Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Síða 22
La Verna: í 86 km fjarlægð frá Flórens er- helgistaðurinn La Véma. Leiðin þangað uppeftir er gullfalleg. Útsýnið er Toscanasveitin með sína grænu akra, fjöll og skóglendi. Þegar komið er að La Verna eru þar húsaþyrp- ing og veitingastaður ásamt gistihúsi. Fyrir ofan veitingastaðinn legg- ur maður á brattann í orðsins fyllstu merkingu til að komast að helgi- staðnum. Þarna ríkir mikil friðsæld og streita er ekki til þannig að ferðamaður getur hvílst andlega við að sjá þennan einstaka stað, þar sem heilagur Francesco frá Assisi dvaldi hluta æfi sinnar. Heilagur Francesco frá Assisi Heilagur Francesco frá Assisi fæddist í kringum áramótin 1181—1182, sonur efnaðs kaup- manns í Assisi, Pietro di Berdan- one. Um tvítugt hóf hann að taka þátt í styrjöldum og átti sína sig- urdrauma. Árið 1204 eftir fangelsisvist í Perugia átti hann við langvarandi veikindi að stríða. Þrátt fyrir það áformaði hann vorið 1205 að leggja undir sig Puglia héraðið á Suður Ítalíu til þess að ná riddara- liðstitli. En eftir að hann var ný- kominn til Spoleto hætti hann við ferðina vegna trúarlegrar anda- giftar og snéri til heimahaganna. Hann tilkynnti þá sína nýju innri stefnu, sem hann hafði ákveðið eftir langa umhugsun. Hann ákvað að yfirgefa allt og tileinka líf sitt Jesú Kristi og lifa postulalífi í lítillæti. Þetta var í ársbyijun 1208. Um vorið 1209 eftir að hann hafði sameinast öðrum félögum, leitaði hann samþykkis Innocenzo III páfa á „lífsmynstri sínu“, sem var byggt á nokkrum setningum Postulaguðspjallsins. Eftir að hafa öðlast það ásamt því að vera falið að prédika synda- refsingu, hóf hann ásamt munk- um sínum fátæklegt líferni og ferðalög. Hann fór í pílagríms- ferðir um alla Ítalíu og einnig fór hann alla leið til Egyptalands. Ummerki um hann fínnast í Frakklandi og Spáni og víðar. Hann leitaði ávallt að stöðum, sem voru hentugir fyrir einvenr til að stunda samfélag við Guð. Eftir að hafa átt við margvísleg veikindi að stríða, dó hann aðeins 44 ára gamall, 3. október 1226. Jarðneskar leifar hans hvfla í grafhvelfíngu undir gólfi kirkj- unnar, sem er helguð honum í fæðingarbæ hans. til Asíu FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 105 RVK SÍMAR 29997 & 622970 Verna fjallið og heilagur Francesco Árið 1213, þegar Francesco var í postulagöngu hitti hann greifann Orlando Cattani, sem hafði heill- ast af innri ákafa heilags Frances- co og postulalífi hans og bauð honum að gjöf Vemafjallið. Eftir að greifinn hafði látið búa til nokkra fátæklega klefa, fór heilagur Francesco þangað árið eftir. Orlando greifi lét einnig byggja „litlu kirkjuna" fyrir kirkjuathafnir munkanna. Grámunkamir skráðu ítarlega síðustu dvöl heilags Francesco í Vemafjallinu, sem var frá miðjum ágúst til 30. september 1224. Föstumorgun 14. september 1224, birtist heilögum Francesco Kristur krossfestur í líki engils og hann sá á líkama hans sárin eftir krossfestinguna. Fyrir þenn- an sérstaka og einstaka atburð er Vemafjallið kallað „Golgata engilsins“. Kapella fuglanna og heila- grar Mariu Kapella fuglanna var byggð árið 1602 til minningar um það Krossfestingin eftir Andrea Della Robbia. þegar skógarfuglamir söfnuðust saman í hópum til að bjóða vel- kominn heilagan Francesco með glaðlegum söng, í fyrstu heimsókn hans á fjallið sumarið 1214. Þar sem kapellan var byggð þótti hei- lögum Francesco gott að hvíla sig og þá sungu fuglamir fyrir hann. Fyrir ofan kapelluna er boga- myndaður inngangur í helgistað- inn. Þegar komið er inn blasir