Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 12
ástkonu, engil eða jafnvel opinberun — guð-
lega sýn.
Hún var alstaðar nálæg í myndum hans
og lífsmögnin í list hans fómaði sjálf leiklist-
arframa, og var, eins og Chagall skrifaði
síðar, alltaf í skugganum. Það var fyrst á
síðustu æviárum sínum að hún ræktaði sjálf-
stæðar athafnir og skrifaði tvær bækur á
jiddísku, sem voru endurminningar hennar.
Þau eignuðust eina dóttur, Idu, ári eftir
brúðkaupið, en Bella fagra dó úr vírussmiti
árið 1944. Ida, sem var náinn samstarfs-
maður foður síns, þýddi bækumar yfir á
ensku. Um tíma lifði Chagall með enskri
konu, Virginiu Haggard, sem fæddi honum
soninn David, en 1952 giftist hann rússn-
eskri konu Valerine Brodsky að nafni, sem
hann lifði með til æviloka í villunni „Les
Coljines" (Hóllinn) í Vence í nágrenni Nizza.
Ástin skiptir mestu máli, sagði Chagall
eitt sinn, og í annað sinn sagði hann: „Þeg-
ar ástin er fyrir hendi, er allt í stakasta
lagi.“ Hann elskaði konur og gat ekki án
þeirra verið.
Chagall er vafalítið betur þekktur hér á
landi en margur annar af meistvirum mynd-
listar tuttugustu aldar — ýmsar greinar
hafa verið birtar um hann og list hans og
maðurinn og mjmdir hans ósjaldan í fréttum
hér áður fyrr. Hann var líka eitthvað alveg
sérstakt, einstakt og yndislegt í listinni og
skar sig frá öðrum meisturum líkt og Chan-
el 5 frá ilmvatnstegundum eins og einhver
orðaði það. Fróðleg þýdd grein birtist hér
í Lesbók 13. tbl. 13. apríl 1985 í tilefni
Portret af Bellu, 1934.
Glermynd í synagógu í Jerúsalem, 1961. Chagall sótti margt í Gamla Testamentið, m.a. stóra myndröð, sem
heilt safn var byggt yfir í Nice í Frakklandi.
Gönguför, 1917-18. Chagall málar sjálfan sigásamt unnustunni Bellu - ogáhrif
frá kúbismanum eru komin til sögunnar.
andláts hans og vil ég einnig vísa fróðleiks-
fúsum til hennar enda fer ég ekki út í það
að tíunda það sama og þar var ritað. Rússn-
esk list á fyrstu áratugum aldarinnar er
gott dæmi um tilhugalíf, er ber ríkulegan
ávöxt, en þeir voru ófáir rússnesku lista-
Innan á loft Parísaróperunnar vann Chagall risastóra mynd 1964. Hér er hluti
af þvi verki.
mennimir, er urðu fyrir áhrifum af hræring-
unum í París um og eftir aldamótin og fram
að fyrri heimsstyrjöldinni. Tveir rússneskir
furstar sönkuðu óspart að sér framúrstefnu-
verkum í París á þessum tímum, fluttu til
síns heima og þannig kynntust ungir rúss-
neskir mjmdlistarmenn nýjustu hræringun-
um í heimslistinni og merkilegum frum-
verkum augliti til auglitis og urðu sem upp-
numdir. En rússnesk þjóðarsál sat svo djúpt
í þeim, að ekki gat orðið um beinar stæling-
ar að ræða, heldur að hagnýta sér ný við-
horf, enda skinu hin rússnesku einkenni í
gegn hvað sem þeir tóku sér fyrir hendur,
og seinna áttu vestrænir starfsbræður þeirra
jafnvel eftir að verða fyrir miklum áhrifum
af þeim og eru menn t.d. ennþá að vinna
úr áhrifum frá Vladimir Talin hinum mikla
byggingarfræðingi (konstrúktívista) mjmd-
listarinnar, jafnvel íslenzkir núlistamenn.
Þannig eiga áhrif að koma af st; ð
víxlverkunum, vera gagnkvæm og lyfta
undir viðkomandi, vera í æðra veldi en blóð-
lausar eftirlíkingar, en til þess þurfa menn
að gangast upp í list sinni af lífi og sál.
Chagall fannst hann fljótlega vera að
kafna í skólanum hjá Jehuda Pen í Vitebsk