Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Qupperneq 8
Fyrsta húsið sem þau Hannes áttu var Amt- mannsstígur 1 (nú veitinga- staðurinn Torfan). Þaráttu hjónin heima 1893-1895 og hér sjást þau fyrir utan hús sitt ásamt tveimur elstu bömunum. Ljósmynd/Sigfus Ey- mundsson. Þjóðminjasaf- nið Ljósmynd/Sigfús Eymundsson. Þjóðminjasafnið Yfírlitsmynd upp í Þingholtin um það Ieyti sem Hannes Hafstein bjó þar. Þijú hús Helga Helgasonar em áberandi með sínum nýklassísku stíleinkennum. Hæst til vinstri ber Amtmannshúsið (Ingólfsstræti 9) sem nú er horfíð. Húsið fyrir miðju er Þingholtsstræti 11, þar sem þau Hannes og Ragnheiður Hafstein bjuggu á árunum 1890 til 1893. Það stendur enn og hefur verið rúið stileinkennum sínum. Til hægri er Þingholtsstræti 12, þar sem Hannes bjó með móður sinni 1886 til 1890. Amtmannsekkjan Kristjana Gunnarsdóttir H, hennar hjá henni eftir að hann kom frá nán nýklassíska stíl hans vitni, sem var í tísku i . Hannes Hafstein og hús skáldsins Hver þjóð heldur minningu sinna frægustu sona og dætra, listamanna, vísindamanna og stjórnmálaforingja, hátt á lofti. Ekki er ótítt að húsin sem þeir fæddust í eða bjuggu í séu varðveitt sem helgigripir og söfn. Þar getur Hverþjóð heldur minningu sinna frægustu sona og dætra, listamanna, vísindamanna og stjórnmálaforingja, hátt á lofti. Ekki er ótítt að húsin sem þeir fæddust í eða bjuggu í séu varðveitt sem helgigripir og söfn. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON almenningur kynnst því umhverfi sem þess- ir menn og konur lifðu og hrærðust í og drukkið í sig andblæ Iiðins tíma. Þetta er aðferð til að nálgast og skynja söguna. Hér á landi hafa Akureyringar einkum gengið á undan með því að varðveita sem söfn hús þriggja stórskálda sem þar bjuggu: Jóns Sveinssonar (Nonna), séra Matthíasar Joch- umssonar og Davíð Stefánssonar frá Fagra- skógi. í Reykjavík eru það helst hús og vinnustofur myndlistarmanna sem hafa ver- ið gerð að söfnum og má þar nefna hús þeirra Einars Jónssonar, Ásgríms Jónsson- ar, Ásmundar Sveinssonar og Siguijóns Ólafssonar. En þar eru engin skáldahús varðveitt og hafa þó fleiri af höfuðskáldum okkar búið í borginni en nokkrum öðrum stað. Eitt af þeim var Hannes Hafstein. Hann settist í Lærða skólann aðeins tólf ára gamall og upp frá því átti hann heima í Reykjavík að undanskilinni stuttri vist í Dalasýslu og nokkrum árum í Kaupmanna- höfn og á Isafirði. Nafn hans rís ekki að- eins hátt í bókmenntasögunni heldur er hann eitt af okkar stæretu nöfnum í stjóm- málasögunni. En hvar bjó hann? Hér verður rakin slóð hans í höfuðstaðnum og ijallað um húsin sem hann bjó í og umhverfi þeirra. Hannes Hafstein fæddist á Möðmvöllum í Hörgárdal árið 1861, sonur hjónanna Pét- urs Hafsteins amtmanns og Kristjönu Gunn- arsdóttur. Hann var því af höfðingjaættum og bjó alla sína tíð í höfðinglegum húsum. Eins og áður sagði var hann sendur til náms til Reykjavíkur tólf ára gamall, árið 1874, og var komið til fósturs hjá hálfsystur sinni, Þórunni, sem þá hafði verið í hjónabandi með ungum lækni, Jónasi Jónassen, í þijú ár. Þessi ungu hjón voru meðal helsta hefð- arfólks í Reykjavík og læknirinn hafði reist sér hús árið 1870 sem markaði viss þátta- skil í byggingasögu Reykjavíkur. Hús þetta, sem enn stendur,, er við Lælq'argötu 8 (nú veitingastaður og mjög breytt) og var að því leyti öðru vísi en önnur hús í hinum litla höfuðstað að hæð undir loft var höfð fjórar álnir (um 2,5 metrar) en eldri hús höfðu aðeins þriggja álna lofthæð eða í mesta lagi þriggja og hálfrar alinar. Auk þess voru útidyr á gafli en höfðu ávallt áður verið á framhlið húsanna. Hjónin Þórunn og Jónas Jónassen voru bæði framarlega í félagslífi Reykjavíkur, hún aðalmanneskjan í Thor- valdsensfélaginu og hann bæði þingmaður og bæjarfulltrúi um skeið. HANNES Og JÓNASSEN Fóru Á Andaskytterí ViðTjörnina Þama var Hannes litli næstu sex vetur við besta atlæti á heimili sem var í engu frábrugðið yfirstéttarheimilum víða um Evr- ópu. Jónassen var héraðslæknir í Reykjavík og var sagt að hann væri jafnan með brauð- hleif í lækningatösku sinni er hann vitjaði fátæklinga og gæfi brauð þar sem hungur svarf að. Auk þess stundaði hann búskap af kappi eins og aðrir embættismenn í Reylgavík, hafði §ós að húsabaki og tún suður með tjöm. Á haustin fór læknirinn í Vatnsmýrina eða upp í Skólavörðuholt til að skjóta fugla til matar og hafði þá tíðum Eftir að Hannes lét af ráðherraembætti 190Í við Tjamargötu 33 (nú Tjarnarborg) sem K, arkitektinn, teiknaði. Þar bjó hann til 1912. Hannes litla með sér. í dagbók hans 17. apríl 1874 stendur t.d.: „í eftirmiddag fór ég suður í Tjamarenda með Hannesi að reyna að skjóta lóur og stelka, sem þar voru, en komst eigi að þeim.“ Til er ljós- mynd af húsakynnum í Lækjargötu 10 þar sem fólk situr við te- og kaffídrykkju með fínasta postulín og silfur á borðum. Eftir þessari ljósmynd og öðrum, þar sem húsið sést að utan, mætti gera húsið upp og þess vegna að góðu safni um húsakynni dæmi- gerðs háttsetts embættismanns i Reylgavík og fjölskyldu hans og þar með Hannesar litla Hafstein. Slíkt safn mundi sóma sér vel í Miðbænum. Móðir Hannesar var orðin fátæk ekkja, þegar hann lauk stúdents- prófi, og ákváðu þau Þórunn og Jónas þá að kosta hann til laganáms í Kaupmanna- höfn og eiga þvi ekki lítinn þátt í þroska- ferli hans. Ekkjan Kristjana Gunnarsdóttir Hafstein flutti til Reykjavíkur og fékk Ieigða íbúð árið 1884 í nýbyggðu húsi Helga Helgason- ar trésmiðs og tónskálds í Þingholtsstræti 12. Þegar Hannes Hafstein kom frá námi árið 1886 var hann um stuttan tíma settur sýslumaður í Dalasýslu en frá 1. jan. 1887 gerðist hann málflutningsmaður í Reykjavík og bjó næstu árin hjá móður sinni í þessu húsi. Um þær mundir var Þingholtsstræti einhver nýjasta og fegursta gatan í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.