Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Page 9
V Ljósmynd/Bjami afstein bjó í þessu húsi í Þingholtsstræti 12 á árunum 1884 til 1889 og Hannes sonur ai 1886. Húsið var byggt af Helga Helgasyni. Dyra- og gluggaumbúnaður bera hinum Reykjavík á árununt 1880 til 1890. Ljjósmynd/Bjami Ráðherrabústaðurinn, sem Hannes Hafstein reisti árið 1907, ber einkenni norsks sveitaseturstíls. Drekarnir bera merki þjóðlegrar rómantíkur. Ljósmynd/Bjami Ljósmynd/Bjami 1 reisti hann glæsilegt einbýlishús Síðasta einbýlishús Hannesar Hafstein var á Grundarstíg 10. Það lét hann reisa 1915 og bjó ögnvaldur Ólafsson, fyrsti íslenski þar til dauðadags 1922. Reykjavík. Þar bjuggu vel stæðir iðnaðar- menn og háttsettir embættismenn rétt eins og nú búa í fínustu einbýlishúsahverfum í úthverfum Reykjavíkur. Og hús Helga í Þingholtsstræti 12 stendur ennþá og er að mestu óbreytt frá upphafí. Helgi var frum- kvöðull að nýrri tegund timburhúsa í Reykjavik og er þetta hús eitt best varð- veitta dæmið um stíl hans sem kallaður hefur verið ný-klassískur stíll eða hálf- klassískur. Hann er fólginn í áhrifum sem sótt eru frá grískri og rómverskri fomöld. Hús hans voru tvílyft með lágu þaki og oft miðjukvisti á framhlið. Yfir gluggum voru bjórar, sem minna á gríska hofið, og flatsúl- ur á homum og við dyr. Einnig tók Helgi upp á því að saga út vindskeiðar við gafla og komst það í tísku í Reykjavík og víðar um iand. Húsið í Þingholtsstræti 12, þar sem Hannes Hafstein, bjó ásamt móður sinni og systkinum á áranum 1886 til 1889, er lítil perla við Þingholtsstræti sem ætti skilið að vera friðuð. - Fyrsti Bústaður Haf- steins-Hjónanna Var í Melstedshúsi Hannes Hafstein gekk í hjónaband haust- ið 1889 og var kona hans 18 ára gömul yfírstéttarstúlka í Reykjavík, Ragnheiður Melsted, fósturdóttir Sigurðar Melsteds prestaskólakennara og konu hans, Ástríðar Helgadóttur biskups Thordersens. Ungu hjónin bjuggu fyrst um sinn í foreidrahúsum hennar í Melstedshúsi við Lækjartorg. Það stóð þar sem viðbygging Útvegsbankans er nú en var rifíð um 1930. Árið eftir fengu þau leigða íbúð í öðra húsi Helga Helgason- ar, í Þingholtsstræti 11, beint á móti fyrra heimili Hannesar. Þetta hús stendur ennþá og var gott dæmi um stíl Helga en hefur því miður verið augnstungið og rúið sínu ný-klassíska skrauti að mestu. Þama voru þau til 1893 en keyptu þá gamalt og fallegt timburhús, sem enn stendur (reist 1838). Það er Amtmannsstígur 1, húsið þar sem nú er veitingahúsið Torfan (á Bemhöfts- torfu). Ekki var þá búið að byggja turn- bygginguna og húsið er af elstu gerð timbur- húsa í Reykjavík, stílhreint með dönskum svip. Þar bjuggu hjónin til 1895 en þá var Hannesi veitt Isafjarðarsýsla og næstu níu ár bjuggu þau á Isafirði. Hannes Verður Fyrsti Ráðherra Íslands Þegar Hannes kom aftur til Reykjavíkur árið 1904 hafði hann ekkert smáræði í far- teski sínu. Hann hafði í höndum tilskipun um heimastjóm íslands og bréf upp á vas- ann frá konungi um að hann væri skipaður fyrsti ráðherra íslands. Og þessum manni varð að fínna veglegt hús til að búa í. Stein- steypuöld var þá nýbyijuð í Reykjavík og eitt af þremur fyrstu íbúðarhúsunum úr