Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 14
ÁSDÍS JENNA JENSDÓTTIR Góðar hendur Margar hendur hjálpa mér í stólinn margar hendur hjálpa mér að klæða mig margar hendur keyra mig úti margar hendur eru allar svo góðar. (Des. 1986) Ör- vænting Allir krakkamir fara út að leika sér. Ég sit ein eftir. Alit í einu heyri ég fótatak, ég verð hrædd mig langar til að deyja — en ég get ekki dáið. (Sept. 1986) Sumar- dagurinn fyrsti Bíddu við og hlustaðu ég ætla að segja þér fréttir sumarið er að koma réttu fram lófana og sólin gefur þér geislana sína sem eru fullir af hjartahlýju og birtu. (20/4 1988) Höfundur er nemi í Reykjavik. Skákin kemur t\\ íslands Iarabískri sögu sem skrásett er á níundu öld segir svo að sonur drottningar einnar á Indlandi hafi fallið í orrustu. Enginn þorði að færa henni fréttirn- ar og var þá leitað til spekings er Qaflan hét. Hann tók sér þriggja daga umhugsunarfrest en kallaði þá til sín smið og lét hann smíða borð með 64 reitum og skákmenn. Síðan kenndi hann lærisveinum sínum mannganginn og skák- reglurnar og sagði: „Þetta er stríð án blóðs- úthellinga." Drottningin frétti nú af þessum nýja leik og kom til að horfa á taflið. Þá vildi svo til að annar teflandinn mátaði hinn og sagði „skák mát“ en það þýðir á íslensku „konung- urinn er fallinn." Þá áttaði drottningin sig á að sonur hennar mundi hafa fallið og sagði: „Sonur minn er dáinn." Spekingurinn svaraði: „Þú hefur sagt það.“ Drottning bauð spekingnum síðan laun og bað hann þá, svo sem frægt er orðið, um að sér yrði gefið eitt hveitikom á fyrsta reitinn, tvö á þann næsta, síðan fjögur, átta, sextán o.s.frv. Þegar komið er á 64. reitinn er komin ævintýraleg summa sem samsvar- ar hveitiuppskeru allrar jarðarinnar í nokkur ár. Samkvæmt öðrum sögnum var taflið fundið upp til að kenna ungum prinsum hernaðarlist en önnur sögn er að friðsamur konungur hafi notað það til að sýna ná- grannakonungunum fram á að unnt væri að Ieysa deilur án þess að úthella blóði. f Evrópu gekk hins vegar lengi sú sögn að skáktaflið hefði verið fundið upp í Tijóu- stríðunum, annað tveggja af Tijóumönnum eða Ödyseifi. Hvað sem slíkum sögum líður þá þykir vafalaust að uppruna skáktaflsins megi rekja til Indlands, líklega á 6. eða 7. öld eftir Krists burð. Þaðan barst það austur um Kína og Japan, suður til Austur-Ind- lands, norður í Rússland og vestur yfír Persíu og ríki araba í Litlu-Asíu og Norður- Afríku til Evrópu. Skáktafls er fyrst getið í Evrópu snemma á 11. öld en hefur trúlega borist þangað fyrr. Arabar fluttu skáktafíið til Spánar og Ítalíu. Þaðan barst það um Frakkland til Englands en yfir Alpafjöll til Þýskalands og Norðurlanda. Það er áreiðanlega komið til íslands á fyrri hluta 13. aldar en gæti verið komið hingað á 12. öld. Heimildir um skák á miðöldum eru af ýmsu tagi. f fyrsta lagi eru rit um skák. Þar á meðal eru kennslurit þar sem mann- Eftir JÓN TORFASON gangurinn og fleiri grundvallaratriði eru kennd, skákdæmasöfn og loks siðfræðileg verk en þá er skákin á einhvem hátt uppi- staða í dæmisögu eða líkingu. Næst er að telja stakar klausur eða bendingar um skák- iðkun í ritum sem fjalla um annars konar efni, t.d. sögum og