Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Page 21
HELSINGJAEYRI
- með Krónborgarkastala Hamlets
Fjarlægðir eru stuttar í Danmörku og
gaman að skreppa í dags-eða helgarferðir
út frá Kaupmannahöfn. Helsingjaeyri á
Norður-Sjálandi er 45 km frá Kaup-
mannahöfn. Borgin varðveitir sagnaríka
fortíð meðal annars í gömlum miðbæjar-
kjarna og borgarvirkjum Krónborgarkast-
ala, sem er sögusvið Hamlets. Aðeins 20
mínútna sigling er yfir sundið til Hels-
ingjaborgar í Sviþjóð og feijur ganga á
milli eins og strætisvagnar. Helsingjaeyri
var um tíma stærsta og mikilvægasta borg
Danmerkur, alþjóðleg borg vegna legu
sinnar og á margan hátt sambærileg við
höfuðborgina. Helsingjaeyri hefur bæði
verið nefnd ELSINORE af sjófarendum,
en líka „Gullegg danska kon-
ungsins“, sem tetfa má rétt-
nefni þar sem borgin „malaði
grull“ fyrr á öldum, þegar allir
er um sundið sigldu þurftu að
borga toll til Krónborgarkast-
ala.
Aðeins 35 mínútur frá
Kaupmannahöfn
Það er aðeins 35 mínútna lest-
arferð til Helsingjaeyrar frá mið-
bæ Kaupmannahafnar, yfir hlý-
leg, skógivaxin svæði þar sem
byggðin hverfur næstum í skógin-
um og rétt glittir í sendna strönd-
ina. I helgarferð er gaman að
dvelja á Hótel Marienlyst, sem er
Hótel Marienlyst.
virðulegt strandhótel í dönskum
hallarstíl, þar sem myndir af
dönsku konungshjónunum við op-
inberar móttökur tiginna gesta til
Danmerkur prýða veggi — má þar
sjá meðal annarra frú Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta íslands.
Þar dunar dans um helgar
í Marienlyst dunar dans um
helgar. Þar er góð innisundlaug,
aðstaða til heilsuræktar og „mini-
golf“. Mikið er lagt upp úr góðum
mat, framreiddum í samræmi við
hughrif staðarins — hópar geta
beðið um Krónborgarkvöld og þá
er allt sett á svið í anda Hamlets
og Ófelíu. Það er hvflandi að
ganga eftir ströndinni, eftir skóg-
arstígunum, meðfram hallarsík-
inu og vindubrúnni að Krónborg-
arkastala, en tumar hans, inn-
gangar og falleg staðsetning við
innsiglinguna til Helsingjaeyrar
laða gesti til inngöngu. Kastalinn
geymir nú safn um konunglegt
hervirki er skattlagði allar sigling-
ar um sundið — skattur er síðar
var nefndur „400 ára löglegt sjór-
án“.
Hamlet á sviðinu
Sviðsetning á Hamlet í sínu
rétta umhverfi þykir alltaf merki-
leg og þessa dagana stendur yfir
sýning á leikritinu í Krónborgar-
kastala, með enskum gestaleikur-
um. Konunglegar íbúðir, mál-
verkasöfn og geysistór danssalur
sýna mikinn íburð hjá grannþjóð
— á sama tíma og við bjuggum
í torfkofum. Kastalinn geymir líka
fróðlegt sjóminjasafn og fallega
sjómannakirkju. Á eftir safn-
göngu er notalegt að fá sér kaffi-
sopa í litla varðhúsinu, sem hefur
verið breytt í veitingahús.
Iðandi frístundalíf við
höfnina
Frá liðnum tíma yfir í iðandi
Derek Jacoby lék Hamlet í
Krónborg 1979 — núna sviðset-
ur hann leikritið.
frístundalífið við höfnina, þar sem
Danir og Svíar mætast í siglingum
um sundið. Á sunnudegi sést hér
hjólreiðafólk með körfur — böm
að eltast við maríuhænur á sjávar-
klöppum — menn að skoða auglýs-
ingar um bátasölu, hengdar upp
á veggi að gömlum sið. En tómar
bjórflöskur á hafnarbakkanum
bera þess þögult vitni að margir
hvolfa sér um of niður í lífsnautn-
ina og því miður er bjórdrykkjan
hér oft vandamál um helgar.
Bátalífið forvitnilegt
Sjólax og rækjur bragðast vel
í ferskri sjávarlykt á bryggjunni
hjá veitingahúsinu Kabyssunni —
frá káetum bátanna berast harm-
onikutónar og vindstögin syngja
í þúsundum siglutijáa. Við feijuna
Krónborgarkastali þar sem Holger danski vakir yfir.
}rfír til Svíþjóðar er biðröð af bflum
og hjólhýsum — margir að stefna
í sumarfrí til nágrannanna, en
nokkrir stoppa líka á tjaldstæði
við ströndina þar sem er góð að-
staða. Óhætt er að mæla helgar-
dvöl á Helsingjaeyri í fallegu
umhverfi, en þar er forvitnilegt
að koma við, þó ekki sé til annars
en skoða bátalífið hjá frændum
okkar Dönum.
Dvöl á mann í tveggja manna
herbergi með morgunmat í
Hótel Marienlyst kostar frá um
1.800 íslenskum krónum. Að
sigla með bátnum yfir til Hels-
ingjaborgar kostar 117 krónur
islenskar aðra leiðina.
-------
HÓPFERÐABÍLAR
- ALLAR
STÆRDIR
SÍMAR
82625
685055
Vs
/á?
er liótel fyrir þig
Velkominá
HÓTEL
W ÖÍ2K
HVERAGERÐI
sími 99-4700.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' jtóum Moggans!
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ÁGÚST 1988 21