Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 5
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar Hamrahlíðarkómum og Pétur leikur á gítar. Mynd- in er tekin í ísrael 1987. Þarna er verið að flytja Japönsk ljóð eftirAtla Heimi. Pétur og Hafliði Hallgrímsson stilla saman strengina. Pétur ásamt Mist Þorkelsdóttur tónskáldi eftir sinfóníutónleika í Háskólabíói í nóvember 1987. „Ja, nú veit ég ekki, ég er sjálfur of flækt- ur í hljóðfærið og tónlistina til að geta dæmt um það. En eitt get ég sagt þér, ég þarf hvorki kertaljós eða rómantík þegar ég spila. Fyrir mér er hljóðfærið bara tæki til að segja eitthvað og þá er best að sleppa því alveg að setja sig í einhveijar stelling- ar. Það sem þú spilar er bara eitthvað sem kemur frá þér. Það er um að gera að vera einlægur, ég er alltaf að sjá það betur. Það þýðir ekkert að vera að herma eftir ein- hveijum Spánveija, enda e_r ég enginn Spán- veiji, ég er íslendingur. Ég lít á músíkina sem alþjóðlega, þú sjálfur þarft að samein- ast þessu hljóðfæri, þá ertu bestur. Það þarf auðvitað að virða reglur, uppbyggingu verksins og þess háttar, en ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég spila best þeg- ar ég er ég sjálfur." Svo bætir hann við stuttlega: „Ég get notað mínar íslensku til- finningar þó ég spili spænska músík.“ Já, Pétur er svo sannarlega íslendingur í útliti og fasi, en kaffið sem hann bauð upp á er sko ekta spænskt og mýkir íslenska skammdegisskapið. — En hver ernú uppáhaldsmúsíkin þín ? „Bach. Það er toppurinn. Sérstaklega á morgnana, það er eins og hreinsun, öðru- vísi en öll önnur músík. Eg hef líka miklar tilfinningar til stykkja sem samin hafa ver- ið fyrir mig.“ — Semur þú eitthvað sjálfur? Hann svarar stutt og laggott: „Ekki minn tebolli. Ég er túlkandi." Við ræðum um gítarinn, þetta hljóðfæri sem vekur sorg og gleði og Pétur segir að gítarinn sé svo „nálægt" hljóðfæri. „Gítar- leikarinn er í beinni snertingu við tóngjaf- ann, strenginn, það eru engir milliliðir. Það er þessi beina snerting sem gefur hveijum og einum gítarista svo persónulegan blæ. Það er til dæmis ekki sama hvemig gómur- inn á fingri þínum er, eða það hvernig negl- urnar eru í laginu. Það skiptir svo miklu máli, að ef þú hefur ekki réttu neglurnar þá geturðu ekki spilað á gítar!“ Aldrei hafði manni dottið það í hug. „Gítarleikur er þannig að menn verða að leggja við hlustimar, heldur Pétur áfram. Gítarinn er svo ber, við komumst ekki upp með neitt svindl, getum ekki falið neitt, getum ekki einu sinni falið hjartalag okkar. Píanóleikarinn Arthur Rubinstein sagði eitt sinn eftir tónleika í London, að það hefði verið hægt að búa til heila sinfóníu úr nótun- um sem hann sleppti. Þetta getum við ekki á gítamum, ef þú hittir ekki á nótu þá fer það ekkert á milli mála. Píanóið hefur glæsi- leika og hraða sem ógjörningur er að fram- kvæma á gítar." — Við heyrum mun oftar klassíska gitar- tóniist núna en héráðurfyrr. Hvernig stend- ur á því? í ráðherrabústaðnum í október 1986, þegar Pétur spilaði fyrir Raisu Gorbatsjof, sem þama er á myndinni ásamt Eddu Guðmundsdóttur, þáverandi forsætisráðherrafrú. Ljósm.: Gunnar G. Vigfússon. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MARZ 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.