Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 22
POTT- ÞETTAR tsn*iu AGOÐU Allar RING bílaperur bera merkið © sem þýðir að þœr uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. Munið að ökuljósin eru öryggistæki. RING bílaperurnar fóst á bensínstöðvum Skeijungs Stærsta hótel á N or ðurlöndum Eftir um 19 mánuði, eða í aprílbyijun 1990, verður vígt og tekið I notkun stærsta hótel á Norðurlöndum — um leið hæsta bygging Oslóborgar — hótelið OSLÓ PLAZA í eigu norræna hótelhringsins RESO. Hótelið er byggt á 34 hæðum í nýju hverfi Osló, Vaterland, þar sem líka verður lengsta yfirbyggða göngu- og verslunargata Osló — í líkingu við Covent Garden I London og Les Halles í París. í hinu glæsilega hóteli verða 712 herbergi, 16 svítur, fjöldi ráðstefnusala og veitingahúsa. OSLÓ PLAZA kemur til með að setja nokkuð nýjan svip á út- lit Osló, sem hingað til hefur verið lágreist borg og mikið dreifð. Útflutningur norrænnar hótelþjónustu í nýju fréttabréfi RESO- hringsins — eins af þremur stærstu hótelhringjum á Norð- urlöndum — kemur fram, að stjómendur hótelasamsteypunn- ar leggja í vaxandi mæli áherslu á útflutning norrænnar hótel- þjónustu; meðal annars í formi hótelframkvæmda, hótelhönnun- ar, stjómunar og beinlínis hótel- rekstrar á erlendri grund. RESO-hringurinn hefur til dæm- is gert samninga við Sovétmenn um að gjörbylta hinu gamla, þekkta hóteli í Leningrad, Grand Hótel Evrópa — um áramótin verður þar opnað að nýju á göml- um grunni, fyrsta 5 stjömu hót- el Sovétríkjanna. -\ Aukin sértilboð í ferðaþjónustu / Ef litið er í fagblöð nágranna- landanna og ferðamálarit gefur að líta allskyns sértilboð, sem setja í vaxandi mæli mark sitt á ferðaþjónustuna. Hótel kynna legt boð flugfélaga og hinna stóru erlendu hótelhringa gefur sérstök fríðindi, sem viðskipta- menn geta síðar notfært sér í einkaerindum, til dæmis frítt flugfar fyrir maka, sérkjör á hótelum sem viðkomandi flugfé- lag á samstarf með og fleira. Vildarkjör hjá hótelhringum Allir meðlimir RESO-klúbbs- ins — sem menn ganga í sér að kostnaðarlausu, eftir eina gisti- nótt á RESO hóteli — fá fímmtu nóttina fría, eftir fjögurra nátta gistingu. Hótelpantanir eru tekn- ar niður í fríum síma, sem síðan bókar með tölvu alla umbeðna þjónustu samstundis. Intercont- Inngangur í Osló Plaza. hvert sértilboðið á fætur öðru, stofna samtök með félögum sem boðin eru sérstök kjör og flugfé- lög safna nýjum félögum í sér- klúbba sína og bjóða ný og ný gylliboð. Farþegar, sérstaklega þeir sem láta skrá sig í félögin, safna síðan punktum eða stjöm- um, sem gefa mismikil fríðindi — allt frá fríum kvöldverðum upp í hnattferð fyrir tvo. Höfðað til manna í viðskiptaerindum Flest þessi tilboð eiga það sammerkt, að keppst er við að höfða til manna sem ferðast í viðskiptaerindum; að safna mílum; punktum; auknum mílu- eða gistináttafjölda. Sameigin- Tjaldið Tjaldið er svefn- og samko- mustaður göngumanna. Tjaldið á að vera létt og fyrirferðarlí- tið svo hægt sé að flytja það með sér um víðar óbyggðir. Það er skjól í slæmum veðrum, heimili göngumanna. í mörgum tilfellum er betra að sofa í tjaldi en t.d. yfirfullum fjallaskála og á þetta bæði við sumar og vetur. Miklu skiptir að tjaldið sé létt, því göngumenn verða að bera það með sér ásamt öðrum útbúnaði. Tjaldið verður fyrst og fremst að vera vatnshelt, þola talsverðan vind og í sumum tilfellum álag fannfergis. Síðast en ekki síst verður að vera hægt að tjalda því nokkuð víða, jafnvel þar sem eng- in hælfesta er. Ýmist eru tjöld með áföstum himni eða lausum. Himinninn vamar því, að regn hripi niður í gegnum tjaldið, heldur rennur bleytan niður utan og innan á himninum. Þess ber sjálfsögðu að gæta, að himinninn komist hvergi í snertingu við sjálft tjaldið, því þá er hætta á að leki inn í vistar- veruna. Tjaldið verður að „anda“, þ.e.a.s. sá raki sem myndast innan dyra verður að eiga greiða leið út í gegnum tjaldið. Innra byrðið er sjaldnast vatnsþétt, en stundum himinninn. Þá fer útgufunin í gegnum innra byrðið og sest inn- an á himininn, þéttist þar og lek- ur niður. Lögun tjalda er margvísleg. Nú tíðkast ekki aðeins hin hefð- bundnu tjöld, með bröttu þaki, heldur einnig braggatjöld, kúlutj- öld, sívöl tjöld o.s.frv. í sjálfu sér skiptir lögun tjaldsins ekki svo ýkja miklu máli, en mestu skiptir að það taki ekki mikinn vind, sé lágt og straumlínulagað. Sum tjöld hafa fordyri þar sem hægt er að elda eða geyma nauð- synlegan útbúnað í skjóli fyrir veðri og vindum. Þetta fyrirkomu- lag hefur mikla kosti og má mæla með slíkum tjöldum. Þá er brýnt að tjaldsúlumar séu léttar og sveigjanlegar, hrökkvi ekki í sundur við álag, t.d. fannfergi eða bögg. Flest tjöld hafa stög, en þó ekki öll. Það er kostur hafí tjaldið Mikilvægt er að hafa góðan tjaldútbúnað. ekki stög heldur standi uppi stuðningslaust. Tjaldgólfið á að vera fullkom- lega vatnshelt og á vatnsvörnin að ná eitthvað upp á tjaldveggina, t.d. tíu sentimetra. Það eykur notagildi gólfrýmisins ef veggirnir ná a.m.k. 30 cm lóðrétt upp áður en þeir fara að hallast inn á við. Göngutjöld eiga ekki að vera há. Sé loftrými lítið er auðveldara að hita tjaldið upp. Best er ef tjöld- in eru víðust og hæst við útgang- inn. í slíkum tilfellum er best að sofa með höfuðið við dyrnar. Himinninn á ekki að snerta tjaldið, heldur ná vel til jarðar á allar hliðar svo hann veiti full- komna vörn gegn veðri og vind- um. Brýnast er að tjaldhiminninn hafi skör, þ.e. að hann ná vel út á jörðina hringinn í kringum tjald- ið. Fyrir vikið er hægt að hlaða gijóti eða snjó á skörina og eykur það öryggið, vindurinn nær síður undir tjaldhimininn. í sportvöruverslunum fást yfir- leitt mjög góð tjöld. Hins vegar eru tjöld dýr og því mikilvægt að fólk skoði tjöldin vel og láti t.d. ekki nægja að skoða myndir af þeim uppsettum heldur óski eftir að sjá þau og prófa. Sigurður Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.