Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 18
Friðsælt er að ganga eftir skógarstígum í nágrenni Oslo. Sjósóknar- og víkinga- söfn á Bygdö Bíll ber okkur út á Bygdö, meðfram konunglegum hesthús- um, framhjá gróskumiklum eplatrjám við myndarleg íbúðar- hús. Héma er íslenska sendiráðið og fleiri erlend sendiráð í eftir- sóttu hverfí í Osló. Söfnin bera vitni um harða sjósókn og útþrá; þama er víkingaskip Asu drottn- ingar, grafið úr haug 1904 eftir um 1100 ára haugsetu, bambus- fleki Thor Heyerdahls, Kon-Tiki, er sigldi yfír Kyrrahafíð frá Perú til Pólónesíu 1947 ogpapírusbátur hans, Ra 11, sem sigldi yfir Atl-' antshafíð frá Marokkó til Barba- dps 1970 (ævintýralegir farkost- ir!), heimskautaskipið Fram, er flutti Fridtjof Nansen til norður- skautsins 1893-96 og Roald Amundsen til suðurskautsins 1910-14, en þar bera íshryggir norsk nöfn — „Fjallakeðja Maud drottningar“ og „Háslétta Hákons konungs Vll“ og fleira. Byggðasafn, minnisvarði og sjómannakirkja Á Bygdö er líka byggðasafn í' líkingu við Árbæjarsafíi, með staf- kirkju, stafnbúri og hinni hlýlegu, eldri húsagerðarlist Norðmanna. Á ystu nöf Bygdö stendur fallegur minnisvarði um þá Norðmenn er létu lífíð fyrir fóstuijörðina á stríðsámnum. Mótlæti stríðsins og eftirstríðsárin vom harður skóli fyrir Norðmenn, en kenndi þeim bæði spamað og ráðdeild — reynsla er Islendingar urðu ekki ríkari af. Eftir göngu um söfnin er gott að heimsækja Sjómanna- kirkjuna og fá sér kaffi og heitar vöfflur (10 krónur norskar), en sjómannapresturinn heimsækir sæfarendur í Oslófírði er ekki hafa tíma til að koma í land. Við kirkjuna er safnast saman við sérstök tilefni, farið í leiki og sungið. Bátsferð um Oslófjörð Bátur gengur á 15 -mínútna fresti frá Bygdö að Ráðhústorgi. Krónprinsparið, Sonja og Haraldur, með Mörtu Lovísu (bráðum 17 ára) og Hákon Magnús, 15 ára. Á sumrin er hægt að velja um lengri og styttri bátsferðir um norska skeijagarðinn, þar sem allt er þakið grænum skógi, þéttri sumarhúsabyggð með báta og fána við hún hjá hverri „hyttu". Dansk-norska Ákershús — kast- alavirkið — rís tignarlega yfír inn- siglinguna til Osló. Ráðhúsið er líka svipmikið, þar er upplýsinga- miðstöð ferðamanna á fyrstu hæð. Daglega fer feijan „Dana Gloria" til Kaupmannahafnar kl 5 e.h. og „Prinsess Ragnhild" til Kiel kl. 2 e.h., báðar koma kl. 9 að morgni á áfangastað — megin- landið er nálægt — Akraborgin siglir aðeins til Akraness! Gamla Akers-bryggjan með nýjan svíp Úr bátnum blöstu við gömlu hafnarhúsin við Akersbryggju - þar er mikið um að vera og þang- að er stefnt. Margir hafa safnast saman til að hlusta á útileikrit, böm una sér í leiktækjum á bryggju, en fjöldinn flæðir inn í gamla hafnarhúsið, sem er nýlega búið að endurbyggja og breyta í litlar, spennandi verslanir og nota- leg veitingahús. Oft er talað um, að Noregur sé dýrt land, en vöru- val er vandað og margt er á viðr- áðanlegu verði og heimsókn á Akersbryggju er sannarlega þess virði. Holmenkollen Frá sjónum upp í hæðimar; Oslóbúar eiga fjölbreytt val á búsetu — niðri við sjó, uppi á út- sýnishæðum og úti á eyjum. Og klifíð er upp í hæðimar, hærra og hærra og