Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 23
inental-hringurinn sem starfar um allan heim, býður öllum með- limum sérkjör. Ef hann kynnir skírteini við innritun, fær hann svítu án aukakostnaðar sé hún fyrir hendi. Hótelstjórinn sendir gestinum blóm, konfektkassa eða rauðvínsflösku upp á her- bergi og konunnar bíða blóm og ilmvatn. Meðlimir í Marriott-hringnum fá send sértilboð mánaðarlega með tölvuútskrift um stigafjölda sem þeir eiga inni. Nýjasta til- boðið eru sérkjör á lystiskipinu Sea-ward um Karíbahafið í haust eða vetur. Keppt er um Marri- ott-mynd mánaðarins og 20 þús- und punktar í verðlaun, sem gefa sérstök fríðindi. 50 hand- hafar RESO-skírteinis fengu sendan glaðning í ágúst, kynntu sérstaka hátíðatónleika í Gauta- borg með Pavarotti 1. september og buðu upp á sérstakt tilboð til viðskiptamanna sinna — hótel- gistingu, fímmrétta hátíðamáltíð og hljómleika með Pavarotti fyr- ir 1.900 sænskar krónur. íslensk tilboð Hótel Edda kynnti sérstakt tilboð sem gilti í tiltekinn tíma; 860 krónur á mann í tveggja manna þerbergi, ef gist væri í flórar nætur. Fróðlejgt að vita hvað margir hafa notfært sér það. Eins hafa íslensk hótela- samtök kynnt tilboðsverð, ef keypt eru hótelkort á viðkomandi hótelum — 1.900 krónur fyrir manninn í tveggja manna her- bergi — tæpar 4.000 krónur fyr- ir hjón eða hátt í 100 Banda- ríkjadali. Arnarflug býður nú upp á stjörnugjöf eða punkta- söfnun, sem greinilega tekur mið af hinni erlendu þróun er að framan greinir, en því og ýmsu öðru í rekstri Arnarflugs verða gerð nánari skil á næstunni. Belgía er ennþá lítil, en býr yfir verðmætum, sem auðvelt er að komast yfir að skoða. fuglamarkaðir setja svip sinn á torgið. Lítið land sem býr yfúr miklu Belgia er litið land með margt að sjá, sem auðvelt er að skoða á stuttum tíma. Sam- göngukerfið er mjög fullkomið innanlands og milli landa, en Belgia hverfur stundum í skuggann af nágrannalöndun- um. Fróðlegt er að vita fyrir ferðamann, sem ætlar sér að aka um Evrópu i sumar — hvað er helst að sjá og skoða i Belgíu. Ferðablaðið leitaði svara lijá belgiskum ferðamálafrömuði. Lítið, snoturt konungsríki „Belgía er lítið, snoturt kon- ungsríki," sagði Anthony Trollop einu sinni um Belgíu. Viðmælandi Ferðablaðsins tekur undir þessi orð og bætir við: Belgía er ennþá lítU, en býr yfír verðmætum, sem auðvelt er að komast yfír að skoða. Margir segja að landið eigi „fallegasta miðaldatorgið í Evr- ópu“ — aðrir sjá „lifandi leikhús" í gömlum miðaldaborgum. Fallegasta miðaldatorgið Grand Place-torgið í Brussel heillar ferðamenn til sín. Það kost- ar ekkert að njóta skrautlýsinga á framhliðum húsaraðanna að kvöldlagi, eða njóta þess að horfa á litríkt mannlífíð að degi til. Þjóð- leg hátíðahöld og flölbreytilegir markaðir, til dæmis blóma- eða Mannlífið er litríkt. „Lifandi leikhús“ Aðrir áhugaverðir staðir eru Rúbens-húsið í Antwerpen, Liége- höllin, miðaldaborgin, Brugge, sem oft er nefnd „lifandi leikhús", einnig eru kastalamir í Ardenna- flöllum mjög vinsælir. Auðvelt og ódýrt er að skreppa með lest frá Brussel til þessara staða. Ferða- menn geta notfært sér mörg hag- stæð lestarfargjöld innan Belgíu og líka til nágrannalandanna. Þrír tímar frá landamærum Margar brautarstöðvar eru með reiðhjólaleigu. Það kostar um 195 krónur að leigja hjól á dag. í Belgíu er ferðamaðurinn aldrei í meira en þriggja klukkutfma fjar- lægð frá landamærum Frakk- lands, Lúxemborgar, Hollands eða Þýskalands, hvort sem hann er í bíl eða lest. Vegna smæðar sinnar og legu er Belgía góður mið- punktur til að ferðast út frá til nágrannalanda. Freistandi vöfflur Matargerðarlist Belga er við- brugðið og hennar er hægt að njóta hvort sem er á lúxus-veit- ingastöðum, á litlum kaffíhúsum eða „bitastöðum", sem alls staðar er að finna miðsvæðis í borgunum. Þar eru steiktir smáréttir og freistandi vöfflur, sem Belgar sér- hæfa sig í, alltaf á boðstólum. Úrval af „pakkaferðum" og hagstæðum ferðatilboðum er til staðar, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Ferðamaður sem ferðast á eigin vegum, getur alltaf valið á milli ferða til miðaldaborganna Brugge og Gent. Ferðir til mið- aldaborganna kostar um 1.200 krónur, en ferð til Ardennafjalla frá Brussel kostar 1.360 krónur. r HOPFERÐABÍLAR - ALLAR STÆRÐIR Ö SÍMAR / 82625 ^ 685055 er hótel fyrir þig Velkominá HÓTEL HVERAGERÐI simí 99-4700. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' ííóum Moggans! rí> LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.