Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 7
H Ö F U N D A R Martín Amis: Stórborgarkuldi og svört kímni Þorpið Reil við Móselána. Setið við að smakka. Vínbóndinn verður að treysta á bragðskynið. nægum „tunnuþroska" er það síað í gegnum bakteríuþétta síu og síðan tappað á flöskur. Vélvæðing er skammt á veg komin hjá smærri vínbændum, og þess vegna er flöskuþvotturinn, átöppun og merking, mik- il vinna. Hverja flösku þarf að handfjatla rúmlega 20 sinnum, áður en hún tilbúin til sölu. Eins og víðast hvar í heiminum í gegnum aldimar hafa erfíðari störfín fremur þótt vera „kvennastörf' og þau léttari falin karl- mönnum. Þannig var því einnig farið í vfnyrkjunni, konumar unnu flest störfin á akrinum en karlmennimir í vínkjallaranum. VÍNBÓNDINN Wolfgang hefur köllun til að vera vínbóndi. Hann leggur ekki bara metnað sinn í að framleiða góð vín, heldur er honum líka mjög umhugað um að kenna mönnum að drekka vín, meta það og bera virðingu fyrir því. Það þarf ekki íslending til, til að misnota vín. Wolfgang selur vfn sitt ekki á þá staði, þar sem hann veit að það verður drukkið án umhugsunar. Hann, eins og við hin, óskar eftir viðurkenningu fyrir starf sitt, og vill ekki að það verk, sem hann hefur fómað tíma, alúð og mikill vinnu í, komist í hend- ur þeirra sem ekki kunna að meta það, né kunna að greina á milli vel eða illa unnins verks. „Það, að nota vín sem meðal til að gera sig drukkinn, er bæði móðgun við vínið og þann sem framleiðir það og það er sorg- legur vitnisburður um þekkingarleysi og vanþroska," segir Wolfgang og heldur áfram: „Hver sá, sem þekkir vín, hlýtur að draga skörp skil á milli þess að drekka vín og hins að fara á fyllirí." VÍN SEMMENN- INGARVERÐMÆTI Það má líkja víninu við tónlist. Þvf meir sem maður kynnist tónlist, lærir um hin ýmsu form og stefnur, kynnist einstökum tónskáldum o.s.frv., þeim mun meiri mögu- leika hefur maður til þess að njóta hennar. Eins er því farið með vínið. Maður þarf að kynnast því, sögu þess, eiginleikum og gerð og síðast en ekki sfst þarf maður að læra að bera virðingu fyrir því, áður en maður eigriast hlutdeild í þeirri arfleifð sem vínið er. í vínræktarlöndum Mið- og Suður- Evr- ópu er vín talið til menningarverðmæta þjóð- anna, en á okkar kalda landi skortir mikið á að það nái svo virðulegu sæti. Umræðan hefur löngum verið á þvf stigi, að útlista annarsvegar líklegt böl af ofneyslu þess og hinsvegar að benda á ákveðinn sjálfsákvörð- unarrétt einstaklingsins, hvað varðar lífsvenjur hans og líkama. Slík umræða um vín er ekki vænleg til að höndla nema lftinn hluta af sannleikanum. Henni má líkja við listgagnrýnanda, sem af vankunnáttu fæst við að fjalla um galla á afmörkuðum þætti listaverks, en sér ekki verkið sem eina heild og samspil margra þátta. Maðurinn hefur þekkt eldinn miklu lengur en vínið, en eigi að síður brennum við okk- ur á honum annað slagið. Aukin þekking á víni mun aldrei koma í veg fyrir mistök mannsins né vega upp á móti breyskleika hans, sama á hvaða vígstöðvum það er. Aukin þekking á víni mun heldur ekki gera vfndrykkju almennt skaðlausa (hvað þá aðra áfengisneyslu), en hún mun stuðla að betri nýtingu þeirra menningarverðmæta sem vínið er. Höfundur er dýralæknir. Eftir Ágúst Sverrisson I huga þeirra sem ekki þekkja bækur hans er Martin Amis umfram allt kunn- ur fyrir að vera sonur Kingsley Amis. En þeim sem kynnast verkum hans þyk- ir hann enginn eftirbátur foður síns, enda er Martin Amis þroskaður höfundur og hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í frásagnarlist sinni sem þó um margt ber keim af þeirri kímniblönduðu bölsýni sem einkennir marga breska rithöfunda af yngri kynslóðinni (Ian McEwan, Iain Banks o.fl.). Hann er fæddur í Oxford 1949, menntaður í heimalandi sínu, Spáni og Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa stundað nám í meira en 13 skólum. Þessi skólaganga virðist hins vegar ekki hafa komið í veg fyrir að hann gaumgæfði mannlífíð því verk hans bera einatt vitni um mikla næmni fyrir talmáli jafnt hárra sem lágra. Skáldsögur hans gerast ýmist í Bandaríkjunum eða Bretlandi og virðist hann jafnvígur á umhverfí í báðum ríkjum. Hann hefur sent frá sér 5 skáldsögur og eitt ritgerðarsafn um Bandaríkin. Skáldsögur hans munu flestar vera fáan- legar af og til í bókaverslunum hér (eða hægt að panta þær) en þær heita: Dead Babies, The Rachel Papers, Success, Other Peopie: A Mystery Story og Mo- ney. Allar þessar sögur eru þrungnar ádeilu á