Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 10
Frá Hringsalnum í Pío-CIementínusarsafninu í Páfahöllinni. MósaikheUur prýða
gólfið og í miðjum salnum sést steinvasinn sem er 13 metrar í ummál og er tal-
inn hafa veríð í eigu Nerós keisara.
Aðalsalur postullega bókasafnsins, sem er frægt fyrir hinar dýrmætu lögbækur
og handrít sem safnið á. Á veggjum og lofti salarins eru afar fallegar myndir,
sem málaðar voru á siðarí hluta 16. aldar.
Þúsund salir
fullir af fegurð
lls eru um eitt þúsund salir, stofur og kapellur
í Vatikaninu. Páfinn og hirð hans nota því
aðeins örlítinn hluta hallarinnar, þar sem eru
margir móttökusalir auk fjölda safna. í pá-
fatíð Júlíusar II páfa, á fyrsta hluta 16. ald-
Eftir BRYNJU
TOMER
ar, var homsteinninn lagður að fyrstu söfn-
unum, sem nú eru sum hver í hópi merk-
ustu safna heims. Hér verður greint frá
þeim helstu og er af nógu að taka, allt frá
egypskum múmíum og listmunum frá því
fyrir Kristsburð til ýmissa nútímalistaverka.
Egypska safnið var opnað árið 1839 og var
hið fyrsta sinnar tegundar í sögunni. Píus
VII páfi lagði homsteininn að því með því
að kaupa foma muni frá Egyptalandi. Safn-
inu er skipt í tíu sali og eru hinir tveir
fyrstu kannski einna sérstæðastir. Þeir eru
byggðir eins og grafhvelfingar og er fyrsti
salurinn nákvæm eftirlíking af grafhvelf-
ingu í Kóngadalnum í Egyptalandi, en hinn
síðari éins og fomegypsld herbergi.
. • • • j
Steinkista Konstantínu
Pio-Glementínusar-safnið varð til á
síðastá hluta átjándu aldar, en Clementínus
XIV páfi hafði safnað miþrgum merkum
hlutum, sem hann flutti í Vatikanið með
það fyrir aUgum’ að gfert yrði safn fyrir þá.
Honum vannst þó ekki tími til annars en
að skipuleggja safnið, þvf hann lést árið
1774.
Salur gríska krossins er í nýklassískum
stíl og það var Michelangelo Simonetti sem
hannaði salinn árið 1780. Tveir stórir sfinx-
ar úr rauðu og gráu graníti frá tímum Róm-
veija eru. hið fyrsta sem mætir auganu er
gengið er inn. Það sem merkast er talið í
þessum sal er steinkista úr rauðu bergi með
hvítum feldspatdílum (porphyry).
GrískarGyðjur
Hringsalurinn svonefndi er afar fallegur,
en það var Simonetti sem annaðist uppsetn-
ingu hans. Fornar mósaikhellur á gólfinu
gefa salnum sérstaklega skemmtilegt yfir-
bragð og einnig stór steinvasi í miðjum saln-
um. Vasinn er úr rauðu bergi með hvítum
feldspatdflum og er 13 metrar í ummál.
Hann er talinn hafa verið í eigu Nerós keis-
ara.
Gyðjusalurinn dregur nafn sitt af styttum
af grísku gyðjunum sem þar eru. Einnig
er þar stytta af Apolló frá fyrstu eða ann-
arri öld. Hið hvelfda loft salarins er skreytt
freskum eftir Sebastiano Conca, sem sýna
Apollo og grísku gyðjumar. Á neðri hluta
höggmyndarinnar stendur ritað: „Þetta verk
Hluti hinnar 200 fermetra altaristöflu, „Dómsdegi" í Sixtínsku kapellunni, sem
Michelángelo málaði er hann var kominn á sjötugsaldur.
gerði'Apollonios, sonur Nestors, frá Aþenu.“,
Michelangelo hafði sérstakt dálæti á þess-
ari höggmynd og í verkum hans í Sixtínsku
kapellunni gætír áhrifá hennar.
ValVínguðsins
-Styttusafnið tekur næst við og þar er
meðal annars stytta af Hermes, sem róm-
verskur listamaður gerði á annarri öld. í
enda safnsins er stytta af sofandi konu.
Talið var að styttan væri af Kleópötru, en
síðar þóttust sérfræðingar sjá að hér væri
á ferðinni stytta af Ariadne eftir að Þeseif-
ur hefði yfírgefíð hana. Vínguðinn Dionys-
us, sem hafði valið Ariadne til að fylgja
sér, nálgast hana þar sem hún sefur.
Grímuherbergið
Grímuherbergið dregur nafn sitt af fjór-
um leikhússgrímum í mósaiklögðu gólfinu.
Loftið er þakið olíumyndum eftir Domenico
De Angelis, sem studdist við hina fomu
goðafræði við gerð myndanna.
Séu söfnin tekin í réttri röð, er rétt að
skoða næst Átthymda hallargarðinn, sem
svo er nefndur, því á fímmtándu öld var
hann raunverulegur hallargarður Innocent-
fusar VIII páfa. Failegur gosbrunnur er í
miðjum hallargarðinum, þar sem einnig er
að finna styttu af Laókóon hofgoða Apol-
los. Styttan sýnir á áhrifamikinn hátt bar-
áttu Láókóons og sona hans við tvo snáka.
Samkvæmt grísku goðafræðmni váraði La-
ókóon Trójumenn við tréhesti sem Grikkir
sendu þeim og hefndi Aþetia sín þá með
því að senda honum snákana tvý’.
Ekki verður Hallargarðurihn átthyrndi
yfirgefínn án þess að staðnæmast framan
við hið foma altari Ágústínusar keisara, sem
er frá því árið 12 fyrir Kristsburð.
Chiaramonti-safnið er nefnt eftir stofn-
anda þess, Píusi VII páfa Chiaramonti. Það
tók þijú ár að skipuleggja þetta safn og var
það opnað árið 1810. Um eitt þúsund fom-
ar styttur eru í safninu, auk andlitsmynda
og altara, að ógleymdum duftkerum og
skreyttum steinkistum.
POSTULLEGA BÓKASAFNIÐ
Postullega bókasafnið er frægt fyrir hin-
ar dýrmætu lögbækur og handrit sem þar
eru geymd. Nikulás V páfi, sem var mikill
fræðimaður, lagði til um níu þúsund bindi
í páfatíð sinni, á miðri fímmtáhdu öld, til
að Vatikanið gæti opnað hið postullega
bókasafn. Sixtus IV páfí bætti enn fleiri
ritum í safnið og fékk Domenico Fontana
til að hanna glæsilega sali fyrir safnið. Píus
XI páfí, sem áður var yfirmaður Ambrósíus-
arbókasafnsins í Mílanó, endurskipulagði
postullega safnið í Vatikaninu í páfatíð
sinni, á þriðja og fjórða áratug þessarar
aldar og kom upp nútímalegri tækni við
niðurröðun bóka og rita.
10