sagnfræðilegum verkum, ferðabókum eða deiluritum og í erfðaskrám er stundum minnst á vegleg skáktöfl. í þriðja lagi má nefna áhöldin sjálf, taflborð dg menn, og loks eru til myndir af fólki sem situr að tafli. Loks geta orð um skáktafl gefið vitneskju um útbreiðslu íþróttarinnar. Skákin var framan af eign hástéttanna og við hirðir konunga og höfðingja dvöldust stundum færir skákmenn sem þreyttu tafl við kollega sína. Kirkjan leit skákina hom- auga í fyrstu eins og flest önnur spil, eink- um vegna þess að oft var fé lagt undir og gat það numið háum upphæðum. Kirkjan virðist þó ekki hafa beitt sér harkalega gegn skákinni og á síðari hluta 13. aldar eru heimildir fyrir því að skáktafl væri iðk- að í klaustrum. í háskólunum var hins veg- ar lengi amast við skák og hvers konar ten- ingaspilum. Skákin breiddist smám saman út til annarra stétta og í lok miðalda tók vaxandi borgarastétt ástfóstri við hana en hún var sjaldnast iðkuð af lægstu stéttun- um, vinnumönnum, iðnsveinum, búkörlum og þjónustufólki. Skák var leikin með líkum hætti í allri Evrópu. Þó vom ýmis konar afbrigði í gangi, t.d. í sambandi við hrókun, fyrsta leik peðs og framhjáhlaup. Var um það sem víðar sinn siður í hveiju landi eða jafnvel hveiju héraði. Á síðari hluta 15. aldar urðu miklar breyt- ingar á gangi drottningar og biskups. Drottningin gekk áður einn reit skáreitis en færðist mjög í aukana og fór að ganga eftir öllum Iínum, lárétt, lóðrétt og á ská eins og nú tíðakst. Átti hún áður mest völ á fjórum reitum en nú 27 á auðu borði. Biskupinn fylgdi í kjölfarið. Hann gekk eft- ir skáklínum en komst aðeins á næst-næsta reit við þann sem hann stóð á en nú má hann fara eins langt og hann getur eftir skálínunum. Áður komst hann á fjóra reiti en nú á þrettán þannig að hann er aðeins hálfdrættingur á við drottninguna. Við þes'j- ar breytingar varð skákin harðari leikur en jafnframt erfíðari. Til dæmis var heimaskíts- mátið 1. e4 — e5, 2. Bc4 — d6, 3. Dh5 — Rc6, 4. Dxf7Y óhugsandi samkvæmt eldri skákreglunum. Var um hríð gerður greinarmunur á eldri leikshættinum og þeim nýja og talað um nýju skákina eða drottningarskák. Fljótlega féllu þó fyrri leikreglumar í gleymsku. Eft- ir þetta varð að tefla nákvæmar en áður og menn fóru að rannsaka skák á kerfís- bundinn hátt. Farið var að semja skák- bækur og prenta. Lengi vel var skákin mest iðkuð í meira og minna einangruðum klúbbum og heima- húsum. Keppnir milli landa voru fátíðar en frægir skákmenn tókust þó stundum lang- ferðir á hendur til að etja kappi við nafn- fræga skákmenn í öðrum löndum. Þegar kemur fram á 19. öld verður skákstarfsem- in alþjóðleg. Farið er að halda skákmót og gefa út skáktímarit og bækur. Um leið dýpk- aði skilningur manna á skáklistinni og hún kemst á vísindalegan grundvöll. Leifar taflborða og taflmanna hafa fund- ist í gröfum á Norðurlöndum þannig að ein- hvers konar töfl hafa tíðkast þar frá ómuna- tfð. Ekki hefur það þó verið skáktafl. Stund- um hafa teningar fundist með þessum leif- um. í Völuspá segir um iðju goðanna í ár- daga: „Tefldu í túni, teitir voru“ (8. vísa) og þegar jörðin rís úr djúpinu eftir ragnarök er talað um að gullnar töflur fínnist í grasi (59. vísa). Goðafræðingurinn von Hamel gat þess til að goðin hafi notað töfl þessi til að stjórna heiminum en þursameyjamar sem komu úr Jötunheimum hafi truflað þá við taflmennskuna en upp úr því byijaði að halla undan fæti í goðheimum. í Rígsþulu er tafl ein þeirra íþrótta sem ,jarli“ byijaði að læra. Víða er getið um tafl í fomum ritheimild- um en þar mun oft fremur átt við hneftafl eða einhver önnur töfl en skáktafl. Til dæm- is yrkir Rögnvaldur kali Orkneyjajarl vísu um miðja 12. öld þar sem hann telur upp íþróttir sínar. Þar segir: „Tafl er eg ör að efla, íþróttir kann eg níu.“ Hann telur sum sé taflið fyrst af íþróttum sínum. í fomlög- unum em ákvæði sem banna fjárhættuspil: „Það er mælt í lögum vom að menn skuli eigi kasta verplum [þ.e. teningum] til §ár... .Menn skulu og eigi tefla svo að þeir leggi fé við og enga þá hluti er manni þykir betra að hafa en án að vera“ (Grágás 11, 169). í þessum tveim dæmum er líklega ekki átt við skáktafl. Frá 13. öld em hins vegar varðveittar frásagnir sem sýna þekk- ingu á skák þannig að þá er skákin ömgg- lega kunn á íslandi. Willard Fiske ritaði merka bók um skák og önnur spil á íslandi, Chess in Iceland. Þar varpar hann fram þeirri hugmynd að skákin hafí borist hingað frá Englandi með íslenskum mönnum sem stunduðu nám þar eða lögðu leið sína þangað á síðari hluta 12. aldar. Sem líklega kandidata nefndi hann Þorlák heiga, biskup í Skálholti 1178-93, og Pál Jónsson, biskup í Skálholti 1195-1211, sem dvöldu þar langdvölum en einnig Hrafn Sveinbjamarson (d. 1213) en hann fór þangað pílagrímsferð til grafar Tómeisar Beckets um aldamótin 1200. Annars rökstuddi Fiske tengslin við Eng- land einkum með því að nöfn mannanna í ensku og á íslensku væm af sömu rótum mnnin en frábmgðin nöfnum sömu manna í Norðurlandamálunum. Nefnir hann til dæmis: íslenska: Enska: Danska: hrókur rook torn riddari knight springer biskup bishop löber peð pawn bonde 1 rauninni er ekki mikið á þessum dæmum að byggja. Dönsku nöfnin á riddara og peði, springer og bonde, em komin úr þýsku á 16. og 17. öld en áður tíðkuðust skyld orð í ensku og íslensku nú. Þannig nefndist ridd- arinn t.d. ridder á dönsku fram á 17. öld. Nöfnin á biskupi og hrók vom hins vegar með mörgu móti í Evrópumálunum á miðöld- um. Nafnið bishop fínnst ekki notað um skákmanninn fyrr en á 16. öld á ensku og ekki er farið að kalla hrókinn tum eða kast- ala (sbr. d. tom) fyrr en á 16. öld. Ekkert verður því af þessu ráðið um útbreiðsluleið- ir skákarinnar. Önnur orð benda jafnvel í aðra átt en til Englands. Orðið skák (danska skak) er komið úr þýsku schach eða miðlágþýsku schak en enska orðið chess er skylt franska nafninu á leiknum écheces en það á upp- mna i latinu, scaci. Það er því varlegast að fullyrða ekkert um það hvaða leið skákin barst til íslands. Hún gæti verið komin frá Englandi eða frá Norðurlöndunum en islenskir menn gætu líka hafa kynnst henni á námsferðum í Þýskalandi eð Frakklandi, í suðurgöngum til Rómar og jafnvel i krossferðum til Lands- ins helga. 4 Taflmenn úr fílabeini eða rostungstönn, frá tíma Karlamagnúsar. Höfundur vinnur á Þjóöskjalasafninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.