Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 19
M O R G U N B L A Ð S 1 N S 14. MAI 1988 FFMMBIáÐ Hvað er ferðamálastefna? erðamálastefnu" ber öðru hvoru á góma hér á landi og er þá oftast átt við hina opinberu ferða- málastefnu stjórnvalda. í umræðum er gjarnan auglýst eftir henni; rætt um að hana skorti. ís- lensk ferðamálastefna hefur áður verið umtals- efni á þessum vettvangi bæði af hálfu umsjónar- manns Ferðablaðs en einnig af erlendum ferða- þjónustuaðilum, sem hefur þótt ýmislegt skorta á stefnumótum í íslenskum ferðamálum. En hvað er ferða- málastefna í raun og í hverju er framkvæmd hennar fólgin? Auðvitað er ekkert einhlitt svar til við þessari spurningu, en velta má fyrir sér ýmsum þátt- um í framkvæmd hennar og taka mið af ferðamálastefnu nágrannaþj óða. „Vöruúrval“ íslenskrar ferðaþjónustu ODDNÝ B.IÖRGVINSDÓTTIR skrifar um ferðamál „Ferðamálastefna" hlýtur að vera fólgin í því að skilgreina hvaða „vörur“ eða þjónustu íslensk ferðaþjónusta býður til sölu á erlendum og innlendum markaði. „Söluvöruna" þarf að skilgreina nákvæmlega, með for- gangsröðun, með tilliti til mikil- vægra þátta eins og umhverfis- verndar og þess árstíma, sem „varan“ er á boðstólum — kostn- aði við söluna — með tilliti til þess hvar viðskiptin fara fram og fjölmörg önnur tengd atriði. Sérþarfir hvers viðskipta- lands Skilgreina þarf megintilgang viðskiptanna og aðalmarkmiðið á hveijum árstíma fyrir sig. Hver er áherslan, annars vegar gagn- vart erlendum kaupendum og hinsvegar gagnvart innlendum, íslendingum í eigin landi. í fyrra tilvikinu verðum við að gera okk- ur grein fyrir — á hvaða lönd við viljum leggja áherslu — hver eru séreinkenni viðskiptalandanna, eftir hvetju ferðaþjónustuheildsal- ar eru að sækjast, þegar þeir leita eftir viðskiptum við Islendinga. Útflutningur ferðaþjón- ustu Skilgreina þarf, að sala á ferða- þjónustu er í eðli sínu útflutning- ur, þar sem sömu lögmál gilda og í öðrum útflutningsgreinum. Kanna þarf sérþarfir og aðstæður á hveijum markaði, samkeppnis- möguleika íslands, í samanburði við annað sem er í boði og marka stefnu eftir því. Eins og í annarri markaðsstarfsemi, hlýtur að þurfa að vinna og skipuleggja nokkur ár fram í tímann, með markvissum vinnubrögðum til að ná sem bestum árangri til hags- bóta fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild. Núverandi stefnumótun Er sú stefnumótun við lýði af hálfu íslenskra ferðamálayfir- valda að freista þess, markvisst og skipulega, að skilgreina mark- aðsstöðu okkar í hinum ýmsu við- skiptalöndum íslenskrar ferða- þjónustu; annarsvegar með hlið- sjón af því sem við höfum fram að bjóða; en hinsvegar að fengnu rökstuddu mati á markaðsaðstæð- um viðkomandi landa? Mjög mik- ill vafi virðist leika á, að slfk stefnumörkun sé við lýði, stefnu- mótun, sem öll umrædd ferða- málastefna hlýtur að hvíla á. Dönsk ferðamálastefna tUl990 Fróðlegt er að líta til frænda okkar Dana, sem búa við háþró- aða ferðaþjónustu. Fyrir skömmu birti danska Ferðamálaráðið eins- konar hvíta bók um stefnumið ráðsins næstu þijú ár eða yfir tímabilið 1988-90. Niðurstöður ráðsins eru byggðar á ítarlegum rannsóknum sérfræðinga og starfsmanna ráðsins, sem miða að því hvemig megi ná settum markmiðum. Gerð er grein fyrir frummarkmiðum ráðsins og skýr markaðsúttekt kynnt. Markaðs- aðstæðum er iýst í öllum helstu viðskiptalöndum danskrar ferða- þjónustu, allt frá nálægum Norð- urlöndum tii fjarlægra markaða eins og Norður-Ameríku og Jap- an. Kostur þessarar úttektar er, að hún er skilmerkileg og auðskiljan- leg. Hvíta bókin er aðeins 35 síður með skýringarkortum. Ekki eru tök á því hér að gera nákvæma grein fyrir dönsku stefnumörkun- inni, en með nokkrum dæmum má skýra fyrir lesendum Ferða- blaðsins, hvemig „ferðamála- stefna" er framkvæmd í landi, þar sem ferðaþjónusta er orðin „ai- vöm“ atvinnugrein og starfað að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.