Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 6
VINCAS GIEDRA: GUNNAR ÓLAFUR JÓNSSON: „Þessari mynd má ekki týna“, sagði Pétur, „því við verðum ekki myndaðir sam- an aftur, Segovia er látinn". Hér er Pétur sem sagt á námskeiði í Los Angeles 1986 hjá gítarsnillingnum Andrési Segovia, sem þama var 93 ára. „Gítartónlist er á mikilli uppleið núna, hefur í raun aldrei verið meiri. En þess ber að gæta að mín kynslóð er sú fyrsta á kon- sertstigi hér á íslandi, og þetta eru nemend- ur tveggja manna, þeirra Eyþórs Þorláks- sonar og Gunnars Jónssonar. Við vorum dálítið seint á ferðinni miðað við aðrar þjóð- ir, en við vinnum á.“ — Nú hafa menn rætt um að fólk vilji aftur fá rómantík og tilfinningar inn í hvers kyns Iistsköpun, sé orðið svo þreytt á „sænska“ vandamálinu. Heldurðu að þessi lífsstefna geti átt þátt í auknum vinsældum gítarsins? „Ég hef nú aldrei hugsað um það í þessu þjóðfélagslegu samhengi, en sennilega er gítartónlistin svar við öllum hávaðanum og skarkalanum sem við heyrum en hlustum ekki á. Við þurfum að hlusta á gítartónlist, fínna nálægð hennar, njóta kyrrðarinnar." — Hvemig er vinnudegi þínum háttað? „Ég æfí yfírleitt fjóra tíma á dag, en það gerir í allt átta klukkustundir því ég þarf að hvfla huga og vöðva á milli. Þegar ég æfí vel þá geri ég ekkert annað. Fimmtíu' prósent af þessu er eins og íþróttamennska, æfa og aftur æfa.“ — Var mikið um tónlist á þínu æskuheim- ili? „Foreldrar mínir eru miklir tónlistarunn- endur, já, það var mikið hlustað á músík heima." — Hlustar þú eingöngu á klassíska tón- list? „Nei, alls ekki,“ segir Pétur og bendir með höfðinu í áttina að plötusafni sínu, „ég var nú eiginlega að hlusta á Police þegar þú komst, en í gærkvöldi hlustaði ég á plötu Gísla Magnússonar og Halldórs Haraldsson- ar. Þeir eru frábærir. Þó hlusta ég yfírleitt ekki á klassíska tónlist af plötum, heldur fer á tónleika, við Sigurlaug sækjum mikið tónleika. En auðvitað hlusta ég á popp- músík með, en ég hafa þessa síbylju sem glymur alls staðar hvert sem maður fer, jafnvel í strætó. Þetta er svo mikill átroðn- ingur." — Þú ferð þá ekki oft á diskótek? Hann hlær. „Ekki núna, en maður var ansi iðinn við það hér áður fyrr, fórum á Borgina og á Gaukinn. En áhuginn hefur einhvem veginn minnkað, ekki vegna þess að við erum nýbúin að eignast lítið bam, heldur frekar vegna þess að okkur fínnst ekki nógu gaman, það er orðið svo mikið um ofbeldi og menn em eitthvað svo hrana- legir í framkomu á skemmtistöðum." — Var betra að vera á Spáni? „Nei, nei, en það var gott að búa á Spáni. Hér er erilsamara en þó um leið meira örvandi." Á næstunni mun Pétur fara út á land, meðal annars til Borgamess, Kirkjubæjar- klausturs og ísafjarðar, og heimsækja þar skóla og kynna hljóðfærið. En sú ferð er styrkt af menntamálaráðuneytinu. En það er fleira á döfínni. Hann mun leika í sjón- varpi og við ýmis önnur tækifæri, og svo er hann að undirbúa hljómplötuupptöku í London með Hafliða Hallgrímssyni. Þar mun hann leika inn á plötu tónlist sem Hafliði hefur sérstaklega samið fyrir hann. — En svo er komið að stóru reisunni? „Rétt er það, en ég kvíði nú líka dálítið, því ég verð tvo mánuði í burtu." — Æjá, þá verður konan þín ein með hann litla á meðan. Pétur verður undirleitur. „Eiginlega vor- kenni ég nú meira sjálfum mér því ég veit ég verð svo aumur án þeirra." — Pétur, hvert er markmið þitt? „Ég hef alltaf stefnt að því að lifa af tónleikahaldi." Það verður smáþögn. „Ég ætla í það minnsta að láta reyna á það. Viðtökur haf verið þannig að mér finnst ástæða til að reyna það.“ — Hefurðu einhvern tíma fengið slæma gagnrýni? „Nei, yfirleitt hefur hún verið góð. En hvemig sem gagnrýnin er þá skoða ég hana vel, því það er alltaf visst aðhald í henni, þótt hún sé kannski ekki alltaf réttmæt. En það er erfítt að vera einleikari á íslandi og þá einkum vegna fólksfæðinnar. Áheyr- endur em kröfuharðir því þeir vilja alltaf fá nýtt prógramm, það er móðgun við suma að flytja sama prógrammið tvisvar. Þannig að í raun og veru er ég sífellt að frumflytja verk og ég kæri mig ekki um að starfa hér upp á slíkt.,Gunnar Kvaran hefur sagt að hann þekki ekkert stykki fyrr en hann hef- ur spilað það 25 sinnum, og ég fínn það sjálfur að þegar ég fæ að spila sama pró- grammið þó ekki sé nema þrisvar, þá gjör- breytist allt.