Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Page 17
PHEWeW8W»Mtta»«BS
f skólanum á Eyrarbakka 1925. Ella og bekkjarsystur hennar í leikfimisskrúða ásamt kennaranum Ingimar Jóhannessyni,
sem síðar varð fræðslumálastjóri í Reykjavík.
Jónssonar. Það stendur ekki á svörum þegar
ég spyr hvað það hafi verið sem laðaði unga
konu til Svíþjóðar á fjórða áratugnum.
„Jú, það var nú svoleiðis," segir Ella, „að
þegar ég var tíu ára gömul í bamaskólanum
á Eyrarbakka, þá var Aðalsteinn Sigmunds-
son þar skólastjóri. Hann var fræðslumála-
stjóri og hinn merkasti maður. Hann hafði
þýtt sögu Selmu Lagerlöfs „Nils Holgersson
underbara resa genom Sverige", og nefndi
hana Njáll þumalingur. Þá voru alltaf sögu-
tímar í skólanum og Aðalsteinn las upphátt
fyrir okkur þýðingu sína á Nilla, kafla fyrir
kafla. Ég heillaðist svo af þessari sögu, lýs-
ingunum á þvf sem bar fyrir augu Nilla á
gæsinni allt frá Skáni til Lapplands, og ég
hét mér því að einhvem tíma skyldi ég fara
og skoða þessa staði með eigin augum. En
það varð ekki úr ferð minni fyrr en átján
ámm síðar.
Við systkinin lærðum að vinna fyrir okkur
strax og við gátum og ég fór til Laugarvatns
og vann þar fyrsta árið sem Laugarvatns-
skóli starfaði. Þar náði ég líka að sækja
námskeið, bæði matreiðslunámskeið og svo
fyrsta tijáræktamámskeiðið sem Ragnar
Asgeirsson hélt á Laugarvatni. Á þessum
tíma var farið að byggja Ljósafossstöðina
og þar vann ég á meðan á byggingunni stóð.
Það var ekkert atvinnuleysi á þessum árum.
í síldinni á Siglufirði vann ég síðasta suma-
rið mitt áður en ég komst til Gautaborgar.
Hér var aftur á móti atvinnuleysi, en ég
komst í vist og vann við að gæta fimm
bama. Það var verra með málið, ég varð að
læra það með því að herma eftir fólki hér.
Þá var ekkert verið að kosta til kennslu fyr-
ir útlendinga eins og nú er gert. En mest
lærði ég af útvarpinu. Og kvæðum. Ég hef
alltaf haft gaman af kvæðum.
Launin í vistinni voru ekki há. En seinna
fékk ég vinnu á hóteli þar sem ég vann
næstu fjögur árin, eða þar til ég gifti mig
1943 og flutti hingað út í eyju. Hér kunni
ég vel við mig, við sjóinn meðal sjómanna,
það voru mín réttu heimkynni. Margt líkt
hér og á Eyrarbakka. Hér var gott fólk, trú-
að, fór mikið í kirkju, rétt eins og heima.
Hér hafði ég verið í fríum þau ár sem ég
vann á hótelinu og ég þráði að geta búið
hér. Hinsvegar var ekkert hlaupið að því
fyrir útlendinga, síst á stríðsárunum. Sænski
herinn hafði aðsetur hér eins og í flestum
smábæjum meðfram ströndinni, og hræðslan
við njósnara var alltaf til staðar. Og einmitt
hér framhjá sigldu þýskar skipalestir á leið
sinni til Noregs. Það var ekki auðvelt að
vera útlendingur hér á þeim árum. Það
breyttist um leið og ég varð sænskur ríkis-
borgari. Maður mætti allt öðrum viðhorfum.
Þegar ég fluttist hingað, voru engar brýr
milli eyjanna, né heldur fetja til lands. Én
þrisvar á dag voru bátsferðir til Gautaborg-
ar, nærri tveggja tíma sigling að höfninni
þar. Við vorum nokkuð einangruð hér úti og
stijálbýlla en nú er. Ekki alveg eins og á
Vestfjörðum, en við vorum sannarlega ekki
í þjóðbraut.
Eftir stríð komu margir íslenskir sjómenn
hingað. íslenski konsúllinn vissi af mér hér
á Eikarey og bað mig oft og iðulega um
aðstoð við að útvega þessum mönnum hús-
næði meðan skip voru í slipp. Nú koma eng-
ir hingað með báta sína lengur. En einn
þessara sjómanna er hér enn.
