún sleik- ir hlæjandi stórar appelsínugular varirnar. Páðu þér í glas. Þú ert hryllileg edrú og maðurinn tekur undir. Fáðu þér í glas kona. Það er svo huggulegt hérna hjá okkur og hann heldur áfram að tala. Brúðurin þegir og tíminn líður. Klukkan nálgast eitt. Bráð- um fer hún ein. Hún veit það. I heilt ár hefur hún vitað það en HVENÆR? í þrjú löng ár hafa þau búið saman. Byij- unin var góð. Hann gaf henni hlýju sem hún ævilangt þráði. Állir dagar voru sól- skinsdagar. Hún var hamingjusöm og líkam- inn fullur af ró. Smátt og smátt breyttist hann og kólnaði. Hamingjan hvarf en í stað- inn kom bítandi órói. Hún beið stöðugt eft- ir breytingu sem aldrei kom og hann drakk æ meira. Stundum drakk hún líka og þvílík læti. Innibyrgðar tilfinningar fengu ofsalega útrás. Vá, hún þekkti ekki sjálfa sig leng- ur. Fyrir ári síðan slógust þau full og hann barði hana til blóðs. Síðan hafði hún ekki bragðað áfengi. Asta og hún höfðu talað saman. Ásta, hann gefur mér ekkert, ekkert nema vandræði. Kona góð, hættu að pína þig. Farðu frá honum. Það er ekkert mál. Þið eruð ekki gift og eigið engin börn. Konur eiga ekki að eyða kröftum í menn sem ekki fullnægja þeim. Þá er betra að vera ein, hrein og bein og blátt áfram. Hann fullnægir þér ekki á neinn hátt, hann breytist aldrei. Farðu frá honum. Þú getur búið hjá mér í byijun. í heilt ár hefur hún verið á leiðinni en aldrei komist af stað. Bara hann breytist og allt verði sem áður. Komdu heim segir hún við manninn sem er niðursokkinn í samtal við gleðikonuna. Ha, hvað segir hann fullur og drafandi. Jú, ég kem heim. Það skal verða partý og stuð. Partý og stuð stynur hún. Æi nei. Eg fæ kast, kast, kast. . . Það er nú ekkert nýtt segir maðurinn og hlær en brúðurin öskrar hástöfum og í tára- flóði stekkur hún af stólnum og út. Sljóleg augnatillit horfa gapandi á eftir henni. Svartar götur eru allar eins, eða hvað? Nei þær eru það ekki. Þær eru oftast eins og manni sjálfum liður. Þessi svarta gata er full af spangólandi fylliríi. Manneskj- umar veltast hver um aðra þvera og endi- langa, rífandi og tætandi í sundur allt sem fyrir verður. Brúðurinn hleypur fram og til baka upp og niður götuna. Gráðugir hand- leggir teygja sig eftir henni en hún hleyp- ur. Hlaupandi fer hún sem blinduð í hringi. Hún veit tæplega hvar hún er stödd. Skyndi- lega sér hún brúðgumann koma með gleði- konuna við arminn. Hölt og flissandi fara þau hlið við hlið og af og til kyssast þau græðgislega. Brúðurin hleypur ákveðin í burtu. Hún vissi þetta. Nei hún vissi ekki en hefði átt að vita. Nú veit hún allt og það er best grætur hún oní sjálfa sig um leið og hún gengur. A bekk við veginn situr maður með lúkumar oní brókunum. Komdu draumadísin mín stynur hann. Ég veit að guð hefur sent þig. Hún svarar engu en æðir áfram. Hvert er hún að fara? Blóðheit svikin kona á svartri götu svo ein svo ein. Ásta er ekki heima. Hvar er ástin? í nótt skal ég i kirkjugarðinn. Þar er frið- ur hugsar hún og ráfar stefnulaust. Það skiptir engu máli. Allar götur liggja að kirkjugarðinum. Það er regn. Það er hlýtt. Blautir fæturn- ir bera þreyttan líkamann. Það er gott. Hún veit að það er gott. Hann kemur aldrei aft- ur. Sjálf fer hún í kirkjugarðinn að sofa. Á morgun fer hún svo til Ástu, ástarinnar. Eins og bjarg er hún og svíkur aldrei. Kirkjugarðurinn er dimmur og mannlaus. Þögul ráfar hún undir spýtnahaug á bak við moldarhaug og sofnar. Sólarljósið stingur í augun og skamma