dökkar hliðar nútímalífs, spill- ingu og fégræðgi, dryklquskap og innan- tómt kynlíf, hatur og tilfínningakulda. Þrátt fýrir sterkan siðferðistón (sem ekki kemur fram í predikunarstíl heldur kraumar undir yfírborðinu) og mikla bölsýni, eru sögur þessar allar skemmti- legar aflestrar vegna hárbeittrar kímni höfundar og háðsins sem gegnsýrir alla ádeilu hans. Sterkasta hlið Martins Amis er hins vegar án efa trúverðugleik- inn sem sögur hans einkennir og stafar af frábærlega raunverulegum samtölum og vönduðum smáatriðalýsingum. Fyrsta bók Amis, Dead Babies, er óhugnanlegur reyfari um kvennamorð- ingja. The Rachel Papers er öllu ljúfari frásögn en aðrar bækur höfundarins, segir m.a. frá fyrstu kynnum unglings af ástinni. Segja má að Martin Amis hafi fýrst slegið í gegn í bókmenntaheim- inum með Success. Um þá bók má lesa ummæli á borð við þessi: „Fallega upp- byggð og kraftmikil en þó óvenjuleg yfirlýsing um að breyta þurfí ensku þjóð- félagi." (Observer.) Sagan greinir frá tveimur uppeldis- bræðrum, Terry og Gregory Riding, sem deila íbúð í Lundúnum en eru að öðru leyti lítt samrýndir. Er sá fyrmefndi ættleiddur munaðarleysingi en sá síðar- nefndi spilltur auðmannssonur. Bræðumir segja söguna til skiptis og vindur henni því fram frá tveimur and- stæðum sjónarmiðum. Gregory starfar í litlu listasafni og lýsir þeirri vinnu fjálg- lega fyrir lesendum sem eftirsóttri og velborgaðri. Hann lifír ákaflega svall- sömu og afbrigðilegu kynlífi, er hrokinn og sjálfsánægjan uppmáluð, og það eina sem hann virðist hafa til brunns að bera er fagurt útlit. Um Terry gegnir allt öðru máli. Sjö ára gamall mátti hann þola það að horfa upp á drykkjusjúkan föður sinn verða litlu systur hans að bana. Malið komst á síður dagblaða sem varð til þess að faðir Gregorys ættleiddi drenginn í góð- mennskukasti og veitti honum sómasam- legt uppeldi. Þrátt fyrir það hefur Terry aldrei borið þess bætur sem henti hann í bamæsku. Hann er óásjálegur skrif- stofuþræll, drekkur of mikið og er aldrei við kvenmann kenndur, þjáist enda af minnimáttarkennd. Inn í söguna fléttast siíjaspell beggja bræðranna með systur þeirra (þ.e. hálf- systur Terrys) sem leiðir til sjálfsmorðs hennar. Martin Amis Um það leyti verða hvörf í sögunni. Terry kemst í kynni við undirheimamenn af ríkari gráðu og veraldleg velgengni tekur að umvefja hann. Gregory kemst í alvarlega tilfínningakreppu við dauða systurinnar auk þess að játa fyrir lesend- um að velgengni hans framan af bókinni hafi aðeins verið raup og starfíð í lista- safninu sé í rauninni mjög illa borgað. í lok sögunnar er hasnn tilfínningalega og fjárhagslega gjaldþrota og snýr heim til föðurhúsanna. Faðir hans er látinn fyrir nokkm en Riding-ættinni fer hnign- andi. Athugun og ádeila Martins Amis á nútímalíf í vestrænum stórborgum held- ur áfram í skáldsögunni Other People: A Mystery Story. Segir þar frá ungri konu sem misst hefur minnið og þræðir ýmsa afkima stórborganna eins og sak- laust bam í hugsun, þar til hún kemst að upprana sínum. Money er að mínum dómi besta verk Amis til þessa. Þar kveður síður en svo við nýjan tón: Verkið er harkaleg árás á vald peninganna, innantómt lífemi og klámiðnað. Sagan er engu að síður bráð- fyndin, sannkölluð svartakómedía. Sögumaður og aðalpersónan, Lund- únabúinn John Self, er á einskonar við- skiptaferðaiagi í New York sem dregst á langinn og endar með ósköpum. Self er sannkallað afsprengi tuttugustu ald- arinnar í vestrænum heimi: Hann er vafasamur náungi sem þjáist af offítu og hreyfíngarleysi, líkami hans nærist á grilluðu hraðmeti en sálin á klámmynd- um. Self drekkur stíft, er slóttugur og ofbeldishneigður og veður í peningum. Hánn verður engu að síður fómarlamb djöfullegs samsæris og stendur eftir það uppi slyppur og snauður auk þess sem ástkona hans heima í Lundúnum svíkur hann. Það sem aðgreinir þessa grimmu og fyndnu sögu nokkuð frá öðram verkum Martin Amis er það, að hér er lesendum boðið uppá holdi klædda andstæðu við það innansnauða og niðurdrepandi líf sem sagan lýsir, nefnilega sjálfan höf- undinn. John Self kynnist skapara sínum, dularfullum náunga að hans dómi, rithöf- undinum Martin Amis. John Self furðar sig á lífsmáta þessa náunga og álítur hann sérvitring hinn mesta: Hann drekk- ur ekki, hefur engan áhuga á peningum, býr á stúdentagarði og eyðir öllum sínum tíma í skriftir og lestur! Hann er m.ö.o. fullkomin andstæða flestra sögupersóna sinna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.