Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 7
lendum Esjunnar, yfír sundin blá og beint framan í rithöfundinn þar sem hann liggur efst á Amarhólnum og afmeyjar koníak- spela. Hann leitar vars og hlandstækjan af Ingólfstyttunni þokar fyrir koníaksilmin- um ... aðeins ljós eftir í einum glugga Am- arhvols, þar fór væntanlega næturvörðurinn til sinnar kerlu. Þijár franskar stjömur kvikna í augum rithöfundarins er hann nálg- ast þennan eina glugga, er var opinn á jarð- hæðinni — Hann spennt’ann betur upp með vasahnífnum. Endalausir rangalar stjómar- ráðsins taka við mjúkum sólum ACT- skónna, sums staðar skjótast ljósgeislar undan hurðum og á einum stað situr togin- leitur maður við tölvuskjá: Gott kvöld ... Nei, þú beygir til hægri og síðan beint af augum. Þama em hún þá, stálhurðin, í innsta herberginu: Háspenna/lífshætta, kjaftæði, eins og hendi sé veifað er rithöfundurinn horfínn yfír í víðan og mikinn sal — sand- blásinn glerhiminn veitir sparlega inn grá- móskulegri haustbirtunni. Af miðju gólfí þessa gímalds jgnæfír kassi gerður úr skínandi málmi. I fyrsta skipti á sinni löngu og stormasömu rithöfundarævi, gleymir rit- höfundurinn að punkta hjá sér fleyga setn- ingu, enda datt honum ekkert sniðugt í hug. Frá blautu bamsbeini hafð’ann dreymt um að snerta ríkiskassann, og þama blasir allt í einu flöregg þjóðarinnar við, eins og ekkert sé, í seilingarfjarlægð. Fleygurinn flýgur veg allrar veraldar upp um hvolfþak salarins, sam rýfur aðeins marrið og ískrið, er rithöfundurinn lyftir níðþungu loki kassans-grafarþögnina: HVERT í HEITASTA ... auðvitað er kass- inn sá ama galtómur. Eins og vera ber þýtur æviferillinn á ljóshraða fyrir innri sjón- ir rithöfundarins, þar ber hæst hið óseðj- andi átvagl hugsana hans og tilfínninga, hina sárbeittu þrynikórónu Pegasusar; TIKKTAKKKK Yöst Caligraphinn rífur í hlustimar en lætur ekki þar við sitja, því höggin leita ofan í innfallinn bijóstkassa listamannsins, magna hjartsláttinn uns bringubeinið brestur undan hamslausum hjartavöðvanum er tætir sundur splunku- nýja YSL-silkiskyrtuna ... Morguninn eftir fannst maður látinn í stjómarráðinu ofan í ruslagámi. Læknir kvað upp þann dóm að maðurinn hefði lát- ist sökum súrefnisskorts. Þar sem hinn látni var frægur rithöfundur fylltist stjómarráðið strax upp úr hádegi af fréttamönnum og um kaffileytið varð eftirlifandi kona rithöf- undarins að taka símann úr sambandi, hún mætti samt við jarðarförina, ekki svo mjög áhyggjufull á svip, því að minnsta kosti þijú útgáfufyrirtæki höfðu gert henni tilboð um að rita samlífíð með hinum látna, „samlíf aldarinnar" eins og einn bókmenntaráðu- nauturinn orðaði það í kokteilboði, þar sem útgáfusijóri Fochum & Treholt afhenti kon- unni tvístrikaða ávísun. Með haustinu kom út fyrsta hefti minn- ingabóka konunnar: Þegar hann var ekki að vinna. Bókin vakti gífuriega athygli og var umsvifalaust tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Frændum vor- um Norðmönnum þótti víst nokkuð djarfar lýsingar á samlífí þeirra hjóna og stóð til að banna samnefnt leikrit í Þrændalögum. Jafnréttisráð studdi Nordvision drengilega í þessu máli og rataði sjónvarpsuppfærslan inná svo til hvert heimili á Norðurlöndum. Jú, og ekki má heldur gleyma þeim ein- stæða atburði er Bókmenntafræðirannsókn- arstofnunin í Lundi ákvað á fundi sínum þann 1. desember síðastliðinn að sæma rit- höfundinn Lúdmilluorðunni fyrir framlag hans á sviði norrænna fagurbókmennta. Ráðsmenn voru á einu máli um að ætla rit- höfundinum pláss í safnritinu: Diktare och drömmare ... þar skulu öll verk hans geymd óbomum kynslóðum sem lifandi vitnisburð- ur, eins og dr. Axel Lövenskjöld komst að orði, er hann fól Sami Kúkkú cand mag- bókmenntafræðingi af jaðarsvæði Finn- mörku að annast um útgáfuna. Sami fékk að sjálfsögðu til um ráða íbúð fínnska sendi- kennarans í Norræna húsinu, nánar tiltekið frá 13. júlí til 13. september. Sama eru al- mennt mjög hjátrúarfullir og því varð Sami Kúkkú ekkert yfír sig hissa er hann tók að athuga ritaskrá rithöfundarins og í ljós kom að þar var aðeins að fínna smálegar blaða- og tímaritsgreinar, einkum umsagnir um bækur, þá fannst slatti af greinum er rithöf- undur innritaði á sínum tíma í Alþýðublaðið um verkalýðsmál í Færeyjum og á Græn- landi. Sami hrífst svo af þessum greinum að hann ákveður að auka sérstökum Islands- kafla við nánast fullsmíðaða doktorsritgerð- ina: Martin Andersen Nexö og framsækin verkalýðsskáld á Norðurlöndum 1885— 1985. Sama dag og Sami Kúkkú ver doktorsrit- gerðina