Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Qupperneq 5
Karl Guðmundsson og Kristín í Jóðlífi eftir Odd Bjömsson, sem Ferðaleikhúsið sýndi á Edinborgarhátíðinni í Skotl- andi, árið 1978 tJr sýningu Light Nights sem nú stendur yfir í Tjarnarbíói. Þetta atriði sýnir Sæmund fróða í særingum við kölska. Leikendur Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Hanna R. Guttorms- dóttir, Kristín og Ríkarður Ríkarðsson. Leikmynd sýningar- innar nú málaði Bjarni Jónsson. Úr fyrstu uppfærslu Ferpaleikh ússin;; “Tónaspil og hjónaspil“ eftir Peter Schaf- fer sem farið var með i leikfor um iandið 1966. Leikendur Kristín og Leifur ívarsson held líka að ferðamenn, sem hinga koma, séu bestu ferðamenn í heimi. Þeir koma hingað af fróðleiksfysn, til að kynnast landi °g þjóð og eru tilbúnir til að fá að vita allt. Þeir koma ekki til að sukka eða eyðileggja. Þeir eru hugsandi fólk.“ — En hvernig byijaði þetta allt saman með Ferðaleikhúsið? ' „Ég lærði ballet í æsku og fór eftir það til London. Ævar Kvaran hafði ráðlagt mér það, þegar mér loksins tókst að stynja því upp, hvort ég ætti nokkurt erindi á svið. Ég var heilan vetur í leiklist og dansi, áður en ég tók inntökupróf í The Royal Academy of Dramatic Art. Þar eru 60-70% felld strax á inntökuprófí, þannig að ég varð mjög hissa þegar ég komst inn. Eftir fyrsta árið fékk ég Shakespeare-verðlaunin sem gerðu mér kleift að stunda námið áfram. Eftir námið tóku við ýmis smáhlutverk hjá BBC og ITV sjónvarpsstöðvunum. Einnig fór ég með leik- hópi í ferðalag til Suður Englands með leik- lit eftir Dylan Dhomas. Svo lék ég mörg hlutverk í Open Space Workshop í London. Einnig var ég við tískusýningarstörf, sem ég tók aðallega að mér til að diýgja tekjum- ar. Tískuheimurinn er mjög harður og ég sá sumar stúlkumar fara mjög illa. Ég hafði ekki sérstaklega hugsað mér að koma heim, en kom þó í sumarfrí árið 1963, og hitti þá Halldór, manninn minn. Ég tók þátt í Hamlet og Gísl hjá Þjóðleikhúsinu og kenndi í báðum Leiklistarskólanum. Þá vom hér tveir skólar. Ég kenndi leiktækni og spuna, sem þá hafði nánast ekkert verið kenndur hér á landi. Þá tækni lærði ég af Charles Marowitz úti í London, geysilega merkilegur maður. Ég vann líka með Grímu á þessum ámm, sem hlýtur að teljast framúrstefnu- leikhús þessara tíma. En svo langaði mig til að vinna sjálfstætt, en átti auðvitað enga peninga. Ég ákvað að setja upp leikrit eftir Peter Schaffer. Þá var hann farinn að vekja athygli í Englandi og mér fannst hann áhugaverður höfundur. Mig langaði til áð kynna hann og ryðrja nýja braut. Ég ákvað að setja upp tvo einþáttunga eftir hann. Ég fékk leikara úr Þjóðleikhúsinu til liðs við mig. Við fómm síðan í 40 daga hring- ferð um landið. Það var mjög misjöfn að- sókn og erfítt ferðalag í alla staði, og ég hét sjálfri mér því að gera þetta aldrei aft- ur. Nú, síðan vann ég í tvö ár og þá bauðst okkur Glaumbær. Sigurbjöm Eiríksson bauð okkur að nota staðinn frítt, þau kvöld sem ekki væri dansað. Við settum upp bamaleik- ritið Týndi konungssonurinn, — 30 manna sýningu, sem sló í gegn. Það kom mér spánskt fyrir sjónir þegar einn gagnrýnenda lét gagnrýni sína heita: Bömin og buddan, og gaf í skyn að þetta væri eingöngu gert í fjáröflunarskyni. Þetta var fyrst og fremst gaman. Gaumbær hentaði mjög vel til leik- sýninga. Innréttingar minntu á Shakespe- are-leikhús, gerðar af breskum manni. Það var írsk kona, Molly Kennedy, sem vann með mér í barnaleikritinu, við búninga, og það var hún sem kom upphaflega með