Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Blaðsíða 13
Schiele lét eftir sig fjölda nektarmynda af ungum stúlkum Wally, ástkona og fyrirsæta Egons Schieles, 1912. og lenti í fangelsi fyrir að hafa notað barnungar stúlkur sem nektarfyrirsætur. Brotalömin Og Hið Utglennta Víkur Fyrir ÁVÖLUM BOGUM OG UNAÐS- GNÓTT í VERKUM SCHIELE Hann lætur eftir sig lífsstarf, sem á ná- kvæmlega tíu ára tímabili, endurspeglar þann sveiflukennda lífsferil, sem Kurt Pint- hus orðaði stuttaralega 1919 sem „Mensch- heitsdámmerung" (í þessu orði felst bæði dögun mannkyns og endalok: aths. þýð- anda). I eftirmála kvæðasafns síns útskýrir Pinthus, á hvem hátt hann óskar eftir, að menn skilji hinn tvíræða titil ljóðabókarinn- ar frægu: „Þessi ljóðskáld fundu snemma fyrir því, hvemig maðurinn var að sökkva niður í húmið ... sökk niður í náttmyrkur tortímingarinnar... til að koma svo aftur upp úr djúpinu inn í fyrstu skímuna af nýj- um degi.“ Verk Schieles em mótuð af þess- um gagnstæðu skautum sem felast í að sökkva í djúpið og koma aftur upp úr kaf- inu. Listferill hans er nokkuð hlykkjóttur, ókyrr og marglaga: listrænt séð er hann hvað æsilegastur, þegar komið er inn.á þau jaðarsvið, þar sem líf og dauði mætast. Lykilorðið felst í athugasemd, sem listamað- urinn skrifar í dagbók sína, en hún hefur til að bera stefnuskrár-markandi gildi: „Allt er lifandi dautt“ (1909—1910). Gagnorðar og um Ieið meir tæmandi er vart unnt að setja fram þá fjölhyggju, sem svo mjög ein- kennir meðhöndlun þessa listamanns á dauða og lífí. Segja má, að grundvallarfígúrurnar heiti Sjálfsmynd, 1916. Hamborg, Breslau, Berlín og í Stuttgart. Schiele var ráðinn sem starfskraftur við „Die Aktion", tímarit FVanz Pfemferts, sem árið 1916 helgaði list Schieles eitt hefti í sérútgáfu. Meira að segja á stríðsárunum var verk Schieles að finna f úrvali mynda, sem voru á opinberum austurrískum mál- verkasýningum í Þýzkalandi og í ýmsum hlutlausum löndum, til dæmis í Ziirich (1915), Munchen (1916), Amsterdam, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn (1917). Vorið 1918 var hann með 19 málverk á sýningu í aðalsal Secession Vínarborgar. Við það tækifæri hlaut hann einnig viður- kenningu forráðamanna þekktra listasafna: Austurríska Ríkislistasafnið festi kaup á mynd hans af Edith Schiele, sem hann hafði lokið við fyrir skemmstu; kaupverðið var "3.200 austurrískar krónur. Myndin felur í sér uppsafnaðan lífsþrótt þess sem staðráð- inn er í að lifa þrengingamar af og um leið er dauðanum veitt afboð á listrænan hátt. Hvað eftir annað kemur könnun á ógn dauð- ans fram í verkum Schieles, en á síðustu mánuðum heimsstyrjaldarinnar fyrri hvíldi einmitt slík dauðans angist einnig yfir þeim landsvæðum, sem vom langt að baki víglínunni. Sem listamaður og ástmaður snýr Schiele sér í málverkinu „Fjölskylda" að lífinu, en þéssi nýi hvati í listsköpun hans fær samt óvænt og bráð endalok. Á síðustu styijaldarmánuðum brýst spænska veikin út í Vínarborg; Edith, eiginkona Egons Schiele, sem þá átti von á sínu fyrsta bami, dó úr veikinni hinn 28. október. Egon lifði þremur dögum lengur. i ðann er alltaf nærtæk; Schiele málar sjálfan sig sem upptærðan vesaling - og gul merkingu þarna. óþekkts utangarðsmanns í málaralist, eftir að Paul Klee, Henri Matisse, Umberto Boc- cioni og Emst Ludwig Kirchner em hættir að koma listunnendum á óvart? Sú efa- hyggja, sem felst í þessari spumingu, er eicki með öllu óréttmæt. Staðreyndin er sú, að seinni tíma frægð Egons Schieles, sem svo hefur orðið að heimsfrægð, varð reynd- ar ekki til fyrr en seint um síðir. Aftur á móti var listamaðurinn Schiele alls ekki vanmetinn um sína ævidaga. Frá upphafi listferils hans veitti fámennur en óhvikull hópur málverkasafnara í Vínarborg honum eindreginn stuðning, og sneri heldur ekki við honum baki, þegar Schiele varð að sitja í fangelsi í þijár vikur árið 1912, ákærður fyrir að hafa gert „klámfengnar" teikningar af stúlkubami undir lögaldri. Sama ár held- ur hinn tuttugu og tveggja ára gamli lista- maður sýningu á myndum sínum í Folk- wangsafninu í Hagen og átti þijár myndir á hinni margrómuðu og minnisstæðu al- þjóðlegu málverkasýningu Sérsambandsins í Köln. Því næst var hann með sýningar í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MARZ 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.