Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Side 14
Öll innantómu orðin sem ég þarf ekki að heyra Björn Garðarsson talar hvergi af sér í ljóðum; fylgir þeirri gullnu reglu að orð eru dýr. Ljóð hans eru flest afskaplega fáguð og bera með sér að skáldið hefur meðhöndlað þau af nær- gætni. Það eru víða tvíræðir tónar í þeim, Björn Garðarsson. Fæddur í Vestmannaeyjum 1955. Búsettur í Svíþjóð síðustu sjö ár. Gaf út sína fyrstu bók fyrr á árinu „Hlustir“. Eftir HRAFN JÖKULSSON stundum gamansamir stundum meinfyndn- ir. En það er ævinlega eins og ljóðin séu ekki öll þar sem þau eru séð, og þannig get- ur lesandinn séð á þeim nýjar hliðar eftir því sem kynnin verða nánari. Það er víst til kínverskur málsháttur svo- hljóðandi: Segðu mér hveijir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert. Ef þessum málshætti er snúið upp á íslendinga er miklu nær að segja: Segðu mér hvemig ljóð þú yrkir og ég skal segja þér hver þú ert. Hvort sem þessi kenning stenst nákvæma rannsókn eða ekki er víst að mjög skömmu eftir að viðtal mitt við-Bjöm Garðarsson hófst fannst mér að þar færi maður sem líktist ljóðunum sínum. Hann var afskaplega sparsamur. í svör- um um sjálfan sig. Þegar ég spurði um fæð- ingarstað og uppeldi svaraði hann: „Ég fædd- ist rigningarsumarið mikla, árið 1955. Ég er úr Austurbænum í Vestmannaeyjum. Einn af urðarköttunum." Mér fannst eins og ætti að vita hveijir urðarkettimir voru. Eg vissi það ekki. Svo ég spurði: Hvað gerðu urðarkettir sér til dund- urs? „Við spiluðum fótbolta," segir Bjöm. „Og lékum okkur í fjörunni. Eiginlega bjuggum við í flæðarmálinu. Austurbærinn var afskap- lega yndislegur staður til að búa á.“ Hann tekur sér málhvíld. Bætir svo við: „Nú er svæðið horfið. Það varð hrauninu að bráð.“ En urðarkötturinn átti til að hlaupa úr hita leiksins og inn í eldhús. Upp á ísskápnum var „Skáldabókin“ geymd; dálítil stflabók sem hann byijaði á skömmu eftir að hann lærði að skrifa 7 ára gamall. í „Skáldabókinni" voru stuttar sögur. „Þetta var kannski dálítið skrítið," segir Bjöm, „því ég hlaut engan veginn bókmenntalegt uppeldi. A meðan ég átti heima í Eyjum sá ég hinsvegar tvo rithöf- unda, Jóhannes Helga og Jökul Jakobsson. Það eitt að sjá þessa menn og heyra talað um þá sem skáld hafði einkennilega djúip áhrif á mig sem strák.“ Bjöm fór í Menntaskólann á Akureyri og var þar þegar gosið hófst. Það var mikið umrót hjá æskufólki um allan heim á þessum árum. Og Akureyri fór ekki varhluta af því. „Eigum við að tala um þennan tíma,“ seg- ir Bjöm dræmt. „Það væri efni í heila bók. Þetta voru uppreisnartímar." Og í hveiju var uppreisnin á Akureyri fólg- in? spyr ég. „Það er nú dálítið flókin spuming," segir Bjöm. Það kemur löng þögn. „í upphafi var þetta barátta gegn stirðnuðu skólakerfi. Ar- angurinn fyrir norðan var m.a. fólginn í því að félagsfræðibraut var sett á laggimar við skólann og ýmsum löngu úreltum reglum um heimavistina var breytt. Síðar þróaðist þessi barátta út í hreina pólitík." Bjöm lauk ekki stúdentsprófi frá MA, held- ur söðlaði um og kom til Reykjavíkur. „Eftir að hafa verið í ár í verkamannavinnu varð það mér til happs að ég sá starf aug- lýst á Unglingaheimiii ríkisins. Ég fékk starfið og þá hófst kafli í lífi mínu sem sner- ist að mestu leyti um vinnu með vandræð- aunglinga. Fyrst vann ég tvö ár við Ungl- ingaheimilið og síðan þijú í Unglingaat- hvarfi Reykjavíkurborgar. Þetta starf kenndi mér gífurlega mikið um lífið. Og um veiku hlekkina á skólakerfinu; hversu lítið er gert til að hjálpa krökkum sem ekki eru hneigð að bóklegu námi.