Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 16
E R L E N D A R B Æ K U R Guðbrandur Siglaugsson tók saman Upplifi nýju verkin eins og dans Ekkert heyríst nema hljóðið í vindimim þegar hann fer yfír mela og móa og hjartsláttur klukkunnar. Svona Brekkukotsannálstif. Fyrir utan húsið eru gráir steinar og kannski búa álfar í einum þeirra. Borgin er að teygja sig upp í óbyggðir og héðan efst úr Breiðholt- inu sést langt út á haf. Ekkert heyrist ann- að en hljóðið í vindinum og tifið í klukk- unni. Annars svolítið ógnvekjandi þögn þeg- ar niður borgarinnar heyrist ekki lengur og ógnvekjandi nálægð þegar maður er að reyna að finna leið að ókunnri manneskju. Orðin fljúga brothætt um herbergið, sum hrapa niður en önnur verða setningar og spumingar og komast kannski alia leið. Valgerður Bergsdóttir notar ekki stóm orðin en það vantar hins vegar ekki spennu og kraft í verk hennar. — Ég upplifi þessi nýju verk einsog dans, segir Valgerður þegar við litumst um á Claude Lévi-Strauss: The View from Afar. Penguin Books Þetta ritgerðasafn mannfræðingsins og hugsuðarins Claude Lévi-Strauss er marg- breytilegt. Hér fjallar hann um fjölskyld- una, kynþætti, málaralist, skapandi böm, New York, Wagner og nöfn á hundum, svo eitthvað sé sagt. Lévi-Strauss verður að teljast fundvís og skemmtilegur höfundur. Honum er Iagið að kveikja hugleiðingar með lesendum og mana þá til að hugsa eftir nótum sem þeim em máski fjarrænar. Ekki em allir á sama máli og hann hvað varðar skoðanir á lífsheildinni og hefur hann verið gagnrýndur fyrir að fara með staðleysu. Engu að síður verður að taka mark á honum og það hafa menn gert í áraraðir. The View from Afar er þriðja bindi safns sem á ensku nefhist Stmctal Anthropology, hin fyrri em Tristes Tropiques og Totemism. Allar þijár hafa vakið verðskuldaða athygli. ALLEN GINSBERG COLLECTED POEMS 1947-1980 VALGERÐUR BERGSDÓTTIR opnar í dag sýningu í Gallerí Svörtu á hvítu og lýkur henni 1. maí. Þetta er þriðja einkasýning hennar, þar af var ein í Turku í Finnlandi. Valgerður útskrifaðist frá MHÍ 1969, og á árunum 69—71 var hún við grafíknám við Statens Kunstindustri- og Handværkerskolen í Osló. 19731aukhún myndmenntakennara- prófi frá MHÍ. Hún hefur tekið þátt í sýningum félagsins íslensk grafík frá 1969 á íslandi, Norðurlöndum, San Francisco og New York. Viðtal: ELÍSABET JÖK- ULSDÓTTIR Teikningar eftir Valgerði. Alien Ginsberg: Collected Poems 1947-1980 Penguin Books 1987 Langt er síðan Allen Ginsberg hneykslaði fólk úr buxum og skóm, eða í, með löngu ýlfri sínu og hefur síðan fengið gott hljóð til að hafa yfir kveðskap sinn. Menn skipt- ast í tvo hópa og segja aðrir að svoddan nokkuð sé ekki annað en loddaraskapur, vaðallinn og klámið eigi ekkert skylt við skáldskap meðan hinir standa á því fastar en fótunum að Ginsberg sé eitt af úrvals- skáldum þessarar aldar. Ginsberg varð heimsfrægur fyrir Howl, það er alllangt kvæði sem varð hinn nýi Predikari, Ljóða- ljóð eða Harmaljóð beatnikkanna í Ameríku í gamla daga fyrir þijátíu ámm. Enn yrkir Ginsberg og strákabossar og bijóst, mömm- ur og CLA, Ameríka og Ameríka em lífseig efni í þessi löngu og málglöðu kvæði. Gins- berg er eftirtektarvert skáld og þessi mikla bók góð eign. í lok bókar hefur Ginsberg skrifað skýringar og fylgir nafnaskrá en það er heldur óalgengt í kvæðabókum. nn (SKSSSSæ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.