Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Qupperneq 15
SIÐAN HEF EG EKKI
GRÁTIÐ VFIR IJÓÐL M
ið útidyrnar stendur barnavagn og ofan á
honum lúrir dálítið tætingsleg læða. Þetta er
önnur heimsókn mín á réttu ári, síðast tók
kötturinn líka á móti mér. Þá var hann upp-
veðraður og glaður í bragði en nú ansar hann
mér ekki. Kettir eru fúlir sérvitringar, hugsa
ég með mér og hringi dyrabjöllunni. Jón
Gnarr kemur til dyra, kvikur í hreyfingum
og ég skynja undarlega tegund af spennu
sem ég hef aðeins fundið hjá skáldum.
„Kötturinn heilsaði mér ekki,“ kvarta ég.
„Hann er búinn að gleyma mér.“ „Þetta er
annar köttur," segir Jón Gnarr. „Það var
keyrt yfir hinn.“
Jón Gnarr er liðlega tvítugur, fæddur
árið 196. Giftur, eitt barn og annað á leið-
inni, býr í smáíbúðahverfinu og vinnur á
næturvöktum á Kleppi. Næsta hversdags-
legt við fyrstu sýn, en skáldskapur hans er
aldrei hversdagslegur. Þvert á móti. I Ljóða-
bókinni Börn ævintýranna hittum við meðal
annars fýrir galandi túnfisk, litla stulku
með hrafnshendur, áuga sæhestsins og
kannski hittum við nakta konu sem selur
hamingju. Hugarflugið er óbeislað, mynd-
irnar margar hverjar framandi, héillancji og
háskalegar.
Jón vísar mér' tii herbergis sem í senn
br stofa og-vinnuherbergi, skipt í tvennt
með bókahillum. Úti í Jiorni er áfarstór og
bústinn bangsi, mér fínnst ég þekkja hann
Jíka. Jón kemur með kaffið, tyrkneskt jurta-
kaffí, segir hann. Afbragð, segi ég, .eftir
að hafa smákkað það. Þetta er sannarlega
skáldlegt kaffi!
Svo bytjúm við á viðtalinu. Eg spyr hvern-
jg viðtökur bókin hafi fengið.
„Hún hefur féngið ágætar viðtökur, eftir
því seip ég best veit. Jóhann Hjálmarsson
skrifaði um hana í Morgunblaðið og eitt-
hvað kom í Tímanum. Það var ágætt,“ seg-
ir Jón og fer ekki nánar út í þá sálma. Og
yfirleitt er hann enginn langlokumaður.
— Hvenær bytjaðir þú að yrkja ljóð?
„Þegar ég var tíu eða ellefu ára. Það var
eintóm vitleysa allt saman ...“ Punktur.
— Það er kannski nær að spyija hvenær
skrifin hafi orðið að skipulegri áráttu.
„Fýrir svona þremur til fjómm ámm,“
segir Jón og lítur í kringum sig eins og
hann vilji strax sleppa úr þessu viðtali.
Ljóð Jóns em súrrealísk að mörgu leyti
og þess vegna liggur beint við að spytja
um áhrifavalda og upþáhaldsskáld.
„Ég hef ekki mjög gaman af því að lesa
ljóð,“ segir Jón Gnarr einlægur. Eins og til
að gera mér greiða nefnir hann nokkra
súrrealista, lífs og liðha, af ýmsu þjóðerni.
Jón Gnarr
Fæddur 1967.
Fjölskyldumað.ur, skáld,
áhugamaður úrh
geðdeiláir. Sendi frá sér
fyrir nokkru Börn
ævintýranna.
Eiginlega er það Jóhamar sem hann hamp-
ar af mestri sannfæringu.
— Af hveiju .yrkir maður ljóð sem ekki
hefur gaman af að lesa þau?
