Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 11
Á komandi listahátíð verður í fyrsta sinn sýning á verkum eftir Chagall á íslandi. Sýningin verður í Listasafni íslands og mun án efa verða einn afhápunktum listahátíðarinnar. Af því tilefni er greinin skrifuð. Marc Chagall lézt 1985 í Suður-Frakklandi þar sem hann bjó og var þá orðinn 97 ára. Listamannsferill hans spannaði hátt í 80 ár, því hann var virkur framundir það síðasta. Æskuáhrifin frá Vitebsk í Rússlandi entust honum alla tíð og þrátt fyrir ýmis áhrif, t.d. frá kúbisma um tíma, hélt hann að mestu leyti sínu striki og ávann sér mjög sérstæðan og persónulegan stíl. EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON Marc Chagall. í löngum biðröðum fyrir utan sýningarhallir stórborganna og láta svo berast með straumnum sal úr sal og telur sig heppinn að geta náð því hélsta, þótt oftast sé nær alveg útilokað að komast í beina snertingu við einstaka myndir. Sem minnst skal vikið að hópunum, sem leiðsögumenn fylgja um sýningamar og útskýra einstök verk fyrir tuttí-fruttí túrhestum, stundum langtímum saman og loka um leið alveg þeim hluta salanna fyrir öðrum gestum, sem er hreinn dónaskapur, nema það gerist á afmörkuðum og greinilega auglýstum tíma. Það var líkast því að ganga inn í ævintýra- heim þjóðsagna og syngjandi lita að skoða þessa sýningu og mér og fólkinu á sýning- unni leið vel. Ég var þá altekinn áhuga á flatarmálslist en var þó ekki svo forstokkað- ur að geta ekki hrifíst af svo innsærri og lífrænni list. Ég var oft í nágrenni glæsilegra og skart- búinna mæðgna, sem dvaldist á sýningunni allan tímann og skoðuðu hana af mikilli innlifun og rökræddu ákaft um innihald myndanna, iaftivel langtímum saman um þær sumar. Eg mætti þeim svo oft að mynd- ast höfðu ósýnilegir þræðir kunnskapar og vinsemdar milli okkar, svo sem ósjaldan vill verða við skoðanir stórsýninga og er góð tilfínning. Og þama var ungt fólk, sem ritaði niður hugleiðingar sínar um sýninguna og/eða einstakar myndir — sjón sem er mjög algeng á listasöfnun erlendis og ég hef áður vikið að, en jafti sjaldgæf hérlend- is, hvað sem því veldur. Sýningin, sem listasafn íslands fær, sam- anstendur af málverkum, teikningum, gvass- og krítarmyndum og mun bregða upp ágætri mynd af Chagall sem lista- manni, þótt hvorki verði stærðinni fyrir að fara né lykilverkum frá ferli hans. Chagall var svo samkvæmur sjálfum sér í myndsköpun sinni og veröld hans svo sér- stök, að fáar en einkennandi myndir er meira en nóg til að skoðandinn kynnist hjartslætti hans sem listamanns frá fyrstu tíð til hins síðasta. Og þó er veröld listar hans svo víðfeðm og fjölbreytileg að menn undrast — er Ifkust sama draumnum sem í sífellu tekur á sig nýjar myndir — en ersöngur“ að er margt sem kemur upp í hugann þegar sest er niður fyrir framan ritvélina til að setja saman greinarkom um Marc Chagall í tilefni af væntanlegri sýningu á verkum hans í Lista- safni íslands. — Á námsárunum í Handíða- skólanum í lok fímmta áratugarins hreifst maður af litríkum myndheimi Chagalls ekki síður en af Picasso, Braque, Matisse og öðrum stórmeisturum listarinnar, sem þá töldust enn í fullu §öri. Nemendur höfðu aðgang að myndum af listaverkum þessara manna og margra annarra í fátæklegum bókakosti skólans, sem þó var okkur ævin- týraheimur flarræns og heillandi Iífsseiðs — líkast glugga að heimslistinni. Áratug seinna, er ég hafði litið frumverk allra þessara snillinga víða um Evrópu og var búsettur í Munchen átti ég þess kost að skoða yfirgripsmestu sýningu á verkum