Jú, það var svoleiðis að ég vissi af ungri
ekkju .;. Þjóðveijar skutu niður fjögur eða
fimm fiskiskip frá eyjunum okkar og á einu
Elínbjörg á þrítugsaldri. Myndin var
tekin skömmu áður en hún sigldi til
Svíþjóðar
þeirra hafði hennar maður verið. Hún var
enn innan við þrítugt með stórt hús og ég
spurði hvort hún gæti ekki tekið á móti
íslenskum sjómönnum. Hún féllst á það og
seinna giftist hún Steingrími Kristjánssyni
sjómanni frá Stykkishólmi. Hann er enn í
Éikarey."
Ertu búin að skoða alla staðina sem Nils
Holgeirsson ferðaðist um?
„Hann Njáll þumalingur! Ég er enn ekki
búin að fara til Lapplands. Það urðu nokkrir
staðir útundan. En ég er búin að vera í Verml-
andi, Halsinglandi, Jámtlandi og víðar. Ég á
meira að segja dóttur sem býr í Vestmanna-
landi, það er nokkuð langt uppfrá. Og til
Skánar hef ég að sjálfsögðu komið.
Og nú er ég hér uppi á Sólskinsheiðinni í
ellinni," segir Ella og hlær létt. „í heiðskíru
veðri er mjög fallegt héma, ég hef útsýni
yfir allar hinar eyjamar norður í Skeijagarð-
RömmErSúTaug
Ella var einn af stofnendum Sænsk-
íslenska í Gautaborg og var frá upphafi í
stjóm félagsins.
„Ég held það hafí verið 1948 að ákveðið
var að stofna félag íslendinga og íslandsvina
hér. Þá vom komnir allmargir íslendingar
hingað, margir læknar sem unnu hér þá. En
það vom ekki síður Svíar sem áttu hlut að
máli, það var stór hópur sem vildi blanda
geði við okkur og hafði áhuga á því sem
íslenskt var. Pyrsti formaður félagsins var
sænskur, Peter Hallberg bókmenntafræðing-
ur og prófessor emeritus. Hann var formaður
þar til Magnús heitinn Gíslason, sem þá var
skólastjóri norræna lýðháskólans í Kungálv
tók við. Og síðan tók Britta, ekkja Magnús-
ar, við formennskunni. Það var mikið líf og
flör í félaginu hér áður. Núorðið mæti ég
ekki á fundi, er ekkert á ferli svo seint á
kvöldin, erfitt að komast heim, maður verður
þá að ganga frá Pínunni.
Já, það heitir Pínan, þarna sem þú komst
í land," segir Ella ákveðin þegar ég hvái.
„Líklega er það vegna þess að þar er oft
napurt, svoddan gjóla frá hafinu."
„Jú, það hefur verið þannig gegnum árin
að íslendingar flykkjast hingað til Svíþjóðar.
Svo langar þá heim og em allt í einu horfn-
ir. En ég get sagt þér að ég hef upplifað
ansi miklar breytingar hér. Hef ömgglega
upplifað bæði verstu og bestu tíma Svía á
þessari öld. Ég efast um að jafngóðir tímar
og verið hafa síðustu áratugina, eigi eftir
að koma í þessu landi. Hér hafa verið stöðug-
ar framfarir og síaukin velmegun, en fram-
farimar hafa reynst landinu dýrkeyptar. Við
emm að eyðileggja jörðina, svo mikil ér
mengunin. Skógardauðinn farinn að gera
alvarlega vart við sig og vötnin dauð. Fólk
er farið að sjá að landið hefur ekki efni á
þessari velmegun, en það á eftir að kosta
sitt að snúa til baka. Það er ósköp gaman
að geta leyft sér hitt og þetta, en alltaf erfið-
ara þegar á að fara að neita sér um hlutina.
Og nú þegar kjamorkuverin verða lögð niður
þá verður straumurinn dýr. Það er margt
gott hjá Svíunum, en það er ýmislegt að
hér líka.“ Og talið berst að nægjuseminni
áður fyrr, ekki síst þar sem fólk skapaði og
skaffaði sér flestar nauðsynjar af sjálfs-
dáðum, veiddi sinn fisk, mjólkaði sínar kýr
og ræktaði garðana. „Nú em þau ekki leng-
ur sjómenn sem em í meirihluta á „Eiykry-
öma“, þeir komu flestir í land um leið og
vinna bauðst á Volvo," upplýsir Ella, sem
segir margt hafa breyst um leið og samgöng-
umar bötnuðu, þegar feijan tók að ganga
þetta oft. „Nú kemur fólk hingað bara til
að sofa.“ Og allt í einu emm við aftur komn-
ar heim, í bemskuþorpið hennar Ellu, sem
hún segir hafa verið dálítið á undan öðmm
þorpum á íslandi í þá daga, enda fyrst til
að stofna bamaskóla.