stund sér hún ekkert. Hvar er ég? Ó guð og hún horfír á skítugan brúðarkjólinn. Ó, hvað á ég að gera? Eg get ekki látið sjá mig svona. Ég bíð til rökkurs en hún hefur enga eirð í sínum beinum. Mér er sama hugsar hún. Hvaða mllu spilar það? Öllum er sama um mig. Enginn þekkir mig nema kannski ég sjálf og Ásta og hún skríður undan hrúgunni og stendur á fætur. Líkfylgd kemur þögul í áttina til hennar. Leiftursnöggt beygir hún sig niður full af angist. Þau fá allavega ekki að sjá hana. Þögnin er lamandi, æpandi, hræðileg. Orð prestsins skera í gegnum loftið sem er þykkt, þykkt. Henni liggur við köfnun. Von- andi er þetta bráðum búið. Vonandi fara þau bráðum en tíminn mjakast áfram og hún heyrir þau fara. Jæja, þá er það búið. Ég bíð smástund og svp fer ég líka. Ég er fáránleg hugsar hún. Ég er mglað viðrini og ekki einu sinni full nema af mgli. Jú ég er full af mgli og hún staulast á fætur og töltir niðurlút áfram. Skyndilega heyrir hún undmnaróp. Hún lítur upp og sér gamla svartklædda konu sitja við opna gröf. Hvað ert þú að gera hér spyr hún undrandi. Ég, svarar unga konan vandræðalega. Ég er á leiðinni heim. Svona klædd? Já, svona klædd. Ég var á grímuballi í gær og lenti í vandræðum. Jæja væna seg- ir sú gamla, Fáðu þér sæti. Unga konan sest hikandi og báðar þegja langa stund. Glampandi sólarljósið sendi geisla sína á fögur blóm. Dauðinn er fallega ljótur, eins og blómin sem visna. Hver var jarðsettur? Maðurinn minn. Ég samhryggist þér. Það er engin sorg væna. Hann var gam- all og þreyttur. Hann vildi ekki lifa lengur. Tárvot um augun horfir hún á gröfina. Bráð- um fer ég sjálf. Það er ekkert að hryggjast yfir. Þessa leið fömm við öll en tárin héldu áfram að streyma niður hmkkótta vanga. Ég er þakklát væna. Við áttum góða ævi saman. Öft þegar allt var sem erfiðast, bömin lasin eða fjárhagurinn erfíður elskuð- um við bara meira og meira. Það er ástin sem ekkert deyðir. Bráðum fer ég líka og við sameinumst á ný. Einkennilegt. í gær skildi ég við mann. Ég veit ég mun aldrei eiga samleið með honum meira, en ég þrái ást. í rauninni vil ég geta sagt eins og þú og þær féllu grát- andi í faðmlag. Unga konan skynjaði ótrú- legan styrk sem streymdi frá gömlu kon- unni. Farðu með bæn til guðs og þú munt finna mann sem passar fyrir þig. Eg trúi ekki á guð stundi unga konan. Farðu með bæn •samt. Þannig muntu uppgötva innri vilja sem verður að leiðarljósi. Þú munt aldrei framar lenda. á villigötum. Lífið er ríkt og fallegt en það er erfitt. Manneskjan verður að þekkja sinn innri vilja. Bænin mun kenna þér. Hún mun sýna þér sjálfa þig. Jæja væna, nú fer ég en gangi þér vel segir gamla konan um leið og hún stígur á fætur. Unga konan kinkar kolli og horfir á eftir henni ganga burtu og hverfa. Undarleg kyrrð er í loftinu. Fuglar him- insins hafa tekið sér bólfestu á greinum tijánna. Nú yfirgefa þeir og fljúga í háloft- in. Fallegir kransar hvíla litskrúðugir á gröf- inni og varpa dulúð yfír alheim. Unga konan er sallaróleg. Hún finnur innri vilja fæðast og vísa veginn. Varlega stendur hún á fætur á leið til Ástu, ástarinn- ar. Mér er sama þó ég sjáist hugsar hún og gengur íhugul áfram. Vegurinn er bjart- ur. Það er sumar og lífsviljann kúgar ekk- ert. Hann er eins og kærleikurinn, undir- staða alls sem skiptir máli. Höfundur er nemi i bókmenntafræöum við Uppsalaháskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MARZ1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.