Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 19
LESBOE M ÍO| ÍRj [g] U N. B L A ;Ð| S [ i j N [sj 16. APRÍL 1988 Grieg-höllin í Bergen Ný stefiiumótun í norskum ferðamálum Er þetta ævintýrið — slökunin á milli erfiðra funda? ' KW&-' k . Mti í jspw1 W'4 { Oddný Björgvinsdóttir skrifar um ferðamál Á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð, Finniandi og Noregi hefur veruleg breyting átt sér stað á skömmum tíma i stefnu- mótun í ferðamálum. Atvinnu- greinin er smám saman að taka við rekstri ferðamálaráða við- komandi landa og styður fjár- hagslega — ásamt hinu opin- bera — stofnanir sem hafa tek- ið við hlutverki þeirra. Þannig hefur hlutverk „hefðbundnu" ríkisreknu ferðamálaráðanna minnkað, jafnframt því sem hlutdeild atvinnugreinarinnar sjálfrar hefur stóraukist — sér- staklega i hinni mikilvægu markaðssetningu. í Noregi er stofnunin NORTRA einskonar markaðsarmur sem leiðir alla markaðsstarfsemi á er- lendum vettvangi og sér um undir- búning hennar og yfirstjóm í höf- uðstöðvunum í Osló. Fram- kvæmdaaðilar NORTRA eru virk- ir þátttakendur í norskum ferða- málum og bera bæði ábyrgð og skyldur ásamt hinum opinberu aðilum. NORTRA gefur út ferða- blaðið Reiseliv. í síðasta mars- blaði þess ber margt á góma, sem hér verður stuttlega rakið. Ný norsk markaðsstefna í Noregi standa ríkisstjómin, samtök útflytjenda og ferðaþjón- ustuaðilar saman að nýjum leiðum í markaðssetningu. Reiselivet fagnar þessari nýju stefnumótun og vitnar í framkvæmdastjóra NORTRA, Torbjörn Föysnes, sem telur brýna þörf á nýrri, endur- skoðaðri markaðssteftiu fyrir all- an norskan útflutning á vörum og ferðaþjónustu. Framkvæmd og stefnumörkun yrði undir forystu norska Útflutningsráðsins í sam- starfí við NORTRA og fleiri aðila. Áhersla yrði lögð á frekari upp- byggingu ferðaþjónustu sem fæli í sér vaxtarbrodd í norsku at- vinnulífi um allt land, þar sem umfang atvinnugreinarinnar nær til fjölmargra atvinnustétta, sérs- taklega úti á landsbyggðinni. Tal- að er um að hvetjar 20 norskar krónur, sem lagðar em í markað- skynningu, gefí af sér andvirði um 500 norskra króna í keyptum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.