“ — Er þá betra að spila erlendis? „Erlendis er allt að vinna og engu að tapa, og því er það skemmtilegt. Ég vil hafa frelsi. Það hefur Hafliði Hallgrímsson kennt mér, en hann er stórkostlegur maður og fílósofer. Hann hefur ekki látið binda sig í þessu veraldlega amstri. Nú er hann á fímmtugsaldri og blómstrar sem listamaður, og sem maður. Við sátum eitt sinn saman í lest í Skotlandi, vorum á heimleið frá tón- leikum, og það var magnað að hlusta á þennan mann fullan af orku og áhuga segja frá því að hann væri rétt að byija. Hann, þessi listamaður sem á svo mikið að baki. Já, hann er rétt að bytja þegar svo margir aðrir eru að niðurlotum komnir. Ég ætla að læra af þessu.“ — Ætlar þú að búa hér heima eða erlend- is í framtíðinni? „Ég mun í framtíðinni einbeita mér að því að auka tónleikahald mitt erlendis. En ég hef í hyggju að búa hér. Annars er okk- ur nokkuð sama hvar við búum, við höfum bæði aðlöjgunarhæfileika og fáum aldrei heimþrá. Eg var alinn upp í Bandaríkjunum til sex ára aldurs, og hef svo búið bæði í Mexíkó og á Spáni, nú og konan mín hefur fengið svipað uppeldi og er auk þess farar- stjóri og vön því að búa erlendis. Við höfum haft vetursetu hér núna og okkur hefur bara líkað það vel, enda gerum við engar kröfur, eigum ekki einu sinni bíl! En efst á baugi núna er litli sonur okkar. Veturinn hefur verið svo einkennilegur tími. Það er eins og við höfum búið í hýði, rétt skotist út í búð eftir nauðsynjum, ólíkt lífi okkar í fyrra þegar við bjuggum í ferðatöskum. En svo fæðist hann, núna í byijun janúar í mesta myrkrinu og skammdeginu og sama tíma er ég að skipuleggja mitt stærsta fyrir- tæki, ferð í kringum hnöttinn. Fæðing hans mun ekki breyta nokkru fyrir mér á verald- lega sviðinu, en miklu á hinu andlega. KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR I fridi Sat hún við eldstó, saumaði flík handa barni, sem hún fann bærast ófætt undir brjóstum sínum. Snarkaði eldur undir potti, frussaði í froðuskegg sitt frábær grautur, veggklukkur tvær töluðust við í þögninni. Beið hún bónda síns, bráðlega mundi marra í hliðinu, maður koma inn og faðma hana ásamt barninu, sem bærði á sér undir bijóstum hennar. Enn reyndist unnt að trúa á nýtt upphaf alheimsfriðar, að garg krákunnar úti f krónu linditrésins í kvöldrökkrinu væri alvara lífsins, að brennandi sprekið, sem brakaði í hlóðunum, hefði öll byssuskot endanlega af hólminum leyst, að aldrei meir mundi skipi sokkt verða, að herflutningalestirnar héðan í frá ryðguðu fastar við jámteina sína. Og að konan unga, sem við eldstóna situr, saumi ófæddu barni þess fyrstu klæði í friðarmusteri ■ fjölskyldulífs. Austur á Lithaugalandi í borginni Vilna býr skáldið Vincas Giedra, fætt 1929. Eftir Giedra liggja margar Ijóöabækur, hann yrkir á máli þjóöar sinnar, litháísku. Islenskaö hafa Jerzy Wielunski og Guömundur Daníelsson. Heimþrá Yfir haf og hauður hef ég söngsins óð. Lifnar aftur lífsins ljúfust munar glóð. Sem á sólskins vængjum sigla ljóðin mín. Blærinn ber þau með sér burtu heim til þín. Yfir höfin blá yfír fjöllin há. Hverf ég heim til þín hugar vængjum á. Unga ástin mín aftur við mér skín vekur drauma og dýpstu þrá. Höfundur er stýrimaður og býr í Reykjavík. VILHJÁLMUR FRIÐÞJÓFSSON Lítið Ijóð á vori Friður, þú sem allir þrá, því getur þú ekki verið eins og vorið og komið yfir löndin líkt og ljúfur seiður, komið og slökkt skuggann í sálum mannanna, komið og kveikt Ijósið. Friður, hvíslaðu kærleikann inn í öll hungruðu hjörtun sem þrá þig, það er svo ljúft á vorin. En friður, það getur þú ekki, því þrumurnar kæfa orð þín og reykur eldanna, von þína. ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Sólskríkjuljóð Sólskríkjan söngva fína Um heimsins himinloga syngur, böslar og flýr. hafði hún vanist á Hugsar um hagi sína, að flogið var fyrst í boga, harður er vetrargnýr. fjarska var margt að sjá. Vindar vondir geisa, Gott er að geta skoppað vöm er ei gegn þeim. í greiðlegum ærsladans, Þróttlitlu fuglamir þeysa haldið áfram og hoppað þrotlaust út um geim. í herlegum fuglafans. Kartan litla kroppar, Nú skyldi niður farið, korn er ekki að sjá nett var sú fuglahjörð, hendist um og hoppar skjótt tók hún af skarið á hjarninu til og frá. skaust nið’r á móður jörð. Tíst hennar tekur að óma, Ágætu íslandsvinir, taktu nú krús með mat. eyjum það nú sem fyrst Slíkt verður þér til sóma að fuglamir fornir synir sækirðu þorramat. flutt’ okkur söngvalist. Fyrir framtak þetta færist margt í hag. Upp í loftinu létta les hún sinn eigin brag. Höfundurinn er söngkona í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.