Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 8
U R GLATK I STUNN I Sleðaferð um Lappland 1777 0 rið 1772 varð íslendingurinn Þorkell APjeldsted (1740—1796) amtmaður á Finnmörku í Norður-Noregi. Þorkell hafði þá gegnt lögmannsembætti í Fær- eyjum og síðan, 1770, verið skipaður í landshagsnefnd þá sem gera átti tillögur um úrbæt- ur á málefnum Islendinga en þá var komið í óefni fyrir þjóðinni eins og kunnugt er. Þorkell var mik- ill atkvæðamaður í hveiju sem hann tók sér fyrir hendur og bréf fóru frá honum til ijölmargra Is- lendinga frá Höfn þar sem hann var þá búsettur með ósk um að móttakandi sendi honum bréflega tillögur um úrbætur. Störf þessarar nefndar áttu dijúgan þátt í að verslunarhöftum var létt af íslend- íngum. Þorkell var Norðlendingur. í bemsku reyndist hann hinn ágætasti námsmaður, nam í Hólaskóla og síðan í Hróarskelduskóla og varð lögfræðingur. Hann gegndi hverri ábyrgðarstöðunni af annarri fyrir Dani og starfaði alla tíð á erlendri gjrund og tók á efri árum að líta á sig fremur sem útlending en íslenskan mann. Hann varijS stiftamtmaður í Þrándheimi 1786. Hann bar við að yrkja á íslensku. Meðan Þorkell var amtmaður á Finnmörku ferð- aðist hann um Lappabyggðir, allt austur á Hvíta- hafi. í tveimur þessara ferða sinna hélt hann dag- bækur. Þær eru til báðar í frumriti, skrifaðar á dönsku. Lítið hefur verið við þessum ritum hrófl- að, ef nokkuð, og hvorug dagbókanna hefur verið þýdd til þessa — og er þó allforvitnilegt að kynn- ast því hvernig þessi íslenski Lappahöfðingi upp- lifði ríki sitt og þegna: „Sterkt franskt brennivín getur orðið þykkt eins og samanhlaupin bómolía, kjöt og brauð verður hart sem steinar og meðan maður hlýtur að halda áfram ferð sinni um fjöll og firnindi í þvílíkum kulda er enga aðra hressingu að hafa en hart brauð, sem svo þurrt er orðið að einskis ferskleika er af því að vænta.“ Sú dagbók Þorkels Fjeldsteds frá Finnmörku, sem hann ritaði fyrr, birtist hér að hluta í þýðingu minni: Þ.A, '30' K L 25 30' M 27 N 23 30' O ið héldum að heiman frá Altengard á Vestur- Finnmörk 15. janúar 1777, hjarta vetrar, ökuhreinarnir voru um 14 og forystu höfðu tveir leiðsögumenn sem Lappar kalla „opp- us“, það eru „hinir vitru“. Auk þerra voru tveir aðrir (Lappar með í för), „redo olmai“, það er leiðarmenn, sem stýrðu dráttarhrein- unum, farþegasleðanum og þeim sem vistir og annar búnaður var hafður á. Ferðina hófum við klukkan 12 á hádegi. Veður var milt eftir því sem við var að búast á Finnmörk, um 5 eða 6 gráðu frost á Reumerkvarða og logn. Þennan fyrsta dag allan vorum við á ferð um skógivaxna dali upp í móti, ókum yfir hálsa og ávalar hæð- ir uns við komum í sjálfan fjallskóginn sem að mestu er fura, lerki, akarn, einnig svolít- ið af hegg. Hann stijálast jafnt og þétt eft- ir því sem nær dregur dalbotninum og fjalls- rótunum. Efst í fjöllunum var fomlegur gróður eða jarðávextir, annaðhvort lifandi eða lífvana kræklur. Sjálf hásléttan kemur í ljós þegar komið er upp úr dölunum, tíguleg og næst- um skelfileg tilsýndar. Snæviþakið víðemi svo langt sem augað eygir, sem hér og þar er rofíð af gnæfandi fjallatindum og sum- staðar eru dalaskerðingar og stór og lítil vötn eftir því sem landslagið gefur tilefni til. Birkikjarr vex allvíða við þessi fjallavötn og verður af því markað að þar er jarðveg- ur sem sagginn frá vötnunum heldur rökum. Við ferðuðumst um slíkt víðerni frá klukk- an 12 á hádegi til 12 um nóttina og komum þá að moldarkofa sem byggður hafði verið á bakka stórs vatns. Kofinn er veiðihús þeirra Lappa sem á sumrin veiða geddu, síli og urriða í vatninu. ... Kofinn er kringlóttur og í þakinu efst er reykhola, um það bil 3 álnir (?) í þvermál. Frá gólfí er varla mannhæð í reyk- holuna. Inngangurinn er svo þröngur og sokkinn í jörð að ómögulegt var að komast inn öðru vísi en aftur á bak. Til að hita vatn og sjóða mat var kveiktur eldur á miðju gólfí, hlóðimar hola og steinar allt umhverfís. Reyk leggur um allt lýmið svo að maður á örðugt um andardrátt og hann er mjög óþægilegur fyrir augun. í þvílíkri vistarveru, þröngri og ónota- legri, gistum við í átta nætur í allt. Daginn eftir, 16. janúar, var komið hið versta veður, ofankoma og skafrenningur. Mun kaldara var en daginn áður. Jafnvel Löppunum ofbauð og vildu halda kyrru fyr- ir þar eð svo dimmt var að hvorki sá til stjama né kletta sem þeir venjulega hafa að vegvísum á ferðum sínum um auðnina. Dagbók úr ferð Þorkels Fjeldsteds amtmanns árið 1777 frá Altengard á Vestur-Finnmörk til Wardöehuus, um firnindi Lapplands og að mörkum Utjecki-prófastsdæmis, eftir ströndinni Sane — og sömu leið til baka. Eftir ÞORKEL FJELDSTED Formáli eftir ÞORSTEIN ANTONSSON ir'k L £ í 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.