Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Page 16
Eftir KRISTÍNU
BJARNADÓTTUR
Séð yfir Eik&rey frá Hönö
hjón búa, einkennist af grýttum hæðum og
klöppum, litlum vinalegum einbýlishúsum og
kyrrð. En hvar er skógurinn? Hér er varla
eikartré að sjá.
„Ég held það hafi verið Danir sem brenndu
hann,“ segir Eila. „Það var einhvem tíma á
víkingaöld. En eitthvað af honum fór nú í
skip, þeim fannst eikin svo falleg og upplagt
að byggja skip úr henni. En svo voru allir
skógar brenndir niður, bæði hér á eyjunum
og í Víkinni eins og á Tjöm, Orust og Mar-
strand."
Ætlaði Að Vera í Eitt ár
„Ég man þá tíða að hér voru fjörutíu fiski-
skip sem sóttu afla í sjó. Nú em þau bara
§órtán,“ segir Ella Wenneberg, sem lifað
hefur tímana tvenna í orðsins fyllstu merk-
ingu. í ágúst eru 50 ár frá því hún tók sér
far með norsku síldveiðiskipi frá íslands-
strönd og komst þannig langleiðina til
Svíþjóðar þar sem hún ætlaði að dveljast í
eitt ár, skoða sig um og læra málið. „Ég var
orðin vel fullorðin, vissi alveg hvað ég var
að gera. En svo skall stríðið á. Eftir að Þjóð-
veijar fóru inn í Noreg 9. apríl 1939,
voru allar bjargir bannaðar. Flestir þeirra
íslendinga sem bjuggu hér höfðu komið sér
heim í tæka tíð og ég var látin vita þegar
síðasta ferðin var farin, það var frá Pets-
amo, einhvers staðar í Finnlandi. En ég var
nú svo vitlaus að ég hélt að þessi styijöld
myndi ekki standa yfir nema í nokkra mán-
uði. En það fór á annan veg, stríðið stóð
yfír næstu fímm árin.
Á þessum árum fann ég stundum til ein-
manaleika. Engin bréf bárust að heiman.
Ég sendi bréf heim, en þau fóru um Osló
og íjóðveijar voru varir um sig, létu engin
bréf á þeim óskiljanlegri mállýsku fara
lengra. Ég var því fullkomlega einangnið frá
ættingjunum þessi ár og fréttir af íslandi
voru nánast engar. Einhvem veginn fékk ég
þó vitneskju um að Goðafoss hefði verið skot-
inn niður. Annarra frétta minnist ég ekki. í
Gautaborg vissi ég af tveimur íslenskum
konum og við höfðum samband okkar á
milli, en þær vom einu landamir sem ég
veit tii að hafí verið hér á svæðinu á stríðsár-
unum.
ÖRLAGAVALDURINN NJÁLL
ÞUMALINGUR
Ella fæddist á Skúmstöðum á Eyrarbakka
árið 1910. Hún er sjómannsdóttir, ein af níu
bömum Guðrúnar Vigfúsdóttur og Guðjóns
Ella og Harald Wennerberg fyrir utan heimili sitt
SKERJAGARÐURINN
MINNIR HANA
Á EYRARBAKKA
EUa á Sólarhæðinni á Eikarey
kerjagarðurinn við mynni Gautaárinnar (Göta-
alv) og Víkin norðan við ána eru söguslóðir sem
víða er getið í fombókmenntum. Þá var talað
um Víkverja og hina grimmu við ána. „Eiykry-
öarna“ nefndust einu nafni þær tíu evjar sem
Elínbjörg Guðjónsdóttir .
er frá Eyrarbakka, en
hefur lengi búið í
Skerjagarðinum í mynni
Gautaárinnar og þekkt
þar sem Ella
Wennerberg.
síðar mynduðu Öckerösókn, í Bohuslán.
EnÖckerö nefndist áður „Eykr eyja“, og það
sem nú heitir Bohuslan, hét uppraunalega
„Alvhem" og seinna „Ranrike". Á Eiykry-
öama á Gunnar á Hlíðarenda að hafa barist
einhveiju sinni ásamt fleiri mönnum gegn
óvinveittum skipaflota. Árið 869 kom Harald-
ur hárfagri með flota sinn í Víkina og tveim-
ur árum síðar voru hinir fomu Álfheimar,
þ.e.a.s. svæðið norðan Gautaár að norður-
hluta Skeijagarðsins, að Eiykryöama með-
töldum, hluti af hans veldi. Öldum saman
var þetta landsvæði bitbein og bardagasvæði
herskárra herra í Sviþjóð, Noregi og Dan-
mörku. „Gott er að eiga vin í Víkinni," varð
máltæki hjá Norðmönnum.
Árið 1658 varð þessi „syðsti oddi Noregs"
sænskur, og smátt og smátt gafst fólki frið-
ur til búskapar á eyjunum og þaðan sóttu
menn sjóinn I stórum stfl.
Á eyjunum tíu sem áður getur búa nú 10
til 11 þúsund manns, þar á meðal nokkrir
íslendingar, og eru sem og bergnumdir á
þessum fomu söguslóðum.
Elínbjörg Guðjónsdóttir frá Eyrarbakka
er að öllum líkindum sá íslendingur sem
búið hefur lengst á Eiykiyöama. Hún kom
til Gautaborgar skömmu fyrir heimsstyijöld-
ina síðari og flutti út á Öckerö áður en henni
lauk. Trúlega hefur mörgum íslendingum,
sem komið hafa flestum hnútum ókunnugir
á vesturströnd Svíþjóðar, orðið á að hugsa:
Gott er að eiga einhvem að á Eikarey.
A.m.k. fara sögur af því að Elínbjörg, sem
jafnan er kölluð Ella, hafí liðsinnt mörgum
löndum sínum sem komið hafa til Gautaborg-
ar og Bohuslan gegnum árin.
Eiginmaður Ellu á Eykarey (Öckerö), Har-
ald Wennerberg, er fyrrverandi sjómaður og
eiga þau þijú böm. Þessi eyja er hvað stærst
eyjanna út í nyrðri Skeijagarðinum og teng-
ist næstu eyjum (Hönö og Hálsö), með brúm,
en feija frá Varhólmanum flytur bæði fólk
og farartæki milli lands og skeija. Á sunnu-
degi um sumarmál heimsæki ég Ellu og bið
hana að segja mér hvemig það hafí orðið
að hún settist hér að og flentist.
Að koma á heimili Ellu og Haralds er alls
ekki ósvipað því Eið koma á íslenskt heimili
í sjávarþorpi, nema þá helst að hér eru
höfundar eins og Vilhelm Moberg og Moa
Martinsson ef til vill meira áberandi í bóka-
hillunni en til dæmis Guðrún frá Lundi og
Jón Trausti. En verk eftir uppáhaldsskáldin
hennar, eins og Davíð frá Fagraskógi, eru á
sinum stað í hillunni ásamt ýmsum þjóðlegum
fróðleik. Umhverfið á Solhöjden þar sem þau
16