Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Qupperneq 13
Matthea Jónsdóttir í vinnustofu sinni. Myndin sem þarna er á trönum heitir Sólglit í Kyrfugili. Stuðlaformin eru ættuð af Síðunni Klungur Nýkúbisminn, svo ég noti orð Frans- manna, blasir alls staðar við á vinnustof- unni, — í Heklu, í Snæfellsjökli, Þingvöllum og í húsamyndum, gijótamyndum og upp- stillingum. Hún stillir þrem olíumyndum upp saman, segir svo hugsi um leið og hún myndar hringi í loftinu með höndunum: Já þetta eru svona klungur. Þessi hér er úr Álftafírði þegar Austijarðaþokan leggst yfír fjörðinn, þessi þoka þama fyrir austan sem er lyga- sögu líkust, — hellist yfír allt í einu og er horfin jafnskjótt aftur. Og snarlega er þá komið glampandi sólskin. En þessar, — þess- ar eru frá Lónsheiði. Við hjónin tjölduðum við Heiðará ásamt dætrum okkar. Það var sól og blíða þegar við komum og áin vatns- lítil og sakleysisleg. Telpurnar óðu út í ána miðja þar sem stórir steinar voru, slípaðir af ánni sjálfri, og þar dunduðu þær sér við að teikna á þá með marglitum krítarstein- um. En síðla nætur skall á stórviðri með suðaustan rigningu, eins og hún getur verið > hroðaleg þama fyrir austan, og Heiðará breyttist í ógnvekjandi stórfljót. Þetta vom hamskipti. Eg varð fyrir sterkum áhrifum. Hin snöggu veðrabrigði á íslandi em stór- kostlegt myndefni. Ég sæki áhrifín í lífíð og landið, þau era alls staðar í umhverfínu, allt frá því smæsta og til hins stærsta. Allt er jafn ómissandi. — Þama era líka skógarmyndir í allt öðram stfl. Era þetta kannski belgískir eða franskir skógar? Ég hvfli mig með því að mála svona lands- lag, það losnar líka um litameðferðina þeg- ar ég mála eitthvað annað og frjálslegra. Oft breytast líka litimir hjá mér í hinum myndunum eftir svona „leik". — Og svo era það vatnslitamyndimar, blóm, fuglar, stuðlar? Já ég hef mikið dálæti á fuglum. En veistu hvað karlmenn segja þegar þeir sjá blómamyndir hjá mér, — nú þú málar blóm? — eins og það sé lítið merkilegt. En dýr- asta myndin sm seld var í heiminum ekki alls fyrir löngu kostaði þijá milljarða íslensk- ar, lítil mynd eftir Van Gogh, og veistu hvað var á henni? Vatnaliljur! Nýkúbismi, — segja Frakkar um myndir Matt- heu Jónsdóttur, sem opnar sýningu á verkum sínum í FÍM-salnum í dag, og eftir hálfan mánuð aðra sýningu í París, nánar tiltekið í Galerie Salammbo, steinsnar frá Picasso- Landbrot við Heklu, 1987. 130x85 sm. Ein af myndum Mattheu á sýningunni í Gallerí Borg. Rætt við MATTHEU J ÓN SDÓTTUR sem til þessa hefur sótt sína upphefð að mestu til útlanda þar sem hún hefur hvað eftir annað fengið verðlaun og viðurkenningar og nú er framundan sýning hennar í París. Jafnframt er hún núna með sýningu í Gallerí Borg og af því tilefni hefur Kristín Marja rætt við hana. safninu. — Ég hef aldrei sóst eftir að sýna erlend- is, til mín hefur verið leitað um slíkt, segir Matthea um leið og hún skundar með mig inn á vinnustofu. — Þessu er ólíkt farið hér heima. Ég hefði þurft að vera með nokkuð stóra sýningu núna, en fékk ekki inni, hvorki á Kjarvalsstöðum né Listasafni ASÍ, var alltaf vísað frá, umsóknir ekki teknar til greina eins og komist var að orði, eða vísað annað. — Hvers vegna? — Því verða þeir að svara. Heyrðu, — þetta er hún Táta, segir hún og bendir á hundinn sinn, lítinn og krallhærðan sem hamast í buxnaskálmunum mínum, — hún er dálítið forvitin. En það er gott að hafa hana hérna á vinnustofunni, hún fylgist svo vel með mannaferðum. Og Táta tekur ábendingunni, leggst fram á lappir sér við gluggann, og vei þeim er reynir að smokra sér framhjá