Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 16
SAGANAF LANDROVER Fyrsta ástin brennur ávallt heitast,“ segir gam- alt máltæki. Það get ég staðfest að þessi orð eru í fullu gildi enn. Reyndar verður strax að segjast að í mínu ákveðna tilfelli var ekki kona með í spilinu, ekki er orðið nógu langt um lið- málverki. Hefur það valdið þér áhyggjum eða umhugsun, að þú sért um of & troðnum slóðum?“ „Vissulega hefur þetta sem þú nefnir oft komið upp í hugann og landslagsmálurum er vandi á höndum, þegar svo vel hefur verið gert áður. Mest er um vert að vera persónulegur. Þegar dæmið verður gert upp að lokum og litið yfir farinn veg, verður það persónulegt framlag listamannsins, sem eftir verður tekið, fremur en sá stíll eða sú stefna, sem hann tileinkaði sér. En svo spumingunni sé svarað: Mín aðferð til að forðast það að lenda of nærri þessum frægu brautiyðjendum er sú, að ég sneiði vísvit- andi hjá mótífum, sem þeir og aðrir hafa helgað sér og gert kunn.“ “Finnst þér það nægilegt að Gnna ný mótíf?“ „Já, ásamt öðm sem heyrir til málverkinu sjálfu. Þá á ég við ákveðna aðferð sem ég hef oft beitt í landslagsmyndum og byggir á sérstakri stflfærslu; hún er á köflum nærri abstrakt eða kúbistísk og sést til dæmis hér í mynd af Eiríksjökli, sem verður á sýning- unni. Annars fer ekki hjá því þegar maður fer um landið í leit að myndefhi, að það er ekki síður það smáa, stundum rétt við fæt- ur manns, sem heillar og verður hvatning en §öll og jöklar eða annað stórbrotið lands- lag í ijarska. Þannig getur einn steinn eða hraundrangur orðið hvatning til átaka. En ævinlega stflfæri ég mikið og hef aldrei lagt stund á neinar raunsæisútfærslur. Oft mála ég úti; þeir em víst fáir sem gera það nú orðið. Og það er jöfnum hönd- um í byggð og óbyggð, sem ég fínn mynd- efni. Fallegast finnst mér landið á útmánuð- um og snemma vors áður en græni liturinn leggur það undir sig. Haustið er líka fag- urt. “ „Er þetta þá leit að feg- urð og viðleitni til að hand- sama hana?“ Leitin er ekki endilega að mikilli náttúmfegurð; ég mála alveg eins og ekk- ert síður á stöðum, sem almennt væm ekkert taldir fallegir. Ég er ekki frá því að mikil fegurð í landslag- inu sjálfu geti eyðilagt malerfsk tilþrif í mynd. Maigir hafa freistast til að láta fegurð landsins hjálpa sér f málverki. Sú hjálp kann að vera hvetjandi, en hún er hættulega tvíeggj- uð.“ „Á sýningvm hinna yngri myndlistar- manna man ég eftir hreinum landslags- myndum hjá Tolla og þarmeð er það víst upptalið. Hefurðu hugmynd um, hversvegna þessi umskipti hafa orðið, að landið sem yrkisefni virðist ekki höfða tilyngri kynslóð- arinnar?“ „Það er rétt að þessi breyting á viðhorfi er augsýnileg og ég tel, að þama séu fyrst og fremst áhrif frá myndlistarskólunum. Ungu myndlistarfólki sem fer f framhalds- nám erlendis hefur stórfjölgað og þar er mjög haldið að því stefnum, sem efst em á baugi á hveijum tíma og svo er að sjá, að landlagshefðin sé ekki þar á meðal. Listin gengur í bylgjum eða í hringi og þróunin hefiir orðið sú, að þessar bylgjur verða sífellt styttri og styttri. Það sem var efst á baugi og mjög umtalað í gær, verður að víkja fyrir öðm nýrra í dag. Samt held ég ekki að landslagsmálverk verði hafið til sama vegs og virðingar og það naut fyrr á öldinni. Þá var verið að mála lýsingu á stöð- um eins og Þingvöllum, en síðan hefur það gerzt, að ljósmyndir af náttumnni em orðn- ar svo góðar að það ætti að fæla menn frá þvf að mála mjög raunsæjar landslagsmynd- ir. Að minnsta kosti þýðir ekki að eltast við þá nákvæmni, sem hægt er að ná með ljós- myndun. Það þýðir þó ekki að landslagsmál- verk úreldist, því málarinn á alltaf kost á stílfærslu og sinni persónulegu útfærslu, sem ljósmyndarinn á ekki á sama hátt.