Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 11
Lífsins tré sem er eitt af lægri spilunum í Tarot mjög til hins leynda, óþekkta, dulda, kven- lega og óræðna, gæti ekki gengið ósnortin fram hjá því hliði, sem leiðir til hins heill- andi völundarhúss Arkana. Niki de Saint Phalle leitaði í mörg ár að ákjósanlegasta staðnum, þar sem hún gæti hrundið hinni miklu áætlun f framkvæmd. Hún hafði í huga Suður-Frakkland, Norður-Afnku, Sik- iley, Arizona... Hún leitaði að stað langt frá stórborgunum, þar sem væri landsvæði án stórbygginga í nágrenninu, þar sem arf- leifð handverksmanna væri enn við lýði og þar sem hún gæti unnið í friði án þess að þurfa stöðugt að vera að hugsa um spell- virki og yfirgang, af pólitískum ástæðum eða af öðrum toga, eins og þau leiðindi sem hún varð að þola í Stokkhólmi í sambandi við „Paradís“. (Það er furðulegt hvað sumir stjórnmálamenn geta lagt sig fram um að tryggja, að heimsku þeirra verði lengi minnzt.) Eftir langa mæðu fann Niki de Saint Phalle gamla gijótnámu í landi, sem er í eigu eins af þekktustu blaðamönnum Ítalíu. Það átti eftir að koma í ljós, að hún hafði einmitt fundið það, sem hún hafði verið að leita að, í hvívetna. Og hún hóf að skipu- leggja og framkvæma það sem hana hafði dreymt um í áratug. Það er ljóst, að vinnuaðferð Niki de Saint Phalle, sem byggist að verulegu leyti á því að prófa og velja, myndi leiða til ýmissa Á myndinni sést höndin sem gnæfir yfir höfði töframannsins, en eftir að hún hafði verið þakin spegiibrotum hvárf hún inn í heildar- mynd rismikils höggmyndagarðs i suðurhluta Toscana á Ítalíu óvæntra hluta, þegar hún fengist við jafn- miklar stærðir og hér var um að ræða. Eín helzta smíðin meðal bygginganna er sam- bland tveggja Tarot-mynda við innganginn í gömlu gijótnámuna. Það er Töframaðurinn, spil nr. 1 í Tar- ot, sem hefur verið sameinað spili nr. 2, Æðstu hofgyðjunni. Töframaðurinn táknar frumorkuna í sinni skapandi og listrænu mynd. Æðsta hofgyðjan er ímynd hinnar kvenlegu undirstöðu, hún táknar hinn stöð- uga kraft náttúrunnar, innsæið, hið dul- ræna. Úr munni hennar mun renna lækur niður tröppumar. Hin feiknamikla hendi, sem gnæfir yfir höfði Töframannsins, var alltof stór. (Niki hefur alltaf verið í vandræðum með hend- umar á höggmyndum sínum.) Hvemig hún leysti þetta vandamál er einkennandi fyrir hana sem listamann. Hún er búin að þekja fingur handarinnar með spegilbrotum, sem gerir hana óefnisbundna og veldur því, að hún breytist stöðugt með birtunni. Ýmist hverfur hún nær alveg eða hún glitrar í sólskininu. Eftirfarandi frásögn lýsir því vel hversu fjarri nútíma byggingaraðferðum vinnu- brögð Niki eru: Turninn, spil nr. 16, var orðinn of hár, of yfirgnæfandi. Eftir mikið hugarstríð ákvað hún að klæða Tuminn einnig spegilbrotum. Og hann varð jafnvel enn stórfenglegri og furðulegri en hönd Töframannsins. En samt var Tuminn enn of hár. Nikil eitaði aðstoðar Jean Tinguely, sem sagaði burt steinsteypu á einni hliðinni og beitti síðan tjökkum, blökkum og talíum við að bijóta tvær hæðir, svo að stórt gap varð á sjöttu hæðinni. Þar kom hann fyrir einni af svörtu vélunum sínum. Þar patar hún út í loftið eins og Sísífos. (Sísífos, kon- ungur Kórinþu, fékk samkvæmt grískum goðsögnum þann refsidóm f undirheimum að velta geysistómm steini upp bratta brekku, en þegar hann er í þann mund að koma steininum upp á brúnina, veltur gijó- tið ofan aftur og gengur þannig endalaust. Innskot þýð.) Þar sem Turninn er tengdur því, að mennimir spái, en Guð ráði refsingu Guðs og Babelstumi, er hægt að líta á hina svörtu vél Tinguelys sem viðvömn um eld- inguna frá himnum, sem lýstur niður og þyrmur engu. í þessu fagra umhverfí er Niki de Saint Phalle að reisa minnisvarða á svipaðan hátt og bréfberinn Cheval gerði í Hauterive í Suður-Frakklandi í lok 19. aldar og Gaudi með Parqued Giiell í Barcelona í byijun þessarar aldar. Þetta er útkoman, hið per- sónubundna, það, sem hún byijaði á fyrir 30 ámm, lofgerð tileinkuð hinu bezta í fari okkar, hinu gáskafulla, bamslega, uppmna- lega og persónulega og að sjálfsögðu í þessu tilviki hinu sanna kvenlega. Gaf Svíum „PARADÍS“ Sem Olli Miklum Deilum Niki de Saint Phalle fæddist í París 1930 en bjó í New York 1933—51. Hún kom aftur til Parísar 1952 og hélt fyrstu sýningu á málverkum sínum í Sviss 1956. Hún gerði síðan ýmsar djarfar tilraunir á listferli sínum. Tröllkonan „Hún“, sem hún sýndi 1966, fyllti stóra salinn í Nútíma- listasafninu í Stokkhólmi og vakti mikla undmn áhorfenda. Ásamt manni sínum, Jean Tinguely, gerði hún höggmyndasam- stæðuna „Paradís" fyrir heimssýninguna í Montreal. Samstæðan var síðan gefin Nútímalistasafninu og var henni komið fyrir á Skeppsholmen í Stokkhólmi. Um hana spunnust hatrammar deilur og hefur hún nú verið flutt um set. Sv. Ásg. þýddi úr Mánadsjournalen. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.