Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 9
huga mér svo mér fannst ég horfa niðrí gagnsætt hyldýpi hins dularfulla og grilla í ófreskjumar þar niðri. Mér fannst ég jafn- vel sjá sjálfan dauðann eins og einhvem þjóðsögunykur sem við allir verðum að ríða einhvem tíma, nauðugir viljugir, út í eilíft svartnættið. Það fór hrollur um mig allan við þá hugsun. Mér datt í hug vísa Jóns frá Víðimýri: Svarta nátt að sjónum ber, segir fátt af einum. Og ég sá dauðann teyma hest hans í náttmyrkrinu niður í einhveija vökina á Héraðsvötnunum. Ein sagan rak aðra um þá menn sem dreymt höfðu fyrir dauða sínum. Þær vom margar svipaðar sögu Hálfdáns gamla. Það var til dæmis sagan af manninum sem dreymdi að komið væri á gluggann hjá sér og kveðið hásum róm: Nú er fjaran orðin auð, öll með þara gróin, best mun að fara að reyna hann Rauð og ríða ’onum bara í sjóinn. En daginn eftir dmkknaði hann og Rauð- ur í Vogalæknum. Allar þessar sögur gagntóku huga minn og styrktu trú mína á draum Hálfdáns gamla. Hann var feigur; hann var áreiðan- lega feigur. Tárin streymdu niður eftir kinn- unum á mér þegar ég hugsaði til þess hve góður hann hafði verið við mig og hve margar skemmtilegar sögur hann hafði sagt mér. Mér fannst ég hlyti að sakna hans óumræðilega mikið, en ég fann að ekki var hægt að taka beislið út úr þeim bleika. Dómur dauðans var óraskanlegur. Ég breiddi sængina upp yfir höfuð og hágrét þangað til ég varð þreyttur og sofn- aði. En alla nóttina var mig að dreyma að ég sæi Hálfdán gamla liggja deyjandi frammi í skemmu, en fyrir utan skemmu- dyrnar heyrði ég bleika klárinn hneggja og nugga höfðinu upp við dyrnar. Það fyrsta sem mér var sagt um morgun- inn, þegar ég vaknaði, var að Hálfdán gamli væri dáinn. Hann hafði dáið klukkan sjö um morguninn. Fólkið í baðstofunni hafði vaknað klukkan fjögur við það að hann var búinn að fá dauðahrygluna. Vinnukonumar urðu fyrst myrkfælnar en þutu samt niður til föður míns, sem klæddi sig í snatri og gekk upp til hans. Hann sá strax að helstríðið var að byija og flýtti sér að gefa honum sakramentið því Hálfdán gamli hafði beðið þess að sér væri gefið það ef dauða hans bæri fljótt að höndum. Faðir minn sá að hann vissi allt hvað fram fór og sýndust varir hans bærast ofur- lítið eins og hann ætlaði að þakka eftir að hafa meðtekið „líkama og blóð Krists". En hann mátti ekki mæla og rétt á eftir fór andlitið að blána og froða að renna út um munnvikin. Hann fékk fremur hægt andlát. Vinnukonan, sem kom með morgunkaffíð til mín, sagði mér þetta allt með mestu nákvæmni. Mér kom það ekki á óvart en samt gat ég ekki að því gert að ég fór að hágráta er hún sagði mér frá dauða hans. Mér þótti svo vænt um Hálfdán gamla. Vinnukonan sagði mér loks að nýlega hefði verið lokið við að leggja Hálfdán gamla til frammi í skemmu. Það var mitt fyrsta verk að ganga þang- að út, eftir að ég var kominn á fætur. Líkið lá á tveim borðum sem lögð voru yfir tvo tóma tjörukagga í skemmunni. Það var sveipt línlökum. Handleggirnir voru krosslagðir á bijóstinu og yfir þá lögð sálma- bók, svört með gylltum krossi á spjaldinu. Ég skoðaði líkið í krók og kring með lotn- ingarfullri alvöru. Mest var ég hissa á hve langt það var. Nú var Hálfdán gamli ekki lengur lotinn. Ég gerði krossmark yfir líkinu með mikl- um fjálgleik eins og mér hafði verið sagt að gera. Síðan lyfti ég varlega klútnum frá andlitinu sem lagður hafði verið yfir það. Ég horfði gagntekinn á þessa þekktu, en köldu og stirðnuðu andlitsdrætti. Hrukkurnar á andlitinu voru næstum því horfnar og yfír því Tivfldi einhver friður, einhver köld ró sem ég aldrei hafði þekkt áður. Augunum hafði verið lokað svo það var hálfvegis eins og hann svæfi en munnurinn stóð hálfopinn. Ég lagði klútjnn aftur hægt yfir andlitið og nokkur tár hrutu um leið niður á hann. Ég minntist þess er við sátum saman í kirkjugarðinum fyrir aðeins einni nóttu. Nú var þá draumurinn kominn fram. Og það var eins og ég heyrði fótatak þess bleika, einhvers staðar langt burtu, eins og þegar hleypt er skaflajámuðu yfir ís. Verzlunin yarð lítið meira en nafnið eitt Skip hreppir hafis við ísland 1855. Verzlunin var aUtaf háð siglingum