Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 17
Höfundurinn hefur verið nefndur sfðasti Inkinn. Hann var keisari Inkaveldisins og barðist við bróður sinn og gerði það Spánverjum auðveldara lyrir. Eftir að þeir lögðu landið undir sig, var Athuallpa skírður, en kæfður síðan. Eftir hann liggja nokkrir tugir Ijóða. Valgerður Bergsdóttir - lífið er stöðug leit - Ljósmyndir: Lesbók/Arni Sæberg. vinnustofu hennar. Það eru stórar teikning- ar sem breytast þegar þær eru skoðaðar. í sumum þeirra eru andlit sem sjást ekki eða bera hönd fyrir höfuð sér, snúa baki í okk- ur eða horfa á okkur úr spegli. — Finnst þér fólk vera langt í burtu? — Langt í burtu. - Þú varst að tala um einmanaleikann. — Það er oft erfitt að nálgast fólk. Og í nýjustu verkum mínum er ég öðrum þræði að fást við þessa eyjahugmynd, sem reyndar hefur kviknað hjá fleirum en mér. Og er kannski sprottin úr tíðarandanum. Bæði Sigurður Guðmundsson og Maarti Aiha hafa verið að fást við eyjar og svo er heil sýning um eyjar á Kjarvalsstöðum. En það er eyjan og hafíð sem hafa sótt mikið á mig. Þar kom líka við hlutlæg áhrif frá Flatey á Breiðafirði, en þar er ég öll sum- ur. Flatey er mikil galdraeyja. Þar er gott að vinna, hvergi er bjartara í sól, en líka oft vond veður sem ég kann ekki síður að meta. — Og eyjahugmyndin ...? — Ætli það sé ekki einmanakenndin. Og þannig er maður með einu orði búinn að eyðileggja heila myndsýn. En maðurinn er alltaf einn og kannski ekki síst nú á tímum. Við erum líka svo ofurseld því hemaðarþjóð- félagi sem við höfum byggt upp í kringum okkur. Við á íslandi erum að morgu leyti heppin, og höfum þess vegna tilhneigingu til að láta okkur þetta lítt varða. Við erum nánast friðúð hér norður í hafi. En erlendis þar sem ég hef ferðast, finnur maður inn á vanmátt og hræðslu gagnvart mengun og hemaðarumsvifum. — Og þú segir að myndimar hafi stækkað? — Já. Þær eru stærri en ég hef gert áður og mér finnst liggja ákveðið frelsi í þessum stóru flötum. Og nú er einsog mannslíkaminn stækki inní þessar stóru myndir, því áður notaði ég aðeins hluta af líkamanu. En þetta er allt annað en þær litlu og intime myndir sem ég hef gert áð- ur. Er ekki hægt að kalla þær nærveru- myndir, intimemyndir. En svo finnst mér alveg koma til greina að gera iitlar nærveru- myndir inn í stóru myndimar. En það em aðrar áherslur á stóm myndunum og maður hugsar myndina vitaskuld öðm vísi. Ég vinn yfirleitt út frá ákveðinni hugmynd en leyfí mé að spinna hana áfram á blaðinu og það er ýmislegt sem kemur á óvart þegar mað- ur notar spuna. Ég held að sköpun lista- mannsins sé ekki leit að sjálfum sér, en lista- maðurinn er hins vegar alltaf að fást við sjálfan sig og jafnframt að leita. Þannig býður listin upp á stöðugar breytingar. — En hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að sýna? — Því fylgir sú tilfínning að.maður sé að koma einhveiju frá sér, jafnvel þó það sé ekki það sem maður vildi sýna. Um leið og ég hef lokið við eitthvað, finnst mér það næstum úrelt, þvi þá hafa nýjar hugmyndir kviknað, sem ég vil uppvæg reyna að kom- ast að. Eitthvað sem kemur bráðum. En þegar maður sýnir á að vera hægt að staldra við og horfa afturábak og áfram. En með því er maður ekki