Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 17
LESBtíK [lyt! @ H @ E ; N j! B j \l\ [Áj [d] ! S i [ JJ N Jg 3. SEPTEMBER 1988 S B O K A R Aðalverslunargatan Karl Johan. Hvers vegna ekkí helgarferð til Osló? Iðandi mannlíf á Akers-bryggju við Ráðhúsið — en stutt er í óbyggðir. Osló var í sviðsljósinu þegar borgin fylltist af litríkum konum. íslensku konurnar voru yfir sig hrifnar af Osló; undruðust hve lítið við sækjum þangað. Norðmönnum hefur tekist vel að varð- veita sinar þjóðlegu hefðir — og sýna þær með stolti á ferða- mannastöðum; þess vegna eru norsk hótel og „hyttur“ svo nota- leg og hlý — og höfða til okkar. Osló; — elsta höfuðborg Norður- landa var stofnuð af Haraldi harðráða árið 1050. Með sína 450.500 íbúa er hún ekki stórborg á heimsmælikvarða, en hún sameinar stórkostlega mjúka, hlýja náttúru í skóglendi og eyjaklasa fast við borgina og við menningar- og næturlif er samboðið hverri stórborg. Og á veturna eru skíðasvæðin við borgardyrnar! Osló — borg í takt við tímann Osló hefur tekið miklum breyt- ingum síðustu 5 árin. „Kannski eru það nýju þjóðarbrotin, inn- flytjendur frá Indlandi, Pakistan og Alsír sem hafa flutt með sér léttara andrúmsloft og fjölbreytt- ari matseðil," segir Kristín Ara- dóttir hjá Flugleiðum í Osló. „Héma hefur sprottið upp úrval spennandi veitingastaða, nú er hægt að fá bjór og léttvín með mat í hádegi og Osló er komin með fleiri næturklúbba en Stokk- hólmur og hægt að skemmta sér til kl. fjögur á næturnar. Léttar „kabarett“-sýningar eru alltaf í gangi, fjölbreytt leikhúslíf, mál- verka- og listsýningar, í stuttu máli nóg við að vera“. Rómantískar skógarferðir á haustin „Það er yndislegt að ganga um í skóginum á haustin" heldur Kristín áfram, „fullt af berjum og náttúran skartár sínu fegursta í litum. Skógurinn er rétt hjá, að- eins að hoppa upp í lest í nokkrar mínútur og þá ertu kominn út í fijálsa náttúru. A haustin tíðkast líka að halda rækjuveislur (rækj- umar brotnar og borðaðar beint úr skelinni) með léttu víni úti í eyjum eða um borð í bátum. Norðmenn kunna að njóta lífsins og kunna best við sig í gönguskóm með bakpoka á leið út í náttúruna — klæða sig líka eftir veðurfari, ganga jafnvel í stígvélum niðri á Karl-Johan, aðalverslunargötunni — nokkuð sem við íslendingar myndum aldrei láta okkur detta í hug, segir Kristín og hlær! Sonja og Haraldur biðu í níu löng ár En við skulum ganga út í borg- ina, út í iðandi mannlffið á Karl Johan stræti; hlusta á götusöngv- ara, sem eru farnir að eigna sér nokkur götuhom, setjast niður með bjórglas í Stúdentalundi, þar sem hægt er að horfa yfir gos- brunna og tjamir og á nýja leik- húsið, háskólann og konungshöll- ina. Gaman er líka að ganga upp að höllinni og í gegnum hallar- garðinn. Síðan að koma við í bóka- búð og líta í norsku blöðin, sem eru þessa dagana full af frásögn- um af krónprinshjónunum er fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli 29. ágúst; rómantísk ástarsaga um elskendur er biðu í níu löng ár. Núna eru Sonja og Haraldur bestu fulltrúar Noregs, elskuð og virt af norsku þjóðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.