gengið út á útsýnis- pall Holmenkollen og horft yfír Flatey - Lundey og sjóstangaveiði frá Húsavík Dregið úr dímmu djúpi SkjáJfandaflóa „Skoðunarferðir um Skjálf- anda á hraðbátum — sjófuglar og sjóstangaveiði —“ stendur á kynningarkorti Húsvíking- anna; Guðmundar Hólmgeirs- sonar, Stefáns Guðmundssonar og Óla Austfjörð. Merk nýjung í vali ferðamanns, sem flakkar um Norðausturhomið í leit að afþreyingu. Og hraðbáturinn KVnCK þýtur eftir öldunum út í Flatey á klukkutíma; út í Lundey á 20 mínútum og aðeins 10 mínútna „stím“ út á frábær fiskimið i Sandvík — þar sem drottning veiðiáa í þessum landshluta feilur niður með nesinu — þar sem laxarnir hefja göngu sína upp í Laxá í Aðal- dal (laxinn tekur ekki æti í sjó!). Ferðablaðið fór í ævin- týralega sjóstangaveiðiferð að kvöldlagi með Óla Austfjörð — á að sjálfsögðu ættir að rekja til Austfjarða. Gefið í frá Húsavíkurhöfn Þokan lónaði út og inn yfir daginn og að ráði varð að bleyta í færunum um kvöldið — líka ævintýralegt að sigla inn í þokuna eftir lognkyrrum haffleti. En það stóðst á endum, þegar KVIKK lagði frá festum í Húsavíkurhöfn, hreinsaði hann sig; síðustu geislar kvöldsólar speglast út við sjón- deildarhring; sjónvarpsloftnetið á Húsavíkurfjalli birtist smám sam- an og Lundey rís eins og klettur marandi í þokuhafi. Og nú gefur Óli AustQörð í — báturinn rís og kyssir rétt öldumar. Oll lognmolla landkrabbanna hreinsast burt í einu vetfangi, þegar hafgolan stendur beint í andlitið og veiði- maðurinn, sem leynist f hveijum manni, lætur á sér kræla! „Ekki víst að fá hann þó lóði“! Á Saltvíkurmiðum stýrir Óli eftir undratæki — dýptarmælin- um, sem sýnir alla regnbogans liti í sjónskjá fyrir framan okkur. „Rauði liturinn er botninn, en þegar gult blandast saman við og miklir bólstrar stíga upg, þá eru torfur á ferð,“ útskýrir Óli. Bemt yfir einum bólstrinum stöðvar Óli vélina og lætur KVIKK slúðra yfír torfunni. „Allir strax út með pilkuna," hljómar frá stjómklefa. Nú gilda skjót handtök við að krækja sér í soðið, en sterkir straumar geta borið bátinn á svip- stundu á brott frá torfunni. „Gætið þess að törnist ekki“ Og pilkan rennur liðlega niður — listin er að láta hana snerta botninn, síðan að keipa færið hægt. „Gætið þess aðeins að törn- ist ekki hjá ykkur, þá fer allt í flækju," segir Óli. Fyrst eru við- vaningar í sjómennsku of seinir; bæði í viðbrögðum og líka að skilja hið skemmtilega sjómanna- mál; — en yfír þriðju torfunni og í þriðja slúðrinu færist fjör í leik- inn og Óli hefur ekki undan að hjálpa landkröbbum að hala inn aflann. Þyngsti drátturinn sýnir fisk á öllum þremur önglum slóð- ans! Það er spennandi að sjá hvað birtist á önglinum — er það ýsa eða konungur Islandsmiða, þorsk- urinn — lúða eða ufsagrey? Margt getur komið upp úr djúpi hafsins. Að skynja brot af sjó- mannalífinu Allt í kringum bátinn fljúga og synda múkkamir, frekir og fjör- ugir eins og illa upp aldir kjöltu- rakkar — eins og þeir bíði eftir að Óli laumi einhveiju að þeim — þeir verða ekki fyrir vonbrigðum og beijast um bitana með hávaða- gargi. Skyndilega er kerið fullt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.