Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Side 5
Ójafhir strengir? Ég lét að því liggja að löngum hefði gætt nokkurs fálætis eða tortryggni í garð Mills meðal fræðimanna. Óþarft er að skafa utan af því að í flestum ritum/á.m.k. fram að 1960, er hlutur hans gerður harla rýr. í besta falli er hugsun hans lýst sem blöndu af blindu og skyggni, í því versta er stað- hæft að það sem hann hafi tætt úr toglaup sínum sé ekki af einum toga spunnið heldur allt í einni bendu. Á honum eiga að hafa sannast máltækin að ójafnir strengir tvinn- ist aldrei vel og að mistrúað sé marglátum manni. Hinir „ójöftiu strengir" eru þá ann- ars vegar frelsisreglan, sem að framan er lýst, og hins vegar lögmál nytjastefounnar er hann stóð faðir að og einnig var drepið á hér að ofan. Þorsteinn Gylfason orðar þessar efasemd- ir af mikilli hæversku í formála sínum að Frelsinu er hann segir að deila megi um „hvort Mill takist til fulls að byggja hina nákvæmu rökfærslu sína á nytseminni einni fyrir almenningsheill eins og hann vildi gera. Því hugsanlegt virðist að frumregla Mills um frelsið komi ekki heim við almennings- heill." (21; leturbr. höf). Margir hefðu tekið dýpra í árinni og staðhæft að fullkomið ósamræmi væri þama á milli þar sem frels- isreglan legði bann við ýmsum aðgerðum er ykju heildarhamingju heimsins — og jafn- vel öfugt, þ.e. að nytjalögmálið bannaði sitt- hvað sem frelsisreglan heimilaði4. Þorsteinn tekur sjálfur dæmi af árekstrum er varða líkamlegt heilsufar, svo sem því að upp- götvað yrði, svo óyggjandi sé, að tóbaksr- eykingar valdi krabbameini. „Almennings- heill gæti þá virzt kreíjast þess að reyking- ar verði beinlínis bannaðar," segir Þor- steinn, en slíkt bann væri „ótviræð frelsis- skerðing í skilningi Mills“. (22) Rétt er að taka fram að Þorsteinn á við að íhlutunar væri þörf vegna þess tjóns sem reykinga- mennimir valda sjálfum sér, hann er hvorki með í huga áhrif óbeinna reykinga á aðra né þann kostnað sem þjóðfélagið er skuld- bundið að bera nú á dögum vegna læknis- hjálpar við væntanlega krabbameinssjúkl- inga; enda féllu dæmin þá augljóslega und- ir frelsisregluna. Bók Mills er líka skrifuð á þeirri tíð er menn gátu enn leyft sér að fara í hundana í friði. Við getum sett okkur fyrir sjónir fjöl- mörg dæmi af svipuðu tagi þar sem um- hyggja fyrir velferð annarra virðist krefjast þess, í krafti almannaheilla, að við höfum vit fyrir þeim en frelsisreglan setur okkur stólinn fyrir dymar. Einnig sýnist ekkert því til fyrirstöðu, samkvæmt nytjalögmál- inu, að alls kyns siðir og hættir einstaklinga sem þorri almennings hefur megna and- styggð á séu bannaðir með heildarhamingju samfélagsins í huga. Ætli íslendingi sem komist hefði upp á rottuát í Kína, og stund- aði nú daglegar veiðar á þeim kvikfénaði sér til matar, yrði t.d. vært í okkar sam- félagi? Væri ekki happadrýgst að setja blátt bann við iðju er vekur svo almennan við- bjóð? Og óþarfi er að minna á margs konar „afbrigðilega" kynlífshegðan sem einstakl- ingar stunda af sjálfvilja sínum í einrúmi, og án þess að bíða sýnilegt heilsutjón af, en ofbýður öllu „siðprúðu" fólki ef upp kemst. Fljótt á litið virðist opinbert bann við slíkri iðju samrýmast nytjalögmálinu en ganga þvert á frelsisregluna. í sem fæstum orðum byggjast ásakanir á hendur Mills um ósamkvæmni á þrem meginforsendum; a) að nytjalögmálið, sem að hans dómi sé eitt og altækt, geri önnur lögmál utangátta og óþörf, b) að nytjalög- málið og frelsisreglan gangi út frá ólíkum og oft andstæðum gildum, annars vegar því að hamingjan ein hafi gildi í eðli sínu en hins vegar að sum réttindi megi ekki skerða hvað sem sé í húfí, og c) að hér se um að ræða lögmál af gjörólíkri tegund: Á meðan nytjalögmálið byggi á leikslokakenningu, um að siðlegt gildi breytni ráðist af afleið- ingum hennar, þá hvíli frelsisreglan á lög- málskenningu um að sum breytni sé í eðli sínu rétt eða röng, óháð afleiðingunum6. Það liggur í augum uppi að ef öll þessi rök hæfa í mark stendur vart lengur steinn yfir steini í siðfræði Mills. Nú er skemmst frá því að segja að eftir 1960 hefur þessi túlkun á verkum Mills að nokkru rýmt fyrir annarri og jákvæðari. John Gray orðar það svo að þá hafi hafist alvarleg endurskoðun á hugsun hans6. Þungamiðja þessarar „endurskoðunar- stefnu" er að nytjalögmálið og frelsisreglan séu ekki sömu röklegrar ættar. í hinu fyrra felst almennt verðmætamat sem gildir um allar „lífslistir", er Mill nefndi svo7 (sið- ferði, hyggindi, fegurð) og kveður þar ein- faldlega á um að hamingjan ein sé góð í eðli sínu. En það er ekki siðferðislögmál þar eð ekki er hægt að draga af því neinar ályktanir um rétta eða ranga breytni nema með því að bæta við þeirri leikslokareglu Guðrún Agnarsdóttir alþm. í ræðustóli. Hún minnti okkur á að frelsi einstakl- ingsins næði aðeins að nefi náungans. (sem hvergi er þó skýrt orðað í Nytjastefnu Mills) að breytni sé rétt ef hún stuðli að því sem er gott í eðli sínu, röng ef hún vinni gegn því. A hinn bóginn er frelsisreglan hagnýtt siðferðislögmál sem hefur afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir mat okkar á rétt- mæti athafna. Þótt „endurskoðunarsinnunum“ hafí tek- ist að skjóta skildi fyrir Mill með þessum rökkúnstum sínum, er leiða í ljós að nytja- lögmálið og frelsisreglan stangist ekki á í strangasta skilningi, þá erum við litlu nær um á hvaða grundvelli frelsisreglan hvíli, þ.e.a.s. á hveiju hin bláu bönn hennar séu reist. John Gray stingur upp á þeirri lausn að þótt frelsisreglan neyði okkur á stundum til að byrgja augun fyrir nytjum og ham- ingju þá sé hún samt sem áður nytsamleg þegar öllu er til skila haldið. Hugmynd hans er sú að bein viðleitni til að stuðla að nyt- semd sé á endanum sjálfskæð, alveg eins og ekkert sé ríkari trygging fyrir vansælu lífí en að spyija sig á hveiju augnabliki hvað maður geti nú gert næst til að verða sem hamingjusamastur. Annar endurskoð- unarsinni, C.L. Ten, gengur enn lengra og fullyrðir að frelsisreglan kvami víða út úr nytjastefnunni. Andstætt hinni síðamefndu líti hún framhjá vissum afleiðingum athafna okkar á aðra, skilgreini tjónshugtakið á mun þrengri hátt og færi rök fyrir gildi einstakl- ingseðlisins sem ekki komi nytjum þess við9. Ég er hins vegar sannfærður um að bæði Gray og Ten eru á villigötum og að rétta megi hlut Mills með miklu hampaminni hætti en þeir hafa reynt. Vonast ég til að geta dregið lesandann til samsýnis mér um að svo sé í framhaldinu. Rýnum fyrst ögn dýpra í vandann. Því fer vitaskuld flarri að frelsisreglan skil- greini eitthvert svið „einkasiðleysis", mark- að heilögum véböndum sem fyrir engan mun megi seilast inn yfir. Hinu er ekki að leyna að Mill krefst þess að öll slík íhlutun velti á öðrum ástæðum en eingöngu andúð eða hryllingi annarra. Þannig eru vissar ástæður afskrifaðar fyrirfram sem ófull- Guðrún Helgadóttir alþm. í ræðustóli. Ætli MiII hafí verið sammála beitingu hennar á frelsisreglunni í umræðum um tóbaksreykingar á opinberum stöð- um? nægjandi eða marklausar (forsjárrök, vel- sæmisrök, tilfinningarök). En það er því kynlegra sem nytjastefnumenn leggja yfir- leitt alla ánægju og vansæld að jöfnu og telja fullnægingu hverrar löngunar eða hvat- ar góða í eðli sínu. Stundum bregður Mill fyrir sig orðalagi sem gefur til kynna að eðlismunur sé á athöfnum sem varða aðra menn og þeim sem „varða hann sjálfan ein- an“ (45); en á mælikvarða hefðbundinnar nytjastefnu er allur slíkur greinarmunur út í hött enda getur allt sem varðar mann sjálf- an hreyft við þó ekki væri nema tilfínning- um annarra og þannig varðað þá einnig á þann hátt sem máli skiptir. Mill viðurkennir þetta raunar: „Því allt, sem orkar á einn mann, getur orkað óbeint á aðra fyrir at- beina hans.“ (48) Einn ritskýrandi hefur rejmt að greiða úr þessari flækju með því að staðhæfa að Mill geri skýran mun á því sem varðar aðra og því sem varðar hags- muni annarra og það sé aðeins síðara tilvik- ið sem heimilað geti íhlutun10. En hvort tveggja er að Mill notar þessa tvo talsmáta jöfnum höndum og að því er virðist greinar- munarlaust og svo hitt að hagsmunir hljóta í þessum skilningi að byggjast á einhveijum almennt viðurkenndum reglum og réttind- um. En ekkert var Mill meiri þymir í augum en ofriki ríkjandi skoðana og hátta! Sömu gagnrök hrína á þeirri hugmynd Richards Hare, sem er einhver þekktasti nytjastefnu- maður samtímans (en sá stofn er nú í útrým- ingarhættu), að frelsisreglan sé „1. stigs lögmál" í siðfræði, þ.e. þumalfíngursregla sem kunni einstöku sinnum að stangast á við nytsemd, ef grannt er skoðað, en lang- samlega oftast borgi sig að fylgja íhugunar- laust. Ástæðan á að vera sú að gildi hennar sé runnið okkur í merg og bein vegna inn- rætingar frá bamæsku og því veki brot gegn henni mikinn óhug11. Meinið er enn á ný að Mill leit alla hefðarspeki tortryggnis- augum og varaði sífellt við skoðunum sem visnað hefðu í blóðleysi vanans. LAUSN: „VERNDARSVÆÐIГ Leita þarf nýrra vamarstöðva þegar út- virkin bresta. Enn einn möguleiki felst í að benda á þá staðreynd að vegna vanþekking- ar á nákvæmum afleiðingum athafna okkar í einstökum tilfellum kunni almannaheill best að vera borgið með því að leggja blátt bann við ýmiss konar íhlutun12. En á móti vegur að gildismat almennings fer oftast óleynt og vanþekking okkar á því er síst meiri en á öðmm afleiðingum gerða okkar. Ted Honderich kemst næst sannleikanum í túlkun sinni. Hann skilur frelsisregluna svo að hún banni íhlutun nema einstakling- urinn, sem skaða veldur, sé að bijóta gegn þeim hagsmunum og réttindum sem annar maður eða samfélagið í heild hefði ef hags- munum og réttindum væri skipað í sam- ræmi við nytjalögmálið13. Augljósasta mótbáran er sú sem Ten vekur máls á að samkvæmt túlkun Honderichs mætti gera tæmandi grein fyrir frelsisreglunni út frá nytjalögmálinu einu saman. Hvaða þörf er þá fyrir að helga henni heila bók sem sér- stakri og afdráttarlausri frumreglu? Hví sagði Mill ekki einfaldlega að íhlutun væri þá og því aðeins leyfileg að hún yki á heild- arhamingju þjóðfélagsins?14. Mér er nær að halda að þessi mótbára sé ekki mjög alvarleg. Við megum aldrei gleyma því að Mill var sem siðfræðingur læstur í eina höfuðreglu, reglu sem hann orðar skýrt og skorinort í Frelsinu: „Ég tel nytsemina grundvöll alls siðferðis, hinn end- anlega mælikvarða góðs og ills.“ (47) Með frelsisreglunni er hann ekki að draga nein handahófskennd skil milli athafna sem varða mann sjálfan, annars vegar, og aðra, hins vegar, né heldur að skilgreina tjónshugtakið upp á nýtt, sbr. kenningu Tens. Hann er einfaldlega að afmarka fyrirfram handa okkur verndarsvæði, nokkurs konar heilagt vé þar sem íhlutun svari aldrei í raun kostn- aði. „Fyrirfram“ merkir hér ekki apriori eða óháð allri reynslu enda viðurkenndi Mill í hinni ströngu raunhyggju sinni ekki aðra dóma en reynsludóma, m.a.s. ekki í stærð- fræði og rökfræði16. Þvert á móti er hann að feila reynsludóm um svið þar sem nytja- rök, önnur en þau sem frelsisreglan hnýtir að, muni — þegar öllu er á botninn hvolft — ávallt verða vegin og léttvæg fundin. Tilfinninga-, velsæmis- og forsjárrök fyrir íhlutun eru útilokuð, ekki vegna þess að þau séu ekki fullgild nytjarök sem slík heldur fyrir þá sök að önnur nytjarök séu alltaf í reynd þungvægari. Það er einfaldlega al- hæfing út frá reyrislu okkar af mannlegum aðstæðum og mannlegu eðli í fortíð og nútíð. Nú hefur það ekki verið plagsiður nytja- stefriumanna að fella slíka fyrirfram dóma. En þá er þess að gæta að Mill var ekki frumstæður nytjastefnumaður af þeirri teg- und sem andstæðingar nytjastefnu hafa gaman af að taka í karphúsið. Hann var jafnan að tala um „nytsemi í víðustu merk- ingu, grundvallaða á varanlegum hagsmun- um mannsins á þroskabraut hans“. (47) Mill byggði m.ö.o. á ákveðinni kenningu um mannlegt eðli sem gerði honum kleift að taka tillit til afleiðinga athafna á einstakl- inginn, gerandann sjálfan, en ekki aðeins samfélagið í kring: „Því ekki skiptir aðeins miklu, hvað menn gera, heldur einnig hvem- ig menn það eru sem gera hlutina." (116) Eg tel mig þegar hafa fært að því nokkur rök að frelsisreglan sé þannig í fyllsta sam- ræmi við nytjalögmálið en til að bæta um betur þurfum við að hyggja nánar að mann- eðliskenningu Mills og þá einkum hugmynd- um hans um einstaklingseðlið og gildi þess. Síðari hlutinn birtist í næstu Lesbók. 1) Reykjavík 1970, 2ur útgáfa 1978, i Lœrdóms- ritaflokki HÍB. Svigatölur f greininni visa til blaðsfðutals f bókinni. 2) Sbr. Capital (London 1933), bfs. 671. 3) Um muninn á j&kvœðu og neikvæðu frelsi m& m.a. lesa f ritgerð minni, „Að geta um frjálst höfuð strokið", Frelaið (1. hefti 1986), bls. 12-13. 4) Sbr. T. Honderich, „The Worth of J.S. Mill on Liberty", Politicai Studies (XXI 1974), bls. 464. 6) Sbr. J. Gray, MiII on Liberty: A Defence (Lon- don 1983), bls. 2-9. 6) Sbr. sama, bls. 9—14. Nafii Grays þessa, sem er einn merkasti stjórnspekingur samtfmans, kom nokkuð við sögu fyrir skömmu hér & landi f tengslum við umdeild stöðuveitinga- m&l, eins og einhveija kann að reka minni til. 7) Um lífslistir Qallar Mill einkum f bók sinni A System of Logic, VI. hluta, kafla XII. 8) Sbr. Mill on Liberty: A Defence, bls. 19—47. 9) Sbr. C.L. Ten, MiII on Liberty (Oxford 1980). 10) Sbr. J. Rees, „A Re-Reading of Mill on Li- berty", Political Studies (VIH 1960). 11) Sbr. MUI on Liberty, bls. 37—39. 12) Sbr. R.E. Sartorious, Individual Conduct and Social Norms (Belmont 1975), kafli 8. 13) Sbr. „The Worth of J.S. Mill on Liberty“, bls. 466-470. 14) Sbr. MiII on Liberty, bls. 13. 15) Gottlob Frege tætti þ& kenningu Mills m.a. f sig f UndirstSðum reikningslistarinnar sem br&ðlega er væntanleg á fslensku I þýðingu greinarhöfundar. Höfundur, sem kennt hefur við MA, hefur lok- ið M.Phil.-námi í heimspeki. LHSBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. NÓVEMBER 1988 5 Frá umræðum á Alþingi. Kunna stjórnmálamenn sér ekki hóf í lagasetningum og valdboðum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.