Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 10
Niki de Saint Phalle og Tarotgarðurinn í Toscana f lífíð er eins 0£ að spila á spil, þá er okkur boðið að vera með án þess að vita hvað spilin merkja. En þó verðum við að taka þátt í leikn- um.“ Þetta er meðal þess sem Niki de Saint Phalle hefur sagt í sambandi við „Tarotgarð- inn“, sem hún hefur í mörg ár verið að koma upp á fallegu, hæðóttu landsvæði ekki langt frá ströndinni í suðurhluta Tos- cana á Italíu. Tarotgarðurinn er nú smám saman að verða fullgerður. Tarotspilin eru 22 (jafnmörg og stafimir í elzta stafrófinu, hinu fönikíska). Þar af leiðandi verða styttumar jafnmargar í Tar- Páfinn og hin flæðandi sól otgarðinum. Þær em flestar sérstæðar byggingar. Allt frá því er hún sýndi högg- myndina „Hún“ í Nútímalistasafninu í Stokkhólmi árið 1966, hefur hún átt sér draum, sem hún hefur viljað gera að vem- leika: Samsafn stórbrotinna höggmynda sem hún gæti litið á sem æviverk sitt saman- lagt. „Paradís“ á Skeppsholmen í Stokk- hólmi var aðeins liður í undirbúningnum og eins „Golem" í Jerúsalem og hinn risastóri „Dreki“ í Knokke-le-Zut í Belgíu og svo húsaþyrping, sem hún byggði í Suður- Frakklandi í lok 7. áratugarins. Hvað er Tarot? Eða hið mikla „Arkan- um“? („Launþekking.") Vafalaust meira en spil. Sennilega eiga táknin, myndimar, ræt- ur sínar að rekja til hins forna Egypta- lands. Móses á að hafa flutt þau með sér til ísraels, þar sem þau nefndust „Thora“, og að minnsta kosti er samband á milli hinn- ar hebresku Kabbala og Tarots. Tarot felur einnig í sér gullgerðarlist og ýmsa aðra launþekkingu. Því hefur verið haldið fram að þegar kristnin hafi smám saman verið að ná undirtökunum í Egypta- landi, hafi egypzku prestarnir þjappað vizku sinni saman í hin 22 tákn og samsetningar- aðferð þeirra. Þannig gátu þeir haldið þekk- ingu sinni leyndri fyrir öllum nema þeim innri hring, sem kunni reglurnar. Það er auðskilið, að manneskja á borð við Niki der Saint Phalle, sem hneigist svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.