“ Eitt leiddi af öðru og eftir fimm ár í Reykjavík fór Bjöm til Svíþjóðar með konu og bam og hóf nám við háskóla í Stokk- hólmi. Engu skipti þótt hann lyki ekki prófi í MA á sínum tfma — frændur vorir búa við snöggtum frjálslegra skólakerfi en við. Hann fór fyrst í leikhúsfræði, og síðar í fjölmiðla- nám. „Af hveiju leikhúsfræði? „Mig langaði að nálgast innsta kjama dra- mans — sem er vilji og átök. Ég hef alltaf kunnað best við mig þar sem eru átök.“ Hefurður skrifað leikrit? „Ég hef gert vissar tilraunir í þá átt, sem ég vona að eigi eftir að bera ávöxt.“ Snúum okkur þá að ljóðum. Hvenær byijað- ir þú að skrifa ljóð? „Þegar ég var 14, 15 ára fékkst ég eitt- hvað við að skrifa en það var frekar handa- hófskennt held ég. Síðan hætti ég í mörg ár. Hin pólitíska vakning í kringum 1970 var í raun fráhverf skáldskap, að öðrum kosti hefði ég áreiðanlega byijað miklu fyrr. En fyrir vikið vgr ég orðinn 25 ára þegar ég gat tek- ið aftur upp þráðinn." Hvaða skáld hafa haft mest áhrif á þig? „Mamma hélt upp á þijú skáld og hún las oft og einatt fyrir mig kvæði þeirra," segir Bjöm og er dálítið tvíraaður, „Hallgrím Pét- ursson, Matthías Jochumsson og Davið Stef- ánsson. Ég held raunar enn upp á Hallgrím en samt er ég nú ekki undir beinum áhrifum frá honum. Og ég get ekki nefnt neitt eitt skáld, ég les mikið af skáldskap og einhver samsuða úr öllu því hefur áhrif á það sem ég geri. í seinni tíð hef ég að vísu orði æ hrifnari af Finnlands-sænsku módemistunum sem létu mest að sér kveða á þriðja áratugn- um. Þeir glímdu mikið við spuminguna um formið og lögðu áherslu á meitlun skáldskap- Skrekkur Hrein ást Depressjón Æ a Cuxhaven loks hefur mér skilist að líka ég verð einhverntíma veðurstofunni Er þeir komu af hafí Sálarástand klukkan átján: var morgunsól og veðrið gengið yfír skipið að niðurlotum komið í lunningunum örmögnunarskjálfti. að setja í þvottavélina Þunglyndið Svartsýni algjör. Hugskeyti hafa ekki borist Við höggið hafði brúin lyppast niður Skrift frá vinum eða vandamönnum. Sálarhorfur næsta sólarhring: og allt lauslegt mélast spor mín Hugarvíl fyrri hluta dags. einsog í slagsmálum á hafnarkrá. Þeir stóðu hljóðir á dekkinu loksins sigraðir. Tveir hásetar, bátsmaður og dallurinn knock-out. yfír hvíta auðn slóð dýrsins og einhversstaðar komin úr augsýn eftirförin BuIIandi hjartsláttur síðdegis. Svefnlyf með kvöldinu. Á þessu ári hafa óvenju mörg skáld kvatt sér hljóðs fyrsta sinni með bók. Ljóðabókaút- gáfa hérlendis fer oft og einatt leynt; og fréttir af bókum sem út koma fá áhugasamir ljóðvin- ir bæði seint og illa. Það stafar einna helst af því að skáldin gerast í æ ríkara mæli eigin útgefendur og fæst kunna þau þá list að láta taka eftir sér í sjálfumglöðum fjölmiðlaheimi. í þessari Lesbók og næstu eru kynnt fjögur skáld sem á árinu hafa sent frá sér fyrstu verk í eigin útgáfu. arins. Þeir sóttu líka áhrif til Þýskalands og Frakklands og samræmdu þau áhrif norræn- umhefðum. Ég held raunar líka upp á suma af íslensku módemistunum, Sigfús Daðason til dæmis og Stefán Hörð Grímsson og Jón Óskar.