„Ég hef alltaf haft mikið ímyndunarafl,
alveg frá því ég man eftir mér. I ljóðunum
fæ ég útrás fyrir ímyndunaraflið og í þeim
endurspeglast það. Þegar ég var átta eða
níu ára varð ég fyrir mestum áhrifum af
ljóðalestri á ævi minni, þá las ég Stjörnuþúf-
ur eftir Jóhannes úr Kötlum og grét af inn-
lifun. Síðan hef ég ekki grátið yfir Ijóðum."
Hann sýpur á tyrknesku kaffinu og hugs-
ar sig um. Heldur áfram:
„Annars hafa þessi mál tekið nýja stefnu;
síðustu sex mánuðina hef ég ekki skrifað
nema eitt ljóð. Ég hef verið að skrifa sögu.“
— Sögu já. Hvað viltu segja mér um
hana?
„Þetta er saga fyrir stálpaða unglinga
og heitir 1001 nótt í Miðnætursólborginni.
Hún ijallar um óknyttadrenginn Runólf sem
kemur til Miðnætursólborgarinnar að leita
hefnda og skilur eftirsig blóði drifna slóð.“
— Þetta er Sem sé spennusaga, fullyrði
ég- .
• „Ja, svona drengjasaga," segir Jón og
nær í hnausþykkt handrit og réttir mér.
Ég skpða það; á annað hundrað yélntuð
zeta maittpost blöð ■ í píástmöppu, Eullfrá- .
gengið handrit að skáldsögu. Óneitanlega
ánægjuleg tíðíndi.
— Þú ætlar að géfa þetta út, ér það ekki?
„Það er verið að vinna í þessu máli,“
segir Jón án þess að upplýsa í hveiju það
er fólgið. „Ég býst við að ég fari með þettá
í. forlögin.' Sagan er að vísu þess, eðlis að
ekki er víst að útgefendur gleypi við henni
. . .“ Hann brosir og strýkur hendinni yfir
snöggklippt hárið.
— Hvers eðlis er hún? spyr ég forvitinn.
„Það er mikill kraftur í henni, get ég
sagt. Ég er að prófa ýmislegt og reyni fyr-
ir mér með hluti sem kannski er ekki búið
að viðurkenna".
Ég spyr nánar út í aðdraganda þess að
hann skrifaði söguna um tíðindi úr Miðnæt-
urborginni. Sagan hafði verið að geijast
lengi, segir hann mér.
„Fyrir hálfu ári bytjaði ég að koma henni
á blað. Hún er að langmestu leyti skrifuð
á nóttinni. Á vöktunum inn á Kleppi. Það
var mjög þægilegt. Skrifaði ekki Guðbergur
Ástir samlyndra hjóna á meðan hann var
næturvörður? Ég held það.“
— Kleppur já. Jón Gnarr er einhver ötul-
asti áhugamaður um geðdeildir sem ég hef
hitt.
„Já,“ segir hann og birtir yfir honum, „ég
held að ég hafí unnið á flestum geðdeild-
anna í Reykjavík. Á Borgarspítalanum,
Landspítalanum, Kleppi, Vífilsstöðum . . .
Það sem heillar mig mest við geðveiki er
hið hreina og tæra augnablik hinnar algeru
sturlunar.“
Ég trúi honum. Svo ég spyr um önnur
áhugamál.
„Onnur áhugamál?" Hann kemur af fjöll-
um. Hugsar sig lengi um. „Ja, skáldskapur
náttúrulega og kannski rokktónlist ekkert
síður. Þar finnst mér raunar vera meiri
gróska um þessar mundir en í bókmenntun-
um. Ég hef ánægju af alls konar tónlist og
listum yfirleitt. Og svo hef ég gríðarlegan
áhuga á amerískum fjöldamorðingjum. Ég
soga í mig allt sem ég kemst yfir um
ameríska fjöldamorðingja. Það er náttúru-
lega vegna áhuga míns á geðveiki".
— Þig langar ekki til að læra geðlæknis-
fræði? spyr ég skáldið.
„Nei, ekki lengur. Mig langaði til þess
þegar ég var lítill."
- Lítill?!
