Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 20
stærðum voru haldnar þar á ár- inu. Trond Amland í Bergen hefur svipaða sögu að segja. Ráðstefnumiðstöð í Osló gistinóttum. Slíkt dæmi hefur ekki verið reiknað út miðað við íslenskar forsendur, eftir bestu vitund þeirrar er ritar. Ef til vill er það athugunarefni fyrir samtök íslenskra gistihúsaeigenda og ferðamálayfirvalda. Alþjóðlegar ferðakaup- stefnur í hverju landi Norska ferðakaupstefnan „Reiseliv 88“ í Sjölyst gekk vel og sóttu hana um 31.000 manns. Alþjóðleg ferðakaupstefna hefur aðeins verið haldin hér einu sinni, eða eigum við að segja tvisvar. Það er nokkurt umhugsunarefni, hvers vegna hér á landi hefur ekki verið efnt oftar til alþjóð- legra ferðakaupstefna — sem þjóna ferðaþjónustu innanlands — skapa umtal og áhuga á ferðamál- um og myndu draga hingað nokk- ur hundruð ferðaheildsala — til dæmis í svipuðum stíl og hin vel heppnaða sjávarútvegssýning á síðastliðnu ári. Það er varla álitamál að slíkar sýningar væru gagnlegri fyrir íslensk ferðamál, en þær ferða- málaráðstefnur sem haldnar hafa verið flest síðastliðin ár - með harla litlum breytingum og mis- munandi ferskleika. Þær hafa fyrst og fremst lagt grundvöll að innlendri umræðu um ferðamál, en ekkert átt skylt við íslenska ferðakaupstefnu. Ef til vill er slík stefnumótun verðugt umfangs- efni fyrir næsta ár? Ekki skal þó dregið úr mikilvægi ferðamála- ráðstefna okkar, sem oft hafa verið hinn gagnlegasti umræðu- grundvöllur. En ekkert væri á móti því að standa fyrir hvoru- tveggja. Ráðstefnuöflun norskra f er ðamálayfirvalda í Reiselivet er líka gerð grein fyrir nýrri þróun í ráðstefnuöflun norskra ferðamálayfirvalda. Það er samdóma álit þeirra og annarra aðila í greininni að ráðstefnuþjón- usta geti verið einn helsti vaxtar- SAS-hótelið í Osló. broddur norskra ferðamála á næstu árum. Fjöldi ráðstefna hef- ur aukist mjög. Noregur er ekki þekkt ráðstefnuland og tiltölulega skammt síðan að Norðmenn fóru að starfa að öflun alþjóðlegra ráð- stefna með skipulögðum hætti. Möguleikamir eru ef til vill að sama skapi enn meiri, en reynslan af þessari skipulögðu markaðs- setningu lofar góðu. Viðskiptahópur Norðmanna í ráðstefnum er um 25.000 samtök víða um heim. Mest áhersla er lögð á samtök í Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi og Sviss. Mikil- vægast er að fylgjast með hvenær þessir aðilar ákveða næstu ráð- stefnur og koma þá norskum hagsmunum á framfæri. Frum- kvæði um ráðstefnuöflun hefur fyrst og fremst komið frá for- svarsmönnum ráðstefnumið- stöðva borganna, til dæmis Stav- anger, Osló og Bergen. Ráðstefnumiðstöðin í Stavang- er leggur áherslu á að Norðmenn geti boðið upp á öryggi — að ráð- stefnugestir geti í ró og næði far- ið hvert sem er, hvenær sem er. Viðmót heimamanna er hlýtt og aðstaða góð, en það er viðurkennt að Noregur sé dýrt ferðamanna- land. 120.000 ráðstefnugestir komu til Stavanger á síðasta ári og aukningin er stöðug. 