henni. Kannski Öðruvísi — Ég er Skaftfellingur í móðurætt og Dalamaður í föðurætt og fór 18 ár gömul í Myndlista- og handíðaskólann, segir hún ákveðin án þess að ég spyiji hana. — Ég útskrifaðist þaðan 1956 en fór svo f Mynd- listaskólann í Reykjavík 1960. Ég náði því að sýna í Listamannaskálanum áður en hann var rifinn, það var á samsýningu FÍM 1966. Nú svo hef ég farið í náms- og kynnis- ferðir víða um lönd. — Þú hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga erlendis Matthea? — Það er nú svo leiðinlegt að telja svo- leiðis upp, en ég fékk jú bronsverðlaun í tvígang á alþjóðasýningum á vegum Evr- ópuráðs, „Europe Prize" í Belgíu, fyrst 69 og síðan aftur '71, — hann Stefán maðurinn minn tók nú reyndar á móti þeim verðlaun- um því þá lá ég á Fæðingarheimilinu og var að eiga fjórðu dóttur okkar. Svo hef ég tekið þátt í samsýningum í Belgíu, Frakklandi og Þyskalandi og fengið þar verðlaun og viðurkenningar, fékk gullverð- laun fyrir vatnslitamyndir í Lyon ’79. — Ög nú ertu komin með útlenskan umboðsmann? — Já það hafði samband við mig svissn- eskur umboðsmaður og óskaði eftir að fá að starfa fyrir mig. Það er hann sem sér um sýningu mína í París núna í mánuðinum, en sú sýning mun víst fara víðar. — Hvers vegna þessi áhugi erlendis frá? — Það hefur verið talað um persónulegan stfl. Ég er sjálfsagt ekkerb betri málari en aðrir, kannski öðruvísi. — Mundir þú kannski vilja lifa og starfa í útlöndum? — Ja, þar era menn allavega lausir við klíkuskapinn, — en mér fínnst best að vinna hér. Hér er allt sem er manni kærast. — Það er alltaf verið að setja ný- fyrir framan allar stefnur, nýimpressjónismi, nýja abstraktið, nýja málverkið, en hefur nokkuð nýtt komið fram í raun og vera, er þetta ekki allt gömul lumma eins og gárungamir segja? — Nei það er stigsmunur á útfærslu. Ég mála til dæmis ekki eins og Picasso og þesS- ir gömlu kúbistar, — annars skil ég ekkert af hveiju þeir era að klína þessu franska nafni á mig, ég er ekki að eltast við neinar stefnur, — ég tek bara landslagið, mér finnst gaman að mála það svona, þetta var svona austur á Síðu þar sem ég var í sveit. Þar var mikið um stuðlaform, fallegar kletta- myndir, ég var gjörsamlega heilluð sem krakki, lék mér tímum saman við stuðla- myndanir í lágum hömram. Veistu, ég hef alltaf verið svo hrifin af gijóti... StórtækÞjóð,- StórarMyndir í yfirbyggðum skála sem liggur milli vinnustofu og íbúðarhúss era langar hillu- raðir fullar af gijóti. — Ég byijaði að safna þegar ég var smástelpa, segir Matthea um leið og við föram hjá. Við göngum oft á fjöll ég og maðurinn minn til að safna gijóti. Og Matthea vill sýna mér fína gijótið sitt sem hún geymir í forláta antikskáp í stássstofunni. Siíka steina og steinblóm hef ég aldrei áður séð og lýsi vantrú minni á fund þeirra hér úti á víðavangi. Listakonan verður hróðug á svip og bograndi jrfír skápn- um hvíslar hún að mér nafni staðarins þar sem hún fann þá flesta. Steinblómin má líka sjá í myndum hennar. En hvergi hef ég séð fólk í myndunum, að minnsta kosti ekki margt og spyr hana út í það. — Ég hef gert minna af því að mála fólk, en hugsanlega mun maðurinn koma meira við sögu í framtíðinni, ég álít það. Annars æfði ég mig nú á honum Jóni Lax- dal meðan ég var í skólanum, en hann var nú eitthvað tregur við að fara úr treyjunni. En fólk er það skemmtilegasta sem til er. Sumir halda að ég sé ómannblendin og hlé- dræg, en það er ekki rétt, ég verð bara að vera það til að fá næði, næði til að vinna. Slíkt er alveg forsenda fyrir því að eitthvað LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.