Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1988, Síða 9
Við urðum því að hafast við í kofanum um daginn og næstu nótt. Við lásum eða sváfum okkur til afþreyingar. 17. jan. Lappamir voru á ferli löngu fyr- ir dagrenningu, í leit að hreinum sem hörf- að höfðu undan veðurhamnum langan veg frá kofanum. Að þjóni okkar og túlki undan- skildum urðu allir að taka þátt í leitinni. Skammur dagurinn var að mestu liðinn þegar Lappamir komu aftur með hreinana og vorum við þá farnir að óttast að við yrðum jafn umkomulausir og væram við á báti án segls og ára. Við héldum áfram þennan dag yfir freðmýrar og vötn og um dali uns kvölda tók að við komum að tjaldi Lappa eins sem bjó þar á fjallinu og hélt hreindýrahjörð í nágrenni við sig. Maðurinn bjó á vissan máta í samfélagi við tengdason sinn en þó þannig að tjöldin vora tvö og fjölskyldumar. Lem hefur lýst af nákvæmni hvemig tjöld sem þessi era innréttuð. Svo sem siðvenja er meðal Lappa tók maðurinn okkur af mikilli gestrisni og nutum við þeg- ar atlætis áður en hreinhúðunum hafði ver- ið bragðið fyrir tjaldgáttina á eftir okkur. Konan þurrkaði ferðaklæði okkar við eld- stæðið og nokkrar soðnar hreintungur vora bomar okkur til kvöldverðar og hreinkjöts- súpa sem Lappar kalla „leime". Húsráðandi var vel stæður og átti álitlegan fjölda hrein- dýra. Fjölskylda hans var fjölmenn, að með- töldum bömum og vinnufólki. Öll bjó hún í sama tjaldi, ásamt fjölda hunda sem era Löppum ómissandi við heimilishald sitt þar eð þeir geta ekki án hunda haldið hjörðum sínum heilum né varið þær fyrir úlfum og öðram meindýram. Sérkennilegt var að horfa upp á hunda þessa troða sér inn á meðal fólksins til að verma loppumar við eldinn sem jafnan brennur á gólfinu. Jafn- vel í tjaldinu er önnur hliðin jafnan köld, sú sem frá eldinum snýr, svo megn er kuld- inn á fjallinu og svo lítt duga óþéttir tjald- veggimir til að halda inni varmanum frá eldstæðinu því reykurinn verður að komast greiðlega um reykopið og því hirða Lappam- ir ekki um að þétta tjaldveggina þótt á þá komi smá göt. Húsráðandi hafði búið á þess- um stað í 14 daga og ætlaði að flytja eftir 8. Lappar verða að fylgja hjörð sinni og hvar sem hún fínnur sér haga verður eigand- inn að koma sér fyrir með búslóð sína. 18. jan. Löngu fyrir dag, klukkan 5 um morguninn, héldum við af stað frá híbýlum Lappanna í snjómuggu og þoku. Landslagið var slétt að mestu og við ókum um tvær stundir í myrkri og þoku sem mjög var bagalegt og þó einkum vegna þess að lands- lagið hélt áfram að vera kennimerkjalaust með öllu. Ég nam að kurr var kominn upp meðal Lappanna sem túlkur minn sagði mér að stafaði af því að þeir væra óvissir um hvert stefna skyldi þar eð þoka og myrkur höfðu sett þá út af laginu. Þetta vora síður en svo góð tíðindi. Hættan var hin sama og að vera í skipi án áttavita úti á regin hafi. Eftir að Lappamir höfðu ræðst við lengi létti þokunni sem betur fór nægilega til þess að þeir gátu séð stjörnu sem enginn okkar þekkti að vísu en eftir hæðinni að dæma ályktuðum við að hún væri í nám- unda við Karlsvagninn. Lapparnir kölluðu hana „nafti" og þetta eina kenniteikn hleypti slíkum móð í Lappana að eftir nokkrar at- hugasemdir um stjömuna breyttu þeir um stefnu og með þeim árangri að um það leyti sem þokunni létti, um miðjan dag, voram við staddir skammt frá Coracjok-ánni en meðfram henni liggur leiðin til Coracjok. Þar búa Finnar en bærinn heyrir Noregi til og er hið síðasta byggða ból áður en komið er að landamæram Svíþjóðar þar sem norsk- ir Kvenar búa eða öllu heldur svokallaðir Finnar. Þeir Finnar, sem teljast nú til