endilega laus frá þeim verkum eða hugmyndum. Mér finnst ekki alltaf hægt að vinna sig þannig frá hlutun- um. Annars finnst mér vont að gefa yfírlýs- ingar eða fínna reglur. Þetta getur allt ver- ið gjörbreytt á morgun. En með því að sýna er ég líka að lofa öðrum að sjá hvað ég er að gera. Ég held að það sé nauðsynlegt að birta sjálfan sig öðru fólki. Taka þá áhættu. En það eru ákveðnar mótsagnir sem koma upp, því annars vegar vill maður fá viðbrögð, og hins vegar vill maður gera það sem manni dettur sjálfum í hug og vera þannig óháður viðbrögðum. Alain Robbe-Grillet lýsir þessu mjög vel í grein í TMM, sem hann kallar: Að skrifa gegn áhorfendum. En þó það geti verið gott að fá athugasemdir og við- brögð, þá veit listamaðurinn sjálfur í raun- inni alltaf hvar hann stendur. En hluti af feluleiknum er að gefa það ekki upp. Það er nauðsynlegt fyrir lista- manninn og sennilega áhorfendur líka, að hann geti verið í þessum feluleik. Guð- bergur Bergsson gerði þessum feluleik ein- mitt glögg skil og sagði að gagnrýnendur yrðu að virða leikinn. — Kannastu við að erfitt sé að koma sér að verki? — Stundum. Mér fínnst best að vinna á morgnana og þá tek ég símann úr sam- bandi. Ég hef minnkað við mig kennslu undanfarið, en mér fínnst gott að kenna, og geri það sumsé meðfram. En ætli maður hafi ekki verið á flótta undan listinni í mörg ár. Einu sinni fór ég meira að segja í heimspeki í háskólanum til að fá svör við stóru spumingunum. Það var mjög gaman í heimspeki en færra um svör. Eg kynntist sögunni og á eftir lít ég á heiminn í stærra samhengi en áður. En maður verður alltaf að leita sjálfur og lffið er stöðugt leit. Ég er að leita í list- inni. En það eru engar lausnir. Lausnimar eru hvergi. AtahuIIapa sem barðist við bróð- ursinnum völd í Inkaríkinu. Eftiraðhafa skírthannað kristnum hætti, kæfðu Spánveij- arhann. ATAHUALLPA Ópið Ópið hef ég heyrt af vörum þínum Titrandi líkama þinn hef ég skynjað Tár þín hafa vætt kinnar mínar Saman höfum við tekið þátt í hátíð lífsins í hátíð dauðans í hátíð ódauðleikans Tunglsljósið signdi samruna okkar og baðaði silfri blóðfórn þína Vopnagnýr Orrustan geisar Dauðavein blandast vígópum sársaukastunur hlátri Hendur kreppast af sköptum velskerptra vigaxa sem hátt eru reiddar ... og höggvið til bana! Búkar engjast afkáralega uns síga þeir saman dauðir Hátt yfir dalnum hrafnar voka vita af volgri bráð Leiknum er lokið RöðuII gengur undir rökkvar yfir val Hljóðlega renna sér niður hrafnar að krásum kondórar skrækja á fjarlægum tindum Náttskugginn felur nái hinna föllnu sem feigir í valinn hnigu skugganum af forlögum vígðir Jörð Unaðsjörð! ... Omandi samhljómadýrð! Allt á sér söng: Daggtár sem fellur íjrlitrandi morgunsól Oargadýrið sem öskrar af einsemd í skraufþurru kjarri fjallanna Skordýr sem suðar í skuggaleit undir laufblöðum rökum eftir úrsvala nótt Vonglaðir fuglar sem vængjablaki blanda samanvið þunglyndisþyt trjánna sem tala við vindinn Bylgjan sem brotnar við hlein Þórdunan volduga sem lætur tindana titra Lindin sem hjalar við straumlúða steina ... Allt á sinn söng! — Og ekki síst mannshjartað er vonin úr djúpi þess rís Úlfur Ragnarsson þýddi úr dönsku i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.