“ „Hvað hefur gerzt nýtt hjá þér síðan þú sýndir síðast?“ „Þetta em nánari útfærslur á því sem ég hef áður sýnt. Portret og pastelmyndir hef ég ekki áður haft með á sýningum, svo þar er um að ræða nýja hlið. Málara er ævinlega vandi á höndum að velja sér viðfangsefni og einnig að leysa þau. Leiðimar em einkum þijár að mínu mati: Mála hefðbundið og láta ekki ný stflbrigði og strauma hafa mikil áhrif á sig líkt og átti sér stað hjá brautryðjendunum fyrr á öldinni. í öðra lagi að fylgjast með nýjum straumum á hveijum tíma samkvæmt því sem þeir em kynntir af söfnum, list- fræðingum og tfmaritum, sem um listræn málefni fjalla. Þriðja leiðin er svo að blanda þessu öllu saman og það virðist vera leið sem margir fara.“ GS Hann varð þarfasti þjónninn víða í sveitum þegar vélaöld var gengin i garð, var oft notaður sem dráttarvél og jafnvel smalað á honum. Á mölinni varð hann sportbíll og eftirlæti sumra eins og greinarhöfundarins, sem segir frá ástarævintýri sínu og Landróversins. EFTIRJÓNB. ÞORBJÖRNSSON ið frá því að slík ævintýri áttu sér stað að ég geti farið að greina alþjóð frá þeim á sama hátt og Þórbergur. í þessu tilfelli ætla ég að takmarka mig við mína fyrstu ást á bflum. Það var Landrover 55 sem fékk það hlutverk að verða minn fyrsti farar- skjóti og allt frá því hefur hann átt sér- stakan stað í huga mér, — jafnvel f hjarta. Við vomm jafnaldrar, ég og þessi eðal- vagn. Kannski tengdi þessi vitneskja um jafnlangan lifitíma — og þar af leiðandi svipað þroskastig hvors annars — okkur nánar saman en ella. Þennan fyrsta dag marsmánaðar, þegar ég keypti gripinn við takmarkaða hrifningu foreldra minna, vant- aði mig enn þijá mánuði upp á bflpróf. En ég hafði unnið fyrir kaupverði bflsins sjálfur og fannst ég ætti því sjálfur að fá að ráða þvf hvað ég gerði við aurinn minn. Svo stóð hann þama, Landróverinn, næstu þijá mán- uðina á afviknum stað í Kópavoginum og beið eftir því að eigandi hans mætti aka honum á vit ævintýra sumarsins. ÁSKORUN TEKIÐ Ævintýrin létu heldur ekki á sér standa. Það var ákveðinn forsmekkur að því sem koma skyldi þegar við Beggi Jóns á Mela- heiðinni mættumst niðrá Nesti í Fossvogin- um. Beggi var besti drengur en það var einn stór ljóður á ráði hans. Hann átti nefni- lega Willis-jeppa. Þá á dögum skiptust menn í fylkingar eftir því hvort þeir héldu með Landróver eða Willis. Rússinn stóð nokkuð utan við og kannski eilítið ofan við þetta allt saman. Austin Gypsy-inn náði hins veg- ar ekki einu sinni inn á umræðuplanið. Og sem við mætumst þama á Nesti skorar Beggi mig á hólm, vill láta jeppana stang- ast á og sjá hvor hefði betur. Eg var ekki viss um að Landróverinn minn yrði par hrif- inn af þessu. En ég gat heldur ekki skorast undan og þar með lýst Landróverinn sigrað- an án keppni. Því