Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Side 18

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Side 18
kvæmilega að skorti á stefnu- mótun til lengri framtíðar í íslenskum ferðamálum. íslensk ferðamálastjórnvöld virðast til dæmis ekki reka neina mark- vissa ráðstefnuöflun. Það eru aðallega fyrirtæki í einkaeign sem hafa staðið að myndarlegum aðgerðum í sambandi við að ná ráðstefnum til íslands. Opinber sölubæklingur eða mappa um ráðstefnumál, í líkingu við j)að sem Danir, Hollendingar og Irar hafa staðið að um langt árabil, hefur ekki séð dagsins ljós. ímynd íslands Tækifærið að renna úr greipum okkar íslendingum var sýndur mikill heiður að leiðtogafundurinn skyldi vera haldinn hér. Það hlaut að vera meira en sjálfsagt að hin óvænta kynning á okkar lítt, eða í flestum tilvikum óþekkta landi á norðursióðum, yrði nýtt í þágu útflutnings á ferðaþjónustu og í þágu menn- ingar okkar og sögu. Kanada- menn munu halda alþjóðlega ferðamálaráðstefnu, helgaða sama þema, í Vancouver í októb- er næstkomandi. Og Irar munu halda áfram, en því miður hefur lítið sést af íslensku frumkvæði. Góðan vilja, yfírlýsingar og fjótlega töluverðan skilning vantaði ekki á því tækifæri sem Aeroflot, Pan Am, Aer Lingus og Northwest Orient hlið við hlið á Shannon flugvelli. Oft hefur virst skorta á alhliða kynningu á útflutningi okkar að meðtalinni ferðaþjónustu. Út- flutningsráð íslands efndi á síðastliðnu ári til viðamikillar samkeppni um slagorð og merki. Slagorðið, „íslenskt veit á gott“ hlaut fyrstu verðlaun. Kjörorðin, sem eiga að ná yfir allan íslensk- an útflutning, að meðtalinni ferðaþjónustu og eru væntanlega ætluð fyrir erlenda neytendur, virðast fremur erfið í þýðingu. Kjörorðin voru þýdd yfir á sænsku „IÍSLAND kállan til det goda“ á íslandsviku, sem Út- flutningsráð stóð fyrir í Gauta- borg dagana 23.-27. febrúar sl. Þau hafa ekki enn komið fram á alþjóðlega málinu, ensku. í Gautaborg var aðallega verið að kynna útflutning á íslenskum hráefnum, físki og kjöti, og auð- vitað fylgdi kynning á landi og þjóð. Kynning á íslenskri ferða- þjónustu hefði alveg mátt fylgja, þar sem hún er ein stærsta út- flutningsgrein okkar og öll mat- vælaneysla á íslenskum veitinga- húsum og hótelum tengist henni. En heildaryfirsýn og alhliða kynning á öllum íslenskum út- flutningi, að ferðaþjónustu með- talinni, undir sterku slagorði er trúlega áhrifamesta og ódýrasta auglýsingin. Flest ferðamannalönd keppast nú við að ná til sín ráðstefnum og hvatningaferðum. Við erum svo heppin að hafa verið með ráðstefnu sem var böðuð heims- ljósi friðarhyggjunnar. Kjörorð, sem höfða til erlendra ráðstefnu- aðila um að velja ísland sem ráðstefnuland, mættu höfða til hennar. En kjörorðin verða hjóm, hversu góð sem þau kunna að vera, ef þeim er ekki fylgt eftir. Framtíðarsýn listamanns af fyrirhugaðri ráðstefnumiðstöð á Shannon. að hafa framhald á slíku ráð- stefnuhaldi í Shannon, en frænd- ur okkar írar eru að byggja Shannon upp sem alþjóðlegan ráðstefnustað. Sú sem þetta ritar sat Shannon-fundinn, en þar voru mættir fulltrúar bæði aust- urs og vesturs til að ræða megin- þema fundarins — að alþjóðleg ferðaþjónusta væri ein áhrifarík- asta leiðin til að stuðla að betri skilningi milli þjóða. Háttsettir menn úr austri og vestri, Bandaríkjunum, Sov- étríkjunum og Kína, auk fulltrúa frá flestum Vestur-Evrópuríkj- um lögðu á ráðin um fjölmargar leiðir til að auka skilning, draga úr tortryggni, auka tengsl, nýta menningarsamskipti í gegnum aukna ferðaþjónustu í þágu frið- ar og virkrar alþjóðahyggju. Málið var rætt formlega við ráð- stefnuborðið og ef til vill ekki síður óformlega utan þess. En ekki var hjá því komist að sú hugsun læddist að manni, að hér voru einmitt til umræðu — að frumkvæði hinna írsku frænda okkar — meginviðfangs- efni eða þema Reykjavíkurfund- ar stórveldanna í október 1986. Irar voru hér að taka frumkvæði í ferða- og ráðstefnumálum. Það hefði staðið okkur Islendingum nær að taka frumkvæðið og efna til slíks fundar. En segja má að þema Reykjavíkurfundarins hafi verið langmikilvægasta um- ræðuefni allrar heimsbyggðar- innar frá því að hann var haldinn og oft var vitnað til hans bæði beint og óbeint á Shannon- fundinum. blasti við okkur. Skýr þings- áiyktunartillaga sá dagsins ljós á Alþingi sem fól stjórnvöldum að hefja aðgerðir í framhaldi af leiðtogafundinum. Aðgerðimar hefðu verið í þágu alþjóðar og áhrif þeirra hefðu kannski að einhverju leyti leyst þau vanda- mál sem hafa komið upp síðar í íslenskum markaðsmálum. Ráðherra skipaði nefnd með skýrri leiðsögn. Síðan er liðið nokkuð á annað ár og ekkert hefur heyrst frá nefndinni. Um fundafjöldann er ekki vitað, en ólíklegt að niðurstaða sé í sjón- máli. Og smám saman munu nýjar alþjóðlegar yfirlýsingar yfirgnæfa það sem var sagt og gert í Reykjavík í október 1986. A Alþingi hafa aðrar þingsálykt- unartillögur litið dagsins ljós. Tækifærið til frumkvæðis sem blasti við okkur er næstum horf- Fornt aðsetur konunga, Cashel klettur. ið, enda komið að hluta til ná- grannaþjóðanna. Orsök og skýringar þessarar mjög svo óheppilegu atburða- rásar eru óljósar. Ef til vill ligg- ur betur fyrir okkur íslendingum að vinna skarpa rispuvinnu, sam- anber undirbúning leiðtogafund- arins, heldur en að móta framtí- ðaráætlun byggða á áhrifum óvæntrar kynningar. Þetta leiðir hugann óhjá-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.