„Það var mikið af Dönum á Eyrarbakka
þegar ég var að alast upp. Danska verslunar-
fólkið. Oneitanlega kom það með vissa menn-
ingu í þorpið, þótt afskaplega mikill munur
væri á ríkum og fátækum. Það fór ekkert á
milli mála hveijir vom höfðingjar á staðnum,
en við menntuðumst líka af þeim. Ég man
til dæmis eftir einum sem var mikill náttúm-
fræðingur, átti dágott safn sem við krakkam-
ir höfðum mikinn áhuga á og fengum að
skoða. Svo naut maður þess að sett vom upp
leikrit á staðnum, svo lengi sem ég man eft-
ir. Það vom Danimir sem stóðu fyrir því,
léku þar Holberg og önnur dönsk verk sem
voru þýdd á íslensku.
Ég hef aldrei séð eftir að hafa farið frá
íslandi. En þó, það er alltaf einhver taug.
„Römm er sú taug sem rekka dregur föðurt-
úna til,“ hver sagði það?
Höfundur er leikkona og býr nú í Svíþjóð.
PABBASTELPA
m vorið varð hún dóttir hans. Einn daginn
vissi hún bara að hún var dóttir hans og
hann pabbi hennar. Enginn annar en þau
tvö vissi það. Þá hittust þau á hverjum
degi og væntumþykja þeirra var eins og
lítið, fallegt blóm undir húsgafli.
Nú er hún að fara að gifta sig. Hann
veit það ekki, því núna, þegar haustið
er komið, er langt síðan hún heimsótti
hann síðast.
Eftir HERDÍSI
HALLVARÐSDÓTTUR
Hún saknar hans. í rauninni er hún
ekki fullorðin heldur bara tíu ára og hún
saknar hans.
Stundum fóm þau saman út í búð þar
sem hann keypti handa henni ís, besta ís
í heimi. Svo gengu þau saman um gö-
tumar og spjölluðu um eitt og annað.
Henni finnst svo gaman að toga í
skeggið hans. Þá hlær hann alltaf. Hann
hlær oft að öðm líka. Henni finnst hann
vera eins og vorið. Hann er vorið með
skegg.
Stundum horfir hann á hana og strýk-
ur henni blíðlega um vangann. Það er
best í heiminum. Svo sitja þau og spjalla.
Hún má sitja í fangi hans þegar hún vill.
í rauninni er hún ekki tíu ára heldur
bara sjö. Hann er sá eini sem veit það.
En núna er hún að fara að gifta sig og
hann veit það ekki.
Á sumrin vaxa svo falleg blóm í garð-
inum hjá ísbúðinni. Einu sinni leyfði
konan þar henni að tína blóm í garðinum
sínum. Þau vom allavega á litinn. Hún
tíndi blómin handa pabba sínum. Svo
leiddust þau niður götuna. Hann hélt á
fjómm blómum. Hún hélt á ísnum sínum.
Pabbi hennar er besti pabbinn í öllum
heiminum. Hann er með svo mjúkar og
stórar og hlýjar hendur. Það era dökk
hár á handarbökunum. Þau era svolítið
dekkri en skeggið.
Pabbi stelpunnar uppi á lofti er ekki
með nein hár á handarbökunum. Samt
leiðir hann hana líka stundum. Allir pab-
bar leiða stelpurnar sínar, allavega allir
sem hún veit um.
Þegar pabbi hennar heldur á henni í
fanginu segir hún honum leyndarmálin
sín. Það er svo gott að eiga leyndarmál
með honum.
Kannski heimsækir hún hann bráðum.
Hún veit að hún á svolítið í honum, svol-
ítið sem hann geymir eins vel og leyndar-
málin hennar frá því hún var sjö ára.
Það er nótt og allir í húsinu era sof-
andi. Hún þurfti bara aðeins að hugsa
um pabba sinn því hann er með svo
mjúkar hendur og svo blá augu.
Svo ætlar hún að gifta sig í gulum
kjól eftir fáeina daga. Þegar hún var sjö
ára ætlaði hún að giftast pabba sínum.
Þegar hún sagði honum það hló hann
svo mikið að hann hristist allur.
Bráðum er hún búin að hugsa alveg
nóg og þá fer hún líka að sofa. Húsið
er svo hljótt, næstum því eins og vetur-
inn sé kominn, þó enn sé bara haust.
Svo þegar vorið kemur aftur ætlar
hún að tína blóm handa manninum sínum
og pabba sínum.
Það kemur alltaf aftur. Vorið með
skegg.
Höfundur er húsmóðir og tónlistarmaður í
Reykjavík
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ÁGÚST 1988 17