Chagalls í Haus der Kunst, húsi listarinnar, sem haldin hafði verið til þess tíma. Og að sjálfsögðu flýtti ég mér á vettvang en gætti þess um leið að koma á virkum degi og á tíma er aðsóknin var með rólegasta móti. Sýningin hafði byijað í Hamborg 6. febrúar og staðið til 22 mars, en í Munchen var hún uppi frá 7. apríl til 31. maí, — lokaáfanga- staðurinn var svo Musée des Arts Decora- tivs í París 14. júní til loka september. Sýn- ingin vakti mikla athygli í Hamborg enda var sýningarskráin, sem ég fékk, af öðru uppiagi, þótt sýningin væri nýhafín í Munc- hen. Þama voru samankomin mörg höfuðverk meistarans í olíu ásamt miklum sæg málm- þrykksmynda svo og steinþrykkja, — krítar- og gvassmynda, vatnslitamynda og hvers konar skreytingum í bækur, keramik og mótunarlistaverk, uppköst að leikmyndum og veggskreytingum. Allt í allt 404 númer í skrá. Fyllti sýningin alla aðalsali eystri hluta byggingarinnar, neðri og efri hæðar auk minni sala, en ýmis önnur athafnasemi er í þessu mikla húsi, sem Hitler lét byggja fyrir list þúsundáraríkisins, m.a. safn nú- lista 20. aldar í vesturhlutanum — í senn viðamikið og gagnmerkt (Staatsgalerie modemer Kunst). I miðju húsinu eru svo einnig sérsalir fyrir sýningar. Mér er fyrsta heimsókn á þessa miklu Chagall-sýningu ákaflega minnisstæð margra hluta vegna, og hef enda ekki séð aðra jafn viðamikla eftir það, en hins vegar minni sýningar og mörg önnur verka hans austan hafs og vestan, og þá einnig nýlegri verk, en hann átti rúman aldarfjórðung ólif- aðan. Hann lést árið 1985,97 ára að aldri. Mér er sýningin einnig minnisstæð fyrir það hve sýningargestimir ræddu mikið um einstök verk sín á miili og hve vel þeir skoð- uðu hana, enda var ég stöðugt að rekast á sama fólkið aftur og aftur þennan eftirmið- dag, er ég dvaldist þar. Þetta var allt út og í gegn svo menningarlegt, hvemig fólkið lifði sig inn í myndimar og ekki voru mnn- ir upp þeir tímar, er menn þurfa að standa munurinn er einungis sá, að Chagall dreym- ir sína drauma vakandi. Og þó em þetta engir dagdraumar, heldur eiga þeir sér djúp- ar jarðneskar rætur í æskulifunum hans og endurminningum frá fæðingarbænum Vitebsk í Rússlandi. Fjórðu víddina nefndi Chagall myndheim sinn — vídd sálarinnar og hugarflugsins. Ég minntist á mæðgumar glæsilegu vegna þess, að mér fannst þær vera sem hluti eða viðbót sýningarinnar, enda var konan alltaf meginásinn i lífí og list Cha- galis. Hann þakkaði móður sinni hæfíleika sína sem listamaður, sagðist hafa allt frá henni nema að sjálfsögðu sálina. Það var hún, sem af hálfum huga sótti um inngöngu fyrir hann í skóla tízkumálarans Jehuda Pen í Vitebsk, en hann hafði þrábeðið hana um það. „Ég vil ekki verða bókari heldur mál- ari, hjálpaðu mér til þess mamma!" Jafn almenn og saklaus athöfh og að teikna eða mála nakta fyrirsætu þykir ýms- um enn í dag athugaverð og hvað þá strang- trúaðri móður hans í Rússlandi þeirra tíma. Þannig kom hún eitt sinn að syni sínum, þar sem hann var að mála nektarmynd af vinkonu sinni, Bellu Rosenfeld, dóttur auð- ugs skartgripasala i Vitebsk „Sendu hóruna í burt!" skipaði hún hinum vandræðalega og kafrjóða Marc og hin ungi listamaður hlýddi, sagðist hafa málað yfír myndina og gert úr henni helgimynd! En Bellu, æskuást sinni, giftist hann eft- ir að hann kom heim frá París 1915 og hann átti eftir að gera af henni hundruð mynda því að hún var í senn fógur og myndræn. Hann málaði hana sem brúði, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAl 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.