“ Heldurðu að það hafi áhrif á skáldskap þinn að þú býrð í öðru landi? „Ef ég hefði aldrei farið út þá hefði ég aldrei orðið skáld,“ segir Bjöm ákveðinn. „A þann hátt losnaði ég við allt kjaftæðið og argaþrasið. Öll innantómu orðin sem ég þarf ekki að heyra!" Þannig að þú hefur bara tekið með þér valda.kafla úr íslenskunni? „Kannski má segja það. En ég les auðvitað mikið og umgengst Islendinga. En ég hef öðlast visst frelsi við að búa í útlöndum." Bjöm hugsar sig um. Segir svo: „Ég hef tek- ið eftir því að stöku sinnum rekur mig í vörð- umar í rökræðum á íslensku þegar mig vant- ar eitthvert orð. Ég heid að þetta sé eðlilegt eftir sjö ára búsetu úti. En þegar ég hinsveg- ar sit við að yrkja vantar mig aldrei orð. Is- lenskan er mér í blóð borin og ef eitthvað er þá hef orðið meiri íslendingur við að búa í útlöndum." En hvað er títt af sænskri nútímaljóðlist? „í sænskri ljóðlist kennir gífurlega mikillar fjölbreytni. Við íslendingar skulum varast að gera þau mistök, að halda að við séum eina þjóðin sem yrkir eitthvað að ráði. í Svíþjóð era mörg afbragðsskáld á öllum aldri. Þar er þeim líka gert kleift að helga sig skáld- skap með ýmiss konar styrkjum. Hitt er ann- að mál að á íslandi skipar skáidskapurinn miklu stærri sess en í Svíþjóð." Við veltum þessu dálítið fyrir okkur. Svo tekur Bjöm dæmi máli sínu til stuðnings: „Það hefði aldr- ei verið tekið viðtal við mig i sænskt dagblað ef ég hefði verið að gefa út mína fyrstu ljóða- bók þar. Nema náttúralega stæði til að gera mig afl stjömu.“ Hvemig finnst þér íslensk skáld koma út úr samanburði við skáld á Norðurlöndum? „Vel, sérstaklega þó yngri skáldin. Það er mjög athyglisvert að sjá hvafl þeir sem hafa verið að kveðja sér hljóðs síðustu árin yrkja betur, en skáld af minni kynslóð gerðu á þeirra aldri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mínu viti að áherslan hefur færst frá boð- skapnum yfir til glímunnar við formið." Að bókinni þinni. Þú gafst hana út sjálfur eins og flest skáld af yngri kynslóðinni gera núorðið. Hefðirðu kosið að fá forlag til að annast útgáfuna? „Ég leitaði nú satt að segja ekki eftir því. Eigin útgáfan hefur bæði kosti og galla. Kostimir eru meðal annars fólgnir í því að maður kemst miklu náer lesandanum: Ég sel einhveijum bók eftir mig og iðulega hitti ég viðkomandi aftur og þá er hægt að spjalla saman um skáldskapinn. Nálægðin við le- sandann hverfur að miklu leyti ef forlag sér um útgáfuna. Hitt er svo annað mál að kannski væri tímanum betur varið í skriftir en sölumennsku." Bjöm er senn á förum út til Svíþjóðar aft- ur, þar sem hann kennir kennurum hvemig hægt er að hagnýta fjölmiðla við uppeldi. Langar hann til að helga sig skáldskapnum? „Bæði og. Að vera skáld er lífstíll fremur en starf." Hann hugsar sig lengi um. „Ég beið lengi eftir því að Ijóðaæðin opnaðist. Kannski opnast fleiri æðar. Þetta verður að koma innan frá.“ 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.