við Kapella heilagrar Maríu, sem er yfirleitt kölluð „litla kirkjan". Hún var byggð að beiðni heilags Fran- cesco og tileinkuð Maríu mey, sem hafði birst heilögum Francesco og sýnt honum staðsetningu og stærð fyrstu kirkju Vemafjalls. La Basilica (aðalkirkjan) í bratta fyrir ofan Kapellu heil- agrar Maríu er torg þar sem aðal- kirkjan stendur. í kirkjunni er hluti af stærsta listræna auði helgistaðarins La Vema, sem eru málaðar keramik- töflur, samtals 15 á helgistaðnum. Töflumar eru eftir Della Robbia, sem var flórensk myndhöggvara- íjölskylda, sem var uppi á 16. og 17. öld, — gjöf frá guðhræddum og örlátum fjölskyldum. Gangnr kennimarka Krists Gangur þessi var byggður árið 1578 til að gefa Grámunkunum tækifæri nótt sem dag, jafnt sum- ar sem haust, að halda í fylkingu til Kapellu kennimarka Krists. I ganginum eru kalkmálverk, sem sýna mikilvægustu atburði í lífi heilags Francesco og em eftir þekktan flórenskan málara, Bac- cio M. Bacci. í miðjum gangi er lítil hurð, sem liggur að rúmi heilags Francesco, í rökum og köldum helli, ógn- vænlegur útlits og í honum eru stórir steinar og á einum þeirra er járngrind. Hingað kom hinn Reykingar á flugvöUum og í flugvélum Það vakti athygli ferðaritara fyrir fáum dögum á Helsinki- flugvelli, að þar hefur verið komið upp skiltum sem kveða um að þar skuli ekki reykt — hvergi. Þessi nýja skipan virtist ekki valda neinum erfiðleikum eða umtali hjá flugvallargest- um og ekki annað að sjá en þeir tækju henni með mikilli rósemi. Ekki er vitað um til- drög þessa nýja fyrirkomulags, sem er áreiðanlega nýstárlegt í heiminum, en má vafalítið rekja til vaxandi skilnings stjórnvalda víðsvegar um heim, að tóbaksreykingar eru heilsu- spillandi og mikill mengunar- valdur, ekki síst í umhverfi þar sem mikill mannfjöldi er sam- ankominn, meðal annars börn og gamalmenni. Reykingar bannaðar í innanlandsflugi Fyrir skömmu voru reykingar alveg bannaðar í innanlandsflugi okkar. Allir vita að tóbaksreykur í litlu farþegarými, til dæmis í Fokkervélum og þaðan af minni vélum, leitar skjótt um allt far- þegarými og hefur um árabil vald- ið ótöldum fjölda farþega miklum óþægindum og beinlínis heilsu- tjóni. I litlu farþegarými hefur lítið að segja, hvort menn hafa verið skráðir í reyk- eða reyklaust svæði. Spurning í utanlandsf lugi í utanlandsfluginu gilda enn reglur um reyk- og reyklaus svæði. Þó að í stærri þotum sé meiri loftræsting og rýmra til lofts og veggja, leitar tóbaksreykur samt fljótt út fyrir merkt reyk- svæði, til þeirra er vilja vera laus- ir við hann. Hlýtur þetta að vera athugunarefni fyrir flugrekstrar- aðila og heilbrigðisyfirvöld, hér sem annars staðar. Ýmislegt sýn- ist mótsagnakennt í sambandi við eldvarnir í flugvélum. Til dæmis er stranglega bannað að geyma eldfim efni eins og eldspýtur í farangri, vegna hugsanlegrar sprengihættu. En á sama tíma er leyfð opin glóð í vindlingum, alls- staðar nema á salernum og vænt- anlega í flugstjórnarklefa, að und- anteknum örfáum mínútum fyrir lendingu og flugtak. Aukið mengnnareftirlit í almennri ferðaþjónustu er víða mikil breyting í reykvömum. Til dæmis er algengt við bókun á borði í veitingahúsi, að spurt sé hvort menn kjósi reyklaust svæði eða ekki. Ekki er vitað hvort þessi nýjung hefur náð til íslenskrar veitingahúsamenningar. í bókun- um á alþjóðlegar ráðstefnur er í vaxandi mæli spurt hvort menn reyki og tillit tekið til þess í niður- röðun á fundum og í veislum. Áratuga gamlar síbyljur Reykingar virðast hafa minnk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.