fór svo að við stilltum jeppunum upp á móti hvor öðmm, stuðara í stuðara. Síðan var sett í framdrif og lægsta gír og látið á rejma. Sjálfsagt hefði einhveijum utanaðkomandi þótt kynlegt að sjá til okkar þama, jeppamir vom eins og hrútar knýttir saman á homunum en í stað fóta sem kröfsuðu í sverðinum stóðu dekkin spólandi á malbikinu svo úr rauk. Svo fóm leikar að hvomgur gat þokað hinum nokkuð að marki. En ákveðinn sigur fannst mér engu að síður fólginn í því að hafa þorað að taka þátt f atinu. Sleppa að auki frá því með óbrotna öxla og óbrotin drif á þessum svolítið þreytta Landróver. Hann hafði áreiðanlega ekki verið hannaður með svona fyrirtektir í huga. Það var því ekki laust við að nokkurs stolts gætti hjá okkur félögunum þegar við kvöddum Begga og renndum út af Essó-planinu þetta bjarta sumarkvöld. ÓHAPPÁKJALVEGI Fyrsta hálendisferðin lét ekki bíða lengi eftir sér. Stefnan var sett á Friðmundarvötn um Kjalveg, föstudagskvöld eitt í júlímán- uði að lokinni vinnu. Það var á meðan Sandá var óbrúuð og svolftil virðing var borin fyr- ir ferðalögum um Kjöl. Alls óvanur akstri gerði ég mér enga grein fyrir takmörkunum þeim sem þreyta getur sett bflstjómm, vissi ekki hvað hugtakið „að sofna undir stýri“ var og kunni þaðan af síður að forðast það. Ég vaknaði við það að jeppinn lenti upp á stærðarinnar gijóti á vegarkantinum sem var rétt búið að velta jeppanum á móts við afleggjarann niður að Hvítámesi. Morguninn eftir kalsama nótt tókst með aðstoð góðra manna, sem bar þama að, að koma Landróvemum niður af steininum og inn á veginn aftur, með brotna pústgrein, brotið augablað og fleira skakkt og skælt. Að auki var ég nokkuð beygður sjálfur yfír árangri ferðarinnar það sem af var. Skömmu síðar ók fyrmefndur Beggi ásamt fleirum úr Kópavoginum fram á mig þar sem ég var að bjástra við að binda upp pústurrörið með strengjum úr gítamum mínum, því þeir vora það eina sem ekki bráðnaði í sund- ur. í þessari aðstöðu sá ég mér ekki annað fært en að taka boði þeirra um að slást f för með þeim inn í Þjófadali. En heldur þótti mér súrt f broti að það skyldi endilega vera Beggi, Willis-jeppaeigandinn, sem kom þama að mér og Landróvemum í þessari niðurlægingu okkar, brotnum og beygðum. Þegar sest var aftur á skólabekk í Hamra- hlfðinni um haustið gerðu afrekasögur sum- arsins að verkum að græni og hvíti Landróv- erinn, sem skipt hafði litum fyrr um haust- ið frá því að vera ómögulega appelsínugulur á lit, baðaðist frægðarljóma á meðal félaga minna. Einhvem tímann var það í hrútleiðin- legum dönskutfma að við sátum þrír saman skólafélagamir, Kjartan Jóhannesson, reiknistofumeistari, Kristján — Stjáni saxó- fónn — Sigmundsson auk undirritaðs, en seinna meir átti þessi hópur ásamt doktor Páli Torfa Díabólusarmanni eftir að stofna Blúsbandið sem heimsfrægt var innan veggja Hamrahlfðarskólans á sfnum tíma. Landróverblús ISðlilega áttum við erfítt með að festa hugann við dönskukennsluna en dáðumst Fyrsti Landróverinn kynntur á tjamarhrúnni sumarið 1948. Lengst til hægri má sjá Óla M. ísaksson og þá Sigfús Bjarna- son, stofnanda og eiganda HekJu h/f. Landróver af árgerð 1988. Hann á fátt sameiginlegt með þeim gamla, en minnir þó á hann í útliti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.