Norð- manna, era flóttamenn frá stórhertogadæm- inu Finnlandi sem í síðasta stríði milli Svía og Rússa fluttust búferlum yfír á hina norsku Lappmörk, þar hafa þeir komið sér fyrir, fjölgað veralega og era nú verulegur hluti alþýðunnar á Finnmörku. Finnar þess- ir era allt annað fólk en Lappar. Landshættir umhverfis Coracjok eru mjög fallegir eftir því sem aðstæður gera mögu- legt. 6 fjölskyldur búa þar í timburhúsum og nýlega hefur verið reist þar samkomuhús þar sem lesnar era finnskar húspostillur, „Carelsne", á hveijum sunnudegi. Trúboði farand-Lappanna á Sörsangri býr í bænum á vetuma, predikar þá og heldur guðsþjón- ustur á sunnudögum í samkomuhúsinu. Ibú- amir hafa lífsviðurværi sitt af fiskveiðum og skógarhöggi sem góð aðstaða er til, á sumrin veiða þeir lax; allt útlit er fyrir að um 30 fjölskyldur gætu lifað í bænum af þessum störfum. Við hlutum þokkalega aðhlynningu, hlý húsakynni og rúm og náðum okkur nokkurn veginn eftir harðræðið á fjallinu. Þá um daginn sáum við sólina í fyrsta sinn á ár- inu, það var um hádegisleytið er við vorum enn uppi á regin fírnindum, sólarskífan var nærri sjóndeildarhring og ekki sýnileg nema rúman klukkutíma. 19. janúar. Við yfírgáfum bæinn um tólf- leytið. Vegurinn lá um kræklóttan birki- og furaskóg og síðan um fjallshrygg sem var eins og annað á þessum slóðum skáldaður eða hulinn af snjó. Um 12 á miðnætti fóram við yfír sænsku landamærin og komum þá til bæjar sem heitir Juxbye sem liggur 8 sænskar mílur austan við Coracjok. Ibúam- ir vora sænskir Kvenar eða Finnar. Á þess- um stað bjó sveitarstjóri Utjocki-héraðs. Ekkja fyrrverandi sveitarstjóra var hér búsett og sagðist hún vera dóttir kapteins sem fallið hefði í orrastunni við Narva á tíð Karls 12. Undarleg höfðu kjör hennar orðið að hún skyldi veija ævi sinni, geta böm og að líkindum deyja á þessum stað. Svo langt frá umheiminum. Börn hennar vora upp- komin og hún virtist ánægð með sín kjör. Híbýli í bænum vora reisuleg þótt úr timbri væra. Veður var gott um daginn. Þann 20. janúar yfírgáfum við bæinn og héldum meðfram hinni kliðmiklu (?) Tana-á sem skammt frá Juxbye er orðin svo fyrir- ferðarmikil að hún er talin deila löndum á þessu svæði milli Noregs og Svíþjóðar. Frá ánni liggur leiðin yfír all hátt fja.ll (vegur er enginn), skógivaxið hið neðra en hið efra gróðurlaust. Strax handan við er Utjocki, um 8 mflur frá Juxbye, þar er kirkja Lappa og prestssetur. Á þessum degi ferðarinnar var gott veð- ur, heiðskírt, en leiðin torfarin. Brattar brekkur tóku við hver af annarri og gerðu akstursleiðið örðugt og oft hættulegt; þar eð sleðinn er festur við hreininn með leður- reim þá skríður sleðinn þegar svo vill verk- ast auðveldlega fram með dýrinu og flækist þá í taumnum á annan veg, í kjarri og grein- um á hinn. Annað dýr er því bundið aftan í sleðann sem hamlað getur á móti en fyrir kemur að hreinarnir tveir toga hvor í sína átt og það getur reynst eklinum hættulegt. Við komum til prestssetursins undir kvöld, um 7. Þann 21. janúar hvíldum við okkur í Aridtzbye, eða á prestssetrinu Utjocki sem staðurinn er yfírleitt kallaður. Presturinn á staðnum, magister Hoghmann, var fyrr á tíð Magister legens við háskólann í Áboe, hann getur því ekki talist með öllu ókunnug- ur heimspekiritum, einkum ef um wolfíansk- ar bókmenntir er að ræða. Hann sagði mér lífssögu sína og hún var löng. Hann fjölyrti einkum um keppni sína um þetta fyra Utjocki-prestakall við þingmannsefni eitt (?), hafi þrengt sér fram fyrir herramann- inn. Prestssetrið er óálitlegt, byggt úr frem- ur mjóum viðarstokkum. Sóknin nær kring- um hið stóra vatn Enera ... 