við Heimspekideild Háskóla íslands, mæta tveir skrifvélavirkjar frá J&Ó á úti- dyratröppunum hjá eiginkonu rithöfundar- ins með Yöst Caligraph ritvélina upp púss- aða, konan er líka eins og nýsleginn túskild- ingur því hún átti að mæta síðar um daginn á hátíðarfund hjá Rithöfundasambandinu, kannski læsi hún úr nýjasta heftinu er hafði reyndar þegar hlotið vinnuheitið: Þegar hann var ekki að ... þeir hafa lúmskt gam- an af þessu kallamir, hvíslaði hún í þráð- lausa símann og rykkti lausu bréfsnifsi úr bréfalúgunni: Æ, hvemig læt ég strákar, komiði endilega innfyrir með gripinn, vinnu- stofan er þama uppi... ég kem svo al- veg... má ekki annars bjóða ykkur kaffí og koníak í tilefni dagsins? Höfundur er kennari og skrifar daglega fjöl- miölagagnrýni I Morgunblaðið. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR: Hlátur utan hringsins Af hljóðinu féll enginn skuggi Bijóst hennar hvelfd einsog sjóndeildarhringur lofthræðslu Blóð úr geirvörtum laugaði þögnina Hófaför í andliti lá hún í þeystri slóðinni og horfði á skýjafar dagsins í gær Brostin augu í lófum sem fugl með vængi kom auga á úr hnituðum hring Daginn eftir var Höfundur er húsmóðir, skáld og blaðamaður í Reykjavík. STENKA RASIN Rússneskt þjóðkvæði Eyvindur Erlendsson þýddi úr rússnesku Fram um eyjar, út í gráa árdagsskímu, — vatnaslóð, stöfnum ristir strauma bláa Stenka Rasins vígaþjóð. Móðir, Volga, mín og eina munarbrúður ræningjans, — einnig gröf; í dimmu djúpi dvínar heift og sorgir hans. Hersi persa höfðu sóttan heim, með elds og stála gný, — rænt hans gulli dýrri dóttur, dregið voðir, siglt á ný. Stenka undir seglum sefur sigurreifur, drukkinn vel, unga drottning armi vefur, — augun myrk og djúp sem hel. Fer um skipin kurr og kliður, klæmin fljúga orðin greið: „Stenka Rasin kvenmann kendi, kerling sjálfur varð um leið! Ógnajarlinn, kaldrar keldu kóngur harla deigur fer; ástum, karlinn, ofurseldur, ægis- varla hjálminn ber“! Hart af beði Stenka stendur, staupi hvolfir, endar draum, meynni lyftir hátt á hendur, horfir lengi í fljótsins straum. „Móðir, svo ég mun þig blessa að meðan vötn til sævar ber dregst að gjafír dýrri en þessa Donkósakkar færi þér“! Yfrum borðstokk upp svo hefur yndið prúða. Aldan skjótt augnadökka æsku vefur armi bláum, köld sem nótt. Þöglar stara af þóftum sveitir • þráan blína í vatnsins fíaum. Andsvör hvergi Volga veitir, veltir sínum þunga straum. „Hvað nú djöfíar? Hausa hengið? Herðum spaugsins bitra stál? Dansið! Orgið! Djarft og lengi drekkum hennar kveðjuskál“! Flotinn skarpt, hinn skrauti búni skundar hart á vígaslóð, fáninn svarti hátt á húni heilsar bjartri morgunglóð. Stenka Rasin var ræningjaforingi, af kyni kósakka við Don f Suðurrússlandi um miðja sautjándu öld. (Það er tfmi Loðvfks XTV, Galfleos Galfleis og Hallgrfms Péturssonar.) Þá var hungur og neyð við Don og ungir menn, hraustir, áttu þann einn nauðarkost að leggjast f víking. Þessir ræningjaflokkar voru traustlega samansvamir og létu ekkert ijúfa sitt bræðralag, — sfst kvenfólk. Stenka hafði umsvif sfn á Volgu og Kaspfahafi, rændi kaupför og hjó strandhögg. Eitt sinn gerði hann herhlaup á höll persakóngs, rændi og brendi og hafði, meðal annars, kðngsdótturina á burt. Hann lagðist svo f ástir með stúlkunni, um borð. Liðsmenn reiddust þessu og lá við að þeir afhrópuðu foringja sinn. Stenka gerði sér þá Iftið fyrir og kastaði stúlkunni f Volgu, með þeim ummælum að allt hefði hann og hans menn af Volgu, hinni miklu móður, þegið. Þessvegna væri henni ekkert of gott, sem hans væri. Stenka óx ört fylgi meðal kósakka og hann réð fljótlega fyrir tvö þúsund manna her. Þar kom að keisarinn í Moskvu sendi skipulagðan flota sinn gegn honum. Kósakkamir áttu ekki annars kost en leggja til orrustu og var eytt. Stenka sjálfur var krossbundinn aftan f flóra villta hesta, á Rauða torg- inu, og hundum sigað á. Lét hann svo lff sitt; „en aldrei heyrðist frá kósakkanum hðsti né stuna“. Þjóðsagan gerði frelsishetju úr Stenka (sem hann og var, með sfnum hætti). Um hann hefur verið ortur fyöldi kvæða og sagna. Kvseðið sem hér birtist er þeirra frægast og vísur úr þvf em sungnar af frægum kómm og einsöngvumm um allan heim. Hingað barst sá söngur fyrst með Donkósakka- kómum. Jón Pálsson frá Hlfð þýddi eitthvað af vfsunum á sinni tfð og Helgi Hálfdanarson þýddi þann texta æm Kristinn Sigmundsson syngur nú. En f heild er ekki vitað til að það hafi birst fyrr. EE LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAÍ 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.