Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Qupperneq 20
Melk-klaustrið á Dónárbökkum - oft nefnt „andlit fylkisins" tennis- golf- og íþróttavellir bíða meðfram stígunum. Að sigla um Dóná í gömlu gufuskipi Ferðamenn eru að ganga um borð í fljótabátinn, sem ber þá niður eftir einum fallegasta árdal Evrópu, farveg Niblunga, Ríkharðs Ljónshjarta og Kross- fara - þeir munu hvíla augun við að horfa á: Vínræktarstalla upp á efstu brúnir fjallshlíðanna; ljósa, mjúka kletta; græn skógarbelti; lítil þorp, klaustur og kastalavirki eins og steypt inn í landslagið. Klukkutímasigling er til Melk, þar sem einn stórfenglegasti minnis- varði um baroklist í Evrópu -Melk klaustrið- rís myndrænt yfir Dóná. Héðan er líka hægt að sigla á nokkrum klukkutímum til Vínar og Búdapest með gömlu gufu- skipi, fljótandi lúxushóteli með danshljómlist og veitingum. Hlýr og notalegur bær í KREMS er sérstakt andrúms- loft fyrst á morgnana þegar kon- umar eru að sækja mjólk og brauð. Flestar eru á hjólum - og daglega brauðið ekki sótt í ómanneskjulega stórmarkaði heldur í litlar brauð- og mjólkur- búðir í aldagömlum húsakynnum. KREMS þykir hafa varðveitt og endumýjað gamlar byggingar í barokk og gotneskum bygging- arstíl, einna best í öllu Aust- urríki. Segja má, að allur bærinn sé eitt fallegt safn um liðinn tíma - hlýr og notalegur - mjó strætin lögð brústeinum, hjólað í gegnum borgarhlið á milli bæjarhluta - áður miðaldaborgarvirki. Aust- urríkismenn eru mjög kurteisir og allsstaðar mætir manni fallega hljómfagra kveðjan „Griiss Gott“ - heilsið Guði. Nútíð og fortíð renna sam- an KREMS geymir menjar um eina elstu búsetu í Austurríki og var mikilvæg markaðsborg á bökkum Dónár áður en Vín komst til valda. Núna em hér 120.000 íbúar og borgin aðal menningar- miðstöð fyrir Wachau dalinn. Stórkostlegt að sjá hvemig mannlífið hefur samlagast þess- um gömlu byggingum og aðlagað þær að nútímanum, en Austurrík- ismenn hafa neitað sér um margt til að geta lagt peninga í endumýj- un gamalla húsa eftir stríðið - uppbyggingu hér er aðeins nýlok- ið. Fjörugt bæjarlíf Leiðin gegnum borgarhlið KREMS liggur inn á aðalverslun- argötuna - gongugata með tveim- ur markaðstorgum, þar sem iðu- lega em settar upp leiksýningar, útihljómleikar og margskonar skemmtan. Á laugardagsmorgn- um er mikið um að vera - fjörleg- ur útimarkaður á aðaltorgi - íbúar frá Kámtenfylki í kynningar- heimsókn og skemmta með dansi og söng á minna torginu - litlir leikflokkar ganga um götur og allt fullt af lífí og fjöri. Fjölbreytt mannlíf Það er margt við að vera, fullar verslanir af fallegum vamingi, ekki sá ódýrasti, en einstaklega vandaður - margar kirkjubygg- ingar er geyma stórmerk söfn - freistingar í mat og drykk. Skemmtilegast er kannski að sitja á góðum útiveitingastað og virða fyrir sér fjölbreytt mannlífið. Heimamenn klæðast mikið fatn- aði í austurrískum, litríkum stíl, með góða gönguskó á fótum, yfir- leitt berandi verslunarvaming í körfum og skera sig greinilega frá ferðamönnum á staðnum. Hópur af skólakrökkum gengur hjá, stelpumar í austurrískum kjólum með þjóðbúniiigasniði og strák- Hjólað meðfram Dóná Útsýni yfir Dóná á góðum veitingastað Borgarhliðið þar sem gengið er inn á göngugötuna Víða er fallegt við Dóná arnir í litríkum skyrtum og hné- buxum - kurteisir og kátir krakk- ar. Vínsafnið í klaustrinu Strax eftir að verslanir loka færist friður yfir og þá er tilvalið að heimsækja veitingahús til dæmis í gamla klausturgarðinum; skoða listsýningar eða skella sér í sund og íþróttir. Ómissandi er líka að heimsækja vínsafnið í klaustrinu, sem hýsir núna menn- ingar- og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. I klausturkjallaranum er gefinn kostur á að smakka hundmð víntegunda héraðsins. Gengið er um margar hvelfingar í kjallara klaustursins með bikar í hendi og allsstaðar standa uppi á víntunnum opnar flöskur til að prófa víngæðin. Brunnur stendur í miðjum klausturgarði með svo margblessað vatn, að 1688 var gefinn út „kraftaverkabók" um lækningamátt þess. Auðvelt að gleyma sér Á kvöldin var mikið um dýrðir á hótelinu. Uppskeruhátíð stóð yfir og vínræktarbændur efndu til veislugleði. Allir komu saman í hátíðarklæðum til að smakka á nýja víninu og gleðjast yfir góðri máltíð. Borð voru hlaðin af háum og lágum glösum, aðeins nokkrir dropar voru settir í hvert glas og gestimir byrjuðu að bragða og bera saman gæðin. Austurrískir ferðaþjónustubændur verða að treysta á ferðamenn með sína uppskem eins og íslenskir bændur með sitt lambakjöt -vínræktar- bændur hér hafa líka þurft að hella niður víni eins og við mjólk- inni! Undir borðum ríktu mikil hughrif og ótal ræður fluttar - gráhærður „afi“ í inniskóm situr í miðjum hópnum og spilar á harmoniku - yfir honum tifar gamla stofuklukkan og telur tímann hægt og rólega - en undir- rituð sannfærðist um, að það er mjög auðvelt að gleyma tímanum við að hjóla með bökkum Dónár; rölta eftir götum KREMS og gleðjast með austurrískum vínræktarbændum. WALDvlERTEL KREMS "g.. PERSENBEUG St POLTEN SALZBURG ^ West -Autobahn ÓTSCHERLANO MARIAZELL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.