12 mílur þarf hann að fara til kirkju sinnar. í febrúarmánuði árlega heldur hið sænska fólk við Tome-á markað í Utjocki. Lappar falbjóða þá skinnvörar sínar, pelsa, fisk úr fjallavötnum og hreindýrakjöt. Þeir verða sér úti um allra handa járnvöru, vinnuföt, blý, kopar, mjölvöra, tóbak, brennivín. En síðasttalið verður jafnan að vera með í kaup- unum þegar um Lappa er að ræða. Svo' framarlega sem við leggjum ekki norskum Löppum til þær vörar, sem þeir þurfa, kaup- ir þetta fólk af þeim ekki síður en samlönd- um sínum hreinhúðir þeirra, pelsa og fjalla- vatnafisk. Fólk þetta þekkir af langri reynslu hvað Lappana vanhagar um og gætir þess að sér sé það útbært... 22. janúar héldum við frá prestsetrinu Utjocki. Heiðskírt var og allmikið frost, ég áætlaði að kuldinn væri um 20 gráður á Reumers-kvarða. Leiðin lá um brattar brekkur og við máttum taka á okkur þá áhættu þótt ekki færi í verra að sveiflast á milli tveggja hreina með þeim hætti sem fyrr var lýst. Um daginn ókum við í námunda við mörg Lappa-tjöld og hreinbæi; svo nefna þeir staðina þar sem þeir dvelja með hrein- dýrahjarðir sínar. Og einum Lappa mættum við á leiðinni sem stóð í flutningum. Það er einkennileg upplifun að mæta 30—40 dráttarhreinum í eyki og jafnframt öðram dýram úr sömu hjörð, í allt nokkur hundrað dýram; kona, böm, tjald, hvílur, klæði og hvaðeina sem til heimilis telst er flutt á mörgum sleðum sem era eins og bátar í laginu og Lappar kalla „akkíur" og sem Högström lýsir ítarlega í frásögn sinni. Svona lestir teygja sig yfir stórt land- svæði... Við lögðum 8 mílur að baki um daginn. í rökkurbyijun voram við á svæðinu við Tana-ána og komum um nóttina að norsku landamærunum að híbýlum Kvena eins í Tana-byggð, eða öllu heldur svokallaðs Finna, þar sem ég gisti það sem eftir lifði nætur í bjálkakofa. Bóndinn hét á kven- versku Heich Heiki sem er hið sama nafn og Henrich Henrichsen á norsku. 23. janúar. Við héldum um morguninn frá náttbóli okkar sem Finnar kölluðu Haiki Baiki, það er Hinriksbær. Veður var þung- búið og þoka en ekki mjög kalt. Við hlutum nú að víkja frá Tana-ánni og halda burt af því svæði því að vegurinn liggur þaðan og yfír knappar hæðir allt til þess að komið er að efstu brún Waranger-fjalls. Þaðan er útsýni yfir Austurhaf og vötn Waranger- fjarðar sem skilur sóknirnar Wardoe og Wadsöe frá hinum norsku og rússnesku landamærasvæðum. Síðdegis kom ég til Lappa-bæjarins Næse-bye þar sem trúboði Lappanna á Warangri og í Laxafírði hefur aðsetur. Maðurinn sjálfur var að gegna erindum sínum meðal fólksins og var ljarri. Við héld- um samdægurs frá þessum stað og til Wadsöe sem er einn hinna mikilvægustu verslunarstaða á Finnmörku. Þangað kom- um við klukkan 11 um kvöldið, örþreyttir og illa á okkur komnir eftir torleiðið i milli Næsebye og Wadsöe. 24., 25. janúar hvíldum við okkur í Wadsöe. Auk þess að vera verslunarstaður er í Wadsöe kirkja og prestssetur. I þessu sjávarþorpi era allmargir íbúar. Rússneskt skip lá í höfninni í þennan mund, var á leið frá Árchengel til Amsterdam hlað- ið hörfræi, rússneskum hundum ... 