Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 9
„Færi á hinn bóginn svo, að andinn biði lægri hlut fyrir holdinu, þá lengdist afplánunartími viðkomandi á jörðinni. Hans biðu þá þau örlög að teyja til endurfæðingar í gervi er færðist fjær hinni eilífu himnasælu." semi sinni en ekki skilningarfærum, þá gat hann öðlast sanna þekkingu — þann vísdóm, sem krefst þess að eitthvað sé til, óhaggan- legt og óbreytanlegt, svo festa megi hendur í hári þess. Á vissan hátt sameinaði Platón þessa stöðugleikahugmynd Parmenídesar og hverfulleikahugmynd Herakleitosar í vold- ugt alheimskerfí — með skiptingunni í skyn- heim og frummyndaheim. Þá var Platón ekki með öllu ósnortinn af kenningum pýþagóringa. Bólar víða í rit- um hans á talnakúnstum ýmiss konar, sem rekja má til þeirra. í Timaeusi má fínna góð dæmi þessa, en einnig endurspeglast þar hugmyndir pýþagóringa um samband hreinsunar sálarinnar og kvaða endurfæð- ingarinnar. Tækist manninum að yfírvinna sínar holdlegu þrár og ástríður átti sál þeirra vísa vist á stjömunum þegar þeirra tími kom. Færi á hinn bóginn svo að andinn biði lægri hlut fyrir holdinu þá lengdist af- plánunartími viðkomandi á jörðinni. Hans biðu þá þau örlög að deyja til endurfæðing- ar í gervi er sífellt færðist fjær hinni eilífu himnasælu frummyndanna. Við aðra fæð- ingu sálarinnar færðist hún inn í konulík- ama, sem markaði upphaf gönuskeiðs sál- arinnar í átt frá heimi frummyndanna, „... héldi hann þá enn áfram í hinu vonda skyldi hann í þriðju kynslóð breyt- ast í það ómálga dýr, sem honum væri álíkast...“ En fyrir skynsemina eygði sálin vonar- glætu, rétt eins og kristnir menn eiga sér von um „Paradísarheimt" fyrir sakir frelsar- ans Jesú og marxistar fyrir sakir verkalýðs- ins. Sókrates og sófístamir bratu blað í grískri heimspeki. Allt frá Þalesi hafði meginvið- fang heimspekinnar verið leit að upphafí og örsök hins náttúralega heims. Sófistam- ir höfðu á þessu endaskipti og settu mann- inn í fyrirrúm. Prótagóras sagði manninn mælikvarða alls. Eflaust hefur Sókrates ekki verið alveg á öndverðum meiði við sóf- istana og jafnvel hafið þrætuferil sinn sem einn slíkur. Þó var á þeim sá stóri munur að Sókrates þóttist hvorki vera kennari né hafa yfír merkilegri visku að ráða. Honum var merking hugtaka mjög hugleikin, s.s. guðhræðsla, ást, hófsemi og réttlæti. Platón bræddi saman þessa leit að hinsta skilningi hugtakanna og ýmislegt í hugmyndum nátt- úraheimspekinganna og útkoman varð frammyndakenningin. DæmisaganOg Röksemdirnar Um stöðu mannsins í þessari heimsmynd Platóns, sem frammyndakenningin var, höf- um við hvergi betri lýsingu en í upphafí 7. bókar Ríkisins. Þar segir, í dæmisögu, af mönnum, sem búið hafa nauðugir í helli alit sitt líf og það eina sem borið hefur fyr- ir augu þeirra era flöktandi skuggamyndir. Dregin er upp heldur ömurleg mynd af lífshlaupi þessara hellisbúa, sem taka blekk- ingu skuggamyndanna og bergmál hellis- veggnanna fyrir staðreyndir lífsins. En úr hellinum er leið, grýtt og erfíð yfirferðar, út í dagsljósið. Væri nú einn þessara villuráf- andi hellisbúa leiddur í ljósið yrði það honum til lítils hugarléttis fyrst í stað, miklu frem- ur til kvala og angistar. En um síðir gæti hann höndlað sannleikann og þannig er því varið með mannfólkið. Viskan, sem er þeirra náðarmeðal, býr í þeim hluta sálarinnar, sem áður átti bústað með hinum eilífu ftum- myndum. En fyrir hennar atbeina er þess alltaf von að maðurinn nái að beina sjónum sínum inn á við og, óháð skynfæranum, gaumgæfa sál sína, sem geymir hinn æðsta sannleika. En það er einmitt vegna holdsins lystisemda, sem sálin fer skakt á skeiði fullkomnunarinnar. Þannig gerir Platón því skóna að viska sé í raun ekki hugsun í okkar skilningi heldur miklu fremur upprifl- un. Rennir hann stoðum undir þessa kenn- ingu í bæði Menóni, þar sem Sókrates lætur fávísan þræl Menóns kljást við