til landsins og fríhöndlunarlögin komu fyrir lítið í fyrstu, þegar sífellt færri og færri skip sigldu til Iandsins. egar á reyndi voru rentukammerið og sölu- nefnd verzlunareigna konungs heldur ófús til að stuðla að fjölgun kauptúna. Hætta var nefnilega talin á, að það myndi bæði baka ýmsum kaupendum konungsverzlunareigna of Síðari hluti greinar um tveggja alda afmæli fríhöndlunar, sem reyndist hafa takmarkaða blessun i för með sér fyrsta kastið, því siglingar til landsins drógust mjög saman, svo 1794 sigldu aðeins 38 skip til landsins. Bænarskjali til konungs um verzlunarfrelsi á íslandi til handa öðrum þjóðum var samt fálega tekið og þeirri beiðni algerlega vísað frá. Eftir SIGFÚS HAUK ANDRÉSSON mikla samkeppni og draga úr vaxtarskilyrð- um hinna nýstofnuðu kaupstaða. Þessir staðir, sem áttu eins og fýrr segir að verða miðstöðvar verzlunar, iðnaðar og útgerðar í landinu, voru Reylq'avík, Grundarfjörður, Ísafjörður, Akyreyri, Eskifjörður og Vest- mannaeyjar. En engin verzlun var fyrir á Eskifírði. Hver kaupstaður hafði sitt ákveðna umdæmi og töldust aðrir verzlunar- staðir þar úthafnir hans. Þeir, sem ætluðu að stunda verzlun eða iðnað í kaupstað eða á úthöfn, urðu að gerast borgarar í hlutað- eigandi kaupstað. Til þess að slíkir menn settust frekar að í sjálfum kaupstaðnum var þeim gefínn kostur á ókeypis byggingarlóð- um og nokkru láni eða styrk til að byggja þar. Reynt var að stuðla enn betur að því að verzlunin drægist til kaupstaðanna með því ákvæði, að við komuna til landsins skyldu allir lausakaupmenn sigla fyrst til einhvers þeirra og sýna þar hlutaðeigandi yfírvaldi skilríki sín. Þannig var þess vænzt að lausakaupmenn verzluðu fyrst og fremst í kaupstöðum þótt þeir væru ekki skyldugir til þess. Verzlunarfrelsið skert Reynslan sýndi fljótlega að lítil von væri til þess, að kaupstaðimir kæmust til neins þroska eins og á stóð, nema helzt Reykjavík. Stjómin reyndi þá að bæta aðstöðu þeirra með tveimur tilskipunum árið 1792 og 1793, sem miðuðu jafnframt að því að bægja of mikilli samkeppni frá kaupendum konungs- verzlunareigna. Þessir menn, sem reyndust misjafnlega aflögufærir þegar að því kom að þeir fæm að greiða afborganir af skuld- um sínum, kvörtuðu bæði yfír lausakaup- mönnum og fjölgun verzlunarstaða. Én lausakaupmenn höfðu einkum látið að sér kveða suðvestan- og vestanlands og yfírleitt reynt að sniðganga þær takmarkanir sem verzlun þeirra við landsmenn var háð. Þessar tilskipanir áttu að heita nánari skilgreiningar á ýmsum atriðum fríhöndlun- arlaganna en fólu í rauninni í sér nokkur ný ákvæði. Þau helztu þeirra vom, að allur verzlunarrekstur utan gömlu verzlunarstað- anna og staða, er konugur kynni eftirleiðis að löggilda sem kauptún, væri stranglega bannaður. I samræmi við það var fyrirskip- að að verzlun yrði hætt í Þorlákshöfn, Sel- vogi og á Akranesi og nokkm síðar einnig á Seyðisfírði. Þeir, sem stofna vildu fasta verzlun á iöggiltri úthöfti, skyldu einnig verða að reka stöðuga verzlun í þeim kaup- stað er sú úthöfn lægi undir. Kaupendur konungsverzlunareigna vom þó undanþegn- ir þessu ákvæði og látið óátalið að þeir byggju ekki einu sinni sjálfir í landinu. Þá var lausakaupmönnum algerlega bannað að verzla lengur en Qórar vikur á sama verzlun- arstað eða flytja vaming sinn í land. Loks var tekið fram að íslenzkum bændum væri óheimilt að verzla með innfluttar vörar, nema því aðeins að þeir flyttust til kaupstað- anna og gerðust kaupmenn þar. Sveiflur í íslenzku verzluninni Áhrif tilskipananna frá 1792 og 1793 urðu mun meiri við það, að um sama leyti bmtust út í Evrópu styijaldir í kjölfar frönsku stjómarbyltingarinnar sem stóðu linnulítið allt til 1815. Meðan Dönum tókst að standa utan þessara átaka var kaupskipa- floti þeirra og annarra þegna Danakonungs önnum kafínn við alls konar flutninga, sem kaupför styijaldarþjóðanna önnuðust við venjulegar aðstæður. Þetta var að vísu langtum áhættusamari atvinnuvegur en íslenzka verzlunin en mörgum sinnum arð- vænlegri meðan hann entist. Með því að þessi tækifæri tóku einmitt að bjóðast þeg- ar kjör lausakaupmanna vom þrengd til LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.