150-200 ráðstefnur og fundir af ýmsum Brýn þörf er á að koma á fót heildarmiðstöð í Osló — einskonar „Norway Convention", miðstöð sem sjái um ráðstefnuöflun, með svipuðum hætti og til dæmis Finnar og Danir hafa gert um áraraðir. Svíar hafa sett á stofn slíka miðstöð, eftir miklar skipu- lagsbreytingar á yfírstjóm sænskra ferðamála. Slík skrif- stofa yrði eðlilega í tengslum við NORTRA. I Bergen er hafínn undirbún- ingur ráðstefnuhalds fram til 1994. Hótelrými hefur vaxið þar um 50% á síðustu árum og hefur í flestum tilfellum tekið mið af ráðstefnuhaldi. Grieg-höllin í Bergen rúmar um 1.500 manns og í Bergen hvílir ferðaþjónusta á gömlum merg. Ríkur skilningur er þar á mikilvægi ferðaþjónustu og ráðstefnuöflun. Að markaðssetja vandamálin Reiknað er með að meðaleyðsla erlends ráðstefnugests sé um 20.000 norskar krónur eða yfir 120.000 íslenskar krónur. Það er auðvelt reikningsdæmi hvað 100-200 manna ráðstefnur myndu gefa af sér. í lokaspjalli við Reiselivet segir Amland: „Gleymum því ekki að meðan vandamál eru fyrir hendi til að kljást við, er þörf á ráðstefnu — þeim hefur ekki fækkað og ráð- stefnur fylgja í kjölfarið". Ef til vill væri þessi „vandamála“- markaðssetning til athugunar fyr- ir ráðstefnufrömuði okkar, en þessi áhersluþáttur hefur lítið heyrst þrátt fyrir ærið tal um vandamál heima og erlendis. Áhersla á síðasta áratug' aldarinnar í samtali við ráðstefnustjóra Oslóborgar, Inger Raagholt, kem- ur fram að öllu ráðstefnurými í Osló á þessu ári og næstu árum er þegar ráðstafað. Norðmenn eru að reyna að afla ráðstefna fyrir síðasta áratug_ aldarinnar. Lögð er áhersla á upplýsingastarfsemi og skipulagsmál tengd ráðstefnu- húsi, meðal annars umhverfís- þáttinn sem Norðmenn hyggja alltaf vel að. Norðmenn leggja áherslu á að fjölþjóðlegar ráðstefnur skili óvenju mikilli dreifíngu á eyðslu meðal ráðstefnugesta. Það eru ekki aðeins hótel og veitingahús sem njóta góðs af þeim, heldur líka skemmtistaðir, leikhús, næt- urklúbbar, rakara- og snyrtistof- ur, bóka- og minjagripaverslanir svo að fáein dæmi séu nefnd. Þarna skiptir höfuðmáli að allir „seljendur" hafí sem mest í boði á sem skemmstum tíma. Hótel Ork er hótel fyrir þig Velkominá HÓTEL ÖÐK HVERAGERÐI sími 99-4 700. / Bás sama á ferðakaupstefnunni í Sjölyst. Inger Raagholt í Osló vinnur stöðugt að því að fá ráðstefnur til Noregs. Trond Amland á ráðstefnu- skrifstofunni í Bergen. Per Olav Hanssen, fram- kvæmdastjóri í Stavanger hef- ur mikla trú á ráðstefnuhaldi í Noregi. Á meðan skrifstofur í ráð- stefnuöflun í Bergen og Stav- anger vinna jöfnum höndum að alþjóðafundum — sem og norræn- um og norskum — er meiri áhersla lögð á það í Osló að koma á fjöl- þjóðlegum fundum sem tengjast höfuðborginni með ýmsum hætti. Frændur okkar Norðmenn virðast hafa komið bæði auga á — og stuðlað að því í verki — að fjöl- þjóðlegar ráðstefnur eru helsti vaxtarbroddur í ferðaþjónustu í dag og þær skila vel þeim stofn- kostnaði sem lagður er fram. Fjölþjóðlegar ráðstefnur krefjast mikillar sérþekkingar Með fáum undantekningum hefur lítið farið fyrir þessari þróun eða skilningi hér á landi. Islenskir ferðamálaaðilar hafa lítið gert til að afla Qölþjóðafunda - þeir krefj- ast líka mikillar sérþekkingar, skipulags, vel gerðra kynningar- gagna og ef til vill framar öllu öflunar réttra sambanda. Hvenær megum við til dæmis vænta þess að Reykjavíkurborg hafi hér ákveðið frumkvæði? Þar skortir á — en til mikils er að vinna, sem hefði mikla þýðingu fyrir atvinnu- greinina í heild. Eru menn kannski enn að bíða eftir ferðamálastefnu stjómvalda? Reynslan frá Noregi hlýtur að vera uppörvandi og þar er þó ekki margra ára reynsla á þessu sviði. 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.