stærðfræði- þrautir og leysa þær, en einnig og ekki síður í Faidoni. í því riti er að fínna eina gleggstu greinargerð Platóns fyrir frammyndakenn- ingunni og jafnffamt ódauðleika sálarinnar. Þessar tvær hugmyndir bijóta sér leið í álíka farvegi og fléttar Platón þær saman í eins- konar tvíþættað samspil þar sem hvor styð- ur hina. Líkaminn er ekki annað en drómi sálar- innar, sem dvaldi fyrir himnahrap sitt með- al frummyndanna, var sjálf frammynd og komst þar til þekkingar á innstu rökum til- verannar. Svo sálin megi hólpin verða að nýju ber mönnum að temja hana á slíkan hátt að hún verði sem minnst háð líkaman- um, sem er dragbítur hennar og það ankeri er bindur hana við jörðina. Á sálin þannig að verða reiðubúin að hrista af sér þetta helsi sitt i dauðanum og þjóna kalli sínu, uppþránni (eros), og sameinast á nýjan leik frummyndunum. Dauðinn er því endanleg fríun sálarinnar úr viðjum hins forgengilega og stundlega, þó aðeins ef maðurinn hefur lagt stund á rétt lífemi. Sé svo ekki bíður endurfæðingin á næsta leiti, hin mesta óhamingja sálarinnar. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn stundar nám í heimspeki við Há- skóla (slands og jafnframt hefur hann veriö blaðamaður á Morgunblaðinu. Þessi glæsikoaa i stálvír fæddist & deild 5 ára bama á Bamabeimil- inu Ditinu. Þegar btimin vom þriggja ára unnu þau krassmyndir í vir, undursamlegar vírflækjur með glitrandi perlum og paUiettum. Börn hafá hundrað mál ram að skólaaldri eru öll börn frjóir og skap- andi myndlistarmenn en það sama er ekki hægt að segja um fullorðna nema með tiltölu- lega fáum undantekningum. Margir foreldrar hafa með söknuði séð dvínandi sköpunargleði í dag er opnuð á Kjarvalsstöðum athyglisverð sýning á myndverkum ítalskra barna og er árangur af sérstöku og merkilegu átaki í borginni Reggio Emilia á Ítalíu. Auk myndverkanna er fjöldi ljósmynda með skýringartextum. Sýningin hefur hér skamma viðdvöl, henni lýkur 29. maí, og er ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér hrífandi hugmyndir á sviði uppeldis og menntunar, sem þama em settar fram á aðgengilegan hátt. og vaxandi sjálfsgagnrýni hjá skólabami sem einu sinni var afkastamikill málari og skáld. Furðu fáir hafa þó séð ástæðu til að varpa fram spumingum og leita svara um orsök þessarar breytingar. Ef meiri gaumur væri gefínn að myndsköpun bama og reynt væri að komast til botns í því hvers vegna og hvemig böm teikna og mála þá mætti e.t.v. fínna frumuppsprettu myndmáls og myndsköpunar. Bamamyndir era því verð- ugt og spennandi viðfangsefni í öllum undir- stöðurannsóknum á myndlist. Böm era ekki einungis frjóar myndlista- spírur, þau era jafnframt lagasmiðir, leikar- ar, dansarar, skáld og ekki síst vísinda- menn. Þau nálgast viðfangsefnið með huga vísindamannsins, skoða, snerta, varpa fram leiðsögutilgátum, gera tilraunir og draga ályktanir. Með hjálp leiks og imyndunarafls raða þau sfðan saman fenginni reynslu í þekkingu um sjálf sig og umheiminn. Þó ýmsum þyki sköpunarverk þeirra léttvæg á vogarskálum fínmenningar og heimslistar era þau engu að síður hluti af litríkum og sérstæðum heimi bamamenningar sem full- orðnir veita sjaldan athygli. Reggio Emilia Og Málin Hundrað Börn eru gullnáma en hlutverk full- orðinna er að fá gullið til að glóa, þessi orð lýsa vel inntakinu í þeirri uppeldisfræði sem lögð er til grandvallar starfínu á bama- heimilum ítölsku borgarinnar Reggio Emil- ia. Sýningunni „Böm hafa hundrað mál“ er ætlað að veita nokkra innsýn í starfíð sem þar er unnið. Meðfæddir hæfileikar bama daftia ekki af sjálfu sér án örvunar og stuðnings fullorðinna. í sýningunni kemur þetta samspil bama og fullorðinna vel í ljós, þar sem hin eðlis- læga geta bamanna til að afla þekkingar og tjá sig með öllum skilningarvitunum er LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAl 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.