steinsteypu var Ingólfshvoll á homi Hafnar- strætis og Pósthússtrætis, í eigu Guðjóns Sigurðssonar úrsmiðs (föður Gunnars skipa- miðlara). Þetta var glæsilegt þrílyft hús með turni og svölum uppi á honum þar sem sást yfir alla höfnina. Þar að auki vora homsvalir á húsinu. Ýmsar nýjungar voru viðhafðar við byggingu hússins sem Magnús Th. S. Blöndahl trésmíðameistari teiknaði. Veggimir vora tvöfaldir og þetta var fyrsta hús á íslandi með jámbentri steinsteypu. Þama uppi á annarri hæð fengu ráðherra- hjónin leigt en á hæðinni fyrir neðan var ein af fínustu verslunum höfuðstaðarins, vefnaðarvörubúð Th. Thorsteinssonar en vínbúð hans í kjallaranum. Á hátíðastundum söfnuðust fylgismenn Hannesar fyrir utan húsið og hylltu hann. Þannig var það á gamlárskvöld 1905 eftir allar æsingamar út af ritsímamálinu. Safíiaðist þá múgur og margmenni fyrir framan húsið, Jón Olafsson ritstjóri ávarpaði ráðherrahjónin, þar sem þau stóðu á svölunum, og var síðan hrópað tvisvar sinnum nífalt húrra og sung- in ættjarðarljóð. Reykjavík, blað Jóns Ólafssonar, segir vandlega frá atburðinum Ingólfshvol ber hæst á myndinni. Það er húsið meðþaksvölunum, eitt afþrem fyrstu íbúðarhúsum úr steinsteypu í Reykjavík. Hannes Hafstein og fjöl- skylda bjuggu á annarri hæð hússins á árunum 1904-1907 og á svölunum tóku rádherrahjónin á móti hyllingu stuðn- ingsmanna sinna á gamlaárskvöld 1905. og lýkur frásögninni á þessa leið: Þá sungu menn: „Táp og fjör og frískir menn!“ og hófu brottgöngu eftir hljóð- fallinu. En allur þorri mannfjöldans stóð þó enn kyrr um stund. Ráðherrann mælti þá: „Lengi lifí Reykjavíkur-bær“, en sak- ir yssins í mannfjöldanum heyrðist eigi þegar til hans og endurtók hann því hærra: „Lengi lifi Reykjavík!" og tóku þá aliir undir með húrrahrópum." Þetta var auðvitað pólitísk samkoma því að Hannes var mjög umdeildur um það leyti og einhveijir andstæðingar hans hrópuðu ókvæðisorð á meðan á þessu stóð. Annálað var hversu Hannes Hafstein var glæsilegur maður og hafa fáir stjómmála- menn hér á landi verið dýrkaðir eins og hann. Það var meira horft á ráðherrann en nokkum annan mann í Reykjavík. Þegar hann kom gangandi á götunni mátti sjá hreyfingu á gluggatjöldum og fólk kom út í glugga til að horfa á hann ganga fram hjá. Fátt er til af frásögnum um heimilislíf hans en Klemens Jónsson bregður upp þess- ari mynd: „Væra fáir gestir hjá honum, og honum nákunnugir, vildi hann aðallega helst tala um skáldskap, einkum foman íslenskan kveðskap og latneskan, Ovidius og Hóraz. Oft lét hann gesti sína þá heyra ýms kvæði, er hann hafði í smíðum . . . Ég hygg, að það hafi verið hans mestu ham- ingjustundir, er hann sat með fáum kunn- ingjum sínum yfír glasi heima fyrir. En þegar það kom fyrir, talaði hann aldrei um stjómmál eða flokksmál, heldur um skáldskap og fagrar listir. Kona hans sat þá jafnan inni og tók þátt í viðræðunum. Frú Ragnheiður var ekki einungis eigin- kona hans í orðsins besta og innilegasta skilningi, heldur líka hans besti vinur og félagi." FluttÍRÁðherra- BÚSTAÐINN Hannes Hafstein og fjölskylda bjuggu í Ingólfshvoli til 1907 en fluttu þá í Ráð- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.