„Já, svona 14, 15 ára“.
Fyrir utan að gegna hlutverki fjölskyldu-
föður, vinna á geðdeildum og skrifa skáld-
skap er Jón í öldungadeild Fjölbrautaskólans
í Breiðholti. Stúdentspróf er ekki á dag-
skránni heldur vinsar hann úr fýsileg fög:
frönsku og listasögu, íslensku og heimspeki
svo eitthvað sé nefnt. Finnst honum ekki
talsvert álag fylgja því að hafa svóna mörg
járn í eldinum?
„Jú, álagið hefur verið mikið sem betur
fer,“ segir hann af sannfæringarkrafti. „Ég
er búinn að komast að því að ég vinn lang-
best þegar álagið er mest. Því rrteira því
þptra! Undanfarið ár hefur strákurinn okkar
verið veikur í t alsverðan tíma og þurft mikla
úmönnun, Það, auk vinnu, skála og skáld-
skapar, hefur sett pressu á mig. Mér finnst
það'gott og það hefur skilað sér.“
ét Langar þig sámt ekki að géta’ helgað
þig skáldskap í framtíðinni?
VÞáð er nú stefnan að gera það,“ segir
Jón. „Ég er með margt á pijónunurn,. það
er margt sem mig langar að fást við.
• - * Fyrir hvern skrifár þú? spyr ég og
sting úf bolianum.
„Ég skrifa náttúrulega fyrir sjálfan mig,
það er eitthvað í sjálfum mér sem hvetur
mig áfram, knýr mig áfram. Auðvitað finnst
mér gaman ef einhver hefur ánægju af því
sem ég skrifa. Og ég skrifa með það fyrir
augum að aðrir geti glaðst, notið þess. Það.
gefur mér gífurlega mikið að geta nýtt sköp-
unargáfuna. Það er eitthvað sem er alveg
óútskýranlegt hvað það gefur méf mikið —
og tekur mikið.“
Við spjöllum áfram saman, álagið sem
Jón Gnarr lofar svo mjög ætti síst að minnka
á næstunni, í febrúar eiga þau von á öðru
barni. Hann heldur áfram að skrifa, á því
er enginn vafi.
Hann fylgir mér til dyra og ég spyr: Var
það virkilega tyrkneskt, þetta kaffí?
„Nei, nei. Þetta var nú bara Bragakaffí
frá Akureyri," segir hann annars hugar.
Kötturinn kúrir enn þá í barnavágninum.
Og lítur ekki einu sinni upp þegar ég kveð
hann.
árstíðirnar
fjórar
við læðumst eftir brún reglustikunnar
teiknum myndir í snjóinn
og vonum að á morgun
kvikni eldur í augum okkar
blindur maður
leiðir nakið barn niður götu
þau hitta þrjá varúlfa
og klappa þeim
barnið hlær
því það veit að döggin býr
undir föllnu laufi í skóginum
í fjarska byrja steypuhrærivélarnar
haföm öskrar á grein:
ísland þúsund ár!
Island þúsund ár!
aftur og aftur
grátbólginn trúður
með vígtennur
leikur undir á pípuorgel
Gotneska kirkjutónlist
Amsterdam
hóran í rifna kjólnum
réttir fram höndina
°g ég gef henni jarðarber
það visnar og þar sem ég ligg
sé ég það hlaupa í burtu
á nóttunni skríða litlir bumbudvergar
uppúr síkjunum
og leika listir fyrir peninga
þegar túristinn spyr mig til vegar
brenni ég gat á götukortið
þar sem ég er ekki
og horfi undir göturnar
hvítar
ég hlæ svo mikið
að ég breytist í barnavagn
og renn í burtu
grátur regn-
hörpunnar
tíminn
vonir gærdagsins
regnharpa hafmeyjunnar
tónn
sem titrar eitt augnablik
leggur aftur augun
og deyr
kemur aldrei aftur
frekar en æskuást
eða kaldur hlátur galdramannsins
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ÁGÚST-1988 15