26. janúar ferðuðumst við meðfram ströndinni ásamt Herwyn skipstjóra (rússneska skipsins) og fulltrúanum í Wadsöe. Veður var slæmt, snjófjúk og mik- ið frost. Færðin fremur góð. Leiðin liggur um ógróin fímindi, fyrir skerðinga og skor- ir sem örðugt er að greina og því hin óþægi- legasta. Engin mannabyggð er á svæði sem nemur 8—10 dönskum mílum. Eyðikofi, hálffullur af snjó, var afdrep okkar meðan veðrið var sem verst og hreinamir fengu næringu. Klukkan 11 um kvöldið komum við að bóndabæ á ströndinni gegnt Wardöe. Ferða- búnað okkar, þar með talin rúmföt, höfðum við skilið eftir í Wadsöe. Við lágum á bálk í stofu bóndans um nóttina og sváfum í einum dúr til klukkan 9 um morguninn og ekki verr en hefði rúmið verið af bestu gerð svo aðframkomnir voram við eftir svaðilför dagsins. Fyrrnefndur fulltrúi hafði villst kvöldið áður vegna þess að leiðsögumaður hans var drakkinn. Þeir komu til bóndabýlisins undir morgun illa til reika og máttvana og hafði verið stórhætt við að bijóta handleggi eða fætur. 27. janúar héldum við yfir sundið til Wardöe. Kröftug fallbyssa drægi yfir sund- ið en straumar tveggja hafa falla þar um og myndast þar því rastir og holskeflur eða öldukambar strax og eitthvað hreyfír vind. Báturinn var lítill og fullur af fólki. Sigling- in yfír var skelfileg. Svo mjótt er á munun- um á þessum síkvika stað að ef við hefðum ekki farið yfír einmitt á þeim tíma sem við gerðum það hefðum við mátt halda til á nefndum bóndabæ í tvo sólarhringa. — Þorkell varð veðurtepptur strax og hann kom í land á eyjunni. I færslu næsta dags segist hann ekkert hafa getað aðhafst. Þann 29. tók hann þátt í uppboði á strandgóssi sem Rússar áttu á eyjunni. I því skyni að ganga eftir því hafði skipstjórinn af rússn- eska skipinu verið í för með þeim þennan síðasta áfanga ferðarinnar. Þann 5. febrúar er Þorkell lagður af stað til baka, hefur haldið inn með firðinum sömu leið og er kominn til Wadsöe. Ritar um komuna til Wadsöe: „Ég var örmagna af þreytu, verr á mig kominn en nokkra sinm fyrr í þessari ferð, — svo mér lá við yfír- liði. Ferðafélagar mínir vora og illa á sig komnir. Hvöss hafgolan vinnur með kuldan- um við ströndina og sömuleiðis hinar tíðu sveiflur milli snjókomu og regns, þegar svo enn bætist við að hvergi er hressingu né skjól að fá getur veðurfarið hæglega reynst ofViða hinum hraustasta manni.“ Þorkell hélt áfram sömu leið til baka og hann hafði farið um Finnmörku austur að Hvítahafi, eins og segir í upphafi dagbókar hans, var kominn aftur til Altengard 16. febúar 1777. GUÐMUNDUR L. FRIÐFINNSSON Blóm í ramma Sem blómið að vori brosið þitt fagra blikar í skýjum og barnsraddir tærar úr bládjúpi fjarskans berast að eyra gull er í sporum gróður og angan glitofið klæði sólskin á tindum söngfugl á grein og sóley í varpa Höfundurinn er landskunnur fyrir skáldskap sinn og býr á Egilsá i Skagafirði. PÁLMI EYJÓLFSSON Bláa kaffi- kannan hennar ömmu Þessi bláa kaffikanna, kveikir á Ijósi minninganna, hugann ber í horfna tíð, bemskuárin inn í Hlíð. Amma jafnan fyrst á fætur fór og hafði á kúnum gætur, strigasvuntan stór og síð. Árla jags hún eldinn kveikti, upp um strompinn hvítu reykti. Við öllu kunni amma ráð, hún var aðeins einum háð. Leiðarstjama lífs var trúin, að líkna og fóma reiðubúin, af vinum sínum virt og dáð. Enn ég reika um gamla garðinn grásteinsplata er minnisvarðinn ég verð barn og blessun fínn lúin hönd þín lítil kinn. Djúpur friður lágreist leiði, langt í suðri er bær í eyði, blár og heiður himinninn. Höfundurinn býr á Hvolsvelli og starfar þar á sýsluskrifstofunni. ÞÓRÐUR.KÁRASON Galdragrip- irnir Hann stendur hjá mér með heiðan svip, ég horfí í augu blá. „Afi gefðu mér galdragrip, frá Garda eða Spáníá.“ Ég af honum stundum glingurdót, frá Garda eða Portúgal. Þá léttist brún og ei hætishót var heimurinn „spinnigal Við fömm um sólbrún sumarlönd, og söfnum dóti í mund. En betra’er að kenna unglingsönd að ávaxta landsins pund. Höfundurinn er fyrrum varðstjóri í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MARZ 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.