hug- myndina að „Light nights". Við settum sam- an dagskrá, sýndum í Glaumbæ í tvö ár og á Loftleiðahóteli eftir það. Ævar R. Kvaran leikari var með mér fyrstu tvö árin ásamt ágætu þjóðlagatríói. Það hafði bæði kosti og galla að sýna á Loftleiðum. Síðar fengum við inni á Fríkirkjuvegi 11, og það er eina skiptið sem við vomm þijú, við fjölskyldan. Það skal þó tekið fram, að þeir feðgar léku ekki á leiksviðinu, en voru til halds og trausts við ýmis framkvæmdaatriði og eru mér ómetanlegir enn við þessa starfsemi. Þetta er sjötta árið í Tjamarbíó. Tjarn- arbíó er þannig orðið hluti af mínu lífí. Hér vann ég með Grímu fyrrum. Og mér fínnst ég horfa ofan í hyldýpi þegar ég hugsa til þess að það eigi að rífa húsið og breyta öllu í bílastæði. Þetta er sögufræg bygging. Húsið er byggt 'sem íshús 1920, og þá var hér oft líf í tuskunum. Þegar ísinn bráðnaði á vorin, fóru strákar þangað í fótbolta. Þá var þetta kvikmyndahús, og Gríma, Litla leikfélagið og Stúdentaleikhúsið hafa öll haft aðsetur hér, og fleiri. Undanfarin ár hefur húsið verið notað sem fýrirlestrasalur á vegum Háskólans". — Þekktir þú þjóðsagnaarf okkar þegar þú byijaðir þitt starf? „Eg var í sveit hjá ömmu minni á sumrin sem bam, hún bjó í torfbæ og ég var í snert- ingu við öldina sem leið. Hún kunni náttúru- lega skil á ýmsu. En þegar ég fór fyrir al- vöru að grúska í okkar gömlu fræðum, opn- aðist mér alveg nýr heimur. Molly Kennedy þýddi fyrir mig „Ég bið að heilsa", eftir Jónas Hallgrímsson og þjóðsögumar „Móðir mín í kví, kví og Djáknann á Myrká. í upp- hafí notuðum við „Sálina hans Jóns míns", sem íslendingar eru svo hrifnir af. En út- lendingar kunnu alls ekki að meta þá sögu, fannst hún alltof barnaleg. En sýningin hefur mótast gegrium árin og vonandi orðið rnikið betri. Ég er stöðugt að fá bréf, hvað- anæva úr heiminum, þar sem okkur er þakk- að. Ég vildi gjaman hafa sýninguna stærri f sniðum, en það er oft erfítt að fá fólk á sumrin og það verður að borga laun og til þess verður að styrkja okkur eins og önnur leikhús í þessari borg.“ — Af hvetju heldur þú að þessi forni heimur höfði til okkar? „Þannig förum við inní hugarheiminn til að losna úr andlegum og líkamlegum þján- ingum. Og þetta er líka aðferð til að út- skýra ýmislegt, menn eru að reyna að búa sér til ákveðna heimsmynd. Margir hafa spurt mig af hveiju ég kalli þetta, Light Nights, þegar ég er á annað borð að gera þessum myrku miðöldum skil, þegar bannað var að dansa, mikil fátækt var og galdra- brennur og önnur óáran, en þá vísa ég til ljóssins í myrkrinu. Á kvöldvökunum var kveikt á einum lampa og þegar ljósið á týr- unni var búið, lauk kvöldvökunni. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að eiga aðgang að hugarheimi okkar. Þannig sjáum við hæfíleika mannsins til að búa sér til ævintýri úr veruleikanum. Ef við missum ímyndunaraflið, erum við í hættu stödd. ímyndunaraflið er orka, og þú ert að gefa um leið og þú notar það. Þess vegna er sjón- varp og myndband hættulegt fyrir ímyndun- araflið. Það felst eiginlega ákveðin kúgun í því, hvemig ætlast er til að fólk noti sjón- varp og á vinnustöðum ræðir fólk um per- sónur og efni úr sjónvarpinu eins og hveija aðra reynslu sem það hefur upplifað. Eg held að við verðum ekkert skemmtilegar mannverur, ef ímyndunarafl okkar er eyði- lagt.“ _ — A sýningunni kynnir þú svonefndan fimmundarsöng? „Já, það er söngur sem hvergi þekkist nema hér á landi. Það er talið að kirkjulegt vald hafí bannað þennan söng annars stað- ar í Evrópu, en það lítur út fyrir að við höfum aldrei fengið þau skilaboð hér norður í hafi. Fimmundarsöngur er mjög erfiður. Hann er fyrir tvo karlsöngvara, bassa og tenór og byggist á fímm nótum. Heimir og Jónas sungu fímmundarsöng inná hljóm- plötu og þaðan hef ég sönginn í sýning- unni. Ég kynni til dæmis Sæmund fróða. í öllum samfélögum er viss ótti og virðing fyrir lærðum mönnum. Þeir voru oft álitnir hættulegir." — Svo hefur ykkur verið boðið út fyrir landsteinana? „Okkur var boðið til Bandaríkjanna 1974 af Menningarsamtökum Bandaríkjanna. Þá sýndum við í New York, fyrir Sameinuðu þjóðimar. Það var frékar illa skipulagt og í lokin lentum við í því að skemmta á stór- mörkuðum, og aldrei fannst neitt leikhús. Þannig að þegar okkur var boðið aftur 1978, gætti ég þess að við fengjum leikhús. Við fengum mjög góðar undirtektir. Síðan var okkur boðið á Edinborgarhátíðina 1978, og við vorum fyrsti íslenski leikhópurinn, sem sýndi þar. Þá var okkur boðið að koma til London 1980, til að setja upp bamaleikrit. Um það lejdi var verið að kynna bömunum víkingatímann á sýningu í British Museum. Við vorum í leikhúsi í West End ásamt leik- hópum hvaðanæva úr heiminum. Ég bjó til sýningu sem heitir „The Storyland". LStil stúlka er að lesa í bók og fer hún í gegnum marga heima, í gegnum jötunheim, í goð- heima o.s.frv. Þetta var ansi erfíð sýning, tæknilega séð, en hlaut fádæma vinsældir og við vorum þau einu sem var alltaf upp- selt hjá. Okkur var boðið að sýna áfram, en fengum engan styrk að heiman, sem reyndar hin leikhúsin fengu, þannig að við neyddumst til að pakka saman. Það var sorglegt, J)ví það ríkti svo mikil leikgleði í hópnum. Island virtist höfða til krakkanna. — Þú kallar þig huldukonu í íslensku leik- húslífi? \ „Ég kem á sumrin og fer aftur á haust- in. Hujdukonuhlutverkið hæfir mér ágæt- lega. Á veturna dveljum við á leynieyju í Karabíská hafinu, og höfum reyndar verið beðin um að útbúa þar sýningu, sem byggir á arfleifð eyjarskeggja. Við höfum verið í tvö ár að grúska í þeim fræðum. En ég hef flækst víða og leita uppi rólega staði.“ — Viltu svo segja mér að lokum hveijir eru mér þér í leikhúsinu? „Það hefur verið margt fólk í gegnum tíðina. Eins og áður hefur komið fram, hef- ur maðurinn minn starfað með mér allan tímann, og sonur okkar, Magnús, eftir að hann komst á legg. Magnús er ljósa- og tæknimaður sýningarinnar. Ragnheiður Þorsteinsdóttir hefur verið með okkur í 5 ár og Hanna R. Guttormsdóttir hefur einnig verið með okkur í nokkur ár. Samstarfíð hefur verið mjög gott. Stundum hefur fólk starfað með okkur nokkur ár í senn. Það hefur verið erfítt að fá fólk til að starfa yfír sumarið. Einu sinni gekk það svo langt að ég bað til Guðs. Lagðist á hné og bað Guð-að útvega mér mann sem gæti spilað á langspil og gítar og sungið þjóðlög.Rétt í þessu kom maðurinn minn kom heim og sagði: „Heyrðu, það stendur maður með gítar á tröppunum." Það kom í ljós að það var Sverrir Guðjónsson. Ég spurði hann hvort hann væri laus og hvort hann stæði oft svona á tröppunum hjá fólki með gítar í höndunum. Það varð úr, að Sverrir var með okkur í nokkur ár, og spilaði á lang- spil og söng íslenzk þjóðlög. Það var einnig annað sem var undarlegt við atburðinn. Maðurinn sem átti upphaflega að vera hjá okkur þetta sumar, en hætti svo við á síðustu stundu hét líka Sverrir Guðjónsson! Það hafa margir yfirláttúrlegir atburðir gerst í mínu lífí“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. AGÚST 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.