Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Page 11
á „rúmið“ á gólfinu og var komin með nála- dofa af því að sitja við borðið með kross- lagða fætur og allt í einu vissi ég ekkert í hausinn á mér. Það hefði kannski verið viturlegra að vera um kyrrt í Tókýó, halda áfram að reyna áð ná samtali við Takako Doi, formann Sósíalistaflokks Japans, og einu konuna sem hefur komist áfram í pólitík í þessu landi. Ég hefði getað farið á kabuki-leikhús og svo kannski fengið að tala við einhvern frægasta rithöfund Japana af yngri kynslóð- inni, Natsuki Ikezawa. Það hafði staðið í handbókinni sem ég las áður en ég kom til Japans, að fólk ætti að bíða með að fara á ryokans uns það hefði að minnsta kosti verið einu sinni áður í landinu — höggið væri nógu mikið fyrir því. Svo þegar farið er að skoða verðlagið er út í hött að vera á vestrænum hótelum í Japan, nema maður sé milljónamæringur eða gestur stjórnarinnar. Svo að ég sagði vinkonu minni Midori Hanabusa í Blaða- mannamiðstöðinni, sem tók að sér að panta alla gistingu á vikuflakki mínu um landið, að ég ætlaði að vera á ryokan. Annaðhvort er maður í Japan eða ekki, hugsaði ég, tók stærri sopa af bjórnum og vissi að auðvitað færi ég ekki að láta eitt menningarsjokk og framandi umhverfi sem var á mörkunum að ég réði við, slá mig út af laginu. Þegar öllu var á botninn hvolft var ég drjúg með mig að hafa rambað á réttar lestir, sem er í sjálfu sér vel af sér vikið, þar sem öll skilti á járnbrautarstöðvum eru aðeins á japönsku. Og mér hafði láðst að læra þessi 1.800 tákn af 46 þúsund, sem er sagt að maður géti komist ágætlega af með. Ég rölti út í heitt myrkrið og yfir í „aðal- bygginguna" til að reyna að fá leiðbeining- ar um hvort væri ekki matsölustaður í grenndinni. Ég benti frúnni á að ég væri svöng með því að hreyfa hægri höndina eins og ég væri að borða með prjónum. Þetta bar tilætlaðan árangur og endaði með því að hún teiknaði upp fyrir mig nokkra möguleika. Eg valdi þann fyrsta sem virtist einfaldastur. Eftir að hafa gengið riddaragang um króka og kima gömlu Ky- oto um hrið og ávarpað nokkra sem auðvit- að skildu ekki orð, fann ég lítinn matsölu- stað skammt frá brúnni yfir ána sem renn- ur um Kyoto. Þar sat ég á gólfinu og reyndi að spá í, hvaða tákn ég ætti að velja mér til að borða. Skoðaði verðið til að reyna að átta mig og útkoman var alveg til fyrir- myndar. Innan skamms snæddi ég með pijónum og bestu lyst eitthvað sem ég von- aði að væri steikt lifur. Daginn eftir er ég í borg sem grætur, Hiroshima. Ég hafði ekki hugsað mér að koma þar við, hélt það yrði annaðhvort allt- of dramatískt eða alltof mikið plat. Það reyndist vera rigning. Japönsk rign- ing eins og hún gerist hressilegust enda var fellibylsangi að enda ferð sína. Ég bjó um mig á Minshuku Ikedaya. Eigandinn bauð upp á te meðan hann sagði mér leiðina að tuminum og ég teiknaði fyrir hann heims- kortið til að sýna honum hvar ísland væri. Ikedaya var sjö ára þegar sprengjunni var varpað. Hann var tregur að tala — það þarf ekkert endilega að vera vegna at- burðarins; þetta er japanskt þjóðareinkenni. Midori fannst ég stundum of spurul, Ikeda- ya fannst það líka, en kannski var hann feginn að sumu leyti. „Ég var heppinn, syst- Reuter Frá Kurashiki-ánni sem renmir um borgina. Spurningin er: Hvar er lestin mín. ir mín lifði af líka,“ sagði hann. Allir aðrir úr nánustu fjölskyldu fómst. „Mér finnst ég muna eftir blossa," sagði hann. „Svo ekkert meira. Ég man ekki eftir neinum hávaða. Alls engu öðm. Ég vaknaði upp á sjúkrahúsi og það voru heldur ekki allir svo heppnir...“ Hann ræskti sig og leit undan. „Ég held að þú ættir ekki að búast við að finna neitt hér. Nema tuminn. Hiroshima er ekki sú Hiroshima sem minnisglætur bernskunnar segja mér. Hiroshima er ný borg og hún segir mér ekkert. Ég man ekkert eftir uppbyggingunni, man ekkert hvernig næstu mánuðir og ár gengu fyrir sig. Það er eins og allt hafi verið þurrkað út... en einn góðan veðurdag var svo risin hér ný borg, breiðari, opnari og skipulegri en Hiroshima. Þessi borg heitir líka Hiros- hima. Stundum verð ég reiður út af því að turninn var ekki rifinn. Stundum verð ég líka bara reiður við turninn. Þvílík dauðans vitleysa. En ef ekki væri þessi eini turn finnst mér að ég gæti gleymt.“ Hann lánaði mér regnhlíf og ég arkaði af stað út í rigninguna. Minshukan hans Ikedaya var ekki langt frá turninum, svo að ég komst þangað og horfði um stund. m ist!l! ■ ■ ■ ' Konur í Kyoto á hfo'óðskraG. Það lá við að ég skildi Ikedaya. Hvað hélt þessi turn eiginlega að hann væri? Og tákn hvers er hann, þegar allt kemur til alls. Sprengju sem þurrkaði út fólk og borg. Að vísu. En skyldi hann ráða úrslitum um, hvort sprengjunni verður kastað í þriðja sinn. Ég held varla. Nokkrir bandarískir túristar vom þarna með regnhlífar eins og ég. Töluðu hástöfum og sögðu að þetta yrði þeim ógleymanleg . sjón. Æðisleg sjón. Mér fannst turninn eins • og hann er á myndum. Hann vakti enga stemmningu hjá mér. Kannski er bitinn of stór. Ætli það séu ekki fleiri sem hugsa svona. Geta ekki faílið í stafi .við minnis- merki, sem- krefst þess að mönnum vökni um augu við að horfa á það. Kannski turninn hafi samt ekki látið mig jafn ósnortna og mér fannst. Allar næturn- ar á flakkinu svaf ég eins og sveskja, en í Hiroshima var svefninn svo ókyrr og mgl- ingslegur, að ég ákvað að koma við þar aftur á leiðinni að brautarstöðinni til að bæta fyrir yfirlætislegar hugsanir. Ósjálfrátt myndar maður. sér skoðanir á þjóðum og löndum fyrirfram. l'Japan kom fleira á óvart en annars staðar, fólkið vakti meiri forvitni og spurningarnar vom fleiri en svörin. Hugsunarhátturinn mótast af trú og hefðum, einangmn og hamstáusri þjóð- emiskennd. Um það verður skrafað í seinni grein. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.