Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Side 3
LESBGK H@®@[u][g[B|[L][A][g[g[T][g[8] Utgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 691100. Forsíðan er af skúlptúr eftir SverriÓlafsson myndhöggvara og er birt í tilefni sýningar hans á Kjarvalsstöðum. Af sama tilefni er einnig rætt við listamanninn og fleiri myndir eftir hann. Myndefnið á forsí- ðunni er Lady Godiva, sem var gert að hreinsa sig af áburði með því að ríða hesti allsnakin um fjölmennar götur. Hér er það þó einhver önnur skepna en hestur, sem ber lafðina, geit eða jafn- vel sauðkind. Myndin er tekin við Korpúlfsstaði, þar sem Sverrir hefur vinnustofu. Lyst- ræninginn kom út á tímabilinu 1975-82 og má vera að ekki hafi öllum þótt þetta merkilegt tímarit þá. Nú lítur ritstjórinn Ólafur Ormsson á þennan feril úr nokk- urri fjarlægð ogþá kemur í ljós, að tímaritið hafði vissulega hlutverki að gegna og að þar komu margir og merkir menn við sögu. Það er fyrri hluti sem hér birtist. Ferðablaðið segir frá gömlum ferðamáta en vinsælum, einkum meðal eldra fóiks, þar sem er sigling á lúxus- skemmtiferðaskipum um öll heimsins höf. Frá því hvað er í boði og hvemig fólk ver tímanum. LYSTRÆNINGINN I MWMINCU KIU>B MLXSOMWI Sigrún Eldjám er kunnust fyrir teikningar sínar og grafík og hafa myndir hennar oft sést á síðum Les- bókar. En Sigrún er málari einnig og efnir nú til málverkasýningar á Kjarvalsstöðum. Af því tilefni hefur Kristín Ómarsdóttir hitt hana að máli. KRISTMANN GUÐMUNDSSON Stjarnan og skugginn Stjarna blá, þú sem ert í Ijarlægð og eilífð, líttu til mín í húmi moldarinnar og sjá: ég er þinn. Eg gimist þig, því þú ert það, sem aldrei verður höndlað. Þrá mín til þín er hinn skapandi draum- ur duftsins, mikilleiki þess, sem er ekki neitt; því að þú ein ert, og ég er reikandi skugginn. Eg á enga tilveru, nema drauminn um Þ>g- Stjama skær, þú, sem ert Ijós Himinsins, líf mitt er vitundin um fegurð þína, Ijómi þinn er sæla mín og kvöl. Þú ein ert, og allt er til þín vegna. En án mín hyrfir þú sýn; því að ég, skugginn, hef skapað þig. Ljómi þinn er mín ástúð, og tilbeiðsla mín hásæti þitt ofar öllum geimum. Ég er draumur þinn um það, sem aldrei verður höndlað; og allt, sem lifir, nærist af okkar eilífu þrá. Kristmann Guömundsson er fæddur 1901 á Þverfelli i Lundarreykjadal. Hann er þekktari fyrir skáldsögur sínar en Ijóð og gerðist ungur rithöfundur, fluttist til Noregs og skrifaði á norsku. Síöar bjó hann í Kaupmannahöfn, en fluttist heim til íslands 1939 og bjó bæði í Hverageröi og Reykjavík. Auk fjölmargra skáld- sagna sendi hann frá sér tvær Ijóöabsekur. A13du öld, lokaöld þjóð- veldisins, háði Kolbeinn ungi harða baráttu við Þórð kakala, svo sem öllum er kunnugt úr ís- landssögunni, sem hana Iærðu meðan hún var kennd í skólum af einhveiju viti. Baráttu þeirra, Kolbeins og Þórðar, var í einn tíma þannig komið, að Þórður var búinn til her- ferðar af Vestfjörðum norður í land að heija þar á Kolbein, sem var í óhægri vígstöðu þá stundina. Hann var heldur vanfær eftir sjúkdómskast af því meini, sem þjakaði hann og hann hafði hlotið af byltu. Þá var og kurr mikill orðinn með Eyfírðingum og hann gat ekki lengur verið viss um að þeir reyndust honum traustir ef Þórður kæmi norður með her manns og þar yrði stóror- usta. Kolbeinn hafði jafnan þvertekið fyrir allar sættir, því að hann hafði hér til verið hinn aflameiri í viðskiptum þeirra Þórðar, þótt honum tækist ekki að ráða niðurlögum hans. Kolbeinn bregður nú á það ráð, að hann velur til ferðar valinkunnan mann að orð- heldni og frómleika, Þorstein Hjálmsson á Breiðabólsstað í Vesturhópi til að fara með griðaboð til Þórðar. Þorsteinn vildi ekki fara nema fá með sér skilgóðan mann, sem gæti staðfest með honum boðin og kaus hann sér Eyvind bratt, stýrimann, sér til föruneytis. Þá vildi og Þorsteinn einnig að B B Svona er sagan inná okkur hann gæti flutt Þórði einhver sáttaboð um leið og hann færi þess á leit við Þórð, að grið væru sett fram til Alþingis, en sendifor- in var farin í byijun apríl. Kolbeinn tók þvert fyrir nokkur sáttaboð, sem líkindi væru til að Þórður játaði. Hann reið á leið með sendimönnum sínum, Þor- steini og Eyvindi, að Héraðsvötnum. Undir lok samfylgdar sinnar hafði Kolbeinn hægt reiðina og Eyvindur varð þá all nokkuð á undan honum og Þorsteini. Þorsteinn spyr þá Kolbein, þegar þeir voru orðnir tveir einir, hvort Kolbeinn vilji nokkuð auka sáttaboðin til Þórðar, ef rétt reynist, að Þórður sé albúinn til herfarar norður, og það kynni þá að verða til þess, að Þórður hætti við förina. Kolbeinn vitnar fyrst til ummæla sinna á fundi, sem hann hafði haldið með bændum í Skagafirði um veturinn, þar sem hann hét þeim að veija ríki sitt fyrir Þórði, en síðan bætir Kolbeinn við, að þrátt fyrir „það sem talað var á þessum fundi, þá vil ég á það hætta að gefa Þórði frænda mínum upp allan Norðlendingafjórðung og ráðast frá með öllu. Vil ég að allir menn hafí þá frið, lífsgrið og lima.“ Þorsteinn bað hann segja þetta mál Ey- vindi, sem riðinn var framúr þeim. Kolbeinn kvað það engu skipta, hvort þetta vissu fleiri menn: „Austmenn eru oft skjótorðir, en ég vil þetta því að einu bjóða eða uppi láta, að þú sjáir, að við höfum ófrið í annan stað." Þeir Þorsteinn og Eyvindur ríða nú vest- ur á Skarðsströnd en þangað var Þórður kominn að vestan með lið sitt. Þórður neitaði griðum og einnig sáttum þeim, sem Þorsteinn átti fyrst að bjóða og Þorsteinn býður þá launboðin, uppgjöf Kol- beins á ríki sínu, því að bæði hann og Ey- vindur töldu sýnt af viðbúnaði Þórðar, að hann væri ráðinn í að ríða norður að Kol- beini. Þórður trúði illa þessu boði og Eyvindur sagðist ekki geta staðfest það; hann hefði ekki heyrt þetta boð. Þorsteinn bauð þá eið sinn á, ef Þórður vildi þá heldur trúa. Þórð- ur gerði þá ráð sín og vinir hans og lögðu margir gott til. Þórður réði það af, að hann seldi Kolbeini grið fram um páskaviku og játaði sáttum. Þorsteinn reið nú norður en Þórður hætti við herförina og fór vestur á Fjörðu aftur. „En er Þorsteinn kom norður og bar upp erindi sín fyrir Kolbeini, kvaðst Kolbeinn aldrei það mælt hafa að gefa Þórði upp Norðlendingafjórðung." — Er ekki að orð- lengja það, að Kolbeinn rauf bæði griðin og sættina. Hann kvaddi upp menn til her- farar og fór vestur á Reykhóla og drap Tuma bróður Þórðar og marga menn aðra. Þannig kemur tíðum sagan frá síðustu árum þjóðveldisins til okkar á þessari öld sem nú er. Það einkenndi þjóðveldisöld und- ir lokin, að menn rufu eiða sína og gengu á bak orða sinna og ekkert hald reyndist í sáttargerðum. Sá frómi maður Þorsteinn á Breiðabóls- stað, kvaðst aldrei skyldu ganga erinda Kolbeins til sátta framar, og það gerði hann heldur ekki, því að þeir voru minnugir í þennan tíma, og létu ekki sama manninn biekkja sig tvívegis. Það er á öllum öldum margur Þorsteinn- inn, frómir menn, sem verða auðveld bráð þeim . bragðarefum, sem öllum heitum bregða, ef þeim þykir það henta. ÁSGEIR JAKOBSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.0KTÓBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.