Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Qupperneq 11
/ í J ninu meðan verið var að búa um rúmin. rsóley.“ (24. júní) sagan Haraldur Hannesson hagfræðingur er frumkvöðull að því að kynna íslendingum W.G.Colling^vood og verk hans. Nú eru rétt 40 ár síðan hann fann úti í Þýzkalandi nær 40 íslandsmyndir Collingwoods, sem verið höfðu í. eigu Jóns Sveinssonar (Nonna) og flutti þær hingað til lands. Síðan hefur hann verið óþreytandi að afla upplýsinga um Collingwood og hefur m.a. ferðast um heimaslóðir listamannsins í Englandi og leit- að heimilda hjá ættingjum hans. Haraldur sá um útgáfu á bókinni Á söguslóðum, sem út kom árið 1969 og hefur að geyma úrval mynda Collingwoods ásamt með ritgerðum Haralds um listamanninn og íslandsferð hans. Haraldur hefur kynnt Collingwood er- lendis, t.d. á sýningu þeirri, sem haldin var í Köln og víðar í Þýzkalandi á árunum 1967-69. Fyrir nokkrum árum tók Haraldur sér fyrir hendur að þýða bréf Collingwoods úr íslandsferðinni og hefur hann unnið það verk af mikilli trúmennsku og listfengi og einnig samið ítarlegar skýringar við bréfín, þar sem gerð er grein fyrir fjöldamörgum menningarsögulegum og sagnfræðilegum þáttum sem bréfin varða. Þessi bréf birtast nú í bókinni um Collingwood. GS. uöid Óttar Þorvaldsson, faðir Hallfreðar • bjuggu í Grímstungu Björn Sigfusson, nsdóttir, kona hans. Ingunn lýsir bænum ur bær, mjög erSður. Auk þess var þar fiutti þangað Björn Eysteinsson og gerð- ognorður eftir Vatnsdalsfíalli. (lO.júlí) Útiskemma í Bæ í HrútaGrði. í bæ tók Sigurður E. Sverris- son sýslumaaður á móti þeim ferðalöngum og veitti góðan beina. „Síðan fengum við ágæt rúm, “ skrifar Collingwood. (15. júlí) Oddi á Rangárvöllum, frægðarsetur að fornu og ættaróðal Oddaveija. Þar ber hæst nöfh þeirra Sæmundar fróða Sigfús- — sonar og Jóns Loftssonar er fóstraði Snorra Sturluson ungan. í baksýn sér til Vestmannaeyja. (2. ágúst) Gilsbakki í Hvítársíðu. Búið var í bæjarhúsunum til 1917 en kirkjan fauk 1904. Á söguöld ólst þar upp skáldið og hetjan Gunnlaugur ormstunga. Um kynni þeirra Helgu fögru segir svo: „Jafhan skemmtu þau Helga sér að tafli ok Gunnlaugr; lagði hvárt þeirra góðan þokka til annars bráð!iga...Helga var svá fögr, at þat er sögn fróðra manna, at hon haG fegrst kona verit á íslandi. Hár hennar var svá mikit, at þat mátti hylja hana alla, ok svá fagrt sem gull barit“. Frá Gilsbakka er víðsýni og fögur fjallasýn. Strút ber við Eiriksjökul t.v. en Langjökull skartar klakabrynju lengst t.h. (21.júlí) Með augum pílagríms Ferðalög voru þjóðaríþrótt Englendinga um margar aldir. Er þá ekki aðeins átt við þær sískrifandi kerling- ar í uppreimuðum stígvél- um sem heimtuðu síðdegis- teð sitt á réttri mínútu, hvort heldur þær voru staddar í Kírikkale eða Kísandí, né þau hrífusköft karlkyns, í bættum jökkum og tvísóluðum skóm, sem voru oft ríkari heima fyrir en heil þau héröð samanlagt sem þeir púuðu reyk sínum um, heldur er ekki síður átt við ferðimar heim, upp í Vatnalönd, vestur á Comwall eða norður um lyngheiðar Skotlands. Þjóðflokki þessum var gefin slík ferðakúnst, að hann þurfti ekki nema sveita- veg milli akra eða nokkra hóla í almenningi þorps, þá var hann kominn í heilsu- og rann- sóknartúr, eftir fuglum, fíðrildum, rústum eða blómum, og sneri heim með sama and- varpi langferðamannsins sem hann kæmi austan frá Assvan eða sunnan frá Senegal. Það er í eðli ferðalangs að vilja taka með sér minningar. Ekki aðeins sjálfum sér, heldur einnig öðmm. Fyrir daga ljósmynd- unar var það því partur af sæmilegu upp- eldi, að menn — og ekki síst stúlkur — lærðu að draga til myndar. Teikniblöð og Formáli að bókinni FEGURÐ ÍSLANDS OG FORNIR SÖGUSTAÐIR Eftir BJÖRN TH. BJÖRNSSON lítill vatnslitakassi vom nánast skylduþing í hverri ferð, og svo sem ævinlega þar sem margir leggja gmnninn, risu og hér af tind- amir. Engin þjóð Evrópu iðkaði vatnslitalist- ina í viðlíka mæli og Englendingar. Auðug- ir menn, svo sem sá frægi dr. Munroe í Adelphi Terrace, gerðu unga vatnslitamál- ara út af örkinni fyrir sig, þá Tumer, Girt- in og Bonington, til þess að mála myndrað- ir af kastölum, dómkirkjum og fomum klaustmm Englands. Undan áhrifum slíkra snillinga spmttu aðrir, sem urðu innan tíðar svo fyrirferðarmiklir, að stofna var utan um þá nýtt akademí, The Royal Society of Paint- ers in Water-Colours. Sá maður sem á myndir sínar í þessari bók, William Gershom Collingwood, er í list sinni sprottinn upp af þeim ríka akri. Iist- fæmi Collingwoods hefði þó ekki ein sér fært okkur Islendingum slíkt sem hér er sýnt. Að því stuðluðu margar áhugastefnur, hver úr sinni áttinni, sem skámst þó allar í þessum brennidepli. íslandsferðir Williams Morris og þýðingar hans á íslenzkum fom- sögum, fornfræðimenntun og rannsóknir Collingwoods sjálfs, listörvun fagurfræð- ingsins Johns Ruskins og loks viðkynningin við íslensku lærdómsmennina Eirík Magnús- son og Jón Stefánsson, — allt lagði þetta saman borðin í þilfarið sem hann stóð á snemmsumars 1897 og horfði til norðurs. Það var pílagrímsferð á hetjuslóðir fornald- ar, „þar sem guðir gengu áður um í gervum dauðlegra manna", svo sem Morris orðaði það, en vom nú koðnaðar niður í grónar tóftir og kúmlega fátækt mannlífsins. Það má kalla andlegt afrek Collings- woods, með hvaða augum hann skoðar þetta land. Það er ekki með augum vonbrigða eða saknaðar liðinna tíma, það er ekki með neinni tilhneigingu rómantískrar fegmnar, né bregður þar fyrir nokkm yfirlæti. Með heiðum huga og hreinni elsku skynjar hann tímann sem breitt hefur grænan feld sinn yfir tóftimar, yfir gamlar traðir, og hjúpað bústaði manna og dýra í sina þungu og mjúku voð. En hafið, fjöll og ár em söm; þau em leiksviðið mikla sem enn stendur uppi, þótt leikararnir sjálfir séu löngu komn- ir af klæðum og til annarra verka. Fyrir okkur nútímamenn, sem fömm hraðfari á þjóðvegum og náum að smella af sögustað þegar bezt lætur, er timinn í myndum Collingwoods orðin fjarlæg draum- sýn, þótt ekki sé liðin öld í milli. Þar ríkir hljóðlætið, þar tifar klukkan hægt, og við- mót fólksins er af sömu ætt og grænn áv- ali híbýlanna. Hestar hans og dr. Jóns þræða gamlar götur milli sveita, yfir hálsa og heið- ar, sömu stígana og þeir riðu forðum, Korm- ákur eða Kjartan eða Gísli. Á slíkum leiðum heyrir hann þögn landsins hljóma. Með vatnslitum verður ekki hugsað tvisv- ar. Þeir krefjast þess frána öryggis, að það sem á blað er dregið verði að standa; það verður hvorki út þurrkað né yfir það málað. Og* *slíkur vatnslitamálari er William Colling- wood. Hann tvídregur aldrei ofan í lit til leiðréttingar; pensillinn í hendi hans er jafn hlýðið tæki sem hugur hans er skír. Hefð- inni trúr notar hann myndauka, en ofur varlega, svo athyglin staldri ekki við nema til viðmiðunar stærða og fjarlægða: maður á hesti, fólk að heyverki, örsmár bátur í blásandi byr. Hér er aldrei dauð sjón að verki, aldrei einber spegill hins séða, heldur stýrir hveiju einu næmur hugur, fullur lotn- ingar og ástúðar í garð þess lands og lífs sem hann vitjar á þessum gleymdu slóðum. Pflagrímar miðalda drógu skó af fótum á helgum stöðum; Collingwood kallar ís- landsbók sína Pílagrímsferð. Fátt gæti verið meira réttnefni um hugðina í þessum fögru myndum. Því eru þær okkur Islendingum ómetanleg gjöf, sem erlendur maður hefur lagt á helgan blótstall lands okkar og sögu. Höfundur er listfræðingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. NÓVEMBER 198S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.