Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 17
Söguhetja greinarinnar á sólríkum sumardegi í Kópavoginum. Á neðri myndinni er greinarhöfundurinn ásamt Landróvernum umrædda sumarið 1972. Nánustu gæðingar pólitíkusanna flutu með í þessu úrvali, skömmtunarleið þessi var vitanlega kjörlendi hagsmunapots og póli- tískrar spillingar. Hversu mjög sem menn úr röðum almennings langaði í svona land- búnaðartæki var engin leið fyrir þá að nálg- ast það. Og þó. Einn klókur bóndi norður í Húnaþingi uppgötvaði hvemig komast mætti yfír jeppa án þess að vera einn hinna útvöldu. Hann giftist einfaldlega ljósmóður sem hafði fengið einum Landróver úthlutað! Eftir því sem nánustu fregnir herma fyrir- fínnst jeppinn ekki lengur, en kærleikar góðir ku hins vegar enn vera með þessum heiðurshjónum. Gerður var listi yfír þær 200 persónur sem höfðu fengið úthlutað leyfí til jeppa- kaupa. Sá listi komst með krókaleiðum í hendur þeirra aðila sem fluttu inn þessar tvær tegundir jeppa sem þekktust í þá daga, Willys sem Egill Vilhjálmsson hafði umboð fyrir og svo Land Rover. Þar með upphófst mikið kapphlaup innflutningsaðilanna að hafa tal af sem flestum rétthöfum og sann- færa þá í tíma um ágæti hvorrar tegundar- innar um sig. Svo fór að Hekla hf. sigraði naumlega í þessari fyrstu en ekki síðustu j'eppakeppni" sem háð hefur verið á ís- landi, náði að selja 103 landróvera á móti 97 Willysum Egils. Kannski að þetta hafí verið upphafði að þeim landlæga jepparíg sem lengst af stóð milli Willys og Landróver? innar, sýningarbílinn R 1611, en ferðuðust engu að síður að hluta til með strandferða- skipinu ms „Herðubreið" þar sem ekki var fært landleiðina til allra staðanna. Með þessu móti var hver og einn hinna hundr- aðogþriggja nýju jeppaeigenda heimsóttur í hringferð um landið (og miðin). Skipt var um olíur, bflamir stilltir og hertir upp og grennslast fyrir um akstursháttu og hún leiðrétt eins og tök voru á ef með þurfti. Ef til vill hafa svo vönduð vinnubrögð í upphafí leitt til þess að þessir fyrstu Landróverar þóttu standa sig með stakri prýði og endast einstaklega vel. Næst rýmkaðist um innflutningshöftin árin 1954 og 1955 sem leiddi til þess að óvenju mikið varð um árgerð '55 í umferð, meðal annars það eintak sem undirritaður eignaðist. í millitíðinni hafði Landróverinn verið settur í plankastrekkjara og hjólhafíð aukið úr 80 í 86 tommur. Aftur varð breyt- ing á hjólhafí ’60-árgerðarinnar, þá var það aukið í 88 tommur. Þar með var Landróver- inn kominn í þá mynd sem flestir muna eftir þegar rætt er um hann. Haustið 1961 var innflutningur á jeppum gefinn ftjáls og því kom skríða af jeppum til landsins árið 1962. Allt frá því hafði Landróver vinninginn umfram Willys-inn í eintakafjölda. Sennilega hefur díselvélin og hurðin á afturgaflinum ráðið mestu um. fyrir bænduma var það nefnilega svo skolli Tvöfalt stórafmæli: Finnbogi Eyjólfsson í Heklu ásamt Óla M. ísakssyni, starfs- manni hjá Heklu um áratuga skeið. Myndin er tekin á níræðisafmæli Óla við fyrsta Landróverinn fertugan. Landróverinn hefur oft verið farartæki visindamanna. Hér er Trausti Einarsson viðmælingará segulsviði& Skólavörðuholti 1956ásamt frönskum vísindamanni. því meir að Landróvemum sem stóð á plan- inu fyrir utan stofu 33 og af öðmm bflum bar. Þá varð til, í óskiigreindri samvinnu okkar þriggja, „Landróverblúsinn" sem átti eftir að verða einkennislag Blúsbandsins um langan aldur og gott er ef er ekki enn. Þessi ágæti Landróverblús er sunginn með sínu lagi sem reyndar er alls ekki blús, enda í C-dúr, svona fyrir þá sem vilja reyna sig við hann: Er mér verður út um litið gluggann eitt þá bara augun f mér sjá það er gamla græn’ og hvíta skruggan Landróverinn, Landróverinn, já. Hans litur stingur engan mann íaugun ofsalega litrfkur er þó hann tekur allar píumar af taugum og trekkir þær og trekkir þær ó hó. Viðlag: Að stara oft ég stend mig að stjömudýrkun virðist það. En græni bfllinn grúví er hinn geigvænlegi Laaaaandróver. Axlir yfir aðra bfla ber hann Blak sjálfur sýnist næsta smár1 fímleg’ yfír ófærumar fer hann flýgur þær létt sem fuglinn smár (eða knár eða blár). Að stara oft... o.s.frv. Seinna meir bættist síðasta erindi Land- róverblússins við. Af planinu að missa þann mæta bfl mikill var skaði Nonni Baldur og bfllinn f prófíl voru bræður — marmelaði. Að stara oft ég stend mig að stjömudýrkun virðist það. En græni bfllinn grúvf er hinn guðdómlegi Laaaandróver. Sumarið eftir seldi ég þennan eðalvagn til verktaka í raflínulagningu. Það frétti ég síðast af fyirum félaga mínum í blíðu og stríðu að dag einn var hann færður grindar- brotinn ofan úr Holtum inn á kaupfélags- verkstæðið á Hellu. Þar fór Haukur Jóns- son, fyrrum verkstæðisformaður, höndum um vagninn en taldi að honum yrði ekki öllu lengri lífdaga auðið, „brúnátan“ væri búin að leika grind og önnur burðarvirki bflsins grátt. Þjóðráð Að Kvænast Ljósmóður Framleiðsla þessara vinsælu landbúnað- arfarartækja hófst í Englandi árið 1948 undir áhrifum hins eina og sanna ameríska jeppa, Jeep. Heildverslunin Hekla krækti fljótlega í umboðið en reglulegur innflutn- ingur bflanna hófst ekki fyrr en árið 1951. Á þeim tíma var allur innflutningur bfla háður innflutningsleyfum frá Qárhagsráði. Bflar voni sem sagt stíft skömmtuð munað- arvara. Árið 1951 fengust innflutningsleyfí fyrir 200 jeppum. Þeir heppnu sem fengu leyfunum úthlutað voru fyrst og fremst menn í þannig stöðum að þeir þyrftu á jepp- um að halda. Læknar og ljósmæður, ein- staka vísindamenn, prestar og pólitíkusar. Vísm Að Kerfisbundnu VlÐHALDI Finnbogi Eyjólfsson, núverandi blaðafull- trúi Heklu hf., er sá maður sem hvað mest hefur haft með Landróver að gera í gegn um tíðina. Á þeim árum þegar Landróver var að taka sín fyrstu spor hér á landi var Finnbogi lærlingur í bifvélavirkjun hjá Heklu. Þegar Hekla fékk umboðið fyrir Landróver var hann sendur til Birmingham til að sérmennta sig í viðhaldi þeirra. Síðan afhenti hann hvem og einn hinna 103 bfla úr fyrstu sendingu og lagði viðtakendum línumar í meðferð bflanna ásamt tilheyrandi hamingjuóskum. Einsýnt þótti að þrátt fyrir góðar leið- beiningar voru mönnum nokkuð mislagðar hendur í meðferð þessara tækja. Því lagði Finnbogi af stað um haustið við annan mann til þess að grennslast fyrir um líðan bflanna, hlúa að þeim og ráðleggja mönnum varðandi áframhaldið. Var þetta fyrsti visir að kerfísbundnu viðhaldi bfla á íslandi. Þeir Finnbogi höfðu eðlilega Landróver til farar- gott að geta kippt með sér einni rolluskjátu eða tveimur þama afturí þegar komið var utan af túni eða skroppin bæjarleið. VEIGAMIKIL BREYTING 86 Eina byltingarkennda breytingin sem gerð hefur verið á Landróvemum á flörutíu ára ferli hans kom fram með ’86-árgerð- inni. Þá var skipt algjörlega um vélar og undirvagn á þann hátt að kramið úr Range Rover var sett undir „sauðargærana" af Landróvemum. Einnig var boðið upp á nýja 2,5 1 díselvél, fáanlega með túrbfnu. Fyrir skömmu átti ég þess kost að setjast upp í einn hjá Höldi sf. norður á Akureyir, með 8 strokka bensínvél, gormaflöðran og öðra slíku sem ég hefði ekki látið mig dreyma um að yrði nokkum tímann sett í Landró- ver. Skyndilega var allt þetta horfið sem áður var; einkennandi vélarhljóð, gijóthöst Qöðranin og brakið þegar skipt var í annan gír. Nokkuð sem hönnuðum Landróver tókst ekki að ná úr gamla gírkassanum á 38 ára ffamleiðslutíma hans. Og nú sat ég uppi með suð eins og í þotu í stað vélarhljóðsins áður, aflhemla, vökvastýri og annan munað sem gerði mig hálffeiminn við að aka þess- um bfl. Samt hafði ég á tilfinningunni að eins og þessi bfll hafði nú samsvarað sér vel áður — allur hæfilega grófur og einfald- ur — þá væri hér eitthvað komið á hjól sem reyndar bar nafnið Landróver en stemmdi ekki almennilega að öðra leyti. Eins og þegar aðeins er skipt um hluta af gömlu pústkerfi í bfl í stað þess að skipta um það allt. Því gladdi mig kannski meir en ella að sjá að hurðarhúnninn, þetta einkennis- tákn Landróversins, hafði sloppið óskaddað- ur frá þessu breytingaskeiði og opnaðist eftir sem áður upp. í Ijörutíu ára sögu Landróversins hafa verið framleidd jrfir 2 milljónir eintaka af honum sem hafa verið flutt út til flestra landa á jarðarkringlunni. Þar af hafa íslend- ingar keypt um 4.000 eintök frá upphafi, áreiðanlega fleiri en nokkur þjóð